Morgunblaðið - 30.01.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
17
Fer rauðsprettan
fyrir Hæstarétt?
Um dæmalausa málssókn vararíkissak-
sóknara á hendur skipstjóra Frigg YE-41
eftir Árna Johnsen
Sjaldan eru réttarhöld skemmti-
leg, en þó ber svo við og víst er það
broslegt hvemig rauðsprettutittur
hefur riðlað vararríkissaksóknara
með óskotheldum upplýsingum Haf-
rannsóknastofnunar svo allt stefnir
nú í að rauðsprettan verði að svara
til saka fyrir Hæstarétti íslands.
Málavextir voru þeir að varðskip
tók Vestmannaeyjabátinn Frigg að
meintum ólöglegum veiðum innan
lokaðs hólfs skammt vestan við
Homafjörð í svokölluðu Sláturhúsi
um miðjan janúar sl. Varðskipsmenn
höfðu mælt Frigg all nokkrum sinn-
um og töldu skipið vera á toghraða.
Þegar varðskipið kom að Frigg voru
öll veiðarfæri uppi og skipið á fullri
ferð utan Sláturhússins, en skipverj-
ar voru að bardúsa á dekkinu. Varð-
skipsmenn gerðu sína skýrslu sam-
kvæmt skyldu, höfðu siglingahraða
bátsins ekki á hreinu, en bentu á
að troll virtist nýkomið úr sjó og
toghlerar, sjófuglar hefðu fylgt
bátnum, og að ein rauðspretta hefði
spriklað á dekkinu. Það kom í ljós
fyrir héraðsdómstól Suðurlands í
Vestmannaeyjum að Frigg hafði
siglt á meiri hraða en svo að troll
hefði getað verið í sjó, að menn hefðu
verið að dudda við aðgerð og nálægð
sjófuglsins því eðlileg og að rauð-
sprettan hafði spriklað í votta viður-
vist. Skipstjórinn kvaðst hafa híft
trollið 70-80 mínútum áður en varð-
skipsmenn komu um borð og kvaðst
hafa verið utan lokaða hólfsins.
Þrengdust nú allar leiðir að rauð-
sprettunni og spriklinu í henni. Það
stefndi í að rauðsprettan yrði eina
haldreipi saksóknara á þeim forsend-
um að trollið hlyti að hafa komið
mun síðar úr sjó en skipstjórinn
sagði úr því að rauðsprettan var lif-
andi. Spurning dómsvaldsins snerist
þess vegna um' það hvort rauð-
spretta gæti lifað á þilfari lengur
en 70-80 mínútur.
Fyrst fór Friggin inn til Horna-
fjarðar, en síðan til Eyja og varðskip-
ið með. Málið var tekið fyrir og vitna-
leiðslur hófust og mælingar grand-
skoðaðar. Friggin reyndist hafa ver-
ið á 4,5 mílna hraða samkvæmt út-
reikningum lögreglu, sem var langt
fýrir ofan toghraða og var skipstjór-
inn sýknaður alfarið af ákæru vara-
ríkissaksóknara varðandi meintar
veiðar í Sláturhúsinu.
En rauðsprettan var ekki af baki
dottin og embættiskerfið er lífsseigt
og samt við sig. í vitnaleiðslum kom
m.a. fram hjá Óskari á Háeyri, skip-
stjóra og útgerðarmanni á Frá að
Árni Johnsen
„Það stefndi í að rauð-
sprettan yrði eina hald-
reipi saksóknara á þeim
forsendum að troilið hlyti
að hafa komið mun síðar
úr sjó en skipstjórinn
sagði úr því að rauð-
sprettan var lifandi.
Spurning dómsvaldsins
snerist þess vegna um það
hvort rauðspretta gæti
lifað á þilfari lengur en
70-80 mínútur.“
hann hefði oft séð rauðsprettu, kola
og aðrar flatfisktegundir sprikla á
þilfari og í stíum mörgum klukku-
stundum eftir að veiðarfæri voru
komin um borð. Sækjandi spurði þá
hvort rauðsprettan hefði örugglega
verið lifandi þegar hún hreyfði _sig.
„Hún spriklaði mikið,“ svaraði Ósk-
ar, „en ég spurði hana ekki að því
hvort hún væri lifandi." Allir sjó-
menn hafaþessa þekkingu. Eitt sinn
tók Guðni Ólafsson skipstjóri á Gjaf-
ari rauðsprettu með sér heim í mat-
inn. Hann vippaði henni á vaskahús-
gólfið hjá Gerði sinni um kl. 10 að
kvöldi, en rekja var á gólfinu. 12
klukkustundum síðar tók hann rauð-
sprettuna upp til að flaka hana og
þá tók hún til að sprikla einhver
skelfingar ósköp.
í baráttunni um líftíma rauð-
sprettunnar á þurru var leitað til
Jakobs Jakobssonar forstjóra Haf-
rannsóknastofnunar og í lögreglu-
skýrslu fyrir dómi var vitnað í Jak-
ob. Haft er eftir honum að mjög
ólíklegt sé að lífsmark hafi verið
með rauðsprettunni eftir að hún
hafi verið meira en klukkustund úr
sjó. Einnig gat Jakob þess að dauða-
teygjur gætu komið til greina, sér-
staklega ef rauðsprettan hefði orðið
fyrir áreitni, en einnig væru lífslíkur
meiri í raka. Haft er eftir Jakob í
lok skýrslunnar að hér sé um ágisk-
un að ræða og ekki byggt á tilraun-
um.
