Morgunblaðið - 30.01.1993, Page 1

Morgunblaðið - 30.01.1993, Page 1
64 SIÐUR B/LESBOK 24. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kínveijar, Ind- verjar og Rúss- ar standí saman - segir Borís Jeltsín Rússlandsforseti Nýju Jöelhí. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hvatti Indverja í gær til að bæta tengslin við Kína, eins og Rússar hefðu gert, þann- ig að þessi þrjú stórveldi mynduðu saman afl sem stuðlaði að stöðugleika í heiminum. hann heimsótti þá í desember síð- astliðnum. Hann hefur lagt til að í einhverju ríkjanna þriggja verði opnuð miðstöð til lausnar ágreiningi sem upp kunni að koma milli þeirra. í heimsókninni í Indlandi lagði Jeltsín áherslu á að hann fylgdi nýrri stefnu sem gerði ekki ráð fyrir „öxlum, þríhymingum, marg- hymingum eða blokkum" eins og í kalda stríðinu. Forsetinn sagðist ennfremur vilja bæta sambúðina við öll Asíuríki, þ. á m. erkifjanda Ind- veija, Pakistan. Vaxtalaust lán Indveijar skulduðu Sovétmönn- um rúmlega 11 milljarða dala. Sam- kvæmt samkomulagi Rússa og Ind- veija verður 37% skuldarinnar dreift á næstu 45 ár vaxtalaust. Einnig gerði Jeltsín nýtt varnar- málasamkomulag við Indveija þar sem hinum síðamefndu er tryggður innflutningur hefðbundinna vopna en los hefur komist á hann síðan Sovétríkin liðu undir lok. Jeltsín, sem lauk í gær opinberri heimsókn til Indlands, sagði að gagnkvæmt traust ætti að einkenna samskipti þessara þriggja fjölmenn- ustu ríkja heims. Það gæti stuðlað að stöðugleika í Asíu og heiminum ölium. Síðan seint á níunda áratugnum hefur sambúð Indveija og Kínveija batnað örlítið. Eitt af meginmark- miðum Indveija með vináttu við Sovétmenn á áttunda áratugnum var vemd gegn nágrannanum vold- uga, Kína, en ríkin háðu landa- mærastríð árið 1962. Jeltsín hafði forgöngu um bætt samskipti Rússa við Kínveija er Clínton andar Reuter Stíflunnar g-ætt Króatískir hermenn á verði ofan á Pemca-stíflunni. Brestir em komnir í stífluna eftir sprengingamar á fímmtudag. Króatar reyna í ofboði að styrkja Peruca-stífluna Ekki tímabært að dal- búar flytjist á brott - sagði forsætisráðherra Króatíu, kominn á staðinn léttar Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjafor- seti lét í þ'ósi þá von í gær eftir að málamiðlun náðist um herþjónustu samkynhneigðra að nú gæti hann snúið sér að öðrum brýnum úrlausnarefn- um, sem vörðuðu mun fleiri Bandaríkjamenn. Fyrsta vika forsetans í embætti fór að mestu leyti í að leita leiða til að standa við kosningaloforðið um að samkynhneigðir yrðu ekki lengur útilokaðir frá herþjónustu. Málamiðlunin í gær milli forsetans, leiðtoga demókrata á þingi og hers- ins náðist eftir að Clinton gaf eftir í mikilvægu atriði: Nýliðar verða að vísu ekki lengur spurðir um kyn- hneigð sína en yfírlýstir hommar — eða lesbíur — mega fyrst um sinn ekki gegna virkri herþjónustu held- ur einungis vera í varaliði. Gildir þessi skipan í sex mánuði á meðan farið verður betur yfír málið. Repúblikanar ekki af baki dottnir Repúblikanar á þingi boðuðu í gær að strax í næstu viku yrði lagt fram frumvarp til laga sem bannaði á ný herþjónustu samkynhneigðra. George Mitchell, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði líklegt að frumvarp þess