Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 28
24. JANUAR 1993 tiaawt ■■ 11' ‘ i—t— i .■»>■■ t'T M. MORGUNBLAÐIÐ Ágúst Pálsson - Minningarorð Fæddur 18. september 1959 Dáinn 17. janúar 1993 Sá voveiflegi atburður varð í skipasmíðastöðinni í Fredericia á Jótlandi síðstliðinn sunnudag, að Ágúst Pálsson, sem var að viðgerð- arstörfum í stórri feiju, varð fyrir lestarhlera sem féll niður þegar lyfti- búnaður hans bilaði. Ágúst lést sam- stundis af völdum höggsins en vinnufélagi hans slapp með tiltölu- lega litla áverka. Ágúst fæddist á Akureyri hinn 18. september 1959, sonur hjónanna Gunnþórunnar Oddsdóttur og Páls Jónssonar vélstjóra. Var hann hinn fjórði í röðinni af sjö bömum þeirra hjóna. Gunnþórunn er dóttir hjón- anna Rannveigar Magnúsdóttur og Odds Ágústssonar fyrrverandi kaup- manns á Akureyri, sem bjuggu áður í Ystabæ í Hrísey, en dvelja nú í Hlíð á Akureyri. Páll er sonur hjón- anna Bjarneyjar Guðbjartsdóttur og Jóns Þorgeirs Gunnlaugssonar, sem bjuggu á Akureyri, en eru nú bæði látin. Eftir gagnfræðapróf á Akureyri fór Ágúst í járnsmíðanám, fyrst hjá Slippstöðinni á Akureyri, en síðar hjá Bátalóni í Hafnarfirði. Eftir meistarapróf í skipasmíði starfaði hann áfram hjá Bátalóni, síðast sem verkstjóri, og átti jafnframt sæti í stjóm fyrirtækisins. Ágúst var við enskunám í Dyfl- inni sumarið 1978, og kynntist þar Elínu Mörtu Pétursdóttur. Lágu leið- ir þeirra saman alla tíð eftir það, en þau giftust árið 1987. Þau eign- uðust soninn Pétur Þór hinn 15. nóvember 1991. Vorið 1989 fluttust þau til Dan- merkur þar sem Ágústi var boðið starf hjá Fredericia Skibsværft, en þar hafði hann starfað um eins árs skeið, 1984. Hjá því fyrirtæki starf- aði hann síðan til hinstu stundar. Hugur þeirra hjóna stóð þó jafnan til Islands, þótt erfiðar aðstæður í íslenskum skipasmíðaiðnaði væru á þann veg að lítt hefði Ágúst nýst hin mikla þekking og reynsla sem hann hafði aflað sér, bæði hér heima og í Danmörku. Ágúst var hugljúfi allra þeirra sem honum kynntust vegna glað- lyndis síns og jákvæðs hugarfars. Hann var þó einbeittur og var fastur fyrir, þegar því var að skipta. Hann var frábær heimilisfaðir og einstak- lega bamgóður. Á vinnustöðum þótti hann mjög góður félagi. Hann var eftirsóttur til starfa, enda var hann með afbrigðum ötull og fjölhæfur verkmaður. Djúpur harmur er nú kveðinn að ástvinum hans, starfsfélögum og öðmm er þekktu hann. Við hjón kveðjum ástkæran tengdason með sámm trega og hugsum með þökk til ánægjulegra kynna sem aldrei bar hinn minnsta skugga á allan þann tíma sem hann var tengdur fjölskyldu okkar. Pétur Guðfinnsson. Það vom hryllilegar fréttir sem biðu okkar er við komum heim síðastliðið sunnudagskvöld. Gústi vinur okkar var látinn af slysfömm aðeins 33 ára að aldri. þetta gat ekki verið satt, við trúðum þessu ekki og vildum einfaldlega ekki trúa því. Var Gústi látinn? Þessi nötur- lega staðreynd er vart orðin raun- veruleg ennþá. Hversu ósanngjöm getur tilveran verið að hrífa mann í blóma lífsins burt frá fjölskyldu og vinum. Minningamar um þennan góða og glaða dreng rifjast upp hver á fætur annarri. