Morgunblaðið - 30.01.1993, Page 15
taka mið af gamla húsinu og ann-
arri byggð í miðbænum. En það
var gert og ég álít að það hafi
verið nokkuð vel gert.
Ég hafna þessari skilgreiningu
og þar með þeirri forsendu sem
þeir gefa sér og á að réttlæta öll
þau brot á hlutföllum, stærðar- og
hæðarskölum sem birtast í fyrir-
huguðu ferlíki.
Með uppfyllingunni hefur lands-
lagi og svipmóti bæjarins vissulega
verið breytt en þar er um að ræða
stækkun og útvíkkun þess lands
sem fyrir er og í beinu framhaldi
af því, en ekki nýja eyju út í ballar-
hafi.
Því álít ég það sjálfsagða kröfu
að bygging á þessum viðkvæma
stað sé í samræmi við þá byggð
sem fyrir er í miðbænum er varðar
hlutföll, stærðir, hæðarpunkta og
form í umhverfínu öllu að meðtöldu
landslaginu.
í þriðja lagi: lóðargjöld og
fórnarkostnaður
Heildarkostnaður bæjarins
vegna uppfyllinga og lóðarkaupa
í miðbænum (m.a. Thorsplanið
keypt fyrir 40 milljónir og telst
varla nýtt land) er á annað hund-
rað milljónir. Nákvæmari tölu hef-
ur mér ekki tekist að fá uppgefna.
Lóðarhöfum er ætlað að greiða
um 9000 kr. fyrir fermetrann á
umræddum stað eða um 80 milljón-
ir fyrir 9000 fermetra. Er það um
helmingi hærra verð en þarf að
greiða í lóðargjöld fyrir sambæri-
legt atvinnuhúsnæði annars staðar
í bænum, þ.e. um 4000 kr. fermetr-
inn.
í fyrra tilvikinu eru innreiknuð
gatnagerðargjöld, upptökugjöld og
bílastæðagjöld en í því síðara er
aðeins um að ræða gatnagerðar-
gjöld.
Það má því segja að há lóðar-
gjöld í miðbænum, sem þó eru tal-
in undir raunvirði, þegar mið er
tekið af útlögðum kostnaði bæjar-
ins vegna landvinninga í miðbæn-
um sem heild, þröngvi lóðarhöfum
til að nýta lóðina til hins ýtrasta
og byggja sem stærst til að geta
selt verslunar-, þjónustu- og hótel-
rými á samkeppnishæfu verði. Og
það á tímum þar sem um offjár-
festingu og offramboð er að ræða
á sambærilegu húsnæði.
í þessu sambandi vil ég minna
á það sem hefur gerst í nágranna-
löndunum á liðnum árum t.d. í
Danmörku þar sem verð á slíku
húsnæði féll um allt að 50% á
nokkrum mánuðum.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
15
Spurningin er hvort ekki sé
skynsamlegt og jafnvel nauðsyn-
legt fyrir bæinn að taka á sig
ákveðinn fórnarkostnað, sem nem-
ur t.d. þeim helmings mun sem er
á lóðargjöldum í miðbænum fyrir
atvinnuhúsnæði og annars staðar
í bænum. En auðvitað einungis ef
það gæti orðið til þess að á um-
ræddri lóð yrði byggt hús sem félli
sem best að umhverfí sínu og yrði
ekki hærra en þau hús sem fyrir
eru í miðbænum.
í þessu sambandi vil ég leggja
áherslu á að það er ekki of seint
að snúa við. Útlagður kostnaður
lóðarhafa núna hef ég fengið upp-
lýst hjá þeim að sé um tuttugu
milljónir í hönnun auk skuldabréfa
til bæjarins upp á 21 milljón í gat-
nagerðargjöld og þar af eru 5 millj-
ónir greiddar. Útlagður kostnaður
lóðarhafa er því um 25 milljónir í
heildarkostnaði upp á annan millj-
arð.
