Morgunblaðið - 30.01.1993, Síða 14
14
MGRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
Fyrirhugað ferlíki í
miðbæ Hafnarfjarðar
Afsprengi rammrar óskyggju og pólitískrar erfðasyndar?
eftir Einar Má
Guðmundsson
Greinarefnið er fyrirhuguð
bygging stórhýsis í hjarta Hafnar-
fjarðarbæjar. Gríðarstórs ferlíkis
sem mun drottna í miðjum bænum
og gjörbreyta öllu svipmóti hans,
ef af verður.
Þar er ekki aðeins um að ræða
9000 fermetra bákn á tveim versl-
unarhæðum, sem jafngilda nær
Qórum íbúðarhæðum (viðmiðun:
2,70 metrar hæðin), heldur eiga
að rísa upp úr því bákni tvö há-
hýsi. Annað þeirra (17,5 x 20
metrar) mun verða svipað um sig
og það hús sem hýsir Landsbank-
ann og rúmlega hálft Ólivers
Steins húsið til samans. Þessi hús
við Strandgötu eru þijár hæðir og
tyyárval
af drögtum
Opib ó laugardögum
. frókl. 12—16.
s
ef við bætum þrem hæðum við þau
skellum öllu saman ofan á tíu
metra hátt verslunarbáknið höfum
við nokkuð glögga mynd af því sem
er fyrirhugað.
Hitt háhýsið, sem fyrirhugað er
að reisa til mótvægis við það fyrr-
nefnda eins og ég hef heyrt hlutað-
eigandi kalla það, er áætlað tveim
hæðum lægra og lítið minna um
sig.
Það ætti því að vera öllum ljóst
að þessu fyrirhugaða ferlíki er
ætlað að drottna á jörðu jafnt sem
himni.
Nú lít ég þannig á, að þegar við
setjum eitthvað í öndvegi, ætlum
einhveiju það hlutskipti að vera
öðru fremra og æðra sé það vegna
þess að það beri af öðru vegna
eiginleika sinna. Hvort sem það
er vegna frumleika, fegurðar eða
annarra þeirra gæða sem tjá sér-
stöðu þess og við metum svo mik-
ils. í byggingarsögunni hefur sú
afstaða t.d. legið til grundvallar
mörgum kirkjubyggingum hér-
lendis jafnt sem erlendis. En þar
sem mér hefur ekki tekist eftir
gaumgæfilega athugun að sjá neitt
við fyrirhugað ferlíki sem gerir það
öðru fremra, Sparisjóðurinn með-
talinn, í miðbæ Hafnarfjarðar, ekk-
ert sem réttlætir að það eigi slíkt
drottnunarhlutskipti skilið er ég
af tilfinningalegum og siðferðisleg-
um ástæðum andsnúinn því að það
rísi í núverandi mynd. En þar kem-
ur fleira til.
í ljósi hafnfirskar menningar
og skipulagsstefnu
Aftur á móti get ég ekki horft
framhjá þeirri staðreynd að bæjar-
yfirvöld ætla því slíkt drottnunar-
hlutskipti. En þar sem ég efast
ekki um að hlutaðeigandi þyki jafn
vænt um bæinn sinn og' mér hefur
mér reynst erfitt að skilja og sam-
þykkja þau sjónarmið sem liggja
til grundvallar fyrirhugaðri fram-
kvæmd. Og ekki síst í ljósi þeirrar
vakningar um menningarleg verð-
mæti og lífsgæði sem birtast í
miðbæjarskipulaginu frá 1982. Að
viðbættri þeirri áherslu sem bæjar-
yfirvöld hafa lagt á framgang lista
og menningar í bænum á síðast-
liðnum árum. Hef ég litið svo á
að hið síðamefnda hafi að ein-
hveiju leyti verið afleiðing þess
fyrmefnda og að lista og menning-
armiðstöðin Hafnarborg sé
gleggsta dæmið, en sá metnaður
sem hefur verið lagður í hönnun
safnaðarheimilis og tónlistarskóla
það nýjasta. í ljósi þessarar já-
kvæðu þróunar birtist svo þetta
ferlíki eins og skrattinn úr sauða-
leggnum, algjörlega á skjön við öll
þau menningarlegu og fagurfræði-
legu gildi sem allavega virtust ráða
ferðinni. Áttum við von á að þetta
gæti gerst? Getur ekki verið að
það skýri að einhveiju leyti af
hveiju við áttum okkur svo seint
á hönnunarferlinu hvað sé raun-
verulega í vændum. Seint og seint,
ég kem nánar að því síðar. Þegar
búið er að skapa jákvæða og
traustvekjandi ímynd, sem þar að
auki er áþreifanlegur vemleiki, þá
á maður einfaldlega ekki von á
slíku bakslagi.
