Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 40
MORGyNBLAÐIÐ LAUGARDAGUB 2$. JANÚAR 1993 40 t Eiginmaður minn, ÓSKAR B. MAGNÚSSON, er látinn. Blómey Stefánsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG HELGADÓTTIR, Heiðarbrún 18, Stokkseyri, lést á heimili sínu 18. janúar. Jarðarförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 30. janúar kl. 14.00. Valdimar Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn, SVEINN ÓLAFSSON bóndi á Snælandi, Kópavogi, síðasttil heimilis íVogatungu 103, andaðist 21. janúar á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Pétursdóttir. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, FJÓLA EINARSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Norðurtúni 22, Bessastaðahreppi, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 20. janúar. Bergur Ólafsson, Einar Bergsson, Ólafur Bergsson. t Hjartkær móðir, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG TÓMASDÓTTIR, vistmaður á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 21. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Rútur Eggertsson, Bergljót Einarsdóttir, Jóhannes Eggertsson, Vilborg Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ODDGEIR JÓNSSON, Tómasarhaga 55, Reykjavík, lést í Hafnarbúðum, Reykjavík, 22. janúar. Fanney Jónsdóttir, Baldur Hrafnkell Jónsson, Edda Margrét Jensdóttir og barnabörn. t Ástkær faðir minn, sonur okkar og bróðir, JÓN PÁLL SIGMARSSON, er andaöist 16. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju, þriðjudaginn 26. janúar 1993, kl. 13.30. Sigmar Freyr Jónsson, Dóra Jónsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Sigmar Jónsson og systkini hins látna. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA S. GUÐMUNDSSONAR, Hæðargarði 35, áður Skipasundi 11. Sigrún Oddgeirsdóttír, Ingvar A. Guðnason, Þórunn Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Sigríður Davíðsdóttir, Haukur Geir Guðnason, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Gíslný Jóhanns- dóttir - Minning Fædd 3. júlí 1911 Dáin 14. janúar 1993 í dag verður jarðsett frá Landa- kirkju i Vestmannaeyjum tengda- móðir mín, Gíslný Jóhannsdóttir, en hún Iést í Landspítalanum í Reykja- vík 14. janúar sl. eftir skamma legu. Foreldrar hennar voru hjónin Jó- hann Jónsson og Jónína Steinunn Sigurðardóttir er bjuggu að Efri- Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum. Gíslný átti þijár systur og eru þær allar látnar. Ung að árum réðst hún að Dufþaksholti í Hvolhreppi. Þar kynntist hún syni hjónanna, Þor- steini Ólafssyni, og gengu þau í hjónaband 1. desember 1929. Bjuggu þau fyrst í Efri-Vatnahjá- leigu, en árið 1934 fluttust þau til Vestmannaeyja og þar var heimili þeirra upp frá því. Þorsteinn og Gíslný eignuðust 16 böm og em þau öll á lífi nema yngsti sonurinn. Hann drukknaði 10. júlí 1980, þrítugur að aldri. Barnabörnin eru orðin 38 og bamabamabörnin 31. Það er mikið ævistarf að ala 16 böm og koma þeim upp og dugði þá ekki alltaf dagurinn fyrir það sem ljúka þurfti við. Hún lagði metnað sinn í að bömin væru snyrtileg og hrein og bám þau því vitni. Þau vöndust fljótt á að rétta hjálparhönd og hefur samheldni þeirra verið ein- staklega góð alla tíð. Þorsteinn var heilsulítill síðari hluta ævi sinnar og lést hann 13. apríl 1967. Árið 1972 flytur Gíslný til Reykjavíkur og á þar heima upp frá því í skjóli bama sinna. Gíslný var mjög tilfínninganæm og bar mikla umhyggju fyrir sínum. Hún gladdist yfír velgengni þeirra og ef eitthvað bjátaði á leið henni ekki vel. Best leið henni þegar hópurinn hennar var saman kominn og hún gat verið með. Það er mikil gæfa og góður skóli að fá að kynnast slíkri mann- kostamanneskju sem tengdamóðir mín var. Ég þakka henni 30 ára samveru. Góður Guð geymi hana. Hvíli hún í friði. Anna Finnsdóttir. Hinn 14. janúar sl. lést hún amma mín, Gíslný Jóhannsdóttir, í Land- spítalanum eftir stutta sjúkdóms- legu. Hún verður jarðsungin í dag, laugardaginn 23. janúar, frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Gíslný var fædd í Efri-Vatnahjá- leigu í Austur-Landeyjum 3. júlí 1911. Hún var dóttir hjónanna Jó- hanns Jónssonar og Jónínu Stein- unnar Sigurðardóttur. Á fimmtánda ári fór hún sem vinnukona að Duf- þaksholti og þar kynntist hún mannsefni sínu, Þorsteini Ólafssyni, sem fæddist 24. júní 1896. Gíslný og Þorsteinn giftu sig 1. desember 1929 og hófu á árinu 1930 búskap á Efri-Vatnahjáleigu. Þau urðu að bregða búi árið 1934 þar sem Þor- steinn þjáðist af heymæði. Lá þá leið þeirra til Vestmannaeyja þar sem þau bjuggu síðan öll búskapar- ár sín. Gíslný og Þorsteinn áttu miklu barnaláni að fagna og alls eignuð- ust þau sextán böm á 23 ámm. Öll böm þeirra komust á fullorðinsár, en þau em: Jóhanna, f. 1930, Tryggvi, f. 1931, Ólafía, f. 1933, Trausti, f. 1935, Halla, f. 1936, Lilja, f. 1937. Reynir, f. 1938, Sól- veig, f. 1940, Birgir, f. 1942, Guð- rún, f. 1943, Jónína, f. 1944, Smári, f. 