Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLíAÐIÐ SUNNUDAGUR 24’ MANÚAR 1993 Rannsóknir dr. Sigurðar Þor- steinssonar veðurfræðings á tölvulíkönum miða að því að spá fyrir um veður af meira öryggi en nú er gert eftír Urói Gunnarsdóttur ÁHUGI íslendinga á veðri hefur hingað til ekki endurspegl- ast í rannsóknum á sviði veðurfræðinnar því leita þarf til þriðja heimsins til að finna lönd sem leggja jafn lítið upp úr slikum rannsóknum. En á þessu eru væntanlega að verða breytingar því á veðurfræðirannsóknadeild Veðurstofunnar er unnið að því að taka í notkun tölvulíkön fyrir skammtíma- /eðurspár, sem vonast er til að komist í gagnið á þessu ári eða því næsta. Nú eru allar tölvuspár um veður fengnar eriendis frá en með því að vinna þær hérlendis verður hægt að spá fyrir um veður af meiri nákvæmni en nú er gert. Veðurfræðirannsóknadeild Veðurstofu íslands er vissulega mikið heiti en að baki því er aðeins einn maður, dr. Sigurð- ur Þorsteinsson veðurfræðingur. Allar veðurspár, hvort heldur er í útvarpi, sjónvarpi eða dag- blöðum, eru meira eða minna byggðar á tölvuútreikningum. Til þessara útreikninga hafa verið þróuð flókin tölvulíkön, sem keyrð eru á hraðvirkustu tölvum sem völ er á. „Gerð tölvulíkananna hefur fleygt gífurlega fram á undanföm- um árum, bæði vegna aukinnar þekkingar og vegna hraðvirkari tölva,“ segir Sigurður. Vegna þess hve dýr þessi tölvubúnaður er, hafa keyrslur á 3-10 daga spám ein- göngu átt sér stað við örfáar stórar veðurspámiðstöðvar erlendis. „Tölvuspár frá þessum miðstöðvum eru ómissandi leiðarvísar fyrir allar veðurspár, þar á meðal á íslandi. Samhliða þessu hafa þróast önnur tölvulíkön, sem gefa nákvæmari spár fyrir 6-36 klukkustundir, og eru keyrð oftar á sólarhring. Slík líkön eru aðlöguð að minni spá- svæðum og í flestum vestrænum löndum eru þau keyrð sérstaklega enda kreíjast þau ekki eins mikils tölvukosts og „meðaldrægu" líkön- in. Sú hefur þó enn ekki orðið raun- in á hér á landi, þrátt fyrir að spá- kort frá erlendum veðurspámið- stöðvum séu ekki fullnægjandi vegna þess að þau gefa veðurþróun- ina upp í of grófum dráttum. í þeim er ekki tekið nægilegt tillit til breytilegra aðstæðna hér á landi. Áreiðanlegri veðurspár myndu stuðla að auknu öryggi í lofti, á láði og ekki síst á legi og draga verulega úr tjóni vegna óveðurs. Þannig munu þær spara verulega ijármuni." HIRLAM-líkanið fyrir skammtímaspár Árið 1985 hófu Norðurlöndin, með stuðningi Norðuriandaráðs, starfsemi sem kölluð var HIRLAM (High Resolution Limited Area Modelling). Tilgangur þessa verk- efnis, sem unnið var í samvinnu allra veðurstofa á Norðurlöndum, var að smíða líkan sem hentaði fyr- ir skammtímaspár í þessum lönd- um. Auk Norðurlandanna eru ír- land, Holland, Frakkland og Spánn aðilar að verkefninu. „Því hefur miðað vel og nú þegar nota veður- stofur Danmerkur, Svíþjóðar, Finn- lands og Hollands líkanið við dag- legar veðurspár. Noregur, Irland, Frakkland og Spánn nota enn líkön sem þau hafa þróað sjálf. ísland hefur frá upphafi tekið þátt í fjár- mögnun verkefnisins með stuðningi sínum við Norðurlandaráð en hefur að öðru leyti ekki nýtt sér afrakstur þessa samstarfs fyrr en á síðustu tveimur árum. í fyrra fékk ísland loks fulla viðurkenningu sem aðili að HIRLAM-verkefninu og tekist hefur að fá fjárhagsstuðning sem mun auðvelda íslandi að tengjast alþjóðlegum rannsóknum með það fyrir augum að hagnýta þekkingu og þróunarstarf fyrir íslenska veð- urþjónustu." Hvers vegna brugðust tölvuspárnar? Sigurður er doktor frá háskólan- um í Ósló, en sérgrein hans er áhrif fjalla á veðurlag. Hefur hann m.a. rannsakað hvemig tölvulíkön nemi áhrif ijalla og þróað líkön út frá þeim rannsóknum. Við þróun tölvu- líkana fyrir skammtímaspár hafa Jón Egill Kristjánsson og Guðmund- ur Hafsteinsson verið honum til aðstoðar. Páll Bergþórsson veður- stofustjóri hefur stutt þessar