Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 23 pJiargmmMWftiífr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Bolungarvík Iáratugi var atvinnurekstur Einars Guðfinnssonar og fjölskyldu hans í Bolungarvík glæsilegt tákn um það hvað dugnaður og djörfung, atorka o g framsýni einstaklinga geta áorkað miklu í atvinnulífi og uppbyggingu heilla byggðar- laga. Þótt þessi fyrirtæki hafi nú verið lýst gjaldþrota breyt- ir það engu um afrek frum- heijans og samverkamanna hans. Gjaldþrot Einars Guð- finnssonar hf. og dótturfyrir- tækis er hins vegar eitt dæmi af mörgum á undanförnum misserum um þá sviptibylji, sem ganga yfír atvinnulíf landsmanna um þessar mund- ir. Á langri vegferð verða mönnum á mistök í atvinnu- rekstri sem í öðru. í sjávarút- vegi getur misheppnuð fjár- festing, hvort sem er í skipum eða fískvinnslustöðvum verið afdrifarík. Sumum fiskiskip- um fylgir mikil gæfa, óheppn- in eltir önnur. Ekki er ólík- legt, að á einhveiju tímabili hafi fyrirtækin í Bolungarvík lagt út í fjárfestingar, sem ekki hafa skilað nægilegum arði og þess vegna orðið þungar í skauti, þegar fram liðu stundir. Á tímum óðaverðbólgu og neikvæðra vaxta sá verðbólg- an um að draga úr afleiðing- um óarðbærra fjárfestinga eða annarra mistaka í rekstri. Öðru máli gegnir hins vegar um síðasta áratug og það efnahagsumhverfi, sem við höfum búið við frá því að verðtrygging varð almenn 1979 og raunvextir ekki bara jákvæðir heldur háir eins og þeir urðu um miðjan síðasta áratug. Verðtrygging og háir raunvextir hafa orðið til þess, að óarðbær fjárfesting, eða offjárfesting hefur orðið at- vinnufyrirtækjum dýrkeypt, svo að vægt sé til orða tekið. Atvinnulífið var lengi að átta sig á þeirri gjörbreyt- ingu, sem varð í efnahagslífi landsmanna á síðasta áratug. Fyrirtæki, sem í upphafi verð- tryggingar og hárra raun- vaxta voru mjög skuldsett eða gættu ekki að sér í fjárfest- ingum fyrri hluta þessa tíma- bils að ekki sé talað um fyrir- tæki, sem rekin hafa verið með tapi að einhveiju leyti, hafa átt mjög undir högg að sækja. Þegar kreppir að, eins og gert hefur undanfarin misseri, standa þau ekki af sér þá sviptibylji, sem yfir ganga. Til viðbótar almennt erfið- um rekstrarskilyrðum hafa komið sérstakir erfíðleikar í sjávarútvegi síðustu árin vegna mikils samdráttar í afla. Þegar allt þetta kemur saman, aflasamdráttur, mikl- ar skuldir, verðtrygging og háir raunvextir og margvísleg önnur vandamál, getur niður- staðan orðið sú, sem nú blas- ir við í Bolungarvík. Sú niður- staða er unnendum einka- framtaks og fijáls atvinnu- rekstrar harmsefni. En því má ekki gleyma, að atvinnurekstur Einars Guð- finnssonar reis úr rústum fyr- irtækis, sem hafði gefízt upp í Bolungarvík snemma á öld- inni. Þá sögu er hægt að end- urtaka. Leið Bolvíkinga við þessar aðstæður getur ekki verið sú að efna til bæjarút- gerðar um rekstur togaranna. Bæjarfélagið hefur ekkert fjárhagslegt bolmagn til þess og reynslan af bæjarútgerð- um er slæm. Sízt af öllu ætti þetta vígi einkaframtaksins í áratugi að leita slíkrar lausn- ar. Vel má vera, að Bolvíking- ar verði að draga saman segl- in um skeið meðan nýtt sjáv- arútvegsfyrirtæki er byggt upp. En það eiga þeir að gera undir merkjum einkafram- taks en ekki