Morgunblaðið - 30.01.1993, Síða 21
Sonur minn er
fátækur og í illa
launaðri vinnu
- segir móðir James Brians Graysons
OLBIA Grayson, móðir James Brians Graysons, sem situr
í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi, segir að nokkrum vik-
um fyrir atburðinn á Hótel Holti hafi lögfræðingur sonar
hennar tjáð fjölskyldunni að ekki væri unnt að fá börnin
afhent eftir venjulegum leiðum, þar sem íslensk stjórnvöld
myndu ekki aðhafast í málinu. Hún segist ekkert vita um
fyrirtækið CTU eða Donald Feeney, sem situr í varðhaldi
hér ásamt syni hennar. Hafi stofnunin haft afskipti af
málinu sé það að frumkvæði sonar hennar en fráleitt sé
að Grayson-fjölskyldan eigi peninga til að kosta slíka að-
gerð. „Sonur minn er fátækur drengur í illa launaðri vinnu,“
segir hún.
Hún segir að James Brian Gray-
son sé í iðnnámi, sé til skiptis í
vinnu fyrir 6-7 dali (300-350
kr.) á tímann í fjóra mánuði í senn
en síðan kauplaust í skóla í fjóra
mánuði. Hvorki hann né fjölskylda
hans sé fólk sem hafi efni á að
greiða kostnaðarsamar aðgerðir.
Hins vegar kvaðst hún ekkert vita
um það hvort sonur hennar hefði
snúið sér til einhvers manns að
nafni Feeney.
Áhyggjur af telpunum
„Þetta snýst heldur ekki um
[Ernu] eða fyrrverandi eiginmenn
hennar, heldur um öryggi og vel-
ferð bamanna. Ég hef miklar
áhyggjur af velferð barnanna og
líður eins og öllum ömmum mundi
líða í mínum sporum,“ sagði hún.
„Ég hef ekki áhyggjur af syni
mínum, hann fær mat óg hefur
lögfræðing, en ég hef áhyggjur
af telpunum. Sonur minn og faðir
Elísabetar hafa forræði telpnanna
en móðir þeirra hefur ekki for-
ræði. Hún strauk með þær í óleyfi.
Ég skil ekki af hveiju stjórnvöld
í þessu landi geta ekki tekið af-
stöðu með þeim sem hafa lögin
sín megin,“ sagði frú Grayson og
fullyrti að áður en gefið hafi verið
upp á báfinn að stjórnvöld fengj-
ust til að skerast í málið hafi
meðal annars verið búið að leita
milligöngu bandaríska sendiráðs-
ins og forsætisráðherra.
Bók um CTU komin út í Bandaríkjunum
„Við brjótum eng-
in lög - við sköp-
um aðstæðurnar
í EFTIRMÁLA bókarinnar Rescue My Child, sem fyrirtæk-
ið CTU gaf út í þessum mánuði til að renna undir sig fjár-
hagslegum stoðum, kemur m.a. fram að forsvarsmenn þess
telja það fyrst og fremst sitt hlutverk að skapa þær aðstæð-
ur að foreldrar nái bömum sínum aftur sjálfir. Fyrirtæki
þetta hefur vakið talsverða athygli í Bandaríkjunum og
hefur bandaríska sjónvarpsstöðin NBC meðal annars fram-
leitt sjónvarpsmynd um það sem ber nafnið Desperate
Rescue.
Eftirfarandi er lauslega þýtt úr
eftirmála bókarinnar: „Þann tíma
sem CTU hefur starfað hafa Don,
Dave og Judy ekki verið með full-
komna líftryggingu né slysatrygg-
ingu, til að bæta skaðann ef eitt-
hvað skyldi fara úrskeiðis. Þau eru
forlagatrúar þegar talið berst að
því að þau gætu hugsanlega verið
handtekin og fleygt í dýflissu,
t.a.m. í þróunarlöndunum. „Það
gerist ef það á að gerast,“ segir
Don, „og þá munum við takast á
við það. En líklega óttast ég ekki
að eitthvað fari úrskeiðis því ég
veit að því er stjómað að ofan
hvaða verkefni ég tek mér fyrir
hendur."