1946, Svanur, f. 1947, Sigurvin, f. 1950, d. 1980, Vilborg, f. 1951 og Sigurbjörg, f. 1953. Á ámnum 1934-1953 bjuggu Gíslný og Þorsteinn í svonefndum Vesturhúsum í Vestmannaeyjum. Þar höfðu þau til umráða 2-3ja herbergja íbúð og þar fæddust öll bömin þeirra nema þrjú þau elstu. Árið 1953 fluttust Gíslný og Þor- steinn ásamt bömum sínum í rúm- gott hús á Kirkjubæjarbraut 4, en það hús hafði Þorsteinn byggt með aðstoð elstu bama sinna, þó sérstak- lega Trausta. Þorsteinn lést árið 1967 en Gíslný hélt heimili næstu fímm árin fyrir yngri böm sín. En árið 1972 seldi hún hús sitt og flutt- ist til Reykjavíkur. Hún bjó fyrst hjá syni sínum Birgi, en síðar á heimili Trausta og síðastliðin 12 ár hélt hún heimili ásamt syni sínum Smára. Ég varð þess aðnjótandi að dvelja hjá ömmu minni ásamt yngri systur minni sumarpart árið 1968. Þar bjuggu þá hjá henni yngstu bömin hennar og á efri hæðinni bjó dóttir hennar ásamt fjölskyldu, en á þeirri hæð höfðu nokkur böm hennar búið fyrstu búskaparár sín. Það þótti ekki margt til heimilis þá, því þegar mest var vom 30 manns til heimilis hjá henni. Sum bama hennar hófu búskap á heimili hennar og jafn- framt fengu nokkrir vertíðarmenn er komu til Eyja samastað hjá henni. Vinnudagur hennar var því ansi langur því að alltaf gekk hún síðust til hvílu og var fyrst á fætur. Þegar ég var hjá henni hélt hún af miklum myndarskap um heimilis- haldið. Hún lagði mikla áherslu á að allri gengju snyrtilega um og öllum var ætlað ákveðið hlutverk í heimilishaldinu. Sparsemi og nýtni t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og barnabarns, GUNNARS STEFÁNS. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki vökudeildar Landspítalans fyrir þeirra mikla starf og stuðning á erfiðum tímum. Elsa Gunnarsdóttir, Davfð Halldórsson, Valgerður Stefánsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Ester Hjaltadóttir, Halldór Sigurðsson, Ásta Finnbogadóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Brunnsti'g 2, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði, og St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fyrir góða aðhlynningu. Þórlaug Júliusdóttir, Eyþór Júlfusson, Bergljót Gunnarsdóttir, Sigriður Júlíusdóttir, Arnfinnur Arnfinnsson, Þorkell Júlíusson, Erla Friðjónsdóttir, Guðbjörg Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. var höfð í fyrirrúmi og í hennar augum var varla til verri löstur en eyðslusemi. Fyrir skömmu er ég ræddi við hana um árin hennar í Eyjum og spurði hana hvað henni hefði þótt erfíðast, þá kom svar hennar mér á óvart því ég átti von á að stundum hefði verið erfítt að láta verka- mannalaunin hans afa duga svo stóru heimili. En nei — það var vatnsleysið sem henni hafði þótt erfiðast, en á þeim tíma höfðu Vest- mannaeyingar rigningarvatnið til heimilisnota og var því safnað í sér- staka brunna, en það vildi oft þijóta. Hún sagði mér að yfirleitt hefðu þau samt haft nóg vatn til neyslu, en erfítt hefði henni þótt að hafa stund- um bara einn lítinn bala af vatni til að þrífa alla krakkana. Ég spurði hana þá hvort ekki hefði verið erfítt á kreppuárunum og hvort afí hefði ekki lent í því að vera atvinnulaus eins og margir aðrir verkamenn. Hún taldi nú ekki að það hefði ver- ið neitt erfiðara hjá þeim þá en á öðrum tímum, því þau hefðu alla tíð gert ráð fyrir óvissum tekjum og verið búin að spara einhveijar krón- ur, sem síðar var gripið til ef afí varð atvinnulaus. Þegar hún amma mín fluttist til Reykjavíkur 61 árs að aldri var hún orðin svo slitin af allri vinnuþrælk- uninni að mestallur máttur var far- inn úr handleggjunum. Hún átti því orðið erfítt með öll erfíðari heimilis- verk og kunni því ákaflega illa, en gekk þó til verka svo að segja til síðasta dægurs. Þegar ég lít yfír æviskeið hennar get ég ekki annað en fyllst aðdáun á því hversu vel hún komst frá því. Hún ól böm sín upp af miklum myndarskap þrátt fyrir ákaflega erfíð skilyrði og veitti þeim haldgott veganesti. Þau eru samhent þessi systkini og hafa alla tíð verið mjög sterk tengsl á milli þeirra og fjöl- skyldna þeirra, sem ég vona að breytist ekki þótt ættmóðirin sé nú fallin frá. Guð blessi minningu ömmu minnar. Anna Þórðardóttir. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast ömmu minnar, hennar Gíslnýjar Jóhannsdóttur, eða ömmu litlu eins og ég kallaði hana. Hún amma litla var ein af þeim sem safnaði ekki veraldlegum auði, heldur voru auðæfí hennar fólgin í bömunum hennar 16. Þessum stóra bamahópi komu hún og afí til manns með miklum myndarbrag. í dag era bömin 15, því að árið 1980 þurfti hún amma litla að sjá á eftir syni sínum, Sigurvin, í hina votu gröf. Rúmlega 80 manna niðjahópur kveður mæta konu í dag. Um leið og ég votta öllum aðstandendum mína innilegustu samúð bið ég ömmu litlu guðs blessunar á nýrri vegferð og kveð hana með versinu: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Beggó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.