Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 20 AR FRA UPPHAFI HEIMAEYJARGOSSINS Máttur náttúruaflanna Ógnvekjandi en algeng sjón í gosinu, eldsumbrot, logandi hraun og brennandi hús. Að lokum tókst að stöðva hraunstrauminn með því að dæla á hann sjó. Páll Zophóníasson Allt tal um að Eyjamenn hafi grætt á gosinu er öfugmæli Páll Zophóníasson(t.h.) sýnir OIov Palme forsætisráðherra gos- stöðvarnar. Hjá þeim stendur Sigurður Þórarinsson jarðfræðing- ur. PÁLL Zophóníasson var bæjar- tæknifræðingur í Vestmannaeyj- um þegar eldgosið hófst á Heimaey. Síðar varð Páll annar framkvæmdastjóra Viðlagasjóðs í Eyjum svo það mæddi mikið á honum í gosinu enda var hann i Eyjum flesta daga meðan gosið stóð. Síðar varð Páll bæjarstjóri í Eyjum og gegndi því starfi í nokkur ár en rekur nú teikni- stofu í Eyjum. Páll þekkir þvi vel sögu gossins og uppbygging- arinnar í Eyjum eftir það. „Vinnan hjá mér byxjaði strax um gosnóttina við Magnús bæjar- stjóri fórum í að reyna að skipu- leggja aðgerðir. Síðan gekk ég í flest það sem til féll. Tók á móti skipum, skipaði út bílum og varn- ingi og tók þátt í ýmsum mælingum á rennsii hrauns og fleiru. Við feng- um síðan starfsmenn bæjarins til Eyja á þriðja degi í gosi og var það talsverður léttir því maður fann vel hversu handalausir við stjómend- umir vorum þegar starfsmennina vantaði," sagði Páll um fyrstu daga gosins. Páll var einn þeirra sem þátt tóku í skipulagningu þess að reyna að stöðva rennsli hraunsins eða breyta rennsli þess með því að kæla það og segist viss um að það hafi gert gæfumuninn með að höfn- in lokaðist ekki og ef til vill hefði mátt bjarga meiru af bænum ef fyrr hefði verið hægt að bytja að kæla hraunið með aflmiklum dæi- um. „Það var fljótt farið að tala um að reyna að kæla hraunið en fyrsta tilraunin var þó ekki gerð fyrr en 6. febrúar. Prófessor Þor- björn Sigurgeirsson var fremstur í flokki þeirra er vildu reyna þetta. Þorbjöm hélt því fram að 1 rúm- metri af vatni myndi kæla 1 rúm- metra af hrauni og þegar fyrstu tilraunir voru gerðar sást að þetta var nokkuð nærri lagi hjá honum. Slökkviliðið gerði fyrstu tilraunirn- ar en þegar ljóst var að þetta virt- ist hafa áhrif var farið að skipu- leggja kælingu af einhverri aivöru. Allar tiltækar dælur í landinu voru fengnar og dæluskipið Sandey kom og dældi á hraunkantinn við innsigl- inguna. Ég er sannfærður um að kælingin á hraunkantinum þar bjargaði höfninni því ef hraunið hefði ekki verið kæit þama held ég að Flakkarinn, sem var norðurhluti Eldfellsins sem sprakk frá fjallinu og fór af stað með hrauninu, hefði þrýst því út í innsiglinguna og jafn- vel lokað höfninni. Kraftmiklu dæl- urnar frá Bandaríkjunum komu ekki fyrr en í byrjun apríl, nokkrum dögum eftir stóra áhlaupið þegar tugir húsa fóru undir hraun á einni nóttu. Ef þær hefðu komið fyrr er aldrei að vita nema hægt hefði ver- ið að breyta þróuninni á þeim tíma.“ Páll segist ekki telja að Eyja- menn standi framar á neinum svið- um vegna gossins nema að því leyti að höfnin sé betri. „Ég held að hita- veita hefði komið þó gosið hefði ekki komið. Það var búið að bora 1.600 metra djúpa holu fyrir gos til að leita að heitu vatni og úr henni komu fjórir sekúndulítrar af 60 gráðu heitum sjó. Þetta var bara á byrjunarstigi þegar gosið kom og ég held að þeim athugunum hefði verið haldið áfram og sá möguleiki skoðaður frekar. Þegar Páll lítur til baka eru upp- gjörsmá! vegna gosins honum ofar- lega í huga. „Eftir á að hyggja þá sér maður að við uppgjör á bótum, hvort sem það var vegna altjóns, lagfæringa, uppsetninga tækja eða hvers konar bótum sem var þá hef- ur verið farið eftir alltof íhaldssöm- um reglum. Það sem menn kannski gerðu ekki þá frekar en bankar og aðrir að þeir mátu ekki þennan skaðvald sem verðbólgan var. Menn voru ekki farnir að kunna að vinna með þeim þætti þannig að allar bætur og annað sem ég veit að var of íhaldssamlega reiknað út urðu náttúrulega enn minni þegar átti að fara að nota þær. Og allt tal um það að menn stæðu betur, eða jafn vel, að vígi og áður, það er ekki rétt.“ Ég, ásamt fleirum, tók mikinn slag vegna bóta fyrir bæinn og sat í mánuð á fundum og þvargaði við matsmennina um það. Það hafði áhrif í rétta átt en alls ekki nóg en auðvitað var það skárra en að fá það sem að okkur var rétt. Þetta var þó allt unnið út frá vísindalegri matsgerð. Flest fólk hafði lítil tækifæri til að fá leiðréttingar á sínum málum og varð bara að gjöra svo vel og kyngja því að taka það sem að því var rétt. Það er kannski litið svolít- ið öðruvísi á þetta gagnvart bænum þar sem hann er opinber aðili og maður gat fært rök fyrir því að hægt væri að hækka ýmsa hluti sem ekki voru nægjanlega hátt metnir. Ef við lítum á bætur fyrir íbúðar- húsnæðið hér þá var byijað seint að greiða þessar bætur og greiðsl- unum var dreift. Við sem hér vorum að vinna vildum að þessar greiðslur yrðu verðbættar þannig að fólkið þyrfti ekki að fara að eyða þeim strax til að hafa eitthvað út úr þeim, því þá var ekki hægt að verð- tryggja þessa peninga hjá bönkun- um. Þarna var verðbólgan farin að rúlla þannig að þeir sem fengu bætumar urðu að nota þær strax til að fjárfesta í einhveiju og kynda þannig undir verðbólguna, ef pen- ingamir áttu ekki að brenna upp hjá þeim. Fólk á miðjum aldri sem átti hús og var nánast skuldlaust þegar gosið kom þurfti að fara að skuld- setja sig til að koma sér þaki yfir höfuðið á ný eða lagfæra þær eign- ir sem stóðu og ég vil meina að þetta hafi dregið talsvert úr þeim krafti sem hér var fyrir gos. ekki náð 5.000 íbúum hér. Ég held að allt tal um að Eyja- menn hafí grætt á gosinu séu mik- il öfugmæli. Þetta kostaði okkur mikið og við eram enn að bera kostnað sem gosið skapaði okkur,“ sagði Páll Zophóníasson. Eiríkur Bogason Uppbyggingu rafveitunnar aðljúka MIKLAR breytingar hafa orðið í veitumálum Vestmannaeyinga frá gosinu. Nær öll hús voru olíu- kynt en það heyrir sögunni til. Rafveitan fór undir hraun í gos- inu og nú 20 árum síðar er upp- byggingu henn- ar loks að ljúka. Eiríkur Boga- son, veitustjóri í Eyjum, segir að uppbyggingin hafi gengið hægt en nú sjái brátt fyrir end- ann á henni. „Það hefur orð- ið geysileg aukning á raforkunotk- un í Eyjum frá því fyrir gos. Arið 1972 var raforkunotkunin hér rúm- lega 2.000 megawattstundir en í dag er hún nærri tvöfalt rneiri," sagði Eiríkur. Milli lands og Eyja liggja nú tveir rafstrengir sem flytja orku til Eyja en auk þess er varaafl fyrir hendi sem nægir bænum ef straumrof verður. „Það var byijað að kynda hús með hita frá hrauninu árið 1975 og var gert til ársins 1990 en þá var hitinn orðinn það lítill að það borgaði sig ekki lengur að nota hraunið til kyndingar því dýrara var orðið að dæla vatninu upp á hraun heldur en að hita það upp með rafmagni í kyndistöðinni. Þegar ráðist var í virkjun hrauns- ins var prófessor Þorbjörn Sigur- geirsson, helsti ráðgjafi og hvata- maður að gerð virkjunarinnar. Hans útreikningar sögðu að hitinn myndi duga í 15 ár og það stóðst. Nú erum við að byija að kynda vatn hitaveitunnar upp með varma frá nýrri sorporkustöð, fyrstir íslend- inga. I dag stöndum við feti framar í veitumálunum en við gerðum fyrir 20 áram þannig að það var ekki allt alvont við gosið þó erfiðleikarn- ir hafi verið miklir." Guðjón Hjörleifsson Hér er blóm- legbyggð „ÞAÐ SEM mér finnst standa uppúr þegar ég lít til baka og rifja upp gosið og eftirköst þess er að engin slys skyldu verða á fólki og eins sú ævintýralega uppbygging sem átt hefur sér stað í Eyjum eftir gosið,“ sagði Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri. „Fyrir gos var í Eyjum lítil úti- sundlaug. Hún fór undir hraun og fljótlega eftir gos- ið var farið að huga að byggingu nýrrar laugar. Ör varð að byggt var íþróttahús sem í er bæði íþrótta- salur og sundlaug en fram að gosi vora tveir litlir íþróttasalir við sinn hvorn skólann hér. Myndarlegt elliheimili var byggt en fyrir gosið var rekið lítið elliheimili í gömlu húsi. í dag era hér fimm barna- heimili en fyrir 20 árum voru að- eins tvö bamaheimili hér. Flestar götur era nú lagðar bundnu slitlagi en það er mikil breyting frá því sem var. Þá hefur orðið bylting í sam- göngumálum okkar. Mikið fram- faraspor var stigið með byggingu Heijólfs sem kom árið 1976 og með nýjum Heijólfi sem kom síðasta sumar. Þá hafa flugsamgöngur einnig aukist og flugvöllurinn hefur verið búinn góðum tækjum sem auka flugöryggi mikið.“ Guðjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.