Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 13
!;(MOaODNBIiAÐÍÐlBUNNU0AQHRI2«í/JffiNÚIAIÖ(lBf93 li3 AF MEB HATTINN Það var sem framinn hefði verið hræðilegur glæpur. Svo einkenni- lega vildi til að stærsta stundin í lífi Bills Clintons fór fram hjá öllum þótt hún væri í beinni útsendingu um heim allan. Á meðan hann sór forsetaeiðinn veldu áhorfendur fyrir sér í forundran hvaða kvikindi hefði tekið sér bólfestu á höfði konu hans, Hillary. Blátt á Iit líktist það einna helst einhveiju pokadýri, múskrottu eða jafnvel þvottabimi. Það var ekki fyrr en forsetinn nýbakaði var kominn vel á veg í ræðu sinni að varð tfós: Hillary var með hatt Og Ameríka rak upp ramakvein. Tískufrömuðir hafa velt vöngum yfir því hver áhrif Hillary Clint- on muni hafa á fataheiminn. Hatt- urinn kann að hafa kallað fram öfgakennd viðbrögð og gekk einn tískurýnir svo langt að líkja því við dauðasynd að setja annað eins á höfuð sér. En að öðru leyti virt- ust Bandaríkjamenn kunna að meta forsetafrúna, hvort heldur var ^júpblá kápa hennar, teinótt skrúðgöngudragt eða þá ijólublár ballkjóll með blúndum og pífum yfir herðar og handleggi. Hillary Clinton virðist taka létta liti og bjarta fram yfir þunga og spáir tískupenni fréttastofunnar AP því að nú muni birta til svo um munar í fataskápum banda- rískra kvenna. Blaðafulltrúi Hillaiy Clinton veitti fjölmiðlum nákvæmar upp- lýsingar um allan þann fatnað, sem hún klæddist meðan á hátíðahöld- unum í kringum innsetningarat- höfnina stóð. Það var hins vegar fremur gert af skyldurækni við hefðina, en af einskærum áhuga forsetafrúarinnar. Hillary Clinton lét sig fatnað og snyrtivörur litlu varða allt þar til sjúklegur áhugi fjölmiðla á sliku neyddi hana til að taka sér tak eftir að maður hennar varð ríkis- sfjóri Arkansas. Segir sagan til dæmis að hún hafi ekki keypt sér brúðarkjól fyrr en daginn fyrir brúðkaup þeirra Bills Clintons. Áður gekk hún í pokalegum föt- um og þótti hippaleg, en eftir að Bill Clinton tapaði kosningum um endurkjör sneri hún við blaðinu og reyndi nauðug viljug að tileinka sér duttlunga tískunnar. Hillary Clinton er heldur ekki sögð mikil matselja. Þegar hún býður í mat varðar meiru um fé- lagsskapinn við borðhaldið, en krásirnar á borðum. Einu sinni í Arkansas hafði hún til dæmis chili con carne, svartar baunir og af- ganga úr opinberri veislu í jólamat. Það ósagt látið hvort þetta er ástæðan fyrir því að Bill Clinton kemur alltaf við á hamborgara- búllu þegar hann fer út að skokka á morgnana. manns síns fá það óþvegið ef henni fannst þeir ekki standa sig eða styðja hann af heilindum. Skrifuð hefur verið bók um að það að Nancy Reag- an hafi í raun haft tögl og hagldir í Hvíta húsinu í forsetatíð Reagans og leitaði þá allajafna til spákonu þegar mikið lá við. Eleanor Roosevelt, eiginkona Franklins Roosevelts, skrifaði að for- setafrú ætti hvorki að sjást né heyr- ast, heldur vera háttvísin uppmáluð, eiginmanninum til skrauts. Hún hunsaði þessi orð sín, hélt fyrirlestra og lét til sín taka í jafnréttismálum. Hæpið er að gagnrýna það að Hillary Clinton fái völd á þeirri for- sendu að hún hafí ekki verið kosin. Kjósendur fengu engu ráðið um ráð- herraval Bills Clintons. Þeir kusu hann til að skipa í stöður eftir eigin hentugleika. Ekkert mælir á móti því að forsetar velji sína nánustu til ábyrgðarstarfa. John F. Kennedy gerði til dæmis bróður sinn, Robert Kennedy, að dómsmálaráðherra og þótti hann standa sig vel. Hins vegar þarf þingið að stað- festa vel flesta þá embættismenn, sem Bill Clinton skipar, og oft verða ráðherraefni að draga sig til baka eins og gerðist á föstudag þegar Zoe Baird neyddist til að sjá á bak stóli dómsmálaráðherra. Hillary Clinton verður hins vegar ekki háð neinu eftirliti. Hún verður ekki skipuð opin- berlega í stöðu og því mun ekki koma til kasta þingsins að staðfesta hana. Þá verður ekki hægt að sækja hana til ábyrgðar. Ráðherrum og embætt- ismönnum ber skylda til að gera grein fyrir gerðum sínum fyrir við- eigandi þingnefndum, en Hillary Clinton yrði undanþegin. Þeir koma einnig fram í viðtalsþáttum og gefa blaðaviðtöl, þar sem þeir gera grein fyrir stefnu sinni. Fjölmiðlar yrðu óeðlilegur vettvangur fyrir forsetafr- úna, heyrist sagt. Að síðustu eru þeir, sem halda því fram að mótbárur gegn því að Hill- ary Clinton hafi ítök séu fyrirsláttur einn. Hér séu á ferðinni skelfíngu lostnir fulltrúar karlaveldisins, sem hafa þurft að horfa upp á pils og kjóla ryðjast inn í hvert jakkafatavíg- ið á fætur öðru og sjá nú síðasta vígið í þann mund að falla. Konur eru farnar að láta að sér kveða á öllum sviðum bandarísks þjóðfélags og Barbara Bush var í hlutverki síð- ustu húsmóðurinnar. Einhver háð- fuglinn sagði að Bill Clinton hefði í raun átt að gera Hillary að sínum helsta aðstoðarmanni og ráða Bar- böru Bush til að gegna hlutverki forsetafrúar næstu fjögur árin. Heimildin The Boston Globe, The Econom- ist, The New York Times, Newsweek, Mon- ey, People og Time. Við kynnum sprækan og sportlegan Renault Clio Um helgina kynnum við nýjan, sprækan og sportlegan Renault Clio S. Clio S er með öflugri vél meö beinni innsprautun sem gerir aksturinn í senn öruggan og skemmtilegan. Hann er m.a. búinn; sérhönnuðum sportfelgum, fallegri og nýtískulegri innréttingu, sportstýri, vindskeiö fyrir ofan afturrúðu, rafdrifnum rúöum, fjarstýröum samlæsingum og snúningshraöamæii. Nýtt og ferskt útlit gerir Clio S eftirtektarverðan. Komið og reynsluakið þessum spræka og sportlega bíl og sannfærist um yfirburði hans. OPIÐ: LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13-17 Sýnum einnig Renault Clio 16v, 140 hestafla sportbíl sem náö hefur miklum vinsældum um alla Evrópu. RENAULT -fer á kostum Bflaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík - Sími 686633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.