rann- sóknir dyggilega og sýnt þeim mik- inn áhuga. Jón Egill vinnur að rann- sóknum á tölvulíkönum fyrir veð- urfar við Los Alamos National Laboratory í Nýju Mexíkó í Banda- ríkjunum og Guðmundur er veður- fræðingur á spádeild Veðurstofu íslands. Jón Egill starfaði í einn og ÓVEDUR Í AÐSIGI Gervitunglamynd tekin kl. 15.30 2. febrúar 1991. Þarna er að mynd- ast lægðin sem olli fárviðri á íslandi daginn eftir, en tjónið var metið á 1-2 milljarða. minni lægðin sem gekk yfir Færeyj- ar og Austurland í byijun ársins og var sú dýpsta sem mælst hefur hér við land. Nokkru grynnri var áðurnefnd lægð í febrúar 1991, sem þó olli enn meira tjóni hér. „Með því að rannsaka þá lægð, er ætlun- in að skilja ferlin sem ollu þessu óvenjulega fárviðri, óvæntri braut lægðarinnar og hinum geysilega veðurham austan við hana, sem olli 1-2 milljarða tjóni. Þá viljum við komast að því hvers vegna tölvuspár brugðust en þetta óveður kom veðurfræðingum nánast í opna skjöldu." Meðal þess sem fram kemur í frumniðurstöðum, er hugsanleg sameining háloftalægðar, sem nálg- ast yfirborðslægðina, en hún mynd- ast á skilum norður af Azoreyjum 2. febrúar 1991 og dýpkaði hratt. Segir Sigurður að í tilraununum hafi tekist mjög vel að spá geysi- legri dýpkun lægðarinnar og þar með þessu mikla fárviðri. Hins veg- ar verði að rannsaka fleiri lægðir til að hægt sé að meta til fulls gagnsemi HIRLAM-líkansins. Krappar lægðir til athugunar Vegna sérþekkingar Jóns Egils á meðhöndlun skýja og úrkomu í tölvulíkönum og rannsókna Sigurð- ar á áhrifum fjalla á loftstrauma er Veðurstofa íslands orðin miðstöð eins undirhóps HIRLAM-verkefnis- ins sem fæst við að rannsaka krapp- ar lægðir við Island. Hraðdýpkandi lægðir, svo og krappar og fremur litlar lægðir eru mikilvæg viðfangs- efni hópsins bæði með tilliti til fræðilegra og hagnýtra viðfangs- efna. Þá segir Sigurður það ekki síður mikilvægt að hér á landi séu menn með sérþekkingu á keyrslu tölvulík- ana. „Veðurfræðingur sem starfar við hefðbundna spáþjónustu getur séð ef unnið er vitlaust úr gögnun- um. Hann getur hins vegar ekki breytt úrvinnslunni, til þess þarf sérfræðinga sem skilja grundvallar- þætti forritsins. En það er heldur ekki hægt að ætlast til þess að einn maður hafi yfirlit yfir allt líkanið, rannsóknirnar hljóta að byggjast á samstarfi fleiri manna.“ Veðurspár - tekjulind veðurstofa Það er nú raunhæfur möguleiki að kaupa hraðvirka tölvu og hefja keyrslu á líkaninu á þessu ári eða því næsta. Kostnaður við tölvukaup nemur einhveijum milljónum króna og þá er ótalinn launakostnaður starfsmanna, sem Sigurður telur að ættu að vera þrír. „Sumir líta svo á að nú þurfi aðeins að kaupa nýja tölvu og setja svo allt í gang. Kannski er þetta eitt dæmið um þá „græjudellu“ sem íslendingar hafa löngum verið frægir fyrir," segir Sigurður. Hann bendir á að til að fjárfesting í tölvum skili sér, verði að fylgja henni eftir með því að styrkja veðurfræðirannsókna- deildina svo að hún komist úr þeirri fjárþröng sem hafi háð starfsemi hennar. „Það eru fleiri íslendingar en Jón Egill sem búa yfir þeirri Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson —eru hálfan mánuð, árið 1991, við að koma líkaninu upp á tölvu á Veður- stofunni, svo hægt væri að hefja rannsóknir. „Tilgangurinn var ann- ars vegar að kanna náið ákveðin veðurfyrirbæri við ísland, til dæmis fárviðrislægðina 2.-3. febrúar 1991 en hins vegar að kynnast líkaninu svo hægt sé að meta hvaða gildi það gæti þaft fyrir daglegar veður- spár á íslandi," segir Sigurður. Þekking hans á áhrifum Qalla á lægðir nýtist einnig þegar meta á landfræðileg áhrif á lægðir, t.d. íslands og Grænlands. Mönnum er sjálfsagt enn í fersku Annars staðar eru veður- fræðirannsóknadeildir með stærri deildum veður- stofa, en hér á landi er deildin sú minnsta innan Veðurstofu íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.