Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRUAR 1993 Hjartans þakkir til ykkar allra, sam glödduð mig á 80 ára afmœli mínu þann 30. janúar sl. meÖ stórri veislu, gjöfum og skeytum og geröu mér daginn ógleymanlegan. Bestu þakkir og UfiÖ heil. Asrún Pálsdóttir frá Garði, Skarðshlíð 16A, Akureyri. INGDI) NUNA Nú er rétti tíminn til aö hefja reglulegan sparnaö með áskrift aö spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, Jiringdu í 62 60 40, ,69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. Kalkofnsvegi 1, sími 91- 699600 ÞJONUSTUMIÐSTÖD RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 Kringlunni, sími 91- 689797 3JU Hvernig bregð- ast sveitarfé- lögin við at- vinnuleysinu? Vísbénding segir m.a.: »ÁhySKÍur *' atvinnu- ástandi hafa mótað reksturinn (l\já sveitarfé- lögum) að undanförnu, framkvæmdum hefur verið flýtt og lán tekin til að draga úr atvinnu- leysi. Þetta hefur bæði bein og óbein áhrif á at- vinnuástandið. Aukin starfsemi bæjarfélaga getur bæði aukið umsvif annar staðar í þjóðfélag- inu og dregið úr þeim. Þjóðhagslíkan Vísbend- ingar, sem búið var til í sumar (Visbending 21. ágúst) gefur þá niður- stöðu að rekstrarhalli þessara fjögurra stærstu sveitarfélaga (Akur- eyrar, Kópavogs, Hafn- arfjarðar og Reykjavík- ur) Í993 gæti dregið úr atvinnuleysi hér á landi um nálega 0,2%. Þetta eru riflega 250 ársverk. Erfiðara er að meta áhrifin í einstökum sveit- arfélögum, en ekki kæmi á óvart að í Reykjavik lækki hlutfall atvinnu- lausra um 0,3-0,4% vegna hallans miðað við það sem væri ef seglin væru rifuð og stefnt að því að reka borgina á sléttu. Það eykur þensluáhrifin að hallinn er að mestu fjármagnaður með er- lendum lánum, þamiig að vextir hækka ekki vegna lántökunnar. En þetta gæti verið skammgóður vermir, verri fjárhagur Peningaleg staða stærstu kaupstaða sem hlutfall af rekstrartekjum, 1992 lauslegt mat, 1993 fjárhagsáætlun Reykjavík 1987 1 1989 1990 1991 1992 1993 Afkomuhalli sveitarfé- laga og atvinnuleysið Afkomuhalli fjögurra stærstu sveitarfé- laganna (rekstrarniðurstaða að frádregn- um fjárfestingum) stefnir í meira en einn qg hálfan milljarð króna á þessu ári. Ástæðan er meðal annars sú, að sveitar- félögin hyggja á miklar framkvæmdir, til að sporna gegn vaxandi atvinnuleysi, sem að hluta til verða fjármagnaðar með lántökum. Skuldasöfnun rýrir á hinn bóg- inn framkvæmdagetu í framtíðinni. Stak- steinar staldra í dag við grein í Vísbend- ingu um þetta efni. rýrir framkvæmdaget- una í framtíðinni. Hættnmörk í fjárhag sveit- arfélaga Að vissu marki er skynsamlegt að sveitar- félög flýti framkvæmd- um þegar doði er í efna- hagslífi eins og nú, því að þá eru 1 í ki i r á að hægt sé að gera hagkvæma verksamninga. Hitt er umdeilt hvort þau eiga að halda uppi fram- kvæmdum tíl þess eins að halda uppi vinnu. Ef samdráttur í atvinnulífi reynist langvinnur er hætt við að þau steypi sér í fjárhagserfiðleika sem erfitt gætí reynst að ráða við." „Arið 1990 voru pen- ingalegar eignir Reykja- víkurborgar meiri en skuldir, en horfur eru á að peningastaðan verði frádræg um 25-30% rekstrartekna í árslok 1993 (peningalegar eign- ir eru sjóður, bankainni- stæður og verðbréf; pen- ingastaða er peningaleg- ar eignir minus skuldir). Staða Reykjavíkur er þó enn mun betri en ann- arra stórra kaupstaða. Peningastaða Kópavogs- bæjar er nú frádræg um sem svarar tæplega árs- tekjum bæjarins, en fer heldur batnandi (sjá mynd). Skuldir Hafnar- fjarðarbæjar eru aftur á mótí að aukast og horfur eru á þvi að í lok árs verði peningaleg staða hans frádræg um 50% árstekna. I skýrslu um fjárhag sveitarfélaga, sem nefnd á vegum félagsmálaráð- herra tók saman fyrir þremur árum, er rætt um viðmiðunartölur fyrir fjárhag sveitarfélaga. Segir þar, að þessar viðmiðanir gætu t.d. ver- ið að nettóskuldir fari yfirleitt ekki yfir yfir 50% af tekjum og að hættumörkum væri náð þegar hlul 1 'allið væri orð- ið 80-90%. Vafasamt er að hættumörk í fjárhag sveitarfélaga séu í raun eins lag og þarna er nefnt Hitt er annað mál að svo miklar skuldir hh'óta að leiða tíl þess að minna verður úr fram- kvæmdum en ella..." Frjálsir ljósvakamiðlar Hagsmunasamtök stofnuð STOFNFUNDUR hagsmunasamtaka frjálsra Ijósvakamiðla var hald- inn síðastliðinn laugardag og hlutu samtökin nafnið Félag frjálsra ljósvakamiðla, en þeim er ætlað að stuðla að eðlilegri samkeppni ljósvakamiðla, vinna að sanieigintcgum hagsmunamálum þeirra og að aukinni markaðshlutdeild þeirra á fjölmiðlamarkaðinum. Stofnfélagar eru Aðalstöðin, FM957, Bylgjan, Útvarp Bros, Stöð 2, Sólin og Sýn. Kjörin var stjórn fyrir félagið til eins árs og var for- maður kjörinn Sverrir Hreiðarsson útvarpsstjóri FM957, en meðstjórn- endur Þormóður Jónsson fram- kvæmdastjóri Aðalstöðvarinnar og Böðvar Jónsson stjórnarmaður Út- varps Bros. Aðilar að félaginu geta orðið allir handhafar útvarpsleyfa, nema ríkisvald og sveitarfélög, svo og félög og stofnanir þeirra. Handhaf- ar útvarpsleyfa, sem njóta sér- stakra styrkja opinberra aðila eiga heldur ekki rétt á að vera í félaginu. RABBFUNDUR I VIB-STOFUNNI GfirA. Gunnlaugsson, framkv<rmdastjóri Marels hf HVERNIG NÆST ÁRANGUR f ÚTFLUTNINGI Á ÍSLENSKU HUGVITI OG FRAMLEIÐSLU? Á morgun, fimmtudaginn 11. febrúar, verður Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf. í VIB- stofunni og ræðir við gesti um árangur fyrirtækisins og framtíðaráform. Höfum við vannýtt íslenskt hugvit? Vantar íslenskt fjármagn þolinmæði? Hlutabréf í Marel hafa hækkað um 40% á einu ári. Hvers vegna? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. > 4 GD-1 1 wJ J S T O F A N Armúla 13a, 1. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.