Morgunblaðið - 30.01.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
^Brottnám telp^naiuia og forræðisdeilan
ERNA Eyjólfsdóttir, móðir Elísabetar Jeanne Pittman og Önnu
Nicolu Grayson, segir að sér hafi orðið það ljóst meðan á
málaferlunum í skilnaðarmáli hennar og James Brians Gray-
sons stóð að vegna þess að hún er útlendingur stæði hún mun
verr að vígi en ella gagnvart dómstólnum. Þrátt fyrir að sál-
fræðingur, sem þekkti hennar hagi, hefði borið vitni með henni
í málinu til að hrekja aðdróttanir sem á hana voru bomar,
hafi hún talið víst að á það yrði ekki hlustað heldur yrði tek-
ið mark á fáránlegum ásökunum eiginmanns hennar. „Það var
búið að bera út alls kyns viðbjóð um mig; fáránlegar lygar.
Ég er ekki fullkomin manneskja og hef gert skyssur í lífinu
en ég er ekki vond móðir. Ég hef ekkert gert sem gerir það
að verkum að ég eigi skilið að missa börnin mín,“ sagði hún.
í samtali við Morgunblaðið sagði sér illa fyrir það fólk sem aðstoðaði
Ema að í réttarhöldunum hefði hún
verið spurð leiðandi spurninga og
aðeins fengið að svara nei eða já.
Mikil áhersla hefði verið lögð á að
spyija hana út í hvort hún ætlaði
að flytja með bömin til íslands og
hún hefði neitað því, til að gefa ekki
endanlega möguleika sína upp á bát-
inn. Hún kvaðst vita til þess að ís-
lenskum konum hefði verið dæmt
forræði í skilnaðarmálum í Flórída
með skilyrðum um að þær byggju
áfram í fylkinu. Hún segir að vinir
hennar, íslenskir jafnt sem
bandarískir, hafi gert sér grein fyrir
að bandarísk kona hefði aldrei fengið
þá meðferð sem hún hlaut í málinu.
Ema sagði að þegar hún hefði
skynjað að hún væri dæmd til að
tapa málinu hefði hún fyllst örvænt-
ingu og loks ákveðið að fylgja ráð-
leggingum móður sinnar og flýja
með bömin, þrátt fyrir að hún vissi
að með því væri hún að bijóta banda-
rísk lög og gefa endanlega frá sér
möguleika á að vinna dómsmálið.
„Ég hafði ekki um annað að velja,
það að'var annað hvort að stijúka
og bijóta lög eða missa bömin mín.“
Var með íslensk vegabréf
Ema sagði að eftir því sem lengra
leið á málareksturinn og tilfinningin
um að hún væri fyrirfram dæmd til
að tapa, varð sterkari, hefði hún
fyllst meiri og meiri vanlíðan. Hún
hefði ekki treyst lögfræðingi sínum
og þegar hann hefði svo sagt henni
að leita annað meðan málaferlin
stóðu sem hæst, hefði hún loks
ákveðið að flýja. Hún hafði afhent
dómara vegabréf sitt og dætra sinna
en útvegaði sér íslensk
bráðabirgðavegabréf og fór síðan í
felur hinn 18. apríl.
Hún segist lítið vilja fjalla um
flóttann af ótta við að slíkt geti komið
hana þennan tíma. Hún segir að í
um það bil tvær vikur hafí hún og
telpumar farið huldu höfði, lengst
af í Flórída. Þær hafi skipt oft um
hótel því hún hafi vitað að verið
væri að leita að henni. Loks hafí hún
ekið til New York og komist um
borð í Flugleiðavél 2. maí. Hún segir
að það sem segir í niðurstöðum dóms-
ins annars vegar um hæfni hennar
og hins vegar um hæfni föðurins til
að annast bömin hljóti að vera end-
anleg sönnun þess að mál hennar
hafí ekki fengið réttláta meðferð í
augum allra sem þekki til málsins.
Varð fyrst að ná heilsu
Þegar heim var komið sótti Ema
ekki um forræði bamanna hér á landi
en Ieitaði upplýsinga um þau mál.
„Þegar ég kom hingað heim var ég
niðurbrotin eftir allt þetta. Ég þurfti
að byija á því að reyna að ná heilsu,
líkamlega og andlega, til að geta
varið mig og sýnt fram á að ég
væri hæf móðir, héldi heimili fyrir
bömin og gæti séð fyrir þeim,“ seg-
ir hún.
Hún segist nú ákveðin í að fá for-
ræði yfír dætrum sínum viðurkennt
fyrir dómi hér á landi en segist vita
að ótti um aðra brottnámstilraun
muni áfram vofa yfír henni.
