Morgunblaðið - 30.01.1993, Page 2

Morgunblaðið - 30.01.1993, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LATJGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 Hefur kennt manna lengst við Menntaskólann í Reykjavík Finnst 50 ár stuttur tími - segir Jón S. Guðmundsson íslenzkukennari sem heiðraður var í gær JÓN S. Guðmundsson, ís- lenzkukennari við Mennta- skólann í Reykjavík, hefur um þessar mundir kennt við skólann í hálfa öld, eða frá ársbyrjun 1943. Mun eng- inn hafa verið kennari við skólann jafnlengi. Jóni var haldið samsæti í Ráðherra- bústaðnum í gær í boði Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra. „Það sem helzt hann varast vann, varð þó að koma yfir hann,“ sagði Jón og lét svo um mælt að sér þætti furðulegt að það skyldi hafa komið fyrir sig að slá met; því að heldur hefði hann gert grín að metadýrkun. I Ráðherrabústaðnum var sam- an komin fjölskylda Jóns og sam- kennarar hans. Samsætið var haldið klukkan fimm og fengu þriðjubekkingar í Menntaskólan- um frí það sem eftir var dags. Morgunblaðið fregnaði reyndar að Jóni hefði í fyrstu þótt ótækt að hafa samsætið svona snemma, því að hann hefði ætlað að hafa skriflega æfingu í þriðja bekk klukkan fímm! Löngu orðinn þjóðsagnapersóna „Jón Guðmundsson er löngu orðinn þjóðsagnapersóna," sagði íslenzkukennari í hálfa öld Jón S. Guðmundsson heilsar Guðna rektor í hófinu í Ráðherrabústaðn- um í gær. Á milli þeirra stendur Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu. Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans, en hann var einn þeirra, sem ávörpuðu Jón í tilefni tímamótanna. Hann sagði að Jón hefði kennt rúmlega þriðjung þess tíma, sem skólinn hefði verið starfræktur í húsinu við Lækjar- götu. „í fimmtíu ár hefur Jón S. Guðmundsson verið einn alverð- mætasti starfsmaður Menntaskól- ans í Reykjavík. Hann hefur ekki aðeins verið afburðakennari held- ur ósínkur á tíma sinn til alls konar starfa í þágu skólans,“ sagði Guðni. „Hafi nokkur maður fórnað sér fyrir starf sitt og stofn- un er það Jón Guðmundsson." Gæti ekki ímyndað mér neitt annað starf Jón Guðmundsson hefur í mörgum tilvikum kennt þremur ættliðum í sömu fjölskyldu. Hann sagði þó, að sér hefðu fundizt fimmtíu árin skammur tími og fljótur að líða. „Ég hef haft svo gaman af þessu starfí að ég gæti ekki ímyndað mér neitt annað starf, sem gæti hentað mér. Var ég þó knúinn til þess að taka það að mér,“ sagði Jón. Hann sagðist fagna mjög tillög- um í menntamálum, sem nýlega voru lagðar fram, og eiginlega hafa beðið eftir slíkum tillögum. „Mér hefur ekki líkað alls kostar þróun nemenda," sagði hann. „Á misjöfnu þrífast börnin bezt og versta uppeldið er eilíft dekur. Mér hefur þó fundizt þess gæta of mikið í menntamálum. Of strangur agi getur verið til mikill- ar bölvunar en meðalhófið er bezt.“ Jón sagðist ekki geta hugsað sér skemmtilegri vinnustað en Menntaskólann. „Skemmtilegasti bekkurinn, að öðrum ólöstuðum, er kennarastofan," sagði hann. Hjúkmnarfræðingar og ljósmæður á Ríkisspítölimum fá greidd febrúarlaun Bjóða leiðréttuigu til sam- ræmis við Borgarspítala LÍTH) þokaðist í samkomulagsátt í deilu hjúkrunarfræð- inga og ljósmæðra við yfirstjórn Ríkisspítala í gær en sljórn- endur spítalans lögðu fram hugmyndir um að laun þessara starfsstétta yrðu hækkuð til samræmis við laun sem greidd eru á Borgarspítalanum, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Er gert ráð fyrir að aukinn kostnaður sem af þessu hlytist yrði fjármagnaður með því að draga talsvert úr þjónustu á spítalanum. Höfðu hjúkrunarfræðingar og ljósmæður ekki gengið að þessu í gærkvöldi. Ákveðið hefur verið að greiða hjúkrunarfræðingum og ljósmæðr- um út laun á mánudag að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítala, þar sem litið sé svo á að uppsagnarfresturinn hafi verið framlengdur og eigi starfsmenn því rétt á launum en þeim beri jafnframt skylda til að mæta í vinnu. Þorgerður Ragnarsdóttir hjúkrun- arfræðingur sagði í gær að á meðan viðræður væru í gangi væru hjúkr- unarfræðingar vongóðir. Yfirlýsing heilbrigðisráðherra um að hann hafí fullan rétt til að framlengja upp- sagnarfrest þessara starfsstétta, samkvæmt áliti lögfræðinga tveggja ráðuneyta og Ríkisspítala, breytir þó í engu afstöðu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, að sögn Þorgerðar. Neyðarþjónusta undirbúin um lielgina í gær voru haldnir nokkrir fundir í deilunni og búist er við nær stöðug- um fundahöldum yfir helgina ef samkomulag næst ekki. Viðbúnaður vegna yfirvofandi starfsloka hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra á mánu- dag er í fullum gangi og ef í ljós kemur um helgina að engar líkur séu á samkomulagi verður byijað að færa saman deildir og flytja til Kæra lögð fyrir Jafnréttisráð Meinuð aðild að kvenfé- laginu ÓLAFUR B. Schram, íbúi á Álftanesi, hefur kært til Jafn- réttisráðs að honum er meinuð aðild að kvenfélaginu á Álfta- nesi. Ragnheiður Harðardótt- ir, upplýsinga- og fræðslufull- trúi Jafnréttisráðs, staðfestir að ráðinu hafi borist þessi kæra. