Morgunblaðið - 30.01.1993, Page 31

Morgunblaðið - 30.01.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 Sjötugur Einar J. Gíslason safnaðarhir ðir Einar J. Gíslason fyrrum forstöðu- maður Betel í Vestmannaeyjum og Fíladelfíu í Reykjavík er sjötugur í dag. Einar í Betel er löngu lands- kunnur prédikari og einnig er hann þekktur prédikari á Norðurlöndum, enda slík andagift blessunar þegar Einar flytur mál sitt að enginn kemst hjá því að hrífast. Einar í Betel vann ýmis störf í Eyjum. Vélstjóri var hann um ára- bil, sjómaður með Óskari bróður sín- um í 17 ár á Eyjabátum og ekki var Óskar síður stórkostlegur og sér- stæður persónuleiki, enda fóru þar saman tveir dýrgripir á Guðs vegum. Það kom skjótt í ljós hve nýtnir þeir voru og góðviljaðir í öllu, en eitil- harðir á sínu í nafni og túlkun þess sem öllu ræður. En gamanseminni má aldrei gleyma, enda sérstakur þáttur í lífsstíl Eyjamanna og sá leikur er ríkur í Eyjum að búa til góðar sögur af litlu tilefni. Margar sögur eru til af þeim bræðrum. Einu sinni komu þeir með afla sinn af Gæfunni til Arna afa míns á vigtina sem hann vann við. Bíllinn með fisk- inn stóð á vigtinni og Óskar gekk yfír hana til þess að spjalla við afa. Þá sögðu gárungarnir að Einar hefði sagt: „Óskar bróðir, stíg þú á vigt- ina, þú ert þyngri, það er drýgra." Þannig léku menn sér að því að snúa siðferðinu við upp á vini sína, en þetta var græskulaust gaman sem gafléttleika í hversdagsleikann. Einar í Betel er kominn af Guð- brandi Þorlákssyni biskup, ellefti maður út af Steinunni dóttur hans. Á hitt borðið er Einar kominn af Presta Högna Sigurðssyni frá Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann átti 8 syni og 4 dætur. Allir synirnir urðu prestar og dæturnar prests- frúr. Einar er kominn frá Ögmundi Högnasyni sem þjónaði Krosskirkju í Landeyjum. Einar í Betel er sjötti maður frá Fjalla-Ejrvindi og „við höfum allir verið Sjálfstæðismenn," orðaði hann það eitt sinn. Afí Einars var Jón Brandsson sem átti 31 bam með sjö konjim sem frægt var enda óvenjulega jöfn og góð nýting á líf- sandanum. Einar var forstöðumaður Hvítasunnumanna í 42 ár, en söfn- uðurinn er þriðji stærsti kristilegur söfnuður á Islandi og gróska hefur verið þar mikil, enda 43% aukning safnaðarmeðlima á síðastliðnum 10 árum. Þar sem Hvítasunnumenn starfa skapst ákveðinn stöðugleiki og öryggi og samfélagið býr að þeim eins og eins konar ankeri í lífsins ólgusjó. Þeir sækjast ekki eftir stundargleði á nótum hégómans, þeir sækjast eftir blessuðum stund- um í samfélaginu við Jesú Krist. Einar í Betel er einn af þessum mönnum sem hefur orðið þjóðsaga í lifanda lífí, fyrst meðal sjómanna þar sem hann átti starfsvettvang á fyrstu áratugum ævinnar, síðar meðal þjóðarinnar, ekki síst fyrir hispurslausar og andríkar ræður sín- ar um lífíð og tilveruna þar sem kóssinn var alltaf tekinn á Jesú Krist. Einn af kostum Einars er sá að hann segir alltaf allt, felur ekk- ert. Það sem hjartað býður, það brýt- ur sér leið í orðum. Á tímum vax- andi krafna um nýtingu og hag- kvæmni má ugglaust orða það svo að Einar í Betel hefði ekki átt að gera annað um ævina en prédika, stunda kristniboð meðal samborgara sinna, því svo á hann auðvelt með að koma kærleiksboðskapnum til skila á líkingamáli og með tilvitn- unum í samferðamenn að rauði þráð- urinn kemst alltaf heill íhöfn. Ef Einar í Betel hefði farið í kristniboð á heimsmælikvarða hefði hann orðið samferðamaður