„Tengdamóðir mín fyrrverandi, sem
er á áttræðisaldri, er vel efnuð og
heiftúðug. Hún vill gera hvað sem
er til að ná baminu. Ég veit að það
er hún sem stendur fyrir þessu.“
Tólf daga gæsluvarðhald
Donald Feeney, skipuleggjandi bamsránsins og stjómandi CTU fyrirtækisins
í Norður-Karólínufýlki var í gær færður í Héraðsdóm og kynntur úrskurður
um að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 10. febrúar að kröfu RLR. Hann
kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.
Alþj óðasamningar gilda ekki hér
ÍSLENDINGAR hafa ekki staðfest alþjóðlega samninga
um forsjármál þó 13 ár séu frá því þeir voru gerðir. Magn-
ús Gylfi Þorsteinsson, lögmaður í Bandaríkjunum, segir
að bandarískir dómstólar taki sér lögsögu yfir barni sem
er að hálfu bandarískt, dveljist það lengur en sex mánuði
í sama fylkinu.
Anna Guðrún Bjömsdóttir lög-
fræðingur í dómsmálaráðuneyti hef-
ur kynnt sér samning Evrópuráðs
um viðurkenningu á fullnustu for-
sjárákvarðana og samning sem gerð-
ur var í Haag um afhendingu á böm-
um sem hafa verið numin á brott
og flutt milli landa. Báðir samning-
amir voru gerðir 1980. Bandarísk
stjómvöld hafa fullgilt þessa samn-
inga en ekki íslensk stjómvöld. Anna
sagði að hérlendis væri oft og tíðum
ekki mannafli til að vinna þá undir-
búningsvinnu sem þarf til að sam-
þykkja alþjóðasamninga.
Norrænn samningur
„Fyrst eru slíkir samningar undir-
ritaðir. Þá eru þjóðir að lýsa því yfír
að ef þær ekki skuldbinda sig til að
framfylgja þeim vilji þær a.m.k. full-
gilda samningana seinna meir. En
hvorugur þessara samninga hefur
verið undirritaður þannig að þetta
mál er ekki komið áleiðis," sagði
Anna. Hún sagði að einu millirílqa-
reglur af þessu tagi sem hér eru í
gildi sé samningur á milli Norður-
landa um afhendingu á bömum og
fullnustu forsjárákvarðana.
Aðstoðar íslenskar mæður
í Bandaríkjunum
Magnús Gylfí Þorsteinsson, sem
hefur starfað í sjö ár sem lögfræðing-
ur hjá lögfræðistofunni Thorsten &
Thorsten í Bandaríkjunum, hefur
fengist við forsjármál og m.a. aðstoð-
að íslenskar mæður. „I þessum mál-
um geri ég greinarmun á því hvort
bömin eru fædd í Bandaríkjunum eða
á íslandi. Böm sem fæðast hér eru
bandarískir ríkisborgarar. Dómstólar
í Bandaríkjunum munu alltaf líta til
þess þegar ákvarðanir em teknar að
um sé að ræða bandaríska ríkisborg-
ara sem þurfí á bandarísku þjóðfé-
lagi að halda. Tvöfaldur ríkisborg-
araréttur er ekki viðurkenndur sam-
kvæmt lögum, þó svo hann sé mögu-
legur eftir atvikum. Samkvæmt lög-
um verður dómari í forræðismáli að
líta á bamið sem bandarískan eða
íslenskan ríkisborgara. Dómarar hér
í Bandaríkjunum byggja ákvörðun
sína á hvað baminu sé fyrir bestu.
Það eru engar reglur um að forræði
skuli frekar fara til móður en föð-
ur,“ sagði hann.
Lögsaga bandarískra dómstóla
Magnús sagði að full ástæða væri
til að benda foreldri bama sem eru
að hálfu bandarísk á það að banda-
rískir dómstólar taka lögsögu yfir
baminu ef það dvelur í sama fylki
lengur en sex mánuði, jafnvel þó að
bamið hafí vaxið úr grasi á íslandi
og forræðið samkvæmt íslenskum
lögum sé hjá íslenska foreldrinu.
Magnús kvaðst þekkja dæmi um að
bandarísku foreldri hafi verið dæmt
forræði á þessum gmndvelli.
Hann sagði þó ekki sjálfgefíð að
bandarískt foreldri fái forræði. „Það
er ekki hægt að fullyrða neitt um
það að úrskurðir falli mæðrum í hag
fremur en feðmm vegna þess að hér
í Bandaríkjunum em forræðismál
dómsmál þar sem hvor aðili fyrir sig
færir rök fyrir því að mótaðilinn sé
óhæft foreldri. Þær mæður sem við
höfum aðstoðað hafa eignast böm
sín á íslandi. Mæti móðir ekki fyrir
dómi þar sem forræðismál hennar
er tekið fyrir er lítill vandi fyrir hinn
aðilann að fá forræðið. Það er regla
frekar en undantekning. Sá dómur
hefur fullt gildi í Bandaríkjunum.