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir tólf ámm, en þá bjuggum við í Reykjavík og tókst fljótlega gott vináttusamband við Gústa og Elínu konu hans. Gústi starfaði þá sem skipasmiður, en það starf átti hug hans allan. Hann var með eindæmum atorkusamur og duglegur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Við sáum fljótlega að Gústi var meira en hagleikssmiður, hann hafði einnig góða hæfileika til að hanna hluti úr stáli, hvort sem það vom hrein listaverk eða aðrir nytsamlegir hlutir, og allir eru þeir einstaklega vel gerðir og bera vott um vandvirkni hans. Fljótlega eftir að við kynntumst Gústa og Elínu héldu þau til Dan- merkur til vinnu og að kynnast öðr- um siðum, en þar dvöldust þau í eitt ár. Við komum oft á heimili þeirra, fyrst í Hamraborginni og seinna á Hallveigarstíg þar sem þau festu kaup á glæsilegri íbúð. Það kom best í ljós hversu fjölhæfur hand- verksmaður Gústi var þegar hann gerði upp og endurbyggði hluta íbúð- arinnar á Hallveigarstíg á vandaðan og skemmtilegan hátt. Árið 1989 fluttust þau aftur til Danmerkur þar sem Gústa bauðst starf á þeim vinnustað sem hann hafði starfað á mörgum ámm áður, skipasmíðastöð í Fredericia. Þau bjuggu sér fallegt heimili í Vejle, þar sem við áttum eftir að eiga margar góðar stundir saman. Hálfu ári seinna fluttum við undirrituð í nágrenni þeirra í Vejle og átti sam- gangur og vinskapur eftir að aukast mikið við það og munum við aldrei gleyma þeim stuðningi og þeirri hjálpsemi er við fengum frá Gústa og Elínu eiginkonu hans. í nóvember 1991 gerðist sá stóri atburður í lífi hans að litli drengur- inn hans Pétur Þór kom í heiminn og ennþá er okkur skýrt í huga hversu stoltur hann var þegar hann tilkynnti okkur fæðingu hans. Gústi var þannig gerður að hann gat aldrei verið aðgerðalaus. Þess bar hús hans og sérstaklega garður gott vitni. Það kom líka á daginn að hann var orðinn fróður og vel að sér um margt í sambandi við garð- yrkju. Vegna dugnaðar var hann alltaf reiðubúinn til að leggja hart að sér í vinnu og það var eins þennan sunnudag, að Gústi fór til vinnu, en kom aldrei til baka. Minningar okkar um Gústa em margar og allar eru þær góðar. Við kveðjum Ágúst Páls- son með trega, ungan mann sem átti ekkert annað skilið en bjarta og gæfuríka framtíð. Það er sárt að sjá á eftir slíkum mannkostamanni, duglegum, hlýjum og glöðum. Innilegar samúðarkveðjur sendum við eiginkonu hans, syni og fjöl- skyldu sem sjá nú á bak yndislegum dreng. Karl Ásbjörn Hjartarson, Elísabet S. Valdimarsdóttir. Þegar litla systir kynnir besta vin sinn fyrir fólki sínu er hætt við því að eldri og að eigin mati vitrari syst- umar hvessi á hann gagnrýnisaug- un. Slíkri prófraun mætti Gústi með jafnaðargeði, og stóðst hana með prýði og sóma, og það þótt prófdóm- endur væm hvorki hlutlausir né sanngjamir. Hann heillaði þegar í stað tortryggnu, stóm systumar með lífsgleði sinni og einlægni og sló alla varnagla úr höndum þeirra. Traust vinátta tókst með okkur systkinunum og Gústa, þótt leiðir lægju til mismunandi átta. Þar kom að þau Elín giftu sig, og á liðnu ári komu þau til landsins að skíra son- inn Pétur Þór. En nú er komið að kveðjustund, fyrr en nokkurn óraði. Ólík hnattstaða og tímans rás varpa engum skugga á vináttu, enda verður hún ekki mæld í lengd og magni orðaskipta á ársgrundvelli. Nú hefur yndislegur vinur kvatt jarðneskt leiksvið tilvemnnar, og orðaskipti okkar við hann verða ekki fleiri að sinni. Eftir lifir heiðrík minn- ing sem við erum þakklát fyrir og vildum síst vera án. Gústi var gleðimaður í bestu hugs- anlegu merkingu þess orðs. Hann var gæfumaður og eigin gæfu smið- ur. Allt virtist leika í höndum hans, átakalaust eins og af fingrum fram. Að baki léttleikanum bjó dugnaður, þrautseigja og heillindi, að baki gá- skanum alvara og einurð. Það er ekki síst vegna þessara eiginleika Gústa, að hugurinn leitast við að hafna staðreyndinni sem blasir við. Það er fyrir þessa eiginleika sem vinir hans_ munu minnast hans. Ólöf Kr. Pétursdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. Svava Ólafsdóttir Pjeturss - Minning Það var mér