Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 11
 iái og víkka sjóndeildarhringinn. „Nú er hægt að læra allt mögu- legt á námskeiðum, allt frá hagnýtri bifreiðastillingu til Njálulesturs og allt þar á milli. Tvímælalaust er það jákvætt fyrir einstaklinginn að vilja kynna sér eitt- hvað nýtt sem veitir honum meiri fullnægju út úr lífinu, en hins vegar vaknar óneitanlega sú spurning hvemig þeir koma þessu heim og saman við ijölskyldulíf. Vinnudagur er langur og þegar honum lýkur taka námskeiðin við og/eða tómstundaiðj- an. Það er líka athyglisvert að svo virðist sem nokkrir íslendingar hafi það fyrir tómstundastarf að vera á námskeiðum. I stað þess að fara á skíði eða annað fara þeir á nám- skeið. Það er heldur ekkert óalgengt að fólk sæki eitt og eitt námskeið í Háskólanum, aðeins til að fylgjast með, fara í annað umhverfi og um- gangast annað fólk.“ Kvöldin í ró Margt virðist benda til þess að tómstundastörf séu nú oftar iðkuð utan heimilis en áður, þrátt fyrir iangan vinnudag og betra húsrými. Hinir eiginlegu grúskarar eru á und- anhaldi, sem er nokkuð slæmt fyrir hina þreyttu og auralausu þjóð, því fátt er jafnódýrt og róandi og að flokka frímerki og fletta fuglabók- um. Þótt margir sem rætt var við hefðu hug á að sækja námskeið voru þó nokkrir sem kjósa að vetja frítím- anum á heimilinu. „Eftir langan vinnudag vil ég bara komast heim til mín og liggja með fætur upp í loft,“ sagði ung kona. „Ég hef farið á nokkur námskeið og orðið fyrir vonbrigðum með þau öll. Þau voru líka alltof dýr að mínu mati. Mér sýnist nú sumir vera námskeiðasjúk- ir, eins og þeir haldi að það sé eitt- hvað voða fínt að vera sem mest uppteknir. Ég vil hafa kvöldin fyrir sjálfa mig í ró og einnig vil ég hafa tíma fyrir vini og ættingja." Eldri hjón sem eiga uppkomin börn sögðust hins vegar óttast að einangrast inni á heimilinu ef þau kæmu sér aldrei út úr húsi. „Við erum því bæði í félagsstörfum og höfum yndi af því að kynnast nýju fólki.“ Þannig að sitt sýnist hverjum. Matmálstími þjóðarinnar Flestir eru sammála um að fólk í nágrannalöndum virðist oft komast nær þeirri list að lifa lífinu. Þar gef- ur fólk sér tíma til að spjalla saman á kaffihúsum og oft leggja fjölskyld- ÁHUSiFÓLK UMFÉU6SMÁL ur undir sig heilu kvöldin til að borða saman í guðsfriði og spjalla um lífið og tilveruna. Slíkar athafnir munu vera fátíðar hér í hinu margfræga fjölskyldusam- félagi, en aftur á móti stjórnast matmálstími fremur af útvarps- og sjónvarpsfréttum, því eitt af því versta sem kemur fyrir Islending er að missa af fréttum. Osjaldan sitja svo heimilismenn áfram við skjáinn í þögn þar til dagskrá lýkur. Það er því kannski ekki undarlegt þótt menn komi sér út stöku sinnum til að fá útrás fýrir meðfædda og eðlilega málþörf. Hver maður mun hafa sinn eigin hraða og tíma. í annáli munkaklausturs Bene- diktsreglunnar við Irrsee í Bayern í Þýskalandi var eitt sinni ritað fyrir löngu: „Það var öllum ljóst að munk- arnir drógu á eftir sér fæturna þegar þeir gengu til bæna í kirkjunni, en greikkuðu sporið með undraverðum hraða er þeir héldu frá kirkjunni til borðsalarins." Það hefur sýnt sig að ef menn eru að gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt uppskera þeir ánægju og vellíðan, en að öðrum kosti veldur of mikil athafnasemi