efnis yrði fellt. Bandaríska vamarmálaráðu- neytið tilkynnti í gær að það myndi gefa út reglugerð í næstu viku um framkvæmd ákvörðunar forsetans. Sjá „Bill Clinton..." á bls. 23. Reuter Dóttir Dayans hittir Arafat YAEL Dayan, þingkona í ísrael og dóttir Moshe Dayans, fyrrum varnarmálaráðherra og stríðshetju, hitti Yasser Arafat leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) í Túnis í gær. Var hún ákaft gagn- rýnd heimafyrir fyrir uppátækið, m.a. af Yitzhak Rabin forsætisráð- herra en þau em flokkssystkin. Þingmenn Verkamannaflokksins og Likud kröfðust þess að hún yrði rekin úr utanríkis- og varnarmála- nefndum þingsins. Myndin var tekin í Túnis í gær er hún áritaði ævisögu föður síns sem hún gaf Arafat. Yael Dayan er fyrsti ísra- elski þingmaðurinn um skeið sem hittir PLO-leiðtogann. The Daily Telegraph. REYNT var í ofboði í gær að koma í veg fyrir að Peruca- stíflan í Króatíu brysti. Lif tugþúsunda manna í dalnum neðan stíflunnar er í hættu. Sprengingar Serba á fimmtu- dag gerðu skörð í stífluna og óttast er að hún rofni vegna bresta sem komnir eru í hana. Forsætisráðherra Króatíu sagði þó I gær að ekki væri stiflunnar, flyttust á brott. Vömbflum var ekið að stíflunni í gær og reynt var að fyila í skörð sem komu efst í hana á fímmtudag eftir að Serbar sprengdu fjarstýrðar sprengjur. Sprengjumar spmngu um það leyti sem Króatar náðu stífl- unni á sitt vald. Hún er í útjaðri Krajina-héraðsins umdeilda og er um 50 km frá hafnarborginni Split. Nú óttast menn að stíflan haldi ekki vegna þess að sprungur eru komnar í leirvegg hennar. Einnig er talið að enn séu sprengjur í veggjum hennar sem Serbar geti sprengt. Serbar hétu því þó í gær að stöðva árásir á Króata við stífl- una á meðan viðgerð færi fram. tímabært að dalbúar, neðan Uppistöðulónið ofan stíflunnar inni- heldur 450 milljón rúmmetra vatns. Neðan hennar vofír hætta yfír tug- þúsundum dalbúa. Tíu daga verk Byijað var í gær að veita vatni úr uppistöðulóninu til að draga úr hættunni en það er talið tíu daga verk. Hrvoje Sarinic, forsætisráð- herra Króatíu, heimsótti stífluna i gær og sagði að ekki væri bráð hætta á því að hún brysti. Þess vegna væri ástæðulaust að flytja dalbúa á brott. Sjá kort á bls. 22. Skálmöld í Zaire Kinshasa, Brussel. Reuter. FRANSKIR hermenn fóru í gær frá Brazzaville í Kongó til Kinshasa í Zaire til þess að undirbúa brottflutning um 1.000 franskra og 3.000 belgískra borgara þaðan. Um 500 belgískir hermenn héldu áleiðis til Zaire í gær í þessu sama skyni. Skálmöld ríkir í Kinshasa í kjölfar þess að hermenn risu upp til að mótmæla lélegum launum. Til harðra bardaga kom milli þeirra og sérstakra öryggissveita Mobutus Sese Sekos forseta. Sveitir Mobutus eru mun betur vopnum búnar og mannfall í röðum hermanna því mik- ið. Sjónarvottar sögðu að lík þeirra lægju eins og hráviði um miðborg Kinshasa. í átökunum hafa þrír útlendingar beðið bana. Meðal þeirra eru franski sendiherrann í Zaire, Philippe Bem- ard, og sendiráðsstarfsmaður, Þeir voru myrtir, að sögn franska utan- ríkisráðuneytisins. Slógu franskir hermenn skjaldborg um sendiráðið í gær en þar hafa mörg hundruð útlendinga leitað skjóls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.