Sköpum aðstæðurnar
Dave Chatellier óttast það mest
að þeir fái það orð á sig að vera
„hryðjuverkamenn". „Því til vam-
ar,“ segir hann, „höfum við aldrei
bundið neinn. Við höfum aldrei
ráðist á neinn. Við höfum aldrei
ógnað neinum með vopnum.“ Ef
þéir fá á sig orð fyrir að vera
hryðjuverkamenn, segir Dave, þá
myndu viðskiptavinirnir strax
snúa við þeim baki.
„Við bijótum engin lög. Við
tökum ekki bömin. Við förum ekki
til annarra landa og rænum böm-
unum. Okkar hlutverk er að skapa
þær aðstæður að móðurinni eða
föðurnum sé unnt að ná börnum
sínum aftur,“ segir Dave.
Óttast ekki hefnd
Hann segir að þeir óttist ekki
hefnd foreldra, því þeir hlytu að
vera „afar heimskir“ ef þeir
reyndu að gera eitthvað á hlut
fyrmm félaga í frægustu sérdeild
Bandaríkjahers.
CTU-hópurinn hefur aldrei
fengið viðvöran eða skilaboð frá
neinum opinberam aðilum um að
binda enda á starfsemi sína. Einu
neikvæðu hliðina á þessum við-
skiptum segir Dave vera þá stað-
reynd að þeir hafa ekki hagnast
íjárhagslega og reyndar aldrei
komist hallalaust frá björgunar-
leiðangri. Það setur þeim skorður
varðandi frekari ferðalög eða við-
skiptaáætlanir til landa eins og
Jórdaníu, Túnis og Bangladesh.
„Jú, það er rétt, en við eigum enn
eftir að fara til 160 landa,“ segir
Dave.“
Morgunblaðið/Sverrir
Leiddur fyrir dómara
James Brian Grayson var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem krafa rannsóknarlög-
reglunnar um gæsluvarðhald til 10. febrúar var staðfest.
Auglýsing
um gjaldeyrisumsóknir og afgreiðslur
hjá bönkum, sparisjóðum og öðrum
viðskiptaaðilum með gjaldeyri
Hinn 1. janúar sl. gengu í gildi nýjar reglur um öll gjaldeyrisvið-
skipti með reglugerð viðskiptaráðuneytisins nr. 471/1992. Reglu-
gerðin er byggð á lögum um sama efni nr. 87/1992.
Hömlum hefur þegar verið aflétt á flestum algengustu þáttum
gjaldeyrisviðskipta. Þeim hömlum, sem enn eru til staðar, verður
aflétt á næstu misserum. Eftir sem áður er gert ráð fyrir upplýs-
ingaskyldu til Seðlabankans vegna gjaldeyrisviðskipta. Það gerir
bankanum kleift að sinna lögbundnu hlutverki sínu á sviði hag-
skýrslugerðar og eftirlits. Til að rækja þetta hlutverk sitt hefur
bankanum m.a. verið falið að setja reglur um skráningar- og til-
kynningaskyldu vegna gjaldeyrisviðskipta, þ.m.t. um framlagn-
ingu gagna þegar gjaldeyrisviðskipti eiga sér stað.
Seðlabankinn vekur athygli á 22. gr. reglugerðarinnar, þar sem
m.a. er lögð sú skylda á aðila, er heimild hafa til milligöngu um
gjaldeyrisviðskipti (nú bankar og sparisjóðir), að þeir sjái til þess
að allar viðskiptabeiðnir vegna kaupa og sölu á erlendum gjald-
eyri skilgreini tilefni þeirra. Telji starfsmenn þessara aðila að
forsendur viðskiptanna fái ekki staðist, skulu þeir vísa slíkum
beiðnum til umsagnar og úrskurðar Seðlabankans áður en af-
greiðsla getur farið fram. Með viðskiptabeiðnum fylgi gögn eftir
því sem við á, svo sem reikningar, samningar, farseðlar, vottorð
o.fl.
Nánari upplýsingar um framkvæmdina er að finna í greindum
lögum, reglugerð og auglýsingu Seðlabankans, dags. 23. desember
1992, og hjá bönkum, sparisjóðum og öðrum viðskiptaaðilum
með gjaldeyri og hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans.
Reykjavík, 26. janúar 1993.
SEÐLABANKl ÍSLANDS.