Auk þess hafa þeir ekki enn
selt eða gert samninga um kaup
einstaklinga eða fyrirtækja í rými
í fyrirhugaðri byggingu.
Það er því fjarstæða að það sé
of seint að staldra við og skoða
þetta mál frá grunni þannig að
þama geti risið bygging sem mun
prýða bæinn til frambúðar og allir
bæjarbúar geti verið stoltir af.
I fjórða lagi: úthlutunarskil-
málar og ofvöxtur
í úthlutunarskilmálunum er
krafa frá hendi bæjaryfirvalda um
að á umræddri lóð rísi verslunar-,
þjónustu- og hótelrými. Lóðarhafar
þurfa því að uppfylla þessi skilyrði
og þegar þeir ráða fermetra arki-
tekt til að hanna húsið vega þessir
þættir þungt, sem og í heildar fjár-
hagsdæminu, og ráða einhveiju um
þann ofvöxt sem hefur hlaupið í
ferlíkið á hönnunarferlinu, ekki
síst upp á við.
Áskorun til bæjaryfirvalda
og lóðarhafa
Að lokum skora á ég bæjaryfir-
völd og lóðarhafa að staldra við,
nýta það svigrúm sem enn er fyrir
hendi til að endurskoða málið í
heild sinni. Það er alls ekki of seint
eins og flestir hljóta að gera sér
grein fyrir, sem meta og skoða
málið í heild sinni og einstaka
þætti þess. Ég álít að sú ósk-
hyggja sem m.a. liggur þessari
framkvæmd til grundvallar þ.e. lif-
andi og gefandi miðbær i menning-
arlegu jafnt sem hagrænu tilliti
eigi fullan rétt á sér, en þar er um
að ræða vandasamt verk sem
krefst ýtrustu varkárni og yfirveg-
unar. Margþættra hagsmuna þarf
að gæta, hagrænna jafnt sem fag-
urfræðilegra og menningarlegra
hagsmuna og þá þarf að hafa að
leiðarljósi að bygging á umræddum
stað falli sem best að umhverfí
sínu og verði ekki hærri en þau
hús sem fyrir eru í miðbænum.
Það er framtíð miðbæjarins sem
er í húfí og ég álít að vænlegasti
kosturinn sé að fram fari sam-
keppni um hönnun byggingar á
umræddri lóð á meðal íslénskra
arkitekta, þar sem áðurnefnd skil-
yrði um hæð og samræmi auk
hinna ýmsu hagrænu þátta eru
höfð að leiðarljósi. Eitt ár til eða
frá og nokkrir tugir milljóna mega
ekki skipta sköpum þegar um jafn
veigamikla framkvæmd er að ræða
og á jafn viðkvæmum stað.
Áskorun og söfnun
undirskrifta
Endurreisnarfundur Byggðar-
verndar var haldinn í Gúttó þriðju-
daginn 19. janúar. Byggðarvemd
eru þverpólitísk samtök sem störf-
uðu á árunum 1978-1982 og hafa
það að meginmarkmiði að standa
vörð um umhverfisverðmæti í
Hafnarfirði. Af sögulegum ástæð-
um var fundurinn haldinn í Gúttó,
þar sem stofnfundur samtakanna
1978 var haldinn þar sem og aðrir
fundir á áðurnefndu starfstímabili
samtakanna. Á fundihum voru eft-
irtaldir kosnir í stjórn auk greinar-
höfundar, Kristján Bersi Olafsson
skólameistari, Benedikt E. Guð-
bjartsson lögfræðingur, Sigurður
Einarsson arkitekt og Sigríður
Friðriksdóttir framhaldsskóla-
kennari.
Á fundinum 19. janúar var sam-
þykkt ályktun þar sem m.a. er
skorað á bæjaryfirvöld að „beita
sér fyrir því að fyrirhuguð stór-
bygging við Fjarðargötu falli sem
best að umhverfi sínu og verði
ekki hærri en þau hús sem fyrir
eru á miðbæjarsvæðinu."