bæjarútgerðar. I Bolungarvík býr harðdug- legt fólk, sem kann vel til verka, bæði í útgerð og fisk- vinnslu. Þá þekkingu og hæfni eiga Bolvíkingar að nota til nýrra átaka. Þeir eiga að stilla saman krafta sína og leita að nýjum forystu- manni. Bæjarfélagið getur verið bákhjarl slíks framtaks. Það er þrátt fyrir allt marg- falt auðveldara en þegar Ein- ar Guðfinnsson ungur með tvær hendur tómar hóf upp- bygginguna í Bolungarvík, sem breytti þessu plássi úr fátæku sjávarþorpi í glæsileg- an kaupstað. Saga Einars Guðfinnssonar hf. nær yfir 70 ára tímabil Þijú hlutafélög störfuðu á grunni fyrirtælda Einars ÞRJÚ hlutafélög sem fyrir rúmum tveimur árum voru stofn- uð upp úr fyrirtækjunum sem Einar Guðfinnsson útgerðar- maður og síðar einnig synir hans byggðu upp hafa verið starfandi í Bolungarvík fram á þennan dag. Eitt fyrirtækið er um sjávarútvegsreksturinn, annað um verslunina og það þriðja er eignarhaldsfélag. Tvö þessara fyrirtækja hafa nú verið úrskurðuð gjaldþrota. Stofnandinn Fyrirtækin eru kennd við stofnand- ann, Einar Guðfinnsson útgerðar- mann í Bolungarvík. Einar varð ung- ur formaður á bátum í ísafjarðardjúpi og hóf eigin útgerð. Hann miðaði ávallt stofnun fyrirtækis síns við 1. nóvember 1924 og nær saga þess því ýfir nálægt sjötíu ára tímabil. Á þeim degi sem Einar miðar upphaf atvinnu- rekstrar síns við var undirritaður samningur um kaup hans á eignum sem Hæstikaupstaður hf. átti á Búð- arnesinu í Bolungarvík. Eignirnar voru verbúð, fiskhús og verslunarbúð, auk skúra, skemmu, uppsáturs fyrir tvo báta og leiguréttar á reitum. Á þessum grunni byggði Einar upp útgerðar-, fískvinnslu og verslunar- fyrirtæki í Bolungarvík og varð það eitt af stærstu fyrirtækjum landsins. Reksturinn var í nokkrum hlutafélög- um sem Einar og fjölskylda hans áttu. Einar lést fyrir nokkrum árum. Þrír synir hans, Guðfinnur, Jónatan og Guðmundur Páll, höfðu þá fyrir all- löngu tekið við daglegum rekstri fyr- irtækjanna og síðar komu synir þeirra einnig inn í stjórnunina. Sér félag um sjávarútveginn Eftir skipulagsbreytingar á rekstri fyrirtækjanna í Bolungarvík tóku hlutafélög með nýjum nöfnum við starfseminni 1. janúar 1991. Stofnað var sérstakt félag um sjáv- arútvegsreksturinn. Fékk það nafnið Einar Guðfinnsson hf. Þau fyrirtæki sem sameinuðust undir hatti sjávarút- vegsfyrirtækisins voru Baldur hf., sem gerði út togarann Dagrúnu, Völusteinn hf., sem gerði út togarinn Heiðrúnu, Ishúsfélag Bolungarvíkur hf., sem var eitt af stærstu frystihús- um landsins og var auk þess með rækjuvinnslu, og sjávarútvegsþáttur- inn í rekstri Einars Guðfinnssonar hf. (eldra félagsins með því nafni) en það var saltfiskverkun og loðnuverk- smiðja. Auk þess áttu þessi fyrirtæki saman 47,5% hlut í loðnuskipinu Júp- iter. Stjórn Einars Guðfinnssonar hf. skipa, samkvæmt upplýsingum frá Hlutafélagaskrá en upplýsingarnar eru frá því eftir aðalfund 2. maí 1991: Einar Benediktsson, Jónatan Einars- son, Bjarni Snæbjörn Jónsson, mark- aðsstjóri Oiíufélagsins Skeljungs hf. sem á hlut í fyrirtækinu, Ásgeir Sól- bergsson, Guðmundur Ásgeirsson, Guðfinnur Einarsson og Guðmundur P. Einarsson. Einar Benediktsson, sem verið hefur stjórnarformaður, sagði nýlega af sér embættinu og gegnir Ásgeir Sólbergsson því til