Morgunblaðið - 30.01.1993, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
36
Guðmundur Ama,
son — Minning
Fæddur 21. september 1975
Dáinn 20. janúar 1993
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur. Atvik, sem á sínum
tíma virtust lítilvæg, verða ógleym-
anleg. Minningar um Gumma verða
ljóslifandi í huga mínum, minningar
sem ég hélt horfnar.
Hugurinn hverfur aftur til fyrstu
áranna í lífi okkar. Þó að við værum
fædd á sitthvoru árinu voru aðeins
fjórir mánuðir á milli okkar, og fram
að skólaajdri vorum við leikfélagar
og vinir. Ég man fyrst eftir leikjum
okkar í garðinum við Skólavelli 10.
Ég leit alltaf mikið upp til hans,
hann var svo skemmtilegur og hug-
aður og hann vissi svo margt. Leik-
ir með Gumma breyttust alltaf í
ævintýri, þó að honum hafi sjálf-
sagt fundist litla frænka sín vera
hálfgerður dragbítur. Hann var allt-
af góður við mig og ólíkt mörgum
öðrum börnum var hann aldrei nísk-
ur á að lána dótið sitt, að minnsta
kosti ekki þegar ég átti í hlut.
En þegar ég hugsa um árin þeg-
ar við vorum sjö til tíu ára gömul
kemur aðeins eitt orð upp í hug-
ann: Slagsmál! Á þessum aldrei
þótti óskaplega asnalegt, og nánast
óhugsandi, að strákar og stelpur
lékju sér saman. Við leystum það
vandamál snilldarlega með því að
slást í hvert skipti sem við hitt-
umst. Það var ekki það að okkur
væri beint illa hvoru við annað en
svona varð þróunin engu að síður.
Og þegar við komumst á unglings-
árin áttum við á tímabili alls ekki
samleið. Vegna okkar ólíku áhuga-
mála hittumst við sjaldan og á þess-
um árum er oft erfítt að tjá öðrum
tilfínningar sínar. Við vorum engin
undantekning nema síður sé. Okkur
þótti vissulega vænt hvoru um ann-
að, en að viðurkenna það var ekki
alltaf auðvelt.
Eftir að Gummi fór til Bandaríkj-
anna breyttist þetta allt. Ég gleymi
aldrei kvöldinu þegar hann kom að
kveðja mig. Mér þótti svo vænt um
að hann skyldi gera sér ferð til að
kveðja frænku sína, og hvorugt
okkar óraði fyrir að við værum að
hittast í síðasta sinn. Hann hringdi
þrisvar í mig frá Bandaríkjunum
og við töluðum lengi saman. Loks-
ins leit út fyrir að við værum að
ná saman aftur og ég hlakkaði svo
til að fá hann heim aftur, því það
var eins og ég hefði eignast nýjan
vin, sem þó var æskuvinur minn.
Við vorum rétt að byija að kynnast
aftur og hann hafði þroskast mikið
á þessum tíma sem hann var úti.
Hann hafði breyst úr Gumma
prakkara í hæglátan ungan mann.
Ég vildi óska að við gætum átt fleiri
stundir saman, en nú hefur guð
tekið hann til sin. Því kveð ég elsku
frænda minn og vona að hann viti,
hvar sem hann dvelst núna, hvað
mér þótti vænt um hann.
Ágústa.
Það voru sorglegar fréttir, sem
okkur vinunum bárust 20. janúar,
um að hann Guðmundur vinur okk-
ar væri látinn eftir hörmulegt bíl-
slys 18. janúar. Við áttum bágt
með að trúa því, að Guð skyldi hrífa
hann til sín, ungan, hraustan og
vel gefínn dreng eins og Guðmund-
ur var. En sagt er að þeir deyi
ungir sem guðimir elska.
Gummi, eins og hann var kallað-
ur, var lífsglaður og átti sér marga
framtíðardrauma, sem því miður
verða ekki að veruleika. Hann var
vel gefínn og átti auðvelt með nám.
Einnig var hann handlaginn og
bjargaði því, sem bjarga þurfti er
á reyndi. Bamgóður var hann mjög
og hafði mikið dálæti á börnum.
Fáa galla hafði hann, en var fastur
fyrir og stóð alltaf fyrir sínu.
Þrátt fyrir það var Gummi enginn
engill frekar en við. Þau vom ófá
prakkarastrikin, sem við brölluðum
saman, og oft var glatt á hjalla.