streitu. Kúnstin er að fylgja takti eigin klukku, en ekki annarra. STJÓRNKERFI heimilis- ins er staðsett á ísskápnum og á speglinum í anddyr- inu,“ segir Örlygur Richter skólastjóri. „Þar límast upp hinir ýmsu miðar með skilaboðum. Annars hefur þetta nú lagast, bæði höf- um við hjónin dregið úr athafnaseminni og börnin eru orðin rólegri, mega missa af sjónvarpsþætti án þess að bíða andlegan skaða af. Þannig að oftast hittast menn hér á svæðin- um í kringum kvöldmatar- leytið og borða saman.“ Hin fjögurra manna fjölskylda í Mosfellsbæ, Örlygur Richter, kona hans Helga A. Richter og börnin tvö, Rannveig 14 ára og Aðalsteinn 18 ára, hafa flesta daga í mörgu að snúast. Reyndar eru þau fimm í heimili með páfagauknum, en hann er ekki í neinu félagsstarfi þótt hann sé mjög afskiptasamur að öðru leyti. Húsbóndinn er bæði í stjórn Oddfellowstúkunnar og í stjórn Skólastjórafélags Reykjavíkur, auk þess sem hann er í Afslöpp- unarfélagi íslands, sem er virðu- legur félagsskapur eins og nafn- ið ber með sér. „Þetta er gufubaðsklúbbur hérna í næstu götu. Við hittumst alltaf á laugardagsmorgnum, byijum á kaffihlaðborði til að styrkja línurnar og förum síðan í gufubað, heitan pott og sund- laug. Þetta eru nú föstu liðirnir. Síðan hef ég verið í Karlakórnum Stefni, en er í fríi frá þeim félags- skap núna, og einnig var ég í Rotary en varð að hætta sökum tímaleysis. Til viðbótar föstu lið- unum kemur sá hluti skólastarfs sem fer út fyrir venjulegan vin- nutíma, stjórn foreldrafélagsins Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldan í Mosfellsbæ hefur í mörgu að snúast, börnin voru á æfingu en páfagaukurinn sem er ekki í neinu félagsstarfi hélt þeim hjónum Helgu og Örlygi Richter selskap. og ýmis ólaunuð nefndarstörf.“ Frúin er kennari og vinnur fullan vinnudag, en hefur ætíð verið á kafi í pólitíkinni. Nú er hún varaforseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ og er auk þess í ýmsum nefndum. „Önnur félög hafa verið laustengdari við hana seinni árin. Við vorum nú til dæmis bæði í skátunum á sínum tíma og þá gekk mikið á,“ segir Örlygur. Börnin tvö eru bæði í skóla- hljómsveitinni og í handbolta, auk þess sem þau hafa einnig verið í fótbolta, þannig að æfing- ar hjá þeim geta verið allt að sex sinnum í viku. Hjónin sækja fundi oft þrisvar í viku, en oftast nær fjölskyldan því þó að að hitt- ast um kvöldmatarleytið, þótt sá tími geti stundum verið stuttur. Hvað varðar kosti þess og galla að nýta frítímann með ýmsu móti segir Örlygur að fyrir ungt fólk sé það fyrst og fremst spurning um að læra samskipti og ábyrgð. „Ég tel það jákvætt fyrir ungt fólk að vera upptekið í ákveðnu starfi, einkum á erfið- asta tímabilinu. Líklega er ástæðan fyrir því að menn eru að snúast í mörgu sú að þeir hafa verið aldir upp í því að vera ábyrgir. Hlaupa ekki í burtu þeg- ar eitthvað á að gera. Við erum áhugafólk um félagsmál og ef það skapast eyða til að taka þátt í eða aðstoða einhvers konar félgasskap, er yfirleitt fyllt í hana. Kostirnir eru líka þeir að þegar við hittumst höfum við um margt að spjalla og frá ýmsu að segja. Það var nú einkum hér áður fyrr að samskipti fóru öll fram á hlaupum sem var alls ekki nógu gott. Menn náðu illa saman og ef við hefðum ekki haft áhuga á því sem hinn var að gera hefði útkoman ekki verið góð. Helgamar eru fremur rólegar og á sumrin erum við mikið heima. Við förum gjarnan utan í frí í nokkrar vikur og oftast fara börnin með. Fjölskyldan er ekki orðin það sködduð að hún geti ekki verið saman í langan tíma án þess að nokkur tauga- veiklun eigi sér stað.