Morgunblaðið - 30.01.1993, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
37
Guðný Stefánsdóttir
Richter — Minning
Fædd 29. janúar 1907
Dáin 14. janúar 1993
Gummi fórst í bílslysi í Banda-
ríkjunum þar sem hann var við nám
sem skiptinemi. Hann fórtil útlanda
til þess að kanna heiminn eins og
hugur hans stóð til, nema og læra
það sem yrði honum til góðs og
gagns. En lífið varð honum eins og
alltof mörgum öðrum styttra en öll
efni stóðu til. Dagur var varla risinn
ævi hans þegar skyndilega kvöldaði
og komin var nótt.
Ég veit að það er sár harmur
kveðinn að foreldrum hans, Hans-
ínu Kristjánsdóttur og Áma Guð-
mundssyni, og Benna, sem sér á
eftir stóra bróður.
En eins og líf Gumma var, leit
að þekkingu úti í hinum stóra heimi,
verður líf okkar að halda þann veg
sem okkur er öllum vísað, á einn
eða annan hátt.
Ég vil kveðja Gumma með ljóðlín-
um skáldsins úr Grímsnesinu:
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
og hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta í hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Ég og fjölskylda mín sendum
ykkur, Hansína, Árni og Benni,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Hilmar Pálsson.
Til hvers er okkur gefíð líf ef við
fáum svo ekki að lifa því til fulls?
Hvers vegna erum við svipt lífínu
þegar við höfum loks eitthvað til
að lifa fyrir?
Heimurinn er harður og erfítt að
lifa eftir öllum þeim lögmálum sem
okkur eru sett. Alls staðar í heimin-
um er fólk að deyja og annað er
að fæðast í þennan stóra heim, en
við vitum aldrei hvað bíður okkar
þegar við opnum augun og nýr
dagur rennur upp.
Heimurinn er fullur af alls konar
leyndarmálum sem við munum aldr-
ei komast að. Ætli það sé ekki þess
vegna, sem við erum svona sár út
af því, að við fáum aldrei að vita
hvað verður um fólkið sem við elsk-
um, þegar það deyr.
Við vitum þó öll, að þótt líkaminn
hverfí mun andinn ætíð fylgja okk-
ur, sem minnumst hans.
Það er sárt að kveðja góðan vin,
sem við höfum elskað, en svona er
heimurinn og honum fáum við ekki
breytt. En við munum minnast
stráksins sem veitti okkur ást, vin-
áttu og umhyggju.
Við kveðjum góðan vin, Guð-
mund Ámason, og vonum að honum
líði vel í óþekkta heiminum. Við
viljum votta fjölskyldu hins látna
og öllum hans nánustu alla okkar
samúð í sorg þeirra og biðjum Guð
almáttugan að styðja þau.
Svanhildur Inga Olafsdóttir,
Eyja Líf og vinir.
Gummi vinur okkar er dáinn. Við
félagarnir áttum margar góðar
stundir saman og hefði það verið
óskandi, að þær hefðu orðið fleiri.
Betri vin og félaga en Gumma er
ekki hægt að fínna. Skarð hans
verður aldrei fyllt. Það er sárt þeg-
ar svo góður drengur er hrifinn svo
snöggt á brott frá ættingjum og
vinum, en svona gengur lífíð oft.
Þeir, sem guðirnir elska deyja ungir.
Við áttum svo margar sameigin-
legar hugmyndir og drauma, sem
allt í einu urðu að engu. Gummi
var alltaf reiðubúinn til hjálpar,
hvar og hvenær sem var, og nutum
yið vinirnir ætíð góðs af því.
Gummi var lífsglaður og alltaf
hress í viðmóti. Hann var jákvæður
félagi og eignaðist marga vini.
Honum gátum við treyst. Gummi
hafí mikinn áhuga á bílum og
stefndi að því að læra bílasmíði.
Við þannig störf lék allt i höndum
hans. Gummi var þannig gerður,
að við bundum við hann miklar
Vonir og honum gleymum við aldrei.