Imyndunaraflið var öflugt, en samt
ekki taumlaust. Hann var góður
félagi okkar í því öllu og gaf oft
góð ráð. Gummi var mikill áhuga-
maður um bíla og vélar og eyddi
miklu af frítíma sínum í þessi
áhugamál. Við það var hann svo
fær, að við dáðumst að því.
Við þökkum Guði fyrir að hafa
fengið að njóta samvista við hann
í þessu lífí. Hann á eftir að skilja
stórt skarð eftir sig, sem ekki verð-
ur hægt að fylla. Megi Guð styrkja
ijölskyldu hans og ættingja í þess-
ari miklu sorg.
Einar, Benedikt,
Unnar og Ásmundur.
Enn einu sinni hefur verið höggv-
ið skarð í hóp ungmenna þessa
lands. Við skiljum ekki hvers vegna
og óréttlætiskennd nær tökum um
stund, en vegir Guðs em órannsak-
anlegir og örlög mannanna misjöfn.
Guðmundur Ámason var nem-
andi minn í Bamaskólanum á Sel-
fossi frá sjö til tólf ára aldurs. Við
kölluðum hann alltaf Gumma Á.,
þar sem tveir Guðmundar vom í
bekknum.
Gummi var laglegur drengur með
glettnisglampa í augum og oft var
stutt í gáska og hlátur. Hann var
vel gefínn og nám hans olli hvorki
honum né mér minnstu áhyggjum.
Hann skildi hlutina strax og leitaði
sér þekkingar utan skólabókanna.
Oft sagði hann mér frá ýmsu sem
hann hafði lesið eða heyrt um og
fannst hann þurfa að miðla til mín.
Margar ljúfar minningar hrannast
upp frá þessum ámm.
Auk þessað vera nemandi minn
var hann bekkjarfélagi og góður
vinur sonar okkar, Sigurmundar.
Við vomm samhentur hópur í EJ-
bekknum og áttum saman margar
ánægjustundir. Við héldum
skemmtikvöld, lögðum „flöskupen-
inga“ í sjóð til að sjá Ronju ræn-
ingjadóttur, fóram í gönguferðir
o.fl. o.fl.
Aldrei vantaði Guðmund í hóp-
inn. í tólf ára bekk gaf bekkurinn
út skólablað. Á forsíðu þess skrif-
aði ég þessa stuttu kveðju: „Við
hófum flest samstarf okkar við
Barnaskólann á Selfossi fyrir sex
+
Eiginkona mín og móðir,
HALLVEIG ÁRNADÓTTIR,
Hafnargötu 9,
Vogum,
er látin.
Magnús Ágústsson,
Árni Magnússon.
VÉDÍS LEIFSDÓTTIR,
Hverfisgötu 49,
andaðist á heimili sínu 29. janúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Stefán Karlsson,
Guðrún Svava Svavarsdóttir,
Egilt Þorsteinsson.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BERGUR V. SIGURÐSSON
frá Bæjarskerjum,
fyrrverandi verkstjóri,
Stafnesvegi 2,
Sandgerði,
lést í Landspítalanum 28. janúar.
Pálína Þ. Theodórsdóttir,
börn og aðrir vandamenn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR JÓN GUÐMUNDSSON,
Hrafnistu,
Reykjavik,
áður Urðarstíg 6,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 1. febrúar
kl. 13.30.
Gyðriður Jónsdóttir,
Sigurþór Sigurðsson,
Kristján Sigurðsson,
Sigurður G. Sigurðsson,
Einar Sigurðsson
og aðrir aðstandendur.
+
Innilegar þakkir tii allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og
langafa,
ÁGÚSTS BJARNASONAR
frá Vestmannaeyjum.
Sórstakar til starfsfólks elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar.
Hörður Ágústsson, Margrét Guðjónsdóttir,
Birgir Sigurðsson, Jóna Sigríður Kristjánsdóttir,
íris Sigurðardóttir, Hafsteinn Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinsemd við andlát og útför ástkærr-
ar móður okkar,
STEFANÍU GUÐRÚNAR
GRÍMSDÓTTUR
frá Húsavík í Strandasýslu,
Skjólbraut 1a,
Kópavogi.
Einnig kærar þakkir til starfsfólks í
Fannborg 1 og á Skjólbraut 1a, Kópa-
vogi, og starfsfólks og lækna, sem önnuðust hana á Borgarspítal-
anum.