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður kærir það að vera meinuð aðild að kvenfélagi. Olafur sótti skriflega um inngöngu í kvenfélagið á Álftanesi, en sam- kvæmt lögum þess geta kvenmenn einir gerst félagar. Umsókn Ólafs var lesin i heyranda hljóði á fundi kvenfélagsins, og fékk misjafnar undirtektir, að sögn Ólafs. Áhrifalaus „Þetta er félag sem starfar hér að mannúðarmálum af miklu harð- fylgi og ég hef viljað leggja því lið eins og kostur hefur verið, meðal annars tekið að mér veislustjóm og fleira þess háttar. Það er alltaf verið að afla fjár og koma góðu til leiðar, en ég hef ekki getað haft nein áhrif á störf félagsins," sagði Ólafur. í kæru Ólafs til Jafnréttisráðs seg- ir m.a. að þar sem hann sé ekki fé- lagi í kvenfélaginu og eigi ekki kost á að fylgjast með störfum þess, en verði þó sífellt var við umsvif þess og áhrif, geti hann ekki lagt fram tillögu til lagabreytinga sem heimili karlmönnum að starfa innan þess. „Þær hömlur sem félagið hefur sett mér, af þeirri einu ástæðu að ég er ekki kvenmaður, eru óviðunandi og leita ég nú á náðir Jafnréttisráðs ef það gæti orðið sá aðili sem leitaði réttar míns og leiðrétti það misrétti sem ég er beittur." sjúklinga síðdegis á sunnudag. Bráðamóttaka Landspítalans verður miðstöð þjónustunnar og opin allan sólarhringinn og svo verða sjúkling- ar færðir út á aðrar deildir eftir því sem aðstæður, mannskapur og bún- aður leyfir, að sögn Davíðs Á. Gunn- arssonar, forstjóra Ríkisspítalanna. Vilborg Ingólfsdóttir, formaður Hjúkrunarfélags Islands, sagði að hjúkrunarfræðingar bæru ábyrgð á hjúkrunarstörfum og enginn mætti ganga í þeirra störf. „Hjúkrunar- fræðingar heyra ekki undir aðrar stéttir. Læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður eru fagstéttir sem bera ábyrgð á sínum störfum, og engin önnur starfstétt getur gengið inn í þeirra störf,“ sagði Vilborg. Fisksölumál Einn rísi eða margir dvergar. Fréttaskýríng af innlendum vett- vangi 24 Akureyri Ný framkvæmdaáætlun Akur- eyrarbæjar gerir ráð fyrir nýrrí Strandgötu og bílastæði ímiðbæ 28 Handknattleikur Framkvæmdastjóra HSÍ var sagt upp á stjómarfundi en ekki einhug- ur um þá ákvörðun 46 Leiöari Sóknarfæri í fiskeldi 24 Lesbók ► Þáttur af Sigurði Gottsvins- syni Kambránsmanni - Skipulag Reykjavíkur: Vanahugsunin ræður ferðinni - Ásgeir Hannes á valútubarnum i Vilnu. Menning/Listir ► Innan fjögurra veggja - Áður en björninn er unninn - Walter Scott - Mér finnst svo gaman - Andstæður skipta máli. Bíldudalur Blótí frestað vegna flensu Bíldudal. FRESTA varð þorrablóti Bílddælinga, sem átti að vera 30. janúar, til 13. febrúar nk., vegna inflúensu sem gengið hefur í kauptúninu undanfarnar vikur. Veikindi á vinnustöðum hafa verið algeng vegna flensunnar og sumt fólk hefur þurft að liggja svo dögum skiptir með hita og önnur flensueinkenni. Þá varð að aflýsa skólahaldi grunnskólans í tvo daga R. Schmidt. Engar skuldbinding- ar um fjárfestingu - segir Mohammed Khalifeh í Jórdaníu MOHAMMED Khalifeh, palestinskur efnaverksmiðjueigandi í Jórdaníu, segir að ekki hafi verið gerðar neinar skuldbind- ingar um að hann fjárfesti I efnaiðnaði hér á landi. Þá sé Áburðarverksmiðjan í Gufunesi aðeins einn margra mögu- leika, sem hann sé að kanna. „Ég ræddi við Halldór Blöndal ráðherra um fjölmarga möguleika í efnaiðnaði á íslandi. Eg hef fyrst og fremst áhuga á framleiðslu hráefnis fyrir þvottaefnaframleiðslu. Ráð- herrann nefndi Áburðarverksmiðj- una, sem ekki gengi vel, og hvort ég vildi skoða hana. Ég sagðist ekki vera í þeirri atvinnugrein, en ég væri tilbúinn að líta á málið,“ sagði Khalifeh í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að fleiri möguleikar hefðu verið ræddir, til dæmis fram- leiðsla á dýrafóðri úr fiskslógi. „Það voru engar skuldbindingar, á hvorug- an veginn. Ég vil kynna mér málin áður en ég skuldbind mig á nokkum hátt,“ sagði Khalifeh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.