Að endingu sendum við foreldr-
um hans, systkinum og frændfólki
samúðarkveðjur.
Tiffi, Biggi, Axel,
Steindór og Gummi G.
Guðný Richter er látin. Síðustu
mánuðina var hún sjúklingur á öldr-
unardeild Landakotspítala. Það
virðist ekki svo ýkja langt síðan hún
var á ferð um miðbæinn léttstíg og
snör í snúningum.
Rætur Guðnýjar Richter liggja í
Reykjavík, en þar var hún fædd og
uppalin hjá foreldrum sínum, Stef-
áni Guðnasyni og Vigdísi Sæ-
mundsdóttur. í bemsku var mið-
bærinn, austan Tjarnar, leikvangur
hennar og þar bjó hún og starfaði
lengst af ævinnar. Á fyrri hluta
þessarar aldar var það siður í
Reykjavík að kalla einstaka falleg-
ar, háttvísar og fágaðar ungar
stúlkur og konur „reglulegar
Reykjavíkurdömur“. Guðný hefur
eflaust verið ein þeirra. Reykjavík
19. aldar kynntist hún af frásögn-
um föður síns og afa en Guðni afí
hennar var einnig Reykvíkingur. Á
uppvaxtarárunum lærði Guðný á
selló hjá Sigfúsi Einarssyni tón-
skáldi og á píanó hjá Ásu Markús-
dóttur. Ung að aldri gerðist hún
undirleikari og lék einnig með þöglu
myndunum, en á þeim árum var
píanóleikur notaður til að undir-
strika atburðarás myndanna. Þá lék
Guðný í mörgum danshljómsveitum
í Reykjavík. Tónlistargáfuna átti
hún ekki langt að sækja, því að
faðir hennar var einnig tónlistar-
maður og einn af stofnendum lúðra-
sveitar bæjarins.
í viðtali sem ég átti við Guðnýju
fyrir nokkrum árum.spurði ég hana
m.a. hvort fleiri konur en hún hefðu
leikið í hljómsveit hér í Reykajvík
fyrir og um 1930 og svaraði hún
því til að það hafí verið ein önnur
kona. Aðspurð um hvað þá hafi
verið leikið fyrir dansi sagði hún
það einkum hafa verið vals og nýju
dansana, foxtrott og tangó, en auk
þess tískudansar svo sem charles-
ton.
Guðný var trúlofuð Gunnari G.
Kaaber og eignuðust þau eina dótt-
ur, Ásdísi Erlu, en það slitnaði upp
úr sambandi þeirra. Síðar giftist
hún Reinhold Richter sölumanni og
eignuðust þau soninn Emil.
Það var ekki fyrr en síðla árs
1951 sem ég kynntist Guðnýju
Richter í tengslum við undirleik
fyrir dansi hjá Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur og Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins. En um svipað leyti
byijaði hún einnig að starfa við
Ballettskóla Þjóðleikhússins og
sinnti störfum við skólann og hjá
Þjóðdansafélaginu í sem næst ald-
arfíórðung og Tengi vel með ann-
arri vinnu.
Samstarfíð við Guðnýju var mjög
gott og margs að minnast frá sam-
eiginleguirpundirbúningi danskenn-
ara og undirieikara. Auk færni,
mikillar nákvæmni og þekkingar á
sínu sviði, var hún mjög næm fyrir
sérkennum og blæbrigðum laga og
hreyfínga og ætíð reiðubúin að leita
að því sem best hentaði hveiju sinni.
Við undirbúning stórra sýninga
í Þjóðdansafélaginu var oft setið
löngum stundum í stofu Guðnýjar
við tengingu laga í stærri heildir
og þá kom sér oft vel góð yfirsýn
hennar á heildina og hve rösk hún
var að skrifa nótur og útsetja lög.
Listrænir hæfileikar Guðnýjar
komu einnig fram í lögum sem hún
lætur eftir sig, og á tímabilum
ævinnar fékkst hún einnig við að
mála í tómstundum sínum.
