Morgunblaðið - 30.01.1993, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
Myndlistarskóli
Hafnarfjarðar
Myndlistarskóli Hafnarfjarðar.
Itflyndlist
Bragi Ásgeirsson
Laugardaginn 16. janúar var
Myndlistarskóli Hafnarfjarðar
vígður við hátíðlega athöfn, en
hann hóf starfsemi sína á sl. hausti.
Menn hafa þannig verið að þreifa
fyrir sér um starfsemi hans frá
haustnóttum, en miðað við aðsókn
að skólanum skal engu kviðið um
framtíðina. Mikilvægt er að hann
er sjálfseignarstofnun og styrktur
af Hafnarfjarðarbæ, en svo var
einnig með Handíða- og myndlist-
arskólann fyrsta aldarfjórðunginn,
en hann var sem kunnugt er stofn-
aður af skólafrömuðinum Lúðvík
Guðmundssyni, en naut m.a. húsa-
leigustyrks frá Reylqavíkurborg.
Rekstrarform skólans í framtíð-
inni er tilefni þessa pistils, því það
hefur þýðingu til úrslita, að hann
sé sjálfstæður og rekinn af víð-
sýni, en sé ekki háður ákvörðunum
einhverra aðila í kerfínu, sem aldr-
ei hafa nálægt listum komið. Jafn
mikilvægt er að hann komist ekki
undir hendur kenningasmiða og
forsjárhyggjufólks, en verði öðru
fremur hlutlæg miðlunarstofnun
og rannsóknavettvangur um sjón-
rænar menntir.
Þá er einnig mikilvægt, að menn
séu sér meðvitaðir um hvar þeir
eru staðsettir á hnettinum og dragi
lærdóm af því, en séu ekki stöðugt
að leita langt yfír skammt, sem
því miður er mjög áberandi í ís-
lensku þjóðfélagi. Það má minnast
þess, að norræn menning er ein-
stök, og miðað við að samtals búa
aðeins 25 milljónir á öllum Norður-
löndunum fmnst varla það svæði í
heiminum þar sem menn komast
með tærnar þar sem norrænir hafa
hælana í menningarlegu tilliti.
Þetta er mönnum ljóst víða í heim-
inum, en þó undarlegt megi virðast
minnst á Norðurlöndunum sjálfum,
þar sem annaðhvort minnimáttar-
kennd eða oflæti ráða ríkjum, en
þessir tveir þættir í manneðlinu eru
sagðir náskyldir í kjama sínum.
Og þótt Norðurlöndin hafi átt
og eigi heimsfræga menn á flestum
sviðum lista, sætir nokkurri furðu
hve þeim er ósýnt um að halda
þeim fram innbyrðis, þ.e. kynna
þá í hinum bræðralöndunum. Þann-
ig þekkja ungir myndlistarmenn í
listaskólum nær ekkert til mynd-
listar fyrir utan þeirra eigin landa-
mæri nema það sem þeir era mat-
aðir á í skóla, en skólarnir taka
jrfirleitt ekki fyrir norræna mynd-
list sem mörgum fræðingum þykir
hreint frat, en hreinlega drekkja
nemendum sínum í fróðleik um
myndlist stórþjóðanna, er hin síð-
ari ár hefur í vaxandi mæli sótt
lífsmögn sín í fjármagn steinríkra
listakaupmanna, sem fyrst og
fremst hugsa um að hagnast á
þeim hræringum er þeir sjálfir
blása lífi í. Þannig má jafnvel halda
því fram, að ekkert menningar-
svæði hafi farið jafn illa með sína
eigin myndlistarmenn.
Menn vora ekkert betri hér áður
fyrr, en skynjuðu þó mikilvægi
þess að afla sér þekkingar á eigin
spýtur, og þó sú þekking beindist
eðlilega öðra fremur að meisturam
stórþjóðanna vora þeir yfírleitt bet-
ur upplýstir um listina í næsta
nágrenni en ungir í dag. Það sem
hamlaði meiri þekkingu var fyrst
og fremst sáralítið upplýsinga-
streymi og enn í dag er bókin
„Norræn myndlist", sem gefin var
út fýrir 40 áram, skilvirkasta og
hlutlægasta heimildin um það
'tímabil sem hún nær yfír. Jafn-
framt hefur engin samnogræn út-
gáfustarfsemi seinni tíma komist
með tæmar þar sem hún er með
hælana að mínu mati.
Og hvað kemur svo þetta Mynd-
listarskóla Hafnarijarðar við? spyr
nú einhver.
Því er til að svara, að hið mikil-
vægasta fyrir hvem listaskóla er
að grannurinn sé réttlegur fundinn.
Eins og hið mikilvægasta fyrir vöxt
og viðgang hvers stofns er að rót-
festa hann í safaríkri gróðurmold.
