Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 37
 MORGUNBLAÐnAálrNKftjÍÍdiyÍ V^'íMÍÖÁW^ lEA QiaA.wi'-'JiDaoíf ALKÓHÓLISMI OG HEIMILISLÍF Feluleikir eftir Súsönnu Svovnrsdóttur Fjölskyldur alkóhólista hafa tilhneiging-u til að einangrast frá umhverfi sínu og samfélagi. Þessi tilhneiging ágerist eftir því sem sjúkdómurinn þróast og kemur fram í því að makinn hættir í félagsstarfi, til dæmis líknarsamtökum, finnur sér afsakanir til að þurfa ekki að hitta vini sína, eiginkonur hætta í saumaklúbb- um, eiginmenn hætta að fara í veiðitúra, svo eitthvað sé nefnt. Astæðan fyrir þessu er sú sjálfsblekking að hægt sé að stjórna drykkjunni: „Ef ég er heima, get ég séð til þess að hann/hún drekki ekki í kvöld.“ „Ég tek ekki þá áhættu að fara út í kvöld, hann/hún gæti dottið í það.“ En auk þess sem meðvirki ein- staklingurinn á heimilinu, telur sig geta haft áhrif á neysl- una, er hann svo upptekinn af henni að hann hefur ekki löngun til að hitta annað fólk. Það er erfitt fyrir meðvirkan einstakling að sitja innan um hóp af fólki og vera stöðugt með hugann við alkó- hólistann sinn heima. Það skapar öryggisleysi, sá meðvirki verður utan við sig, tekur ekki þátt í samræðum og er eins og „hengd- ur upp á þráð“. Á virku alkóhól- ísku heimili eru allir „hengdir upp á þráð,“ því þótt allir séu að reyna að hafa áhrif á drykkjuna heima, en láti eins og ekkert sé utan heimilisins, vita allir að ofneysla áfengis er ekki eðlilegur þáttur í heimilislífí. Fólk er ekki heldur almennt með það á hreinu hvenær drykkja er orðin of mikil. Og á heimili sem slíku, getur enginn farið út fyrir heimilið til að spyrj- ast fyrir um það. Það er vegna þess að í rauninni skammast alkó- hólistinn sín fyrir drykkjuna og maki og böm skammast sín fyrir alkóhólistann og fyrir að láta hegðun hans yfír sig ganga. Það er jú svo auðvelt að halda að mað- ur geti borið ábyrgð á því hvernig önnur manneskja hegðar sér, meira að segja gagnvart manni sjálfum. Og það er líklega kunnara en frá þurfí að segja, að það er ekki bara tengt alkóhólisma. „Við leysum okkar vandamál hér — innan veggja heimilisins." „Við berum ekki vandamál okkar á torg,“ eru mjög algengar yfirlýs- ingar, jafnvel fyrirskipanir frá alkóhólistum. Fjölskyldan er ofur- seld því vandasama verkefni að fela neysluna, fela ástandið á heimilinu — sem verður átaka- meira eftir því sem á líður. Að- standendur alkóhólista hlýða skip- uninni oft lengi vel, því þótt ástandið sé slæmt og öllum líði illa, em þessir allir svo hræddir við alkóhólistann; hræddir við andlegt og/eða líkamlegt ofbeldi sem fylgir gjaman stjórnlausri drykkju, þ.e. hræddir við reiði alkóhólistans og skapsmuni. Eng- inn þorir að leita sér hjálpar eða upplýsinga og eftir því sem ástandið versnar, verður skömmin meiri vegna þess sem á sér stað innan veggi heimilisins, þar til ástandið er komið svo langt út fyrir allt velsæmi að allir halda að það mundi leggja fjölskylduna í auðn, ef bara einhver vissi... Þetta er vont veganesti handa litlum bömum. í stað þess að for- eldrarnir kenni þeim traust, kenna þeir börnum sínum vantraust. Börnin læra þarmeð að þau séu ein í heiminum; ein með vanda- mál sín, andvökur, hnút í magan- um, ein með óttann, kvíðann, lyst- arleysi — því á svona heimili tek- ur enginn eftir hvernig bömunum líður: Foreldramir eru of upptekn- ir af átökum sínum og valdatog- streitu. Alkóhólistinn stjórnar öllu — þögninni líka, þótt makinn telji sig svo mikinn klækjaref að hann stjórni; einfaldlega vegna þess að hann hefur tekið á sig alla ábyrgð- ina. Hann sér um að heimilið líti vel út, sér yfírleitt um fjármál, þá litlu umönnun sem börnin fá (sér til dæmis um að koma þeim á réttum tíma í skólann). Það er að segja, hann sér venjulega um að þeir þættir sem snúa að heimin- um utan heimilisveggjanna sé í lagi. En hann stjórnar engu. Hann hefur ekki einu sinni áhrif á neitt, jafnvel þótt hann hegði sér eins og herforingi í að láta ytri mynd- ina líta vel út. í feluleiknum er þögn og þögn- in er ein tegund af lygi. Það er ekki óalgengt á heimili alkóhól- ista, að makinn segi börnum sín- um að alkóhólistinn sé veikur, þegar hann liggur timbraður í rúmi sínu og kemst ekki til vinnu. Bömin fá jafnvel þau svör að þeim komi ekki við hvað að alkó- hólistanum sé. Þau iæra að hætta að spyija, tjáskipti á heimilinu minnka. Dómgreind bamanna segir þeim að ástandið sé ekki í lagi, en meðvirka foreldrið segir að allt sé eðlilegt. Börnin hætta að treysta eigin dómgreind, vegna þess að það er ekki eins sárt og að hætta að treysta foreldrunum. í barnshuganum væra það svik og það er auðveldara að svíkja sjálfan sig en foreldrana. Þegar alkóhólistinn rís úr drykkju, eða timburmönnum, er skömm hans venjulega svo mikil og börnin skynja það. Þau voga sér ekki að spyrja hann að einu eða neinu. Það er látið eins og ekkert hafí í skorist. Af þessum leik lærir barnið, eins og fyrr segir, vantraust. Auk þess lærir það ekki bara að leyna tilfínningum sínum, heldur að bæla þær, vantreysta eigin dóm- greind, vantreysta öðram (jafnvel líta á þá sem ógnun), verður hrætt við að afla sér upplýsinga og að- stoðar vegna vanlíðunar — bamið hefur jú svo mikið að fela, og stöð- ugt meira eftir því sem það eldist. Ég heyrði einu sinni mann segja:„Ég get ekki verið í Al-anon — stöðu minnar vegna." Barnið hans var vímuefnaneytandi sem hafði farið í gegnum meðferð. Faðirinn var svo upptekinn af því að halda andliti gagnvart samfé- laginu út af einhveiju starfsheiti, að ekki einu sinni velferð barnsins skipti máli. Hann var ekki tilbúinn að læra það heiðarlega samskipta- mynstur sem sonur hans hafði lært í meðferð, til að hjálpa þeim feðgum að byggja upp traust, heiðarleika og heilbrigð sam- skipti. Hann vildi umfram allt fela vandamálið fyrir samfélaginu og reyna að leysa vandann innan heimilisins. Auðvitað verður vand- inn hvergi annars staðar leystur, en til þess þurfa allir heimilismeð- limir að læra nýjar reglur, fá nýtt sjónarhorn á samskiptin, læra tækni til að breyta tilfínninga— og tjáskiptum. Því miður er afstaða eins og þessa föður ríkjandi á heimilum flestra virkra alkóhólista.' Hann lítur á það sem svik ef fjölskylda hans leitar sér hjálpar. Líklega er ástandið verst þar sem alkóhó- listinn hefur eitthvert starfsheiti sem honum finnst merkilegra en að vera manneskja. Starfsheiti sem hann telur sig geta falið sig á bak við, þvingað fjölskyldu sína til hins sama — annað eru svik við hann. Það merkilega er að fjöl- skyldan er svo ofurseld þessu brenglaða gildismati, að henni dettur yfirleitt ekki í hug að svíkja foreldri sitt. Þegar svo einhver fjölskyldu- meðlimurinn leitar sér hjálpar, er honum gjaman útskúfað úr fjöl- skyldunni, allavega af þeim sem ekki era tilbúnir til að taka málið til endurskoðunar. Oft er það svo að fjölskyldan kann leikinn orðið svo vel, að þegar alkóhólistinn sjálfur, gefst upp og ákveður að leita sér hjálpar, er það hann sem fjölskyldan hafnar. Hún er sjúk og kann ekki þann heilbrigða hugsunarhátt og samskiptamynst- ur sem menn læra í áfengismeð- ferð. Því er það sorglegt að hér á landi er ekkert meðferðarprógram sem gerir ráð fyrir að fjölskyldan taki þátt í því með alkóhólistanum. Fjölskyldan sem hefur fengið að taka þátt í niðurrifínu, fær ekki að vera með frá byijun í uppbygg- ingunni og er ekki gert ljóst hvaða áhrif drykkjan hefur haft á sálar- líf allra á heimilinu. JANÚARTILBOÐ RV REKSTRARVORUR fyrir skrifstofuna Sparaðu og nýttu þér janúartilboð RV Stgr. m. VSK.: Bréfabindi ---—-------------------:.u.' 188,- L-plastmöppur, 100stk. ...................... 756,- RV-ljósritunarpappír, 5x500 blöð------------- 1.295,- Auk þess bjóðum við upp á disklinga, tölvupappír, faxpappír ofl. Hreinlega allt til hreinlætis og margt, margt ffleira fyrir stofnanir, fyrírtækí og heimilí. Opiðfrákl. 8.00-17.00 Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - Sími: 91-685554 - Fax: 91-687116 Meiriháttar útsala í báðum verslunum okkar 35-60% afsláttur Dæmi um verð: Dömudeild: Kjólar frá 4.900 Síð pils frá 1.900 Skór frá 2.900 Herradeild: Rúllukragabolir frá 1.700 Skór frá 3.500 Skyrtur frá 1.500 Jakkaföt nú 14.900 Laugavegi.s. 17+40 Kringlunni, s. 689017

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.