Einnig var samþykkt að safna
undirskriftum meðal bæjarbúa og
þar með stuðningi við áðurnefnda
ályktun.
Þeir sem eru tilbúnir að veita
samtökunum lið og taka þátt í
undirskriftasöfnuninni eru vinsam-
legast beðnir að hafa samband við
greinarhöfund eða aðra stjórnar-
meðlimi Buggðarverndar.
Höfundur er myndlistarmaður og
situr í stjórn Byggðarverndar.
Þú græðir á að vera
í Stúdentaráði
eftir Bjarna Þórð
Bjarnason
Vaka boðar stúdentum fijálst val
milli þess að vera eða vera ekki
aðilar að Stúdentaráði Háskóla ís-
lands (SHÍ). Þau rök sem oftast eru
tínd til gegn frjálsri aðild eru þau
að enginn muni ganga í félagið og
það muni því lamast, samtakamátt-
ur þess verður enginn og þetta
megi alls ekki gerast nú þegar veg-
ið er að námsmönnum og menntun
í landinu úr öllum áttum.
SHÍ illa kynnt í dag
Slíkur ótti er skiljanlegur hjá
þeim sem vita upp á sig sökina að
hafa lítið sem ekkert gert til að
kynna starfsemi félagsins fyrir fé-
lagsmönnum. í skoðanakönnun sem
gerð var í skólanum í fyrra kom í
ljós að einungis 4% nemenda taldi
SHÍ hafa kynnt starfsemi sína vel.
Þegar þessu hefur verið kippt í lið-
inn þarf enginn að óttast að stúd-
entar muni ekki standa saman um
að byggja upp öflugt, frjálst Stúd-
entaráð vegna þess að ...
Þú græðir á að vera með
... í SHÍ færðu afsláttarskírteini
í verslanir, lægra bókaverð í bók-
sölu, lægra vöruverð á kaffistof-
unni, aðgang að Stúdentagörðum,
viðtalstíma hjá Lánasjóðsfulltrúa
stúdenta, forgang að atvinnumiðl-
un, hlutastarfamiðlun, húsnæðis-
miðlun, símaskrá stúdenta, Stúd-
entablaðið, þjónustu Réttindaskrif-
stofu stúdenta og svo framvegis og
svo framvegis. Það er augljós hagur
allra stúdenta að vera aðilar að
Bjarni Þórður Bjamason
„Það er augljós hagur
allra stúdenta að vera
aðilar að SHÍ, en þeir
sem af einhverjum
ástæðum vilja það ekki
hafa fullan rétt á að
hafna aðild. Þann rétt
viljum við tryggja."
SHÍ, en þeir sem af einhveijum
ástæðum vilja ekki nýta sér það
hafa fullan rétt á að hafna aðild.
Þann rétt viljum við tryggja.
Höfundur er formaður Vöku.
Nuddskóli Rafms Qeirdals
NUDDNÁM
Kvöld- og helgarskóli hefst 1. febrúar.
Upplýsingar og skráning
ísímum 676612/686612
ÍSLANDSBANKA
Sparileiðir íslandsbanka fœra
þérgóða ávöxtun á bundnum
og óbundnum reikningum
Sparíleib 3 gafS, 3 % raunávöxtun
á árinu 7 992 sem var hœsta raunávöxtun meöal
óbundinna reikninga í bönkum og sparisjóöum.
ÍSLAN DSBAN Kl
- í takt vib nýja tíma!
Sparíleib 4 er bundinn reikningur sem gaf
6,3% raunávöxtun áriö 1992.
Ávaxtaöu sparifé þitt á árangursríkan hátt. íslandsbanki býöur
fjórar mismunandi Sparileiöir sem taka miö af þörfum hvers og eins.