Guðný Richter var mjög næm
kona, bæði á umhverfí sitt og sam-
ferðamenn. Hún dáði fegurð, m.a.
í tónlist og dansi. Hún fylgdist vel
með unga fólkinu sem hún lék und-
ir hjá á æfíngum og var fljót að
skynja ef eitthvað amaði að, þótt
ætíð virti hún þögn annarra um
eigin hagi. Guðný var fámál um
eigin tilfinningar en hinn sterki
persónuleiki hennar kom m.a. fram
í þeim kröfum sem hún gerði til
sjálfrar sín og ákveðnum skoðunum
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
BJÖRK JÓNASDÓTTIR,
Lækjarbergi 25,
Hafnarfirði,
lést í Vífilsstaðaspítala fimmtudaginn 28. janúar.
Stefán Jónsson,
Jónas Stefánsson, Ragnheiður Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUNNLAUG JÓNSDÓTTIR
frá Ólafsfirði,
Vesturgötu 19,
Kelfavik,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. febrúar
kl. 13.30.
Guðrún Gunnarsdóttir,
Kolfinna Gunnarsdóttir,
Þórlaug S. Gunnarsdóttir,
Steindór Gunnarsson,
Valgerður S. Gunnarsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Innilegustu þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS ÓSKARS EINARSSONAR
tæknifræðings,
áður Meltröð 8
í Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Hildur Björnsdóttir, Þórarinn Tyrfingsson,
Arndís Björnsdóttir,
Birna Björnsdóttir,
Gunnvör Braga Björnsdóttir, Gestur Þorsteinsson,
Einar Björnsson, Hafdís Þórðardóttir,
Guðbjörg Björnsdóttir, Marteinn Jónsson,
Kolbrún Björnsdóttir, Jón Oliversson,
Hjalti Björnsson, María Einarsdóttir,
Sigurður Benedikt Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
sem hún fylgdi eftir án þess að
þröngva upp á aðra. Sem ung stúlka
hélt hún ótrauð og full eftirvænt-
ingar lítt troðnar slóðir á sviði tón-
listar og á sama hátt leit hún til
þess sem hún var fullviss að biði
sín að loknu þessu lífí.
Það er dýrmæt reynsla að hafa
átt samleið með þessari mætu konu.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég börnum hennar, Erlu Gunnars-
dóttur og Emil Richter, og fjölskyld-
um þeirra.
Sigríður Valgeirsdóttir.
Góð kona er gengin.
Mig langar til að minnast hennar
Guðnýjar Stefánsdóttur Richter með
örfáum orðum. Það var fyrir rúmum
tuttugu árum að ég kynntist henni.
Hún var þá píanóleikari hjá Þjóð-
dansafélagi Reykjavíkur og List-
dansskóla Þjóðleikhússins, þar sem
hún starfaði um þrjátíu ára skeið.
Ég hafði verið fengin til að leysa
hana af við og við, þar sem hún var
líka önnum kafin við fleiri störf. Ég
dáðist að Guðnýju fyrir dugnaðinn.
Henni féll aldrei verk úr hendi. Hún
var mjög fjölhæf listakoná og mál-
aði svo fallegar myndir í frístundum
sínum. Hún samdi mörg falleg lög
og fékk viðurkenningu fyrir eitt
þeirra, sem var valið það besta í
danslagakeppni.
Aldrei gleymi ég því þegar ég kom
í fyrsta skipti til að spila og stóð
við dyrnar og hlustaði á þessa ljúfu
tóna Guðnýjar. Það var sannarlega
erfítt að setjast í sætið hennar. Hún
spilaði svo vel og valdi svo skemmti-
leg lög fyrir nemendurna að dansa
við. Það var ekki mikið úrval af
nótum til í skólanum á þessum tíma.
