Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 17
MORG.liNBMÐIÐ SUNNUDAGUH 2,4. ,1,993^17 Hópatriði úr Blóðbræðrum. Söngleikur Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Borgarleikhúsið BLOÐBRÆÐUR Höfundur: Willi Russell Þýðandi: Þórarinn Eldjárn Leikstjóri: Halldór E. Laxness Leikmynd: Jón Þórisson Lýsing: Lárus Björnsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Dansar: Henný Hermannsdóttir Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson „Ég vil skrifa söngleik,“ segir höfundurinn, Willy Russell, í við- tali sem haft er við hann í leik- skrá. Hann hefði betur bara viljað það áfram og látið ógert að fram- kvæma það. Semsagt, þetta heitir söngleik- ur, en byrjar sem bamaleikrit, næstum fram að hléi, breytist þá í Evróvisjónprógram, verður að unglingaleikriti eftir hlé og endar eitthvað í ætt við grískan harmleik. Svo er nánast sama lag- ið sungið út í gegn — ofsalega hátt. Það er auðvitað ekki Willy Russ- ell að kenna, en efniviður verksins er niðurdrepandi og leiðinlegur: Tvíburabræður era aðskildir rétt eftir fæðingu, vegna þess að móð- ir þeirra á svo mikið af börnum, enga peninga og karlinn farinn. Rík frú vélar út úr mömmunni annan soninn, varpar mömmunni (sem þrífur hjá henni) á dyr og gefur henni dálitla peninga. En drengimir þefa hvor annan uppi, ganga í fóstbræðralag, ríku mömmunni til stórs angurs, svo hún flytur. En fátæka mamman flytur bara líka — óvart — og drengirnir hittast aftur, verða óað- skiljanlegir, en líf þeirra þróast í sitthvora áttina og að lokum era þeir óvinir, frammi fyrir dauðan- um. Að vísu byijar leikritið á því að þeir era dánir, svo maður bíður ekki einu sinni eftir að vita hvern- ig þetta fer allt saman. Þetta á líklega að vera drama- tískur söngleikur, en hann er full- ur af væmni og „banalítetum," sem kannski gera sig á enska tungu — ekki íslenska, jafnvel þótt textinn sé lipurlega þýddur. Tilfinningatjáningin í verkinu er bara ákaflega óíslensk, svo mjög að leikararnir komu henni tilgerð- arlega til skila. Ef þetta væri ís- lenskt verk, yrði það örugglega flokkað sem afþreyingarefni og fengi engin verðlaun. Og við myndum öragglega hafa þá sóma- tilfinningu að vera ekki að troða því upp á erlendar þjóðir. Ekki var nú uppfærslan til að hjálpa þessum óskapnaði. Útsetn- ingin á tónlistinni svo fáránleg, að ekkert í henni minnti á leik- hús, en þeim mun meira á Evróvi- sjónkeppni, með öllum þeim til- gerðar hressleika sem henni fylg- ir. Dansatriðin vora fullkomlega útfærð í þeim leiðindastíl. Þetta var í hópatriðunum. í einsöngs- atriðunum var hinsvegar nánast engin hreyfing. Leikaramir stóðu sem negldir við sviðið og veinuðu lögin út í sal. Leikstíllinn var í hægum amat- ör-anda og var það heldur til vansa, þar sem svo lítið gerist fyrir hlé, að þegar tjaldið fellur, er stykkið ennþá mjög nærri upp- hafspunkti. Þetta var eins og að vera í draumi, þar sem maður hleypur og hleypur en kemst ekk^ ert áfram. Ég gat ekki séð að neinn leik- ari nyti sín í sýningunni. Ragn- heiður Elfa Arnardóttir, sem leik- ur fátæku móðurina var skást. Hún hefur flotta söngrödd, en lag- ið við textann sem hún syngur er déskoti eintóna til lengdar. Það þyrfti að vera annað lag eftir hlé. En þá eldast