Grimur S. Runólfsson,
Sigfríður Runólfsdóttir,
Agnar Runólfsson,
Óli S. Runólfsson,
Ragnheiður Runólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Katrfn Oddsdóttir,
Guðjón Andrésson,
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir,
Lýður Magnússon,
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÁNS SIGMUNDSSONAR,
Heiðarbraut 15,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til Maríu Sigurðardótt-
ur, Margrétar Haraldsdóttur, sjúkra-
flutningamanna hjá BS, lögreglunnar í
Keflavík, hjúkrunarfólks og læknis á slysastofu Sjúkrahússins í
Keflavík og séra Ólafs Odds Jónssonar.
Kristin Guðmundsdóttir,
Eygló Kristjánsdóttir, Guðbjörn Páll Sölvason,
Soffi'a Kristjánsdóttir, Reynir Pálsson,
Ólafur Benóní Kristjánsson,
Bragi Kristjánsson, Kolbrún Björgvinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
ámm. Nú lýkur ykkar námi hér og
framhaldið tekur við í öðmm skóla.
Ég þakka ykkur kærlega þessi ár.
Gangi ykkur vel á framabrautinni."
Ekkert okkar hefði trúað þá að svo
stutt væri í það að einn úr þessum
lífsglaða hópi ætti aðeins nokkur
ár ólifuð og framabrautin hans
Gumma Á. yrði ekki lengri.
Rétt fyrir jól sat Benni bróðir
hans inni á skólasafni hjá mér og
fór að segja mér þær fréttir að
Gummi væri skiptinemi í Bandaríkj-
unum og líkaði vel. Við sóttum
landakort og veltum fyrir okkur hve
gaman það væri hjá honum að vera
í fallegu fjallahéraði Virginíufylkis
og fá m.a. að fara á veiðar með
húsbóndanum. Þetta á nú við hann
Gumma hugsaði ég. í janúar þegar
vetur konungur fyllir götu og garða
af snjó berst okkur sú harmafregn
að Gummi hafí látist af völdum bíl-
slyss í Bandaríkjunum er hann var
á leið í skólann. Við stöndum agn-
dofa og vildum gjaman geta slopp-
ið við að heyra slíkt, en við vitum
að við erum einskis megnug og líf-
ið er ekki alltaf dans á rósum.
Sólin hættir aldrei að skína og
við horfum fram á veginn með góð-
ar minningar í huga.
Við Jón og Sigurmundur biðjum
góðan Guð að styrkja foreldra hans
og bróður í þeirra miklu sorg.
Megi minningin um góðan son
styrkja ykkur og ylja.
Édda Björg Jónsdóttir.
Sú harmafregn barst okkur mið-
vikudagskvöldið 20. janúar að
Gummi frændi okkar og vinur hefði
látist af slysfömm í Virginíufylki í
Bandaríkjunum, þar sem hann
dvaldi sem skiptinemi.
Það hefði engan órað fyrir því
er hann lagði land undir fót í ágúst-
mánuði að við fengjum aldrei að
sjá frænda okkar aftur. Það er erf-
itt til þess að hugsa að fá ekki að
sjá aftur þá lífsgleði og bjartsýni
sem jafnan skein af honum í leik
og starfí.
Gumma var alltaf tekið vel hvert
sem hann kom og skal engan undra,
því framtakssamari og dugmeiri
dreng var vart að fínna. Það er
fyrst og fremst minningin um fas
hans og framkomu sem er okkur
efst í huga á þessum erfíðu tíma-
mótum. Jafnframt skýtur upp í
huga okkar hve samband þeirra
bræðra, Gumma og Benna, var
náið og hve vel þeir reyndust hvor
öðmm allar þær stundir sem þeir
áttu saman.
Víst er þetta löng og erfíð leið,
og lífíð stutt og margt, sem út af ber.
En tigið gegnum tál og hverskyns neyð
skín takmarkið og bíður eftir þér.
Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt,
hve undarlega er gott að sitja kyrr.
Samt kemstu á fætur, réttir höfiið hátt,
og hraðar þér af stað sem áður fyrr.
Svo styttist þessi ganga smátt og smátt,
og seinast stendurðu einn við luktar dyr.
(Steinn Steinarr)
Elsku Árni, Hansína, Benni og
Þóra, við sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur. Guð gefí ykkur
styrk, megi minningin um góðan
dreng lifa með ykkur.
Hafrún, Ægir Már,
Sveinn Viðar, Sævar Már
og Kolbrún.
Ungan og efnilegan dreng er
erfítt að missa og erfítt að minnast
hans fyrst eftir fráfallið. Það er svo
stutt síðan þessi sautján ára piltur
var eins og hluti af minni eigin fjöl-
skyldu.