Morgunblaðið - 30.01.1993, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
45
I
I
I
I
)
)
Vanþekking Sturlu
Böðvarssonar
Frá Jóni Helgasyni:
í Morgunblaðinu birtist 24. jan-
úar bréf frá Sturlu Böðvarssyni,
1. þingmanni Vesturlands og vara-
formanni fjárlaganefndar Alþingis.
Tilefni þessa bréfs virðist vera rit-
stjórnargrein í 23. tölublaði búnað-
arblaðsins Freys á síðasta ári. Rit-
stjóri þess mun sjálfsagt fjalla um
efni bréfsins að því leyti sem það
snýr að blaðinu, ef honum finnst
ástæða til þess.
Bréfritari Morgunblaðsins notar
hins vegar þetta tækifæri til að
víkja nokkrum orðum að undir-
rituðum. Ég tel því nauðsynlegt að
gera nokkrar athugasemdir við
þau, þó að þau virðast fyrst og
fremst byggjast á ótrúlegri van-
þekkingu höfundar, en segja má
að þörfin fyrir leiðréttingu sé ennþá
brýnni af þeim sökum. Það er að
sjálfsögðu ekki alvarlegt þó að
Sturla Böðvarsson viti ekki að for-
maður Búnaðarfélags íslands er
ekki í ritstjórn Freys og gefur ekki
fyrirmæli um hvað þar skuli standa
og þaðan af síður standi hann í að
ritskoða efni þess fyrirfram. En
önnur atriði eru alvarlegri.
í bréfi sínu segir Sturla: „Niður-
staðan varð sú að minnka endur-
greiðslur á virðisaukaskatti vegna
svínakjöts, nautakjöts, hrossa- og
alifuglaafurða um 50 milljónir (ekki
250). í stað þess að endurgreiða
260 milljónir verða greiddar 210
milljónir."
Veit Sturla Böðvarsson ekki að
í greinargerð með fjárlagafrum-
varpi fyrir árið 1993 stendur: „Gert
er ráð fyrir að draga úr niður-
greiðslum á nauta-, svína-, hrossa-
og alifuglaafurðum á næsta ári og
nemur framlagið 260 milljónum
króna samanborið við 460 milljónir
króna í ár.“ Síðan bætast við 50
milljónir króna sem Sturla Böðvars-
son stóð að með öðrum í meirihluta
fjárlaganefndar að skera niður við
meðferð fjárlagafrumvarpsins í
nefndinni og þá sjá flestir að niður-
skurðurinn verður 250 milljónir
króna, þ.e. lækkar úr 460 milljón-
um króna í fjárlögum fyrir árið
1992 í 210 milljónir króna í fjárlög-
um 1993. Það breytir engu þó að
200 millj. af niðurskurðinum hafi
þegar komið fram í fjárlagafrum-
varpinu. Meirihluti fjárlaganefndar
mælti með honum líka og niður-
staðan verður sú sama.
í bréfi sínu segir Sturla Böðvars-
son ennfremur: „í ritstjórnargrein
Freys var þess hins vegar ekki
getið að Byggðastofnun fær 100
milljónir króna til þess að efla at-
vinnu í sveitum." Veit Sturla Böð-
varsson ekki að í fjárlagafrumvarp-
inu er ekki ein einasta króna til
Byggðastofnunar til þess að sinna
þessu verkefni sem kveðið er á um
í viðauka II með búvörusamningi.
Það sem Sturla Böðvarsson er
sennilega að víkja hér að er eftir-
farandi breytingartillaga sem
meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar flutti fyrir 3. umræðu
frumvarps til lánsfjárlaga fyrir árið
1993:
„Fjármálaráðherra er heimilt að
lána Byggðastofnun sérstaklega
víkjandi lán að fjárhæð allt að 20
milljónir króna til að mæta fram-
lögum í afskriftarsjóð útlána í
tengslum við ákvæði í viðauka II
við búvörusamning frá 11. mars
1991.“
Veit Sturla Böðvarsson ekki að
Byggðastofnun er ríkisstofnun,
þannig að öll lán sem stofnunin
tekur er með ríkisábyrgð og er því
erfítt að sjá af hveiju þarf slíkt
ákvæði inn í lánsfjárlög um 20
milljónir króna af öllum þeim lánum
sem Byggðastofnun er ætlað að
taka á þessu ári. Eina skýringin
er sú að á sl. ári gaf forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson, út reglugerð
um Byggðastofnun sem batt mjög
hendur hennar þannig að stofnunin
hefur ekki heimild lengur til að
leggja fram áhættufjármagn til
stuðnings atvinnuuppbyggingar
hvorki með hlutafé eða framlögum
og mjög þrengt að heimild til lán-
veitinga. Svör Byggðastofnunar
eru því þau, að það eina sem hún
geti gert séu þó lánveitingar með
vöxtum og verðtryggingu og virðist
Sturla Böðvarsson telja það mikinn
stuðning við uppbyggingu atvinnu-
lífs út um land.