drengirnir hratt, svo syngja þeir stundum pínulítið. Það era þeir Magnús Jónsson og Felix Bergsson sem leika bræðuma Mikka og Edda og er þeim vor- kunn. Þetta era óttalega karakter- lausir strákar og meginviðfangs- efni þeirra í verkinu er að láta hjátrú fátæku móðurinnar ganga upp. Sú hjátrú hellist líka yfir þá ríku, með tilstuðlan sögumanns, sem Harald G. Haralds leikur. Hann syngur váboð sín af miklum þrótti, en hann er alltaf að segja það sama. Endurtekningarnar í gegnum verkið eru svo miklar að mig granar að verkið hafi í raun- inni verið skrifað fyrir fólk með ákaflega skert langtímaminni. Allavega hefði mátt stytta verkið til muna ef gert hefði verið ráð fyrir að áhorfendur væra með normal minni og góða heyrn. Ekki skil ég hvað hefur komið Leikfélagi Reykjavíkur til að velja þetta stykki til uppsetningar. Það er langdregið og leiðinlegt; þar gerist ekkert gleðilegt. Og til að kóróna vitleysuna, klúðra leik- stjórinn og tónlistarstjórinn því sem klúðrað verður: Leikurinn er meira og minna svipbrigðalaus, það er að segja þar til einhver svipbrigði verða, þá era þau of- gerð; persónurnar verða ofsalega hissa, mjög harmi slegnar, rosa- lega heimskulegar í framan þegar þær verða glaðar og ég gat ekki séð að nein hugsun væri hjá leikur- unum á bak við það sem þeir voru að gera. Augun voru alveg jafn- dauð á hveiju sem gekk. Hreyfíng í sýningunni er mjög takmörkuð og hæg og vantar allt söngleikja- fjör og hraða. Á ég að trúa því að leikstjórinn sjái þetta ekki? Tónlistin er sem fyrr segir útsett fyrir eitthvað allt annað en leik- hús, svo út í hött að annaðhvort vissi tónlistarstjórinn ekki hvar hann var staddur, eða þá að hann hefur ekki séð of marga söngleiki. Leikmyndin samanstendur af ýmsum framhliðum húsa á fram- sviði en margar ágætis lausnir era á henni uppsviðs, og gefa mynd af borgarhverfi, verksmiðjuhverfí og tívolíi. Búningar eru hálfgert í sauðalitunum og gera ekkert sjón- rænt fyrir sýninguna. Heildarmyndin er því eintóna, líflaus og óáhugaverð. SERTILBOÐ 4 stjörnuborgir London Amsterdam Glasgow Baltimore 14.-17. janúar 14.-17. jan. 19.-23. jan. 29. jan.-l. feb. 29. jan.-l. feb. 29. jan.-2 feb. 30. jan.-2 feb. 19. feb-22. feb. 5. feb.-8. feb. 11. feb.-14. feb. 13. feb.-16. feb. 12. mars-15. mars 18. feb.-21. feb. 26. feb.-2.mars 16. feb.-20. feb. 12. mars-15. mars 13. mars-16. mars 25. mars-28. mars 16. mars-20. mars Verð frá:* Verð frá:* Verð frá:* Verð frá:* 25.600 kr. þrjár nætur 28.000 kr. þrjár nætur 21.500 kr. þrjár nætur 34.900 kr. þrjár nætur 30.800 kr. fjðrar nætur 23300 kr. fjórar nætur Hotel Hospitality Inn Picadilly. Hotel Estherea. Hotel Central. Hotel Sheraton Towson. Almennt verð í þrjár nætur er Almennt verð í þrjár nætur er Almennt verð í þrjár nætur er Almennt verð í þrjár nætur er frá 31.500 kr.':' frá 32.700 kr.::' frá 25.700 kr.;:' frá 39.200 kr.* Hafðu sambard við söluskrifstofur Flugleiða eða farskrárdeild í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). *Verð á mann í tvíbýli miðað við gengi 7. janúar 1993. FLUGLEIDIR/V Flugvallarskattar era ekki innifaldir, ísland 1.250kr., USA 1.365 kr., Holland 230 kr. Traustur tslenskur ferðafélagi áR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.