Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 20
! 20 J - MOR^U^LAÐÍD áUNNUDÁGÍÚK ÍH JAÍ^ÚAR 'l993 ._ ■ NÝTT SKIPULAG FYRIR SKÓLAVÖRÐUHOLTIÐ HÁBORG ÍSLENSKRAR MENNIN6AR Á ÁRUNUM eftir fyrri heimsstyrjöldina komu fram hugmyndir um mikl- ar byggingar á Skóla- vörðuholti. Þar bar hæst hugmyndir Guðjóns Samúelssonar húsameist- ara ríkisins um „Háborg íslenskrar menningar“. Þungamiðjan í háborg Guðjóns var kirkjubygg- ing á há-holtinu er umluk- in væri samtengdum byggingum, er m.a. hýstu háskóla, stúdentaheimili og safnahús, auk íbúða. Svo mikla trú höfðu menn á, að tillagan næði fram að ganga, að stúdentar voru í sjálfboðavinnu famir að taka grunninn að stúdentagarðinum þar sem Templarahöllin reis síðar. Tillöguuppdráttur að Háborg íslenskrar menningar frá 1924. Stúdentagarður og Háskólabygg- ing sjást austanmegin torgsins, fjærst á myndinni. Dómkirkja landsins á stalli á miðju. Safnahús- ið er sunnan við torgið. Vestanvert loka vegleg íbúðarhús torginu og greina má þar bogagöng við enda Skólavörðustígsins. í norðvesturhorni var Listvinahúsið þegar komið. En norðanvert við torgið, til vinstri, eru samkomuhús, leikhús eða fundahús og undan norðausturhorninu barna- skóli. Það kann að hafa kynnt undir áhuga manna á há- borginni, að á Skólavörðu- holti höfðu um þetta leyti risið tvær byggingar, er féllu vel að hugmyndinni um háborg íslenskrar menningar; Hnitbjörg, vinnustofa og heimili Einar Jónssonar og Listvina- húsið efst á Frakkastíg, er vék fyrir nýbyggingu Iðnskólans árið 1963. En atvikin höguðu því þó svo, að þær stofnanir sem Guðjón í fyrstu hafði áætlað að risu á Skólavörðuholti, fluttu vestur á Mela, þar sem meira landrými var fyrir hendi. Hugmynd Guðjóns Samúelssonar frá 1924, sem birt er hér, var þó ekki alveg ný af nálinni, því Sigurð- ur Guðmundsson málari (d. 1874) lét sig dreyma um stórhýsi og opinberar byggingar á þeim stað. Á námsárum sínum 1916 gerði Guðjón Samúels- son teikningu af stórhýsum á Skóla- vörðuhæðinni, þar sem hann gerði ráð fyrir þjóðminja- náttúrugripa- og málverkasafni og datt í hug að vel væri viðeigandi að reisa þar kirkju líka. Sú teikning var birt í Óðni. En hið stórbrotna skipulag að háborg íslenskrar menningar á Skólavörðu- holti gerði hann 1924, er hann var orðinn húsameistari og átti sæti í skipulagsnefnd. Hugmyndir Guðjóns áttu sér sterkar rætur í klassísku borgarskipulagi. Höfuðstofnunum mennta og andlegs lífs væri stefnt saman á hæsta stað í borginni, líkt og forðum höfðu gert Grikkir og síð- ar Rómveijar. ÞEGAR MEST Á REYNIR... o o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.