bráðabirgða. Einar Jónatansson er framkvæmdastjóri og með honum í framkvæmdastjórn eru Jónatan og Guðfinnur. Hlutafé er 95,3 milljónir kr. Eignarhaldsfélagið Hólar Annað fyrirtæki upp úr eignum Einars Guðfinnssonar heitir Hólar hf. og er það nánast eignarhaidsfélag. Það á saltfiskverkun, en rekstur hennar hefur verið aflagður, og físk- mjölsverksmiðju sem Einar Guðfinns- son hf. leigir og rekur. Hólar hf. eiga verslunarhúsnæðið á Vitastíg 1 til 3 sem Verslun E. Guðfinnssonar hf. ieigir og skrifstofuhúsnæði í Aðal- stræti 21 sem Einar Guðfinnsson hf. leigir, auk húsnæðis á Hafnargötu 56 til 58 þar sem EG hf. er með ver- búð og VEG hf. rekur veiðarfæra- verslun. Upplýsingar hlutafélagskrár um Hóla hf. eru komnar nokkuð til ára sinna, eða frá því eftir aðalfund 26. júní 1984. Guðfinnur Einarsson er þar skráður stjórnarformaður og með honum í stjórn Jónatan Einarsson og Guðmundur P. Einarsson. Skráð hlutafé er 600 þúsund krónur. Verslunin utan við skiptin Verslunarfyrirtæki EG-manna heitir Verslun E. Guðfinnssonar hf. en það var áður heiti verslunar fyrir- tækisins um árabil. Félagið hefur ekki verið í greiðslustöðvun eða gjald- þrotameðferð með hinum félögunum tveimur. Félagið rekur mat- og ný- lenduvöruverslun og samhliða henni bakarí og kjötdeild. Einnig fataversl- un, sportvörudeild og gjafavörudeild, auk veiðarfæraverslunarinnar. Félagið var stofnað 20. desember 1990. Auk EG hf., sem á innan við helming hlutafjár, eru meðal hluthafa í verslunar- og heildsölufyrirtæki í Reykjavík og á ísafirði. í þeim hópi eru O. Johnson & Kaaber hf. og Fáik- inn hf. í Reykjavík. í stjórn Verslunar E. Guðfinnssonar hf. eru, samkvæmt tilkynningu til hlutafélagaskrár eftir aðalfund 20. september síðastliðinn: Jónatan Einarsson formaður, Einar K. Guðfinnsson, Páll Bragason, Einar Guðmundsson, Friðþjófur Ó. Johnson og Kristján Jónatansson. Kristján er framkvæmdastjóri félagsins. Hlutafé er 16 milljónir kr. Tveir togarar og hlutur í loðnuskipi Hér að framan hefur verið greint frá helstu fasteignum félaganna. Eins og fram kemur einnig á Einar Guð- fmnsson hf. tvo togara og tæplega helming í loðnuskipi. Fyrirtækið hætti bátaútgerð fyrir mörgum árum. Togarinn Dagrún ÍS-9 var smíðað- ur i Frakklandi 1974. Þetta er 500 brúttólesta skip sem hefur tæplega 2000 tonna kvóta í þorskígildum. Togarinn Heiðrún ÍS-4 var smíðað- ur á ísafirði 1977. Skipið er 294 brútt- órúmlestir að stærð og hefur 1420 tonna kvóta í þorskígildum. Togarar þrotabúsins hafa því samtals um 3.420 þorskígildistonna kvóta í bol- fiski. Loðnuskipið Júpiter RE-161 er 747 brúttórúmlestir að stærð. Skipið var smíðað Þýskalandi 1957 fýrir Bæjar- útgerð Neskaupstaðar og hét þá Gerpir NK. Skipið var selt til Júpiters hf. í Reykjavík og siðan keypti Hrólf- ur Gunnarsson það. Árið 1989 keyptu Einar Guðfínnsson hf. og Lárus Grímsson hlut í skipinu. EG og Hrólf- ur eiga 47,5% hvor aðili og Lárus 5%. Júpiter veiddi 20.760 tonn af loðnu á síðustu vertíð og er auk þess með 62 þorskígildistonna kvóta og rækju- kvóta. Ketill Helgason fiskverkandi í Bolungarvík Okkur eru ekki all- ar bjargir bannaðar KETILL Helgason, fiskverkandi í Bolungarvík, rekur eigið fyrirtæki Djúpfang hf. og er með á milli 20 og 30 manns í vinnu, er þeirrar skoðunar