þung raun á þessum jólum að sjá ömmu mína þjást í stríði við illvígan, vægðarlausan sjúkdóm. Og þá varð mér ljósara en nokkru sinni fyrr, að ekki eru alltaf gleðileg jólin þrátt fyrir allar óskimar og bænimar. En svo streymdu til mín yndislegar minningar frá bernskujól- um mínum, þegar við pabbi og mamma og bróðir minn áttum að- fangadagskvöld um langt árabil hjá ömmu og afa. Það var þar sem jóla- hátíðin mín gekk í garð, og með allri virðingu fyrir öllum öðrum, sem þá áttu hlut að máli, var amma mikil- vægasta manneskjan á þessu heilaga kvöldi, miðdepill þess, en þó ekki í þeirri merkingu, að allt snerist um hana, heldur öllu frekar af því, að hún snerist í kringum alla aðra. Matreiðslan og framreiðslan var hennar verk. Hún var hin fullkomna Blómastofa Friöfinns Suðuiiandsbraut 10 108 Reykjavík. Slmi 31099 Opiö öll kvöld tiltó.22,-einnigumhelgar, Skreytingar viö öii tiiefni. húsmóðir, henni var heimilið allt. Og smekkvísi og myndarbragur ein- kenndu það. Með ömmu hverfur enn ein úr hópi slíkra kvenna, sem helg- uðu heimilinu alla krafta sína og hæfileika af fórnfýsi og metnaði í senn. Ég dáði og dýrkaði ömmu mína fyrir margra hluta sakir. Hún var svo vel af Guði gerð andlega og lík- amlega. Hún var orðin 78 ára, en varð þó aldrei gömul kona, hvorki hið ytra né innra. Hún var fíngerð kona, vel vaxin og lagleg og svo sviphýr, að með nærveru sinni einni kom hún fólki jafnan í gott skap. Geðprýði var hennar aðall og henni fylgdi birta og gleði hvar sem hún fór. Þegar ég var tólf ára skildu for- eldrar mínir, og faðir minn fluttist af landi brott. Þá greip mig sá ótti í bamaskap mínum, að samband mitt við föðurfólk mitt myndi minnka og jafnvel rofna. En sá ótti reyndist með öllu ástæðulaus. Skilnaðurinn breytti þar engu um. Og alla tíð hefur samband móður minnar og fyrrverandi tengdaforeldra hennar verið jafngott. Þannig getur það gengið hjá góðu fólki. Og hjá ömmu og afa var alltaf sama viðmótið, hlýj- an og velvildin. Ég kveð ömmu mína með sárum söknuði og innilegu þakk- læti fyrir allt og allt og bið afa mín- um guðs blessunar. Helena Helgadóttir. BLboihLFaRjnn Vesturgötu 4 Blóm, kransar, skreytingar sími 622707. Á morgun, mánudaginn 25. jan- úar, verður í Fossvogskapellu bálför tengdamóður minnar Svövu Ólafs- dóttur Fjeturss, er lést aðfaranótt laugardagsins 16. janúar eftir hetju- lega baráttu við krabbamein er hún öðru sinni á sex árum veiktist af og lagði hana að lokum að velli. Aldrei æðraðist hún né kvartaði í veikindum sínum, heldur tók því sem að hönd- um bar með ótrúlegri stillingu. Eftir- lifandi eiginmaður hennar, aldraður tengdafaðir minn, Þórarinn Pjeturss, annaðist hana og umvafði ást og umhyggju svo til fyrirmyndar var. Ég vil með þessum orðum votta þessari mætu konu virðingu mína og þakka henni samfylgdina í tutt- ugu ár, ástúð hennar, vináttu og styrk í minn garð og ekki síður þann sess sem hún skipar í hugum dætra okkar hjóna. Nú er skarð fyrir skildi. Ekki verður lengur sagt með eftir- væntingu í röddinni: „Amma, segðu okkur frá þegar þú varst lítil." Svava var fínleg kona og mjög lagleg, greind og minnug með af- brigðum, eins og hún á ætt til. Jafn- lyndari manneskju hef ég ekki kynnst um ævina og eftir því sem árin líða hef ég metið kosti hennar meir. Samviskusemi, iðni og hollusta voru henni í blóð borin og stórátök ekki að skapi. Hún gat verið skemmtileg og fjörug í frásögnum og viðmóti sem stjómaðist fremur af skynsemi en tilfinningum. Svava var fædd í Reykjavík 24. september 1914. Hún var af alþýðu- fólki komin austan úr Rangárvalla- og Ámessýslum. Foreldrar hennar voru Óiafur