í bréfí sínu segir Sturla Böðvars-
son:.....að í fjáraukalögum fyrir
árið 1992 var veitt til að greiða
uppsafnaða skuld vegna jarðrækt-
arframlaga og einnig uppsafnaða
skuld allt frá árinu 1977 vegna líf-
eyrisskuldbindinga starfsmanna
Allt hefur sinn tíma
búnaðarsambanda. Allt síðasta
kjörtímabil leið án þess að lífeyris-
sjóðsskuldin væri greidd og hafði
formaður Búnaðarfélags Islands
haft gott tækifæri til þess að
tryggja þá hagsmuni bænda, svo
ekki sé talað um þá er hann var
ráðherra allt fram á haust 1988.“
Það er að sjálfsögðu skylt að
þakka fjárveitingar til greiðslu á
lífeyrisskuldbindingum starfs-
manna búnaðarsambandanna, en
aðdragandi málsins er sá, að Líf-
eyrissjóður opinberra starfsmanna
greiddi áður þessar skuldbindingar
og annaðist fjármálaráðuneytið
það. Þær greiðslur voru hins vegar
stöðvaðar þegar Jón Baldvin
Hannibalsson varð fjármálaráð-
herra í ríkisstjóm Þorsteins Páls-
sonar. Kvartanir um þá stöðvun
bárust landbúnaðarráðuneytinu
hinsvegar ekki á meðan undirritað-
ur gegndi starfi landbúnaðarráð-
herra og hafði því ekki tök á að
takast á við þá um þessa breytingu
eins og fjölmörg önnur atriði í sam-
bandi við fjárveitingar til landbún-
aðarins.
Það er að sjálfsögðu rétt að
þakka fyrir hveija þá krónu sem
veitt var til lögbundinna framlaga
samkvæmt jarðræktarlögum, en
e.t.v. væri gagnlegt fyrir Sturlu
Böðvarsson að vita að á árunum
1984-1988 á meðan undirritaður
kom að fjárveitingum í landbúnað-
arráðuneytinu, þá voru framlög
samkvæmt jarðræktar- og búfjár-
ræktarlögum að meðaltali
465.377.000 kr. á verðagi í janúar
1991. En á sama verðlagi voru all-
ar heimildir til greiðslu samkvæmt
þeim lögum á árinu 1992, í fyrsta
sinn sem Sturla Böðvarsson sat í
fjárlaganefnd, kr. 209 milljónir og
í fjárlögum fyrir árið 1993, þegar
Sturla Böðvarsson er varaformaður
fjárlaganefndar, þá eru sömu
greiðslur 172.900.000 kr.
Svipaða sögu er að segja um
margar aðrar fjárveitingar. T.d. var
fjárveiting til Rannsóknarstofnun-
ar landbúnaðarins árið 1988 kr.
160.733.000 á verðlagi í janúar
1991 en á sama verðlagi í fjárlög-
um 1993 kr. 122.000.000.
Vonandi nægja þessar stað-
reyndir til að hvetja Sturlu Böð-
varsson til að kynna sér málin bet-
ur og herða róðurinn við að vinna
sem best að málefnum landbúnað-
arins eins og ég er sannfærður um
að Sturla Böðvarsson vill gera.
JÓN HELGASON,
alþingismaður, Seglbúðum
Pennavinir
DAN AYKROYD
RIVER PHOENIX
DAVID STRATHAIRN
SIDNEY POITIER
Frá Matthíasi Eggertssyni
í Bréfi til blaðsins 24. janúar sl.
er bréf frá Sturlu Böðvarssyni al-
þingismanni þar sem hann vekur
athygli á að gefnar hafí verið rang-
ar upplýsingar í ritstjórnargrein
Búnaðarblaðsins Freys, 23. tbl.