“ HEILBRIGDUR FÉLA6SSKAPUR ÍÞRÓTTASKÓR endast ekki lengi hjá fjölskyldu Ingu Torfadóttur hjúkrunarfræðings. Þar er þeim slitið mis- kunnarlaust þótt birgðir séu endurnýjaðar reglulega, því bæði börnin eru í fótbolta og slíta því mörgum pör- um á æfingatímabilinu. Þótt frúin æfi ekki sjálf er hún þó á öllum leikjum enda mun áhugi foreldra vera mikill á þeirri grein íþrótta í Kópavogi. V Æfingar er búnar um áttaleytið hjá öllum aðilum og þá hefur fjöl- skyldan, Inga Torfadóttir, Jón Óttarr Karlsson og börnin Katrin og Pétur, kvöldið fyrir sig. |ið hjónin förum á alla leiki ef við komum þvi við, annars erum við saman í dansi einu sinni í viku, og hálfsmánaðar- lega spila ég brids,“ segir Inga. „En það er nú spurning hvort framhald verði á dansinum því það er orðið svo mikið að gera.“ Húsbóndinn, Jón Óttarr Karls- son, er íþróttakennari og þjálfar auk þess tvo flokka sex sinnum í viku, og dóttirin Katrín, sem er 15 ára, æfír knattspymu minnst fimm sinnum í viku, bæði með 2. flokki og meistaraflokki. Auk þess var hún í unglingalandsliði undir 16 ára síðastliðið sumar. „Reyndar er hún í körfubolta líka, en hefur þó alltaf nógan tíma til að læra þótt ótrúlegt sé. En ég hef nú heyrt að börnum sem stunda íþróttir gangi oft vel í námi,“ segir Inga. „Sonur okkar Pétur, sem er 12 ára, er bæði í fótbolta og dansi, og er nýbyijaður í handbolta. Ég veit nú ekki hvort hann hefur orku í þetta allt, en þetta er í lagi enn sem komið er. Bömin hafa bjargað sér sjálf á æfingar, en stöku sinnum kemur fyrir að langt er að fara og þá fá þau að sitja í hjá pabba sínum. Hann hefur þjálfað strákinn und- anfarin ár og þá hefur hann flotið með á æfingar, og nú þjálfar hann telpuna svo hún flýtur með núna.“ Æfingar eru yfirleitt búnar um áttaleytið hjá öllum aðilum og á því fjölskyldan kvöldið fyrir sig. „Við borðum alltaf saman um það leyti og þetta hefur gengið vel í vetur. A sumrin er þetta öllu verra enda komst ég að því þá hversu ómissandi örbylgjuofninn er. Helstu gallarnir við þessar íþrótta- iðkanir finnst mér vera þeir, hversu mikill tími fer í þær á sumrin. Flest- ar helgar eru undirlagðar þannig að maður kemst sjaldan út úr bæn- um. Kostimir hins vegar eru þeir að við erum mikið saman á þessum tíma, því við tökum þátt í þessum áhugamálum barnanna, og reyndar er mikill áhugi meðal foreldra hér í Kópavogi á knattspymu sérstak- lega. Þetta er óneitanlega mjög heil- brigður félagsskapur og tel ég það vera mjög jákvætt, auk þess sem lítill tími er fyrir sjoppuhangs eða annað slíkt." Inga segist aldrei hafa tekið saman kostnaðinn sem fylgir íþróttunum en segir að sér fínnist æfingagjöldin sanngjöm. „Hins vegar fylgja þessu gífurleg skó- kaup. Þau þurfa að eiga þijár gerð- ir af takkaskóm og slíta þeim áður en þau vaxa upp úr þeim. Að sjálf- sögðu fylgir þessu einnig mikill þvottur, en mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að þvo, fundist það eitt af skemmtilegri húsverkunum!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.