ísleifsson skipstjóri, f. 1881 að Vettisholtsparti í Holtum í Rangárvallasýslu, og Stefanía Páls- dóttir frá Neðra-Dal í Biskupstung- um. Bæði höfðu Stefanía og Ólafur misst feður sína í blóma lífsins og mæður þeirra beggja flust búferlum. Stefanía ólst upp í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og síðar í Reykja- vík, tekin í fóstur af föðurbróður sínum Stefáni Stefánssyni og Guð- ríði konu hans frá Hvassahrauni ásamt Lovísu Bjargmundardóttur sem þau hjónin fóstmðu einnig. Ólafur ólst upp í Garðinum með móður sinni sem vann kaupavinnu þar eftir að hafa misst mann sinn úr lungnabólgu austur á landi þar sem hann hafði atvinnu við sfldveið- ar sem þar vom stundaðar fyrir og um aldamót. Fundum þeirra Stefan- íu og Ólafs bar svo saman þar sem bæði bjuggu í svokölluðu Péturshúsi á Vesturgötu í Reykjavík. Hann bjó þar með móður sinni og stundaði skútuveiðar og seglasaum á haustin. I tómstundum á haustin las hann á Landsbókasafninu sér til skemmtun- ar og fróðleiks en hann var einn af þeim mörgu sem fysti til frekari mennta, en hafði ekki tækifæri til langskólanáms. Hann fór svo í Stýri- mannaskólann og útskrifaðist 1904. Stefanía vann iðnaðarstörf á þessum tíma við vindlagerð hjá Carli Kvist í Glascow-húsi. Þau giftu sig svo 1906 og stofnuðu heimili á Nýlendu- götu 21. Fyrsta bam þeirra hjóna, Stefán Svanur, dó í vöggu; annar í röðinni ísleifur, f. 1909; þá Vilborg, f. 1912, nú látin; Svava, f. 1914; Guðríður, f. 1918 og dó ung úr berkl- um; Ólafur ísleifs, f. 1924, nú lát- inn; og Guðmundur Steinar, f. 1920 og dó ungur af slysförum. Æskuslóðir tengdamóður minnar voru í kringum Grettisgötu 22, en það hús höfðu foreldrar hennar keypt árið 1918. Á Grettisgötunni var fyrsti tilbúni leikvöllur bæjarins og stolt íbúanna. Þær eru margar sögumar sem sagðar hafa verið frá æskudögum ömmu á þessum slóðum og úr skólanum hennar, Miðbæjar- bamaskólanum. Jafnan geisluðu þessar sögur af angurværð og glettni. Þarna stofnaði hún til vin- áttu við stúlkur sem hafa verið henn- ar bestu vinkonur alla tíð síðan og munu sakna hennar nú. Móðir henn- ar hafði metnað fyrir hönd dætra sinna og fengu þær að læra á hljóð- færi og æfa sig í söng sem kostur var. Ekki var eintóm sól og heiðríkja yfir æskuminningum Svövu, því að 1924, þegar hún var á tíunda ári, féll Ólafur faðir hennar fyrir borð á togaranum Skúla fógeta og dmkkn- aði. Hann hafði þá ráðið sig á danska hafrannsóknaskipið Dönu sem leið- sögumaður og var að bíða eftir að það kæmi til landsins er hann fór einn túr enn með Skúla sem endaði með svo voveiflegum hætti. Á sama tíma er elsti sonur hans, ísleifur, að heQa sjómennskuferil sinn, þá aðeins á fimmtánda ári, á togaranum Jóni fógeta og fréttir ekki af slysinu fyrr en mánuði seinna er hann kemur í, land. Þó vom skipin að veiðum á sömu slóðum. Stefanía stóð nú ein uppi með Qögur böm og ísleif, fímmtán ára unglinginn, sem tók að sér fyrirvinnuhlutverkið og studdi móður sína og systkini af því dreng- lyndi sem hann er kunnur fyrir. ; Árið 1928 fæðist svo yngsti bróð-: ir Svövu, Guðmundur Kristinn Jóns- son, augastejnn allra, eftir að Stef- anía og Jón Ólafsson rafvirkjameist- ari, ekkjumaður með tvö börn, tóku saman. Það er kunnara en frá þurfi að segja að á þeim árum sem Svava var að alast upp vom aðstæður til menntunar eða starfsmöguleikar ekki upp á marga fiska þótt um vel gefið og harðduglegt fólk væri að ræða. Sem ung stúlka varð hún þó þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast og starfa hjá góðu og vönduðu fólki, Trausta Ólafssyni verkfræðingi og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.