Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
19. tbl. 81. árg.
SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
Sundrung á fundi leiðtoga Samveldis sjálfstæðra ríkja
Þrjú samveldisríkjamia
hafna nánari samruna
Minsk. The Daily Telegraph.
Viltu búa til
forseta ... ?
LANGI bandaríska foreldra til að börn
þeirra vermi stól Bandaríkjaforseta
er hér formúla sem gæti dugað: Flyttu
til Virginíu, þaðan hafa átta forsetar
komið, og eigðu barn í krabba- eða
vatnsberamerkinu en af fyrrverandi
forsetum eru fimm úr hvoru merki
fyrir sig. Til vara mætti reyna Ohio
en þaðan komu sjö forsetar. Þá skaltu
vera biskupakirkjumaður (12 forsetar)
af enskum uppruna (18 forsetar) eða
að minnsta kosti einhvers konar
blanda af enskum, írskum, skoskum
og velskum uppruna (17 forsetar).
Hvað sem öllu líður skaltu ekki eiga
barn á sjúkrahúsi sé ætlunin að það
verði forseti. Eingungis einn af 42
forsetum landsins fæddist á spítala en
það var Jimmy Carter.
Varð helja sök-
um fjárdráttar
DÓMARI í frönsku borginni Dieppe
komst í vikunni að þeirri niðurstöðu
að bankastarfsmaður, sem á tólf ára
tímabili tók ófrjálsri hendi um tíu
milljónir króna af innlánsreikningum,
hafi verið „óaðfinnanlega heiðarleg-
ur“. Bankamaðurinn mátti ekkert
aumt sjá og þegar einhveijir viðskipta-
vinir gátu ekki staðið í skilum veitti
hann þeim „lán“ af reikningum betur
stæðra viðskiptavina. Upp um allt sam-
an komst er einn lántakendanna neit-
aði að greiða til baka milljón króna
lán og varð að lokum gjaldþrota.
Bankamaðurinn er orðinn að hetju á
heimaslóðum sínum og jafnvel eini
blaðamaðurinn sem fylgist með réttar-
höldunum vill ekki greina frá nafni
þessa Hróa Hattar bankakerfisins.
Sonur Majors
er ruddi
JOHN Major forsætisráðherra Bret-
lands er af flestum álitinn vera hinn
mesti yúflingur. Það sama verður ekki
alltaf sagt um James, átján ára son
hans, en hann hefur undanfarna viku
tvívegis verið rekinn af velli í fótbolta-
leik sökum ruddaskapar nú síðast fvr-
ir atferli sem minnti meira á hnefa-
leika en knattspyrnu. „James er (júfur
sem lamb utan vallar en virðist eiga
auðvelt með að æsa sig þegar leikur-
inn hefst. Hann er mikils metinn sem
knattspyrnumaður, en ég tel að hann
skorti smá sjálfsaga,“ sagði einn af
forstöðumönnum knattspyrnuliðs
skóla James.
SUNDRUNGIN innan Samveldis sjálf-
stæðra ríkja var formlega staðfest er
einungis sjö af tiu ríkjum samveldisins
undirrituðu sáttmála um nánari samruna
á leiðtogafundi í Minsk í Hvíta-Rússlandi
á föstudag. Leiðtogar Ukraínu, Moldóvu
og Túrkmenistan neituðu að fallast á
samkomulagið en hinir sjö, sem undirrit-
uðu samkomulagið, er kveður á um sam-
runa á sviði stjórnmála, efnahags- og
varnarmála og staðfestir rúbluna sem
opinberan gjaldmiðil, létu samt í ljós
vonir um að öll tíu ríkin myndu gerast
aðilar að sáttmálanum innan árs.
Öll samveldisríkin undirrituðu hins vegar
samkomulag um nánara samstarf á sviði
efnahagsmála. Utanríkisráðherrar ríkjanna
lögðu drögin að því plaggi sem á fyrst og
fremst að þjóna þeim tilgangi að breiða
yfir þann ágreining sem óneitanlega er til
staðar. Reyndur rússneskur stjórnmálaskýr-
andi lýsti þessu svo: „Þessar yfirlýsingar
leiðtogafunda eru um margt svipaðar því
þegar einhver er að segja maka sínum að
hann elski hana eða hann á sama tíma og
viðkomandi hjón leggja sig í líma við að
rekast ekki á hvort annað.“
Með þessum leiðtogafundi er í raun búið
að festa tvískipt samveldi í sessi og virðist
það hafa verið sett sem skilyrði af Ukraínu-
mönnum ættu þeir ekki að draga sig alfar-
ið út úr samstarfinu.
Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lagði á
fundinum áherslu á að þetta samkomulag
kæmi ekki í veg fyrir að ríkjahópar mynd-
uðu með sér bandalög innan samveldisins.
Leiðtogum samveldisríkjanna var raunar
það mikið í mun að sýna fram á samstöðu
að ríkin, sem undirrituðu samkomulagið, eru
einungis skyldug til að hlíta þeim ákvæðum
samningsins sem þau telja henta sér. Þann-
ig hafa leiðtogar ríkisins Úzbekistan, þar
sem vestrænu lýðræði hefur verið hafnað,
þegar lýst því yfir að þeir ætli ekki að fara
eftir neinum samþykktum í mannréttinda-
májum.
Á fundinum varð einnig ljóst að Rússum
og Úkraínumönnum hefur ekki tekist að
setja niður ágreining sinn varðandi kjarn-
orkuvopn. Á fundi varnarmálaráðherra ríkj-
anna kröfðust Rússar þess á ný að þær 176
langdrægu kjarnorkuvopnaflaugar, sem er
að finna í Úkraínu, verði undir rússneskri
stjórn. Úkraínumenn hafna þessum kröfum
og telja æ fleiri úkraínskir stjórnmálamenn
að hagsmunum ríkisins sé best borgið með
því að það verði áfram kjarnorkuveldi.
16
NYJAR A LEIÐINNI
Robert Redford,
Sidney Poitier og
River Phoenix í
nýrri mynd.
ISPORÖSKJUNNI
NÝTT SKIPULAG KYNNT FYRIR
SKÓLAVÖRÐUHOLTIÐ.
Á SKÍÐUM
í AUSTURRIKI