Lítið hafði verið keypt nýtt frá stofn-
un hans. Spilarar urðu því að koma
með eigin nótur til að auka fjöl-
breytni ef ekki átti að æra kennara
og nemendur með sömu tónlist dag
eftir dag. Guðný hafði þetta allt í
hendi sér. Hún átti mikið nótnasafn
sem hún var stöðugt að bæta við til
að hafa þetta sem skemmtilegast
fyrir nemendurna. Ég veit að öllum
þótti vænt um þessa elskulegu konu
sem laðaði alla að sér með sínum
sterka persónuleika.
Þegar Guðný hætti að spila lét
hún mér eftir allar þær nótur sem
hún hélt að gætu komið að gangi
fyrir Listdansskólann og sú varð
sannarlega raunin.
Hafí Guðný þökk fyrir allt. Guð
blessi alla hennar niðja og fjölskyld-
ur þeirra.
Björg Bjarnadóttir.
Hún Guðný okkar er látin. Þetta
eru aðeins nokkur síðbúin orð til
að þakka fyrir öll árin sem hún
starfaði sem píanóleikari í Listdans-
skpla Þjóðleikhússins.
Það fór einhvem veginn fram hjá
mér hvenær Guðný hóf störf, hún
var þarna bara, örugg og traust,
alltaf tilbúin að hjálpa og leiðbeina
óreyndum kennara sem var nýkom-
inn frá námi. Hún bjargaði því sem
bjargað varð þegar einhver mistök
urðu í talningu á æfingunum. „Mig
langar svo til að prófa að spila lag
í 6/8 fyrir þessa æfíngu. Má ég
reyha það?“ sagði Guðný, þegar
æfíngin átti auðvitað að vera í þeim
takti frá upphafi.
Guðný Richter var stór hluti af
Listdansskólanum öll þessi ár, hún
var alltaf á staðnum, alltaf svo vel
klædd og vel til höfð, stoð og stytta
okkar kennaranna og vinur nem-
endanna, Hún fylgdist með þeim
frá því að þeir hófu nám um 9 ára
aldur og sumir héldu sambandi við
Guðnýju löngu eftir að þeir hættu
í ballett. Mörgu leyndarmálinu var
henni trúað fyrir og stundun var
kaffíbollum laumað til hennar til
nánari athugunar á því sem fram-
tíðin bæri í skauti sér.
Guðný lét sig aldrei vanta, jafn-
vel þó að heilsan væri farin að gefa
sig. Hún kom á aðalæfíngar og
sýningar íslenska dansflokksins svo
lengi sem hún gat og hafði alltaf
ákveðnar skoðanir á verkum og
frammistöðu dansaranna.
Það var ómetanlegt fyrir List-
dansskóla Þjóðleikhússins að njóta
starfskrafta Guðnýjar og ómetan-
legt fyrir kennara og nemendur að
kynnast henni og njóta hlýju og
hjálpsemi hennar.
Aðstandendum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Ingibjörg Björnsdóttir, skóla-
stjóri Listdansskóla íslands.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR M. JÓNSSONAR,
Einigrund 3,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir góða
aðhlynningu.
Jón Atli Sigurðsson, Sigrún Eliasdóttir,
Sigurður Arnar Sigurðsson,
Ásgeir Guðmundur Sigurðsson,
Ella Þóra og Sigurður Mikael.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hjartahlýju við andlát
og útför sonar míns, stjúpsonar og
bróður,
GUÐMUNDAR
GRÍMSSONAR
læknis.
Lovísa Loftsdóttir,
Einar Andrés Einarsson,
Edda Bjargmundsdóttir,
Bragi Bjargmundsson.
+
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSGERÐUR ÞORVARÐARDÓTTIR
SKJALDBERG,
andaðist 19. janúar á Hrafnistu.
Útför hennar fór fram 27. janúar í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu
fyrir góða umönnun.
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð.
Dóra Bergþórsdóttir,
Halldís Bergþórsdóttir, Tómas Tómasson,
Halla Bergþórsdóttir,
Bergþór Bergþórsson, Agnes Jónsdóttir,
Björg Kristjánsdóttir, Aðalbjörg Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.