Morgunblaðið - 30.01.1993, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ættir að koma reglu á
bókhaldið. Þú nýtur þín í
félagslífinu, og sumir eiga
spennandi stefnumót. Vin-
sældimar fara vaxandi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ekki reisa þagnarmúr milli
þín og einhvers nákomins.
Þú færð góðar fréttir varð-
andi viðskipti og ræðir við
ráðamenn.
Tvtburar
(21. maí - 20. júnO
Vinnan er í fyrirrúmi í dag,
en þú hefur samt tíma af-
lögu þegar líður á daginn
til að slappa af eða skvetta
úr klaufunum.
Krabbi
(21. júnf - 22. júlí) Hig
Þú getur átt erfitt með að
sameina gagn og gaman.
Dagurinn er hinsvegar hag-
stæður þeim sem standa í
samningum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert að sinna einhverju
varðandi heimilið árdegis.
Sumir gera mikilvægan
samning í dag. Góðar fréttir
berast.
Meyja
(23. ágúst - 22. septcmber)<JÍ
Nú er hagstætt að ræða við-
skipti eða framtíðarhorfur í
starfí. Þú gætir fengið
kauphækkun eða verðugt
verkefni að glíma við.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú ættir að kynna öðrum
hugmyndir þínar og hæfi-
leika. Hugmyndaauðgi leiðir
til velfamaðar. Astvinir
njóta kvöldsins.
Sporddreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Eigingimi getur komið í veg
fyrir árangur. Góðar fréttir
berast varðandi einhvem í
ijölskyldunni.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Taktu ekki neina áhættu í
kvöld. Dagurinn hentar
þeim vel sem sinna félags-
störfum. Vinafundir em á
dagskrá kvöldsins.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) m
Vinur gæti þurft á aðstoð
þinni að halda. Þróun mála
á vinnustað gæti leitt til
aukinna tekna og viður-
kenningar.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) th
Vinnutilboð þarfnast frekari
íhugunar. Hugmyndir þínar
eru vel þegnar. Þú færð
góðar fréttir varðandi ferða-
lag.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þróunin í peningamálum er
hagstæð. Þú gætir fengið
óvæntan stuðning. Góðar
fréttir berast varðandi Qár-
festingu.
Stjömusþána á aó lesa sem
dœgraávöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staóreynda.
DÝRAGLENS
Il-zí' (SÓLWER.A0\ [a pee&J AtiG/J
W
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
SMÁFÓLK
l'VE DECIDEP l'M NOT 60IN6
TO C0LLE6E..I THINK l'LL
TRA\/PI INPTPAP
Ég hef ákveðið að fara ekki í
menntaskóla ... ég held að ég ferð-
ist í staðinn.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Bandaríska bridssambandið held-
ur árlega þrjár stórar bridshátíðir;
svokallaða „Nationals", sem kenndir
eru við þijár árstíðir: vor, sumar og
haust. Haustleikamir fóru að þessu
sinni fram í Orlando í lok nóvem-
ber. Þátttakan þar sló öll met: á 10
dögum var spilað samfleytt á 15
þúsund borðum! Hápunktur hátíðar-
innar er úrslitaleikur Reisingar-svei-
takeppninnar, sem spiluð er með
„Board-a-Match“-sniði. Spil dagsins
kom upp undir lok þeirrar keppni,
þó ekki milli efstu sveitanna. Hetjan
í suðursætinu heitir Larry Gould:
Austur gefur, enginn á hættu.
Norður
♦ KD7632
VÁD104
Vestur ^ Austur
♦ 95 ♦ 1072
¥9763 11 ^5
♦ 753 Suður ♦ KG109862
♦ K865 ♦ Á104 + Á93
¥ KG82
♦ ÁD4
♦ DG4
Vestur Norður Austur Suður
- - Pass 1 grand
Pass 2 hjörtu 3 tíglar 3 spaðar
Pass 6 spaðar Pass 6 grönd
Pass Pass Pass
„Board-a-Match“-sveitakeppni er
reiknuð út eins og tvímenningur.
Hvert spil gefur einfaldlega topp,
meðalskor eða botn - 2 stig, 1 stig
eða ekkert stig. Þess vegna breytti
Gould í 6 grönd með ÁD f tígli.
Láglitaútspil hefði gert út um
spilið strax á hvom veginn sem er,
en vestur valdi að koma hlutlaust
út með spaða. Einn af útskýrendun-
um í sýningarsalnum, Lew Stansby,
fór að tuldra eitthvað um laufsjö-
una, en enginn skildi hvað hann var
að fara. Ekki strax.
Gould tók alla slagina á spaða og
þijá á hjarta. Staðan leit þá þannig
út:
Vestur
♦ -
¥9
♦ -
♦ K86
Norður
♦ -
¥10
♦ -
♦ 1072
llill
Suður
♦ -
¥ K
♦ ÁD
♦ D
Austur
♦ -
¥ -
♦ KG
♦ Á9
Austur sá sæng sína uppreidda
þegar hjartakóngurinn birtist á borð-
inu, en gerði sitt besta með því að
henda laufás. Gould tók þá tfgulás
og spilaði laufdrottningu. Vestur
drap á kónginn og átti eflir 86 í
laufi, en blindur 107. Nú loks rann
upp fyrir áhorfendum hvað Stansby
var að fara.
En allt var þetta unnið fyrir gýg.
Hinum megin spilaði suður 6 hjörtu
og vann sjö eftir tígulútspil.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
í Evrópukeppni landsliða í
Debrecen í Ungveijalandi í haust
kom þessi staða upp í viðureign
stórmeistaranna Krunoslavs
Hulak (2.530), Króatíu og Nigels
Short (2.655), Englandi, sem
hafði svart og átti leik. Hvítur var
að enda við að drepa baneitrað
peð, lék 22. Rf3xd4?
■ h C Ú • | g h
22. — Hd3! (Nú hefði hvítur getað
gefist upp, því riddarinn á d4 er
fallinn) 23. Rf5 - Hxdl, 24.
Hxdl - Hxc4, 25 Bxc4 - Dd7
og Hulak gafst upp.
Nigel Short náði góðum árangri
f Debrecen að öðru leyti en því
að hann var tekinn í kennslustund
hjá heimsmeistaranum og tapaði
með hvítu. Það truflaði Short
nokkuð að breska sjónvarpsstöðin
BBC var að gera langan þátt um
hann meðan á mótinu stóð og létu
sjónvarpsmenn hann aldrei í friði.