1992. Þar er sagt að af viðbótar-
lækkun ríkisútgjalda upp á 1.240
uiillj. kr. sem ríkisstjórnin hafí kom-
ið sér saman um að framkvæma
skyldi landbúnaðinum gert að taka
ú sig kr. 250 millj.
Þegar umrædd ritstjórnargrein
var skrifuð seint í nóvember stóðu
mál eins og að framan greinir. Frá
því var rækilega greint í fjölmiðlum
og það er ekki rétt hjá Sturlu Böð-
varssyni að Jón Helgason alþm.
hafí haft afskipti af þessum skrifum
í Frey.
Tillögur ríkisstjómarinnar fóru
síðan til meðferðar Alþingis og þar
með fjárlaganefndar þar sem Sturla
Böðvarsson er varaformaður. Eftir
ítarlega meðferð á málinu varð nið-
urstaða Alþingis sú að umræddur
niðurskurður til landbúnaðarmála
var minnkaður úr kr. 250 millj. í
kr. 50 millj. eins og Sturla Böðvars-
son getur réttilega, jafnframt því
sem ákveðnar voru aðrar fjárveit-
ingar til styrktar landbúnaði og
dreifbýli sem Sturla getur einnig
um og þakka ber.
Rétt og skylt er að það komi fram
að Freyr hefur ekki getið um þessa
breytingu sem varð á ákvörðunum
ríkisstjórnarinnar, né áðurnefndrar
viðbótarfjárveitingar. Þar er blaðið
í slæmum félagsskap fleiri fjölmiðla
sem haga sér í anda Lofts ríka
Guttormssonar, þar sem hann yrkir
í Háttatali sínu fyrir um 500 árum:
„Ef málin eru tvenn til, að tendra
það sem verr stendr."
Umkvörtunarefni Sturlu Böð-
varssonar í garð Freys kennir mér
hins vegar þá lexíu að varast skuli
að trúa því sem nýju neti að ákvarð-
anir ríkisstjóma komist endilega til
framkvæmda,
Nú má spyija hveiju það sæti
að talsmenn bænda brugðust svo
hart við ákvörðun ríkisstjómarinnar
um viðbótarniðurskurð^ á fjárveit-
ingum til landbúnaðar. Ástæðan var
sú að engin stétt né starfshópur í
landinu befur sætt annarri eins
tekjuskerðingu og þeir sl. tvö ár.
Þar má nefna að sauðfjárbændur
hafa fengið á sig 31% niðurskurð
á brúttótekjum, með niðurfærslu
framleiðsluréttar um sama hundr-
aðshluta. Nettó tekjumissir þeirra
getur bæði verið meiri og minni en
þetta; minni t.d. þar sem viðhalds-
þörf á búinu er lítil en meiri t.d.
þar sem greiða þarf háar upphæðir
í afborganir og vexti af fjárfest-
ingalánum. Þau lán hækka ekki
þótt tekjumöguleikar rýrni.
Ég trúi að okkur Sturlu Böðvars-
syni sé þetta jafnmikið áhyggjuefni.
MATTHÍAS EGGERTSSON,
ritstjóri Freys,
Bændahöllinni, Hagatorgi.
Kanadískur frímerkjasafnari vill
komast í samband við íslenska safn-
ara:
Paul Torrington,
76 Guildwood Drive,
Hamilton,
Ontario,
Canada L9C 6S4.
Frá Sádi Arabíu skrifar 25 ára
Indveiji með áhuga á ferðalögum,
bréfaskriftum, ljósmyndun, kvik-
myndum o.fl.:
Khursheed Alam,
P.O. Box 4308,
Dammam - 31491,
Saudi Arabia.
LEIÐRÉTTIN G AR
MARY McDONNELL
...OG ÞETTA ERO
6ÓDU KALLARHIR
Rangt starfsheiti
í grein Grétars Guðmundssonar
læknis í blaðinu í gær var hann
sagður vera fangalæknir. Það er
ekki rétt, því Grétar Guðmundsson
er taugalæknir, sérfræðingur við
taugalækningadeild Landspítala.
Er hann beðinn velvirðingar á þess-
um mistökum.
Misritun
í frétt á blaðsíðu 5 í Morgunblað-
inu í gær misritaðist heiti á óperu
Puccinis Manon Lescaut. Ritháttur-
inn er eins og hér er notaður. Beð-
ist er velvirðingar á þessu.
FRUMSÝND Á ÞRIÐJUDAG
í HÁSKÓLABÍÓI