En þetta skýrir einnig af hveiju
ég og fleiri höfum haft svo ríka
þörf fyrir að kynna okkur þá af-
stöðu og þær skoðanir sem liggja
ferlíkinu til grundvallar. Þær rök-
semdir sem réttlæta þessi um-
skipti og afturhvarf til fortíðar í
hafnfirskri umhverfis-, byggðar-
og menningarpólitík.
Eftir að hafa fundað með þeim
sem hlut eiga að máli, þ.e. meiri-
hluta og minnihluta bæjarstjórnar
auk lóðarhafa get ég ekki betur
séð en eftirfarandi atriði vegi
þungt varðandi fyrirhugaða fram-
kvæmd.
f fyrsta lagi: römm ósk-
hyggja.
Ferlíkið er afsprengi rammrar
óskhyggju og kosningaloforða,
sem virðast vera orðin eins konar
erfðasynd á meðal bæjarfulltrúa,
um að „búa til líf“ í miðbæ Hafnar-
fjarðar eins og viðkomandi orða
það gjaman. Hefur þetta verið
kosningafrasi margra frambjóð-
enda til bæjarstjómar árum sam-
an. Og þar sem óskhyggjan er nú
jafn römm og raun ber vitni krefst
hún framkvæmda ekki síðar en
núna (eins konar dómsdagur). En
því miður er fórnað á altari hennar
flestum þeim fagurfræðilegu og
einnig hagrænu sjónarmiðum, sem
að öllu jöfnu hljóta að liggja til
grundvallar slíkri framkvæmd. Og
þá er lítið eftir annað en bara „eitt-
hvað“ og ekkert smáræðis „eitt-
hvað“.
í öðru lagi: hvaða miðbær?
Ferlíkið er einnig afsprengi
þeirrar skilgreiningar, að landið
sem það á að rísa á sé „nýtt land“
þar sem um uppfyllingu er að
ræða, reyndar úr gömlu gijóti. Og
vegna þess að viðkomandi skil-
Einar Már Guðmundsson
„í ljósi þessarar já-
kvæðu þróunar birtist
svo þetta ferlíki eins og
skrattinn úr sauða-
leggnum, algjörlega á
skjön við öll þau menn-
ingarlegu og fagur-
fræðilegu gildi sem
allavega virtust ráða
ferðinni.“
greina landið sem nýtt er í huga
þeirra um að ræða „nýjan miðbæ“,
sem er nær algjörlega óháður og
úr tengslum við þann gamla, þ.e.
sjálfan miðbæinn, og því ástæðu-
laust að taka tillit til hans og mið
af honum í útfærslunni.
Samkvæmt þessari röksemda-
færslu voru það jafnvel mistök,
þegar byggt var við elsta hluta
Hafnarborgar á uppfýllingu að
L
GLOBUS
BILAR
ÞU HEFUR
AÐEINS 2 DAGA
TIL AÐ GERA FRABÆR BILAKAUP
oe EIGA MOGULEIKA A ÆVINTYRALEGRI OBYGGÐAFERÐ
Það eru aóeins tveir dagar eftir af stórkostlegu bílatilboói Globus i Bilahöllinni. Seldir veróa vandabir,
notabir bílar á hreint frábæru ver&i og vegna ótrúlega gó&ra vi&takna höfum við bætt við fleiri bílum
þannig að úrvalið er meiriháttar. Dregið verður úr nöfnum allra þeirra sem nýta sér þetta tækifæri og
fimm heppnir kaupendur fá tveggja daga ævintýralega ferð fyrir tvo upp á Hveravelli með Hafþóri
„Hveravallaskrepp" á Ford snjótrölli.
SYNISHORN
Saab 900i,
markaSsver& 660.000 tilbo&sverö 590.000
Toyota Camry, . ;BhBI
markaðsverb 580.000 tilboðsverð 490.000
Mazda 626,
markaðsver& 780.000 tilboðsverð 690.000
Honda Civic Shuttle 4x4,
markaðsverð 580.000 filboðsverð 430.000
Citroen AX 11 TRE,
rnarkaðsverð 390.000 tilboðsverð 340.000
Mitsubishi Colt,
markaðsverð 340.000 tilboðsverð 280.000
Saab
markaðsverð 580.000 tilboðsverð 420.000
Ú R SÖLUSK
árg. '86, grænn, ekinn 114 þús. km.
árg. '86, brúnn, • ekinn }10þús. km.
árg. '88, Ijósblár, ekínn 102 þús. km.
órg. '87, blár, ekinn 99 þús. km.
árg. '88, grár,
árg. '86, hvítur,
árg. '85, blár,
ekinn 43 þús. km.
ekinn 82 þús. km.
ekinn 89 þús. km.
OPIÐ
laugardag kl. 10.30 - 17.00
sunnudag kl. 13.00 - 16.00
SIMI: 674949
KOMDU í BÍLAHÖLLINA, BÍLDSHÖFÐA 5 OG SKOÐAÐU ÓTÚLEGT ÚRVAL AF NOTUÐUM EN GÓÐUM BÍLUM í EIGU GLOBUS
CK
N O T A Ð I R