Feður sem telja sig eiga rétt á for-
ræði eða umgengnisrétti við böm sín
geta alltaf hafíð málaferli á íslandi,
og þá yrði forræðisúrskurðinn í
Bandaríkjunum eitt sönnunargagnið
í því máli,“ sagði Magnús.
Stóð verr að vígi
sem útlendingiir
Skólakórum kenndar
aðferðir við gospelsöng
Um þessa helgi stendur yflr kóramót á Laugarvatni með þáttöku
kóra Menntaskólans á Laugarvatni og Flensborgarskóla í Hafnar-
firði. Kenndar eru aðferðir við gospelkórsöng. Af þessu tilefni
var fenginn þýskur kórstjóri og leiðbeinandi, Wolfgang Knuth,
hingað til lands. Samvinnu kóranna lýkur með messusöng í Skál-
holtskirkju sunnudaginn 31. janúar kl. 14.00.
Wolfgang Knuth er oraganisti
og stjómandi gospelkórs í Hamborg
í Þýskalandi. Hingað til lands kem-
ur hann fyrir atbeina Margrétar
Pálmadóttur er stýrir kór Flens-
borgarskóla og Hilmars Arnar Agn-
arssonar, organista í Skálholti..
„Hugmyndin er að vinna með
trúarlegar hugmyndir og vand-
kvæði þeim samfara," segir Wolf-
gang Knuth, „en gefa jafnframt
þessum tæplega hundrað manna
hóp íslenskra ungmenna tækifæri
til að læra gospelsöng og hvaða
hugmyndir búa þar að baki.“ Að
sögn Knuth eru gospelsöngvar
sálmar kenndir við guðspjöllin, og
eru þeir sungnir með taktföstum
undirleik. Tónlistarformið breiddist
út meðal bandarískra blökkumanna
Neskirkja
Fræðslu-
erindi
SR. SIGURÐUR Pálsson,
framkvæmdastjóri Hins ís-
lenska biblíufélags, mun
næstu sunnudaga flytja erindi
um Bibliuna, upptök, aldur og
ritun.
Fyrsta erindið verður næst-
komandi sunnudag 31. janúar
og hefst að lokinni guðsþjónustu
eða kl. 15.15 í safnaðarheimili
Neskirkju.
- Guðmundur Ó. Ólafsson.
BSRB vísar orðum heil-
brigðisráðherra á bug
BSRB hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem vísað
er algerlega á bug „órökstuddum fullyrðingum heilbrigðis-
ráðherra, Sighvats Éjörgvinssonar og ómaklegum og ósönn-
um aðdróttunum hans í garð samtakanna á fréttamanna-
fundi“ [á miðvikudag, innsk. Mbl.], eins og segir í tilkynning-
unni.
Morgunblaðið/Þorkell
Leiðbeinandinn
Wolfgang Knuth kemur hingað frá
Þýskalandi.
á fyrri hluta þessarar aldar, og er
nokkurs konar sambland af negra-
sálmum, blústónlist, jassi og hefð-
bundnum kórsöng. „Síðar á þessu
ári munu kórarnir síðan halda gosp-
eltónleika með trumbuslætti og
öðru því er tilheyrir þessu tónlistar-
formi, sem er lofgörð til guðdóms-
ins.“
BSRB fer þess á leit að ráðherr-
ann fínni þeim orðum sínum stað að
BSRB hafí farið með rangt mál í
yfirlýsingu um breytingu á kostnað-
arhlutdeild sjúklinga.
Þá segir: „BSRB stendur að öilu
leyti við yfirlýsingar samtakanna um
þetta efni. Þau dæmi sem BSRB
hefur sent frá sér eru rétt miðað við
þær reglugerðir sem ráðuneytið hef-
ur sent frá sér og hafa þessi dæmi
verið rækilega yfirfarin og fengist
staðfest.
Furðu vekur sá málflutningur heil-
brigðisráðherra að aukin kostnaðar-
hlutdeild sjúklinga á opinberum sjúk-
rastofnunum sé óviðkomandi ríkis-
fjármálum almennt. Engu að síður
hefur heilbrigðisráðherra réttlætt
auknar álögur á sjúklinga í ljósi þess
að nauðsyn beri til að spara fyrir
ríkið.
Fjarri sanni
í fjölmiðlum á miðvikudag fullyrti
ráðherrann að BSRB hefði ekki bor-
ið sig eftir gögnum ráðuneytisins um
aðgerðir í heilbrigðismálum og lét
að því liggja að talsmenn samtak-
anna væru yfír það hafnir að grund-
valla málflutning sinn á staðreynd-
um. Þetta er fjarri sanni. BSRB hef-
ur haft undir höndum öll þau gögn
sem tengjast þessu máli og á annað
borð eru opinber. Það er því ekki
tilviljun að ráðherra gengur á svig
við dæmi BSRB og svarar þeim engu
efnislega, en reynir þess í stað að
drepa málinu á dreif með fúkyrðum."