Jóhann Pétursson veijandi Magna
skipstjóra spurði varðskipsmanninn
hvort hann hefði áreitt rauðsprett-
una og játti hann því, kvaðst hafa
snert hana og annar varðskipsmaður
kvaðst einnig hafa séð rauðsprett-
una sprikla án þess að til áreitni
kæmi. Var það eins gott fyrir varð-
skipsmanninn. Ekki fór á milli mála
í réttarhöldunum að varðskipsmenn
komu mjög heiðarlega fram og full-
yrtu ekki þar sem vafaatriði voru.
Sýknan var klár, en það merkilega
skeði að vararíkissaksóknari ákvað
að áfrýja málinu til Hæstaréttar og
fór fram á að útgerð skipsins setti
1,5 millj. kr. tryggingu vegna afla,
veiðarfæra og málskostnaðar, án
þess þó að lög heimili að krefjast
tryggingar fyrir afla og veiðarfær-
um. Þessi trygging mun kosta
Vinnslustöðina, útgerðaraðila
Friggjar, um 200 þús. kr. hvað sem
öðru líður og er ótrúleg kerfisbeit-
ing, því vararíkissaksóknari virðist
hafa áfrýjað málinu til Hæstaréttar
áður en dómur lá fyrir í heiid sinni
og án þess að hafa farið yfir vitnale-
iðslur og dómsmeðferð sem var ekki
komin úr vinnslu þegar áfrýjað var.
Það er því ljóst að vararíkissaksókn-
ari hefði mátt skoða málið betur því
það verður erfitt verk að drepa rauð-
sprettuna fyrir Hæstarétti. Til þess
að kóróna nú allt gamanið tók Krist-
ján Egilsson forstöðumaður Nátt-
úrugripasafnsins í Vestmannaeyjum
sig til í tengslum við dómsmeðferð-
ina og tók rauðsprettu úr einu af
kerum lifandi fiskasafnsins og setti
hana á blautt gólfið hjá sér. Eftir
fjórar klukkustundir tók kristján
rauðsprettuna upp aftur og setti
hana í kerið sitt þar sem hún synti
áfram eins og ekkert hefði í skorist
og er enn við bestu heilsu eins og
þeir segja í Færeyjum. Það er vafa-
samt að vararíkissaksóknari vilji
kalla þessa rauðsprettu fyrir Hæsta-
rétt, en dýrkeyptur er þessi reynslu-
heimur á kostnað útgerðarinnar og
sjómannanna sem töfðust dögum
saman í landi.
Höfundur er nlþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn i Suðurlandi.
__________Brids___________
Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélag Akureyrar
Sveit Kristjáns Guðjónssonar er
í efsta sæti á Akureyrarmótinu í
sveitakeppni, hefir hlotið 173 stig.
Búið er að spila 8 umferðir og hef-
ir sveitin unnið 7 leiki og tapað ein-
um með minnsta mun.
Næstu sveitir:
Sigurbjöm Þorkelsson 162
Páll Pálsson 159
Gylfi Pálsson 152
Marinó Steinarsson 146
Mótið er langt frá því búið því
spiluð verður tvöföld umferð. Ellefu
sveitir taka þátt í mótinu.
Dynheimabrids
Sverrir Haraldsson - Reimar Sigurpálsson 46
SæmundurKnútsson-EinarPétursson 45
Ragnhildur Gunnarsdóttir - Gissur Jónason 42
Kvennabrids
Kolbrún Guðveigsdóttir - Ólína Siguijónsdóttir 95
Soffía Guðmundsdóttir - Júlíana Lárusdóttir 94
Jónína Pálsdóttir - Una Sveinsdóttir 94
Ósk Óskarsdóttir - Hólmfríður Eiríksdóttir 93
Friðbjörg Friðbjörnsd. - Ingigerður Einarsdóttir 92
Svæðamót Norðurlands eystra í
sveitakeppni.
Þijár sveitir unnu sér rétt til að
spila í undanúrslitum íslandsmótsins.
Óm Einarsson og með honum spiluðu:
Hörður Steinbergsson, Grettir Frí-
mannsson, Frímann Frímannsson,
Páll Pálsson og Þórarinn B. Jónsson.
Gylfi Pálsson og með honum spil-
uðu: Helgi Steinsson, Gísli Pálsson,
Árni Arnsteinsson, Gunnlaugur Guð-
mundsson og Magnús Aðalbjörnsson.
Sigurbjörn Þorgeirsson og með hon-
um spiluðu: Skúli Skúlason, Magnús
Magnússon, Reynir Helgason og Stef-
án Stefánsson.
Mótið var óvenju vel skipað. Sterkar
sveitir Kristjáns Guðjónssonar, Her-
manns Tómassonar og Guðlaugs
Bessasonar komust ekki áfram að
þessu sinni.
Víkingsbrids
Staðan eftir tvö kvöld í hraðsveita-
keppni:
Guðmundur Samúelsson 1.209
Kristinn Friðriksson 1.165
Ólafur Friðriksson 1.089
Eggert Guðmundsson 1.057
Næsta umferð verður þriðjudaginn
2. febrúar nk. kl. 19.30.
Bridsdeild Rangæinga
Staða efstu para að loknum 9 um-
ferðum í barómeter-tvímenningi:
BaldurGuðmundsson-JónHjaltason 67
Karl Nikulásson - Loftur Þ. Pétursson 46
Bragi Jónsson - Öm Bragason 42
Einar Pétursson - Helgi Skúlason 37
Traust merki...
tryggir gœði!
". " t * •
Aubvitað Bahlsen
þegar eitthvað stendur til!
Æíúi
Aiwftrifilcfl
SALTKEX EINS
ÖG ÞAÐ GERIST BEST
Hæfiléga stort, matulega stökkt,
passlega salt, einsfaklega gott...
Meb ostinum, salatinu og ídýfuríni.
- F.ða bará eitt sér...
<n'énmafk?
s*v ""a^e/oSr
1 og Orlyg
Síðumúla 1 1