Það sem máli skiptir er sem sagt,
að vekja áhuga nemenda fyrir hlut-
unum í kringum sig og ekki síður
úti í heimi, en ekki annað tveggja,
því að hvorki á að stefna að út-
nesjamennsku né línudansi er-
lendra viðhorfa. Þetta atriði, að
vekja upp forvitni, er veigurinn í
allri listakennslu, því að listnám
hefur þá sérstöðu, að vera í raun
90% nemandinn sjálfur, en einung-
is 10% skólinn, jafnvel þótt margur
rembist eins og rjúpa við staur við
að hafa endaskipti á þeim stað-
reyndum.
En hér hafa menn einfaldlega
söguna til vitnis.
Það er merkilegt hve Hafnar-
fjörður hefur tekið miklum stakka-
skiptum hin síðari ár með tilkomu
Hafnarborgar, Myndlistarmið-
stöðvarinnar að Straumi og nú síð-
ast Myndlistarskólanum, að maður
nefni ekki Listahátíðina.
Allt þetta stuðlar að meira lífi í
bænum og líf skapar hagsæld svo
sem þeir vita úti í heimi. Kostnað-
urinn við slíkar framkvæmdir er
mikill, en menn eiga alls ekki að
einblína á þær tölur, heldur frekar
beina reiknistokknum að hagnaðin-
um. Óbeini hagnaðurinn vill oftar
en ekki verða margfaldur og kemur
aftur í opinbera sjóði eftir ýmsum
leiðum.
Það er uppörvandi að vita, að
framkvæðið að þessu öllu kemur
frá áhugasömum einstaklingum,
en nýtur vaxandi skilnings bæjar-
yfirvalda um stuðning. Má minnast
þess að Hafnarborg er reist fyrir
frumkvæði Sverris Magnússonar
lyfsala og væri ekki til ef ekki
kæmu til höfðinglegar gjafir hans
til bæjarfélagsins, og að uppbygg-
ingin að Straumi er að stóram hluta
verk Sverris Ólafssonar myndlist-
armanns, sem átti einnig hug-
myndina að Myndlistarskólanum
og Listahátíðinni, sem byijaði svo
glæsilega fyrir tveimur áram.
Margir aðrir hafa auðvitað lagt
hönd á plóginn og ekki má gleyma
velvild og skilningi Guðmundar
Áma Stefánssonar bæjarstjóra.
Skólastjóri Myndlistarskólans er
Öm Óskarsson, sem er lærður
hljómsveitarstjóri og með blossandi
áhuga á viðgangi lista, enda situr
hann í undirbúningsnefnd Listahá-
tíðarinnar í sumar ásamt Sverri,
en hún verður öðra fremur tileink-
uð tónlistinni að þessu sinni.
Pistill þessi er öðru fremur sett-
ur saman til að vekja athygli á
stórhuga menningarlegum fram-
kvæmdum í bæjarfélagi í næsta
nágrenni höfuðborgarinnar. Von-
andi smitar framkvæmdagleðin út
frá sér ög ég veit að á ísafírði er
væntanleg menningarmiðstöð í
svonefndu Edinborgarhúsi, og í
framhaldi af því er draumur manna
að starfrækja einnig listaskóla.
Akureyringar hafa sinn myndlist-
arskóla, en næst er röðin væntan-
lega komin að Austur- og Suður-
landi, því það er mikilvægt að
dreifa um landið þekkingu á þeim
mikilvæga þætti nútímamenningar
er að sjónlistum lýtur.
Við eram fámenn þjóð í stóru
landi, og það er mikilvægt að miðla
upplýsingum um þá mikilsverðu
þætti mannlífsins sem víðast, og
einnig er þýðingarmikið, að skól-
amir verði opnar og sjálfstæðar
stofnanir, en lúti ekki neinum
mörkuðum forsjárstaðli né verði
fjarstýrt frá höfuðborgarsvæðinu.
Málið er, að því fjölbreyttari sem
lífsflóran er, því ríkari verður lífs-
fyllingin. Ástæða er til að sam-
gleðjast Hafnarfjarðarbæ með vax-
andi mannlíf innan bæjarmark-
anna, og nú er aftur gaman að
koma þangað eins og í gamla daga.
Þá sýndi Bæjarbíó bestu kvikmynd-
ir er til landsins bárust og troð-
fyllti salina kvöld eftir kvöld, ásamt
því að tónlistarlíf stóð með miklum
blóma og enginn tónsnillingur er
til landsins kom lét hjá líða að troða
þar einnig upp.
\
1
<
i
M
i
i
í
7.870 ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ
• ♦
♦ ♦
Til afgreiðslu strax • Opið virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00 • Honda • Vatnagc