Billy Graham, en heimaslóðin hefur orðið hans starfs- vettvangur og hann hefur látið mik- ið gott af sér leiða í hjálparstarfi við sjúka því um langt árabil hefur hann heimsótt sjúkrahúsin reglu- lega, huggað og styrkt, gefíð von og gleði í garð bágstaddra. Jafnhliða hefur hann heimsótt fangelsin boð- andi kristilegan anda og kærleik til hagsbóta fyrir sál og líkama og sam- félagið allt. Einu sinni þegar ég kom með honum á Litla-Hraun þar sem hann var að færa öllum föngunum páskaegg sem Sigurður Eyjamaður Marinósson í Mónu hafði gefið hon- um, þá óskuðu fangaverðirnir eftir því að hann ætti kristilega stund með föngunum. Einar játti því, bað um gítar fyrir mig, sigldi fulla ferð inn fyrir fangelsisdymar og hrópaði sinni syngjandi björtu rödd og háu svo heyrðist um allt fangelsið: „Strákar, það er ræs, allir á dekk.“ Það var eins og við manninn mælt, á örskammri stundu mættu fangarn- ir á „dekk“ eins og prúðir drengir í kór og Einar tók eina lotuna enn þar sem hann sefaði sálirnar eins og Kristur sefaði öldur Getsemane- vatnsins forðum. í rauninni hefur hjálparstarf Einars í Betel verið slíkt að ætla mætti að um stofnun væri að ræða en ekki einstakling. Fálka- orðan myndi standa undir nafni á bijósti þess manns því hvað er verð- ugra en rétta hjálparhönd þar sem hallar undan fæti og laða fram það besta í frumskógum mannssálarinn- ar. Einar er vanur maður til góðra verka og vill hafa hlutina í réttri röð eins og Hvítasunnumenn rækta líf sitt. En það er sveigja í öllu og kærleikur Guðs er óendanlegur ef það meiðir engann. Einu sinni vom þeir Einar og Óskar á Gæfunni fyr- ir austan Eyjar og þriðji maður um borð var Georg Stanley Aðalsteins- son háseti, yndislegur sögumaður. Skyndilega sáu skipsfélagarnir að varðskipið Albert kom öslandi og þeir áttuðu sig á því að þeir vom að ólöglegum veiðum innan land- helgi. „Tala þú við þá,“ sagði Einar við Stanley. „Nei“, svaraði Stanley. „Stanley minn, tala þú við þá,“ hélt Einar áfram blíðasta rómi. „Nei, kemur ekki til greina," svaraði Stan- ley eldsnöggt, „þetta er ykkar mál, þið eruð eigendur bátsins, skipstjóri og vélstjóri, en af hverju segið þið bara ekki að þetta séu algjör mi- stök, bátinn hafí rekið óvart inn fyr- ir og þið biðjið fyrirgefningar." „Stanley, Stanley, minn,“ svaraði Einar að bragði, „þetta er góð hug- mynd, en það er betra að þú talir við þá, þú ert vanari að skrökva." I dag, á afmælisdaginn, er Einar í Betel á heimaslóð í Vestamannaeyj- um ásamt Sigurlínu konu sinni, börnum, vinum og vandamönnum og Betelsfólkið heldur vini sínum hátíð í tilefni dagsins. Það er ævin- týralegt þegar horft er yfir feril Ein- ars í Betel hve mikill öryggismála- maður hann hefur verið. Hann sinnti öryggismálum sjómanna af mikilli festu og þau nálgast nú 40 árin sem hann hefur flutt minningarorð á Sjó- mannadaginn við minnismerki hrap- aðra og drukknaðra við Landakirkju í Vestmannaeyjum, hann hefur sinnt af ótrúlegri ósérhlífni öryggismálum á vettvangi sjúkra og þeirra óláns- manna sem fangelsin gista, en ör- yggið sem aldrei bregst er trú hans og samfélagið við Jesú Krist. Árni Johnsen. Þegar ein mesta tæknibylting geisaði í íslensku athafnalífi, bátarn- ir fóru að flengja sjóinn með skellum og braki, sveitin missti fólkið og sjáv- arþorpin gerðust kaupstaðir þá leit hann fyrst dagsins ljós. Síðan hefur hann í 70 ár notið ljóssins, athafna- seminnar, breytinganna og lífsins. Þetta er lítið brot af sögu Einars í Betel. í dag þekkja menn hann frek- ar af ræðumennsku og boðun Fagn- aðarerindisins með krafti og kímni en nokkru öðru. Hann var næstyngstur í hópi 6 systkina, borinn og bamfæddur á Arnarbóli við Faxastíg 10 í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hans Gísli Jónsson útvegsbóndi, eins og títt var að nefna útgerðarmennina þá, og Guðný Einarsdóttir höfðu flust frá Landeyjunum og tóku til við sjávár- störfín. Þau eignuðust Svövu, Salóme, Óskar, Hafstein Eyberg, Einar og Þyrí. Hafsteinn Eyberg lést skömmu eftir fæðingu, en bamahóp- urinn mátti alast upp við mikil þrengsli vegna þess að í þá daga vom húsin gjaman fyllt af vertíðar- mönnum sem komu frá sveitunum til að stunda sjóinn. í það ástand, byijun vetrarvertíðar, fæddist Einar, rauðhærður og kröftugur sem sviðs- ljós heimilisins beindist að. Eins og nærri má geta og Einar hefur svo vel gert skil í bók sinni „Einar í Betel" var æskuheimilið fullt af lífi og eljusemi. Hann Einar er af þeirri kynslóð sem fékk bamaskólamenntun og síð- an tók brauðstritið við. Það sem var góð vöggugjöf veitti fólki braut- argengi á staði sem okkur nútíma- mönnum fínnst sjálfsagt að vel- menntað og langskólagengið fólk prýði. Einar gerðist vélstjóri hjá ísfélagi Vestmannaeyja og gegndi því starfí stríðsárin; jafnhliða tók ljós trúarinn- ar á Jesú Krist að skína í lífi hans. Skömmu eftir stríðið gerðist hann safnaðarhirðir í Betel og varð þekkt- ur meðal Eyjabúa fyrir þá sérstæðu trúarafstöðu. Vissulega setti hann svip á bæinn með útisamkomunum á góðviðrisdögum, eftir að Oddgeir Kristjánsson hafði skemmt áheyr- endum með lúðrasveit Vestmanna- eyja kom Einar með „flokkinn“ eins og söfnuðurinn var stundum kallaður og hóf prédikun sína með sterkri og syngjandi rödd. Enginn núlifandi trú- boði hefur náð heyrum þjóðarinnar eins og Einar, enda maðurinn þekkt- ur ræðuskörungur. Eitt skiptið fór Einar ásamt öðrum á Biblíuskóla hjá Fíladelfíusöfnuðin- um í Stokkhólmi. Sá söfnuður hefur verið einn af stærstu söfnuðum hinna fijálsu kristni. Upp frá því hefur hann haft góð sambönd við Svíþjóð og gott vald á sænskunni. Hann nýtti sér það vel 1982 er hann var fulltrúi íslands á Evrópumóti hvíta- sunnumanna í Helsinki. Hann þurfti að hlýða á fjöldann allan af ræðu- mönnum flytja kveðjur síns lands til mótsins. En þegar að Einari kom flýtti hann sér að skila kveðjunni frá íslenskum hvítasunnumönnum og svo greip hann tækifærið og ávarp- aði fínnsku þjóðina. Þetta var tekið upp fyrir sjónvarpið. „Við á Islandi höfum fylgst með ykkur og þekkjum sögu ykkar og þekkjum hetjulega baráttu ykkar gegn Rússum. Við erum látin læra kvæðið um Svein dúfu sem hafði kannski lítið vit í kollinum en hjartað var á réttum stað. Og við vitum að hjartað í ykk- ur, Finnar, er á réttum stað.“ Hjá honum stóð Finni sem túlkaði jafn- harðan á finnsku. Við að minnast á Svein dúfu hoppaði Finninn um háls Einars af kæti. Þetta atriði var sýnt í fínnska sjónvarpinu í næsta frétta- tíma á eftir. Fleiri vissu um Islend- inginn Einar en Evrópumótið, íslend- inginn sem kunni kvæðið um Svein dúfu. Þama kom fram hæfileiki trú- boðans að nota augnablikið og grípa tækifærið. Einar hefur líka kynnst öðrum augnablikum einmitt þeim er ljós lífs- ins hefur slokknað. Hann hefur verið fastur liður í hátíðahöldum sjómanna í Vestmannaeyjum við að minnast hrapaðra og dmkknaðra. Þar hefur hann ekki skorast undan að láta orð Ritningarinnar veita huggun í þreng- ingum. Sjálfur fékk hann höggið er 31- fyrri kona hans, Guðný, dó af bams- fömm 1963 frá Einari og þremur börnum, þeim Guðrúnu, Guðna og Sigurmundi Gísla. Þá talaði Einar yfír leiði hennar og þakkaði samfylgd og minnti viðstadda á upprisuvon Biblíunnar. Þetta þótti afbragð, en dró þann dilk á eftir sér sem Einar- átti síst von á, er Óskar, bróðir Ein- ars og þess vegna oftast kallaður Óskar bróðir, manna á meðal, lá banaleguna og bað hann Einar að tala yfir sér við útförina og rökin vom þessi: „Fyrst þú gast talað yfír Guðnýju þá geturðu talað yfír mér.“ Þannig hefur Einar kynnst bæði ljúf- um og dökkum hliðum mannlífsins eins og svo margir aðrir, en líka feng- ið að reyna hvemig orð Guðs hefur haldið honum uppi í þrengingunum. Snemma árs 1964 kvæntist Einar seinni konu sinni Sigurlínu Jóhanns- dóttur sem var þá trúboði í Græo** landi. Eignuðust þau Guðnýju eitt bama. Einari hefur verið gefið að vera í sviðsljósinu, ekki aðeins fyrir það að flytja kröftugan Biblíuboðskap, held- ur hafa menn gaman að segja hinar ýmsu sögur um hann eða þá bræður Óskar og Einar. Ég var eitt sinn á fundi í Biblíufé- laginu. Þegar biskup var að setja fundinn beindi hann orðum sínum allt í einu til Einars og sagði: „Ég var á fundi hjá forseta íslands og sagði henni að ég yrði hér með ykk- ur. Hún bað sérstaklega að heilsa þér Einar.“ Þannig hefur Einar átt greiðan aðgang að háum sem lágum og án þess að stærilætið fengi rúm;. „ En hvað er þá eðlilegra en að Ein- ar í Betel haldi upp á 70 ára afmæl- ið sitt í Betel Vestmannaeyjum. Bet- elkirkjan verður opin fyrir háa sem lága er vilja heilsa upp á Einar á afmæli hans laugardaginn 30. janúar kl. 16-20. Svo á sjálfan afmælisdag- inn mun Einar tala á samkomunni í Betel kl. 16.30. Ekki er annars að vænta en að allir þeir sem koma fái höfðinglegar móttökur og líflegt við- mót. Vestm. 23. jan. 1993. Snorri Óskarsson. <- IFÉU6 MRMDNMMMANHA Allsteijar atkvæðaareiðsla Akveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaróðs Félags jórniðnaðarmanna fyrir næsta starfsgr. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins á skrif- stofu þess á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 14 menn til viðbótar í trúnað- armannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00 mánudaginn 8. febrúar 1993. Stjórn Félags járniónaóarmanna. Bergur Guðnason, hdi. - Skattaþjónustan sf. tilkynnir flutning Undirritaður hefir flutt skrifstofu sína frá Langholtsvegi 115 til Suðurlandsbrautar 52 við Faxafen. Viðskiptavinir athugið að staðfesta framtalstíma í nýju símanúmeri 682828. Bergur Guðnason, hdl., Skattaþjónustan s/f - Lögskipti, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen. Sími: 682828 - Fax: 682808. NÁMSKEH) - Veist þú að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf? - Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin- leika getum við einnig hjálpað öðrum? - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. Námskeið í Reykjavík: 6.- 7. febrúar, helgarnámskeið, 1. stig. 13.-14. febrúar, helgarnámskeið, 2. stig. 16.-18. febrúar, kvöldnámskeið, 1. stig. Upplýsingar og skráning í síma 33934. Námskeið á Höfn, Hornafirði: Mánudaginn 1. febrúar kl. 20.30 verður kynning á reiki- heilun í Barnaskólanum. Aðgangur ókeypis. 2.-4. febrúar, kvölnámskeið 1. stig, hugsanlega 2. stig sömu daga. Upplýsingar í síma 97-81442. Guðrún Óladóttir, reikimeistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.