Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGÓíÍb^ÁðIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 EFNI Morgunblaðið/Árni Sæberg Snjóruðningarnir fjarlægðir Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa haft í nógu áð snúast við snjómokstur lægt ruðningana sem víða hafa myndast í borginni. Á myndinni sést vöru- í fannferginu undanfarið, og hafa borgarstarfsmenn eftir föngum íjar- bíll losa einn farminn í fjörunni við Kirkjusand. Iðnaðarráðherra hitti álforstjóra í Bandaríkjunum að máli Þjóð á hlaupum ►Stór hluti þjóðarinnar fer á fundi, námskeið, æfíngar eða í kvöldskólann eftir langan vinnu- dag, og spyrja menn sig hvort um fræðsluleit eða flótta sé að ræða, eða hvort menn séu einfaldlega að þreyja þorrann./lO Hillary Clinton: For- setafrú í leiðtogahlut- verki ►Hin nýja forsetafrú Bandaríkj- anna, Hillary Rodham Clinton, mun hafa mikil ítök í Hvíta hús- inu. Hún á eftir að sitja ríkisstjóm- arfundi, fá skrifstofu nærri manni sínum í Hvíta húsinu og afskipti hennar munu verða sýnu augljós- ari almenningi en forvera henn- ar./12 Glímt við lægðirnar ►Dr. SigurðurÞorsteinsson veð- urfræðingur vinnur að þróun tölvu- líkans til svo að spá megi fyrir um veður af meiri nákvæmni en áð- ur./14 Nýjar á leiðinni í bíó ►Umfjöllun um nokkrar af þeim myndum sem gestir íslenskra kvik- myndahúsa munu beija augum á næstu vikum./16 Mögulegt að breytingar verði á Atlantsálshópnum JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra og Bond Evans forstjóri banda- riska álfyrirtækisins Alumax áttu fund í Atlanta í Bandaríkjunum á föstudag og ræddu meðal annars um hugsanlegar breytingar á Atlantsálshópnum. Auk Alumax eru í Atlantsálshópnum sænska fyrirtækið Gránges og hollenska fyrirtækið Hoogovens en hópur- inn var myndaður um það verkefni að reisa álver á Keilisnesi. Jón Sigurðsson hitti fyrr í vik- unni að máli nýjan forstjóra Kais- er Aluminium, Steve Hutchcraft, sem tók um áramótin við af John Seidl. Kaiser hefur undanfarið kannað möguleika á að reisa álver á íslandi og Seidl kom í heimsókn til landsins í haust. Jón sagði að íslendingum litist vel á að starfa áfram að könnunarviðræðum með Kaisermönnum. „Síðan mun á það reyna hvort samstarfsmöguleikar koma í ljós við þessar könnunar- viðræður, sem menn ekki sjá alveg núna. Það er ekkert launungarmál að Evrópufyrirtækin í Atlantsáli hafa verið frekar dauf í dálkinn undanfarið, meðal annars vegna efnahagstregðu heima fyrir. Það má vel vera að það geti orðið ein- hveijar breytingar á samsetningu Atlantsálshópsins, en það hefur meðal annars nokkuð verið rætt um slíka hluti að þessu sinni,“ sagði Jón Sigurðsson við Morguri- blaðið. Hann vildi ekki tjá sig nán- ar um málið, eða hvort hann ætti við að Kaiser kæmi hugsanlega inn Grindavík Veikur sjó- maður sótt- ur út á sjó Slysavarnafélagið í Grinda- vík sótti veikan sjómann út í Arnarfellið, sem var við innsigl- inguna, í fyrrakvöld. Farið var með lækni út í skipið og tók hann þá ákvörðun að flytja manninn í land. Frá Grindavík var farið með hann á Borgarspítalann. Maðurinn er 26 ára gamall. hópinn, heltist eitthvert þeirra sem fyrir eru úr lestinni. Jón sagði að enn væri mjög erfítt ástand á álmörkuðum, en hins vegar væri greinilega að hefj- ast nýtt hagvaxtarskeið í Banda- ríkjunum og þótt ekki væri ljóst hve það yrði langt, vekti það auð- vitað bjartsýni í allri framleiðslu. „Ef hér tekst að vekja upp hag- vöxt á ný mun jafnvægið á álmörk- uðum breytast. Hins vegar er það athyglisvert að báðum fyrirtækj- unum ber saman um að það sé vísbending um þá framtíð, sem áliðnaðurinn eigi fyrir höndum, að álnotkun hefur haldið áfram að vaxa þrátt fyrir afturkipp í fram- leiðslu iðnríkjanna. Þannig jókst álnotkun í Bandaríkjunum um nærri 3% á síðasta ári, og um nærri 1% í heiminum öllum þrátt fyrir mikla efnahagslægð," sagði Jón. Viðræður við báða aðila Hann sagði að íslensk stjómvöld myndu halda áfram viðræðum við báða þessa aðila. „Þær eru auðvit- að ólíkar, því gagnvart Atlantsáls- hópnum er þetta fyrst og fremst spuming um það hvenær álverð og aðstæður á fjármagnsmarkaði leyfa það að framkvæmdir hefjist. Viðræðumar við Kaiser eru könnunarviðræður sem vitjað verður um nú í vor. Þá fyrst munu Kaisermenn hafa tekið afstöðu til þess að hvaða landi þeir beini at- hygli sinni með framtíðarupp- byggingu á starfsemi sinni fyrir augum. Þeir em mjög áhugasamir um að kanna áfram möguleikana á íslandi og hafa verið að fá í hendur ítarlegar upplýsingar um ýmsa þætti að undanfömu," sagði Jón Sigurðsson. Magnús Gunnarsson, formaður Útflutningsráðs íslands Svona starfsemi verð- ur að vera til staðar MAGNÚS Gunnarsson, formaður Útflutningsráðs íslands, segist ósammála Sigurði Einarssyni, forstjóra ísfélags Vestmannaeyja, og Sighvati Bjarnasyni, forstjóra Vinnsiustöðvarinnar, um að leggja beri Útflutningsráð niður. „Ég held að það sé óumflýjanlegt fyrir þessa þjóð eins og allar aðrar að hafa til staðar fyrirtæki eða stofn- un sem gegnir því hlutverki sem Útflutningsráð gegnir," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær. Magnús sagði að það gæti verið erfitt að sannfæra fyrirtæki um ágæti starfsemi eins og þeirrar sem færi fram í Útflutningsráði þegar ríkisvaldið treysti sér ekki lengur til að leggja neina fjármuni í starf- semina. Aður hafi ríkið greitt hluta af rekstri Útflutningsráðs, en í sparnaðarskyni hefði það alfarið dregið sig út úr rekstrinum. Hins vegar teldi hann réttmætt að spyija hvort rétt væri að reka Útflutnings- ráð með skylduaðild fyrirtækjanna. Gjaldtaka gagnrýnd Magnús sagði það ljóst, í þeim þrengingum sem fyrirtæki væru í nú, að þá hlytu þau að leita allra leiða til þess að spara. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að fyrirtæki innan sjávarútvegsins gagnrýni þetta form á gjaldtöku til Útflutn- ingsráðsins, sem tók gildi á síðasta ári,“ sagði Magnús. „Ég held að það sé alveg sama hvort við köllum starfsemina Út- flutningsráð eða finnum eitthvert annað form á þessu. Svona starf- semi verður einfaldlega að vera til staðar," sagði Magnús. „Ég held að þeir sem gagnrýna starfsemi Útflutningsráðsins hafi ekki kynnt sér nægilega vel hvaða starf hefur verið unnið þar og hvaða starf er verið að vinna þar. Það veitir gífur- lega mikla þjónustu, jafnframt því sem það hefur gegnt því hlutverki að taka á móti erlendum sendi- nefndum og erlendum blaðamönn- um. Ég slæ á það að frá því að ráðið var stofnað 1986 hafí Út- flutningsráð tekið á móti rúmlega 2.000 erlendum blaðamönnum, kynnt fyrir þeim íslensk fyrirtæki og afurðir þeirra." Hann sagði að Útflutningsráð íslands hefði gengið í gegnum miklar tekjuöflunarþrengingar frá því það var stofnað árið 1986, og því lægi beint við að tekjuöflun þess yrði tekin til endurskoðunar. „Ég á von á því að slíkt starf hefj- ist nú á næstu vikum og þá í tengsl- um við þá umræðu sem nú fer fram um sameiningu hagsmunasam- taka. Raunar tel ég tímabært að umræða um þessi mál í mun víðara samhengi fari að hefjast," sagði Magnús. í sporöskjunni ►Ný tillaga að skipulagi Skóla- vörðuholts hefur verið lögð fram en áður hafa fjölmargir gert tillög- ur að frágangi holtsins./18 B ► 1-28 Á f Ijúgandi ferð eftir jólakorti ► Um áramótin var hópur íslend- inga meðal þúsunda skíðamanna í hinum ægifögru austurrísku Ölp- um. Blaðamaður Morgunblaðsins slóst með í för og lýsir kynnum sínum af Ölpunum og íbúum þeirra./l Mafían missir höfuðið ►Er blóðug valdabarátta það sem koma skal hjá ítölsku maflunni, sem er höfuðlaus her eftir hand- töku leiðtogans, „Tótós“?/6 Ekki flókið mál ► Dr. Gunnar Guðmundsson lækn- ir er þekktur víða um heim fyrir brautryðjendastarf sitt í læknavís- indum. Hann ræðir um rannsóknir í læknisfræði og stiklar á stóru í frásögn af lífsferli sínum./lO Viktoría drotting ►Breska konungsdæmið stendur nú völtum fótum en vegur þess hefur líklega aldrei verið meiri en á dögum Viktoríu drottningar./14 Myndiistin heillar ►Litið inn í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, þar sem tveir nemendur voru teknir tali./16 FASTIR ÞÆTTiR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 13b Leiðari 22 Fólk í fréttum 18b Helgispjall 22 Myndasögur 20b Reykjavíkurbréf 22 Brids 20b Minningar 24 Stjömuspá 20b íþróttir 38 Skák 20b Útvarp/sjónvarp 40 Bíó/dans 21b Gárur 43 Bréf til blaðsins 24b Mannlifsstr. 8b Velvakandi 24b Kvikmyndir 12b Samsafnið 26b INNLENDAR FRETTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.