Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 37 JWcááur r a morgun ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. Fimmtudag: Biblíu- lestur kl. 20.30 í safnaðarheimil- inu. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku barnakórsins. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson prédikar. Sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir alt- ari. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Helgistund kl. 17. Einsöngur. Sr. Jakob Á. Hjálmars- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Þriðjudag: Kyrrðar- stund kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegisverður. Þriðju- dag: Biblíulestur kl. 14.00. Sr. Halldór S. Gröndal annast fræðsl- una. Kaffiveitingar. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- stund kl. 10.00. Fjölskyldan og hjónabandið. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. Messa og barnasam- koma kl. 11.00. Sr. Karl Sigur- björnsson. Barnakór Hallgríms- kirkju leiðir söng undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. Aftan- söngur kl. 17.00. Tónlist annast Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Stefánsson. Þriðjudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkju- bíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíð- ar á undan og eftir messu. Há- messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jóns- son. Mánudag: Biblíulestur kl. 21.00. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18.00. Fimmtudag: Kvöld- söngur með Taizé-tónlist kl. 21.00. Kyrrð, íhugun og endur- næring. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholts- kirkju (hópur V) syngur. Barna- starf á sama tíma. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Kári Þor- mar. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustu. Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu að stundinni lok- inni. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 14.00. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fræðsluerindi að lok- inni messu. Matthías Johannes- sen flytur erindi um trúarlega þáttinn í Ijóðum Jónasar Hall- grímssonar. Miðvikudag: Bæna- messa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Hákon Leifsson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Umsjón hafa Bára, Eirný og Erla. Miðvikudag: Kyrrð- arstund kl. 12. Söngur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur há- Guðspjall dagsins: (Mt. 8.) Jesús gekk ofan af fjallinu. degisverður í safnaðarheimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sunnudaga- skóli í Árbæjarkirkju, Ártúnsskóla og Selásskóla á sama tíma. Fyrir- bænastund miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daníel Jónasson. Barnakórinn syngur. Kynning á þjónustuverk- efni fermingarbarna. Vænst er þátttökú fermingarbarna og for- eldra þeirra. Samkoma „Ungs fólks með hlutverk" kl. 20.30. Bænasamkoma með altaris- göngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organ- isti Guðný M. Magnúsdóttir. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Sigfúsar og Guðrúnar. Fyrirbænastund mánudag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi fimmtu- dag kl. 10.30. Prestarnir. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Guð- fræðinemarnir Sveinn, Elínborg og Guðmunda aðstoða. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Sigur- björg Helgadóttir. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir guðsþjónustuna. Vig- fús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar, Digranes- skóla. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í Safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Organisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, RVÍK: Laugardag, 23. jan., kl. 14 flautudeildin í safn- aðarheimilinu, kl. 15 starf eldri bamanna. Sunnudag kl. 11 barnaguðsþjónusta, kl. 14 guðs- þjónusta. Miðvikudag, 27. jan., kl. 7.30 morgunandakt. Organisti Violeta Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, LANDAKOTI: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM/K, SÍK: Samkoma á veg- um undirbúningsnefndar fyrir Billy Graham-samkomurnar í Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, kl. 16.30. Ræðumaður verður Galo Varsquerz frá Mission World, kristniboðssamtökum Billy Gra- hams. MARÍUKIRKJA, BREIÐHOLTI: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga er messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLA- DELFÍA: Sameiginleg samkoma þeirra safnaða og samfélaga sem standa að Billy Graham-átakinu í mars nk. Fjölbreytt tónlistardag- skrá. Ræðumaður: Galo Varsqu- erz frá Mexíkó. Barnasamkoma á sama tíma og barnagæsla fyrir yngri börn. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11 helgunarsamkoma og sunnu- dagaskóli. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Brigader- arnir Emma og Óskar Jónsson stjórna og tala á samkomum dagsins. FÆR. SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á sunnudag kl. 17. Ræðumenn Ársæll Þórðarson og Jens Pétursson. GARÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 13 í Kirkjuhvoli. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13 og í Víðistaða- kirkju kl. 14. Gídeonfélagar sjá um guðsþjónustuna. Kór Víði- staðasóknar syngur og organisti er Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Organ- isti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, HAFNARFIRÐI: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. KAPELLA ST. JÓSEFSSYSTRA, GARÐABÆ: Þýsk messa kl. 10. BESSASTAÐASÓKN: Sunnu- dagaskóli kl. 11. KAPELLAN, ST. JÓSEFSSPÍT- ALA: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Kirkjuskólinn settur. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Ferm- ingarbörn aðstoða. Organisti Frank Herlufsen. Bjarni Þorbjarn- arson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabíl- inn. Messa kl. 14. Altarisganga. Kyrrðar- og bænastundir á fimmtudögum kl. 17.30. GRINDAVÍKURKIRKJA: Biskups- vísitasía. Messa kl. 14. Biskup, herra Ólafur Skúlason, predikar. Prófastur, sr. Bragi Friðriksson, og sóknarprestur, sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, þjóna fyrir altari. Kór Grindavíkurkirkju og barna- kórinn syngja. Organisti Siguróli Geirsson. Öllum kirkjugestum boðið í kaffisamsæti með biskupi í safnaðarheimilinu eftir messu. KIRKJUVOGSKIRKJA, HÖFNUM: Biskupsvísitasía. Messa kl. 11. Biskup, herra Ólafur Skúlason, predikar. Sr. Jóna Kristín Þor- valdsdóttir þjónar fyrir altari. Kór heimamanna leiðir safnaðarsöng. Börnin úr barnastarfi kirkjunnar taka þátt í athöfninni. Lilja Dögg Bjarnadóttir spilar á fiðlu. Organ- isti Siguróli Geirsson. KAÞÓLSKA KAPELLAN, KEFLA- VÍK: Messa kl. 16. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Börn borin til skírnar. KEFLAVÍKURSJÚKRAHÚS: Helgistund kl. 10. Kór Hvalsnes- kirkju syngur. Hjörtur Magni Jó- hannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Börn borin til skírnar. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 10.30. Messa kl. 14. Svavar Stefánsson. SELFOSSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Æskulýðsfundur kl. 20. AKRANESKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Vænst þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra. Barnasamkoma í dag, laugardag, í kirkjunni kl. 11. Stjórnandi Haukur Jónasson. Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheimilinu í dag kl. 13. Stjórnandi Axel Gústafsson. Björn Jónsson. BORG ARPREST AKALL: Barna- guðsþjónusta klukkan 11.00 í Borgarkirkju. Almenn messa klukkan 14. Sóknarprestur. Minning Sigurður Mikael Jónsson, Akranesi Fæddur 22. maí 1923 Dáinn 9. janúar 1993 Sigurður fæddist á Gautshamri við Steingrímsfjörð, annar í röð þriggja systkina sem bæði eru lát- in. Foreldrar hans voru Jón Atli Guðmundsson, útgerðarmaður og bóndi, og Anna Jónína Guðmunds- dóttir húsmóðir, af Pálsætt á Ströndum. Ég mun síðar í þessum minning- arorðum gera nánar grein fyrir umhverfi og uppvaxtarárum Sig- urðar, því æviferill mannsins mót- ast fyrst og fremst af þeim þáttum. Sigurður fluttist til Akraness um 1950, en var áður búinn að stunda vetrarvertíðir þar. Eiginkona Sig- urðar var Ásta Ingibjörg Ásgríms- dóttir, f. 19. desember 1930 á Akra- nesi, d. 1. desember 1989. Þau eign- uðust þrjú böm: Jón Atla, f. 19. desember 1954, kona Sigrún Elías- dóttir, eiga þau tvö börn. Sigurður Arnar, f. 26. febrúar 1957, og Ás- geir Guðmundur, f. 12. febrúar 1968. Sigurður stundaði sjómennsku á Akranesi. Reri Bessa sínum lengi, sótti stíft og fiskaði mikið. Síðustu æviárin kenndi hann heilsubrests og gerist afgreiðslumaður. Það er ljúft og skylt að líta oft til baka. Þama lifðum við æskuglaða vor. Margar heillastundir vinur minn að vaka, út í vomóttina þræða gömul spor. (Hermann frá Bæ.) Foreldrar Sigurðar bjuggu fyrst á Gautshamri, en fluttust síðan í Hamarsbælið. Bælið, eins og það var nefnt, er hvammur á sjávar- bökkunum innan við Gautshamar- inn, í daglegu tali nefndur Hamar- inn. Þama var fiskverkunarhús KSH, steyptur bryggjustúfur, þijú íbúðarhús ásamt einhveijum úti- húsum. Inn á sléttri grund fyrir ofan bátavörina stóð bókahús Lestr- arfélags Selstrendinga. Jón Atli, faðir Sigurðar, var lengi bókavörð- ur. Spölkorn innar stóðu íbúðarhús. Var þá stutt í Lækjarósinn. Upp undir berginu stóð Gautshamars- bærinn. Þá var og mannmargt í landi Hafnarhólms og má segja að lítt hallaðist á um íbúafjölda þess- ara tveggja staða og þorpsins Drangsness sem stendur spölkorn utar með firðinum. Uppvaxtarár Sigga 1930-45 vom kreppu- og stríðsárin. Þetta voru góð ár til lands og sjávar. Síld- in fyllti Húnaflóa hvert sumar, loðnuganga á vorin, smokkfískur á haustin og í kjölfarið fylgdi þorskur- inn og fleiri góðfiskar. Vorhlaup af þorski gengu inn allan Stein- grímsfjörð allt inn í fjarðarbotn. Þetta góðæri bjargaði fólki með- an kreppan stóð, yfirleitt höfðu all- ir nóg að bíta og brenna. Smábáta- útgerð við Steingrímsfjörð stóð í miklum blóma þessi ár. Faðir Sig- urðar gerði út og átti trillubátinn Val og byrjaði Siggi snemma að róa með föður sínum og þótti fljótlega afburða verkmaður, ákafur og áliugasamur. Uppvaxtarárin voru samt ekki eingöngu þrældómur ef svo má að orði komast. Fólkið var vel upplýst og átti lestrarfélagið stóran þátt í því. Félagslíf var mjög gott og íþróttaiðkanir fjölbreyttar svo furðu sætti. Sund var iðkað í sundlaug- inni í Hveravík. Knattspyrna og skíðaíþróttir afar vinsælar greinar. Siggi tók þátt í skiðamótum og var liðtækur göngumaður og ágæt- ur svigmaður. Við smástrákarnir biðum jafnan spenntir eftir stórleik sumarsins í knattspyrnu, en hann var á milli Útstrendinga og Inn- strendinga. Landamerkjalækurinn milli Drangsness og Gautshamars skipti liðum. Útstrendingar fyrir utan læk en lnnstrendingar fyrir innan læk. Siggi fór fyrir liði Inn- strendinga og hvatti liðsmenn sína óspart. Þetta þótti hin besta skemmtun. Hinar góðu, glöðu minningar frá þessum árum ylja mörgum, sem til þekkja, um hjartarætur, en nú er byggðin sem Siggi minn gekk sín æskuspor fallin í eyði, engin álfa- brenna lengur upp á Hamrinum á gamlárskvöld. Segja má samt að merki byggðarinnar hafi verið reist þegar smábátahöfnin fyrir Drangs- nes var byggð í landi Gautshamars. Við skulum ekki vila hót. Vart það bætir trega. Það er þó alltaf búningsbót, að bera sig karlmannlega. Ég óska afkomendum Sigga alls góðs. Blessuð sé minning Sigurðar M. Jónssonar. Ingimar Elíasson. Barnadag- skrá í Nor- ræna húsínu DAGSKRÁ fyrir börn í Norræna húsinu hefst að nýju sunnudaginn 24. janúar. Að þessu sinni verður árið hafið með því að 15 börn úr Listdansskóla íslands sýna dans sem nefnist Dansi, dansi dúkkan mín. Það eru Unnur Guðjónsdóttir, fyrrverandi balletmeistari Þjóðleik- hússins, sem leiðbeinir þeim og hún er jafnframt danshöfundur. Unnur hefur margoft á undanfömum 15 árum samið dansa og haldið sýning- ar í Norræna húsinu. Það er því mikil ánægja að hún skuli koma með þessa dagskrá í Norræna húsið sem stendur á tímamótum því að á þessu ári em 25 ár liðin frá vígslu þess. Norræna húsið verður með sér- staka dagskrá fyrir böm á hveijum sunnudegi kl. 14 fram á vor í formi kvikmynda, leiksýninga og fleira. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) QamL^ flisár ::í £ il! 4 Stórhöfða 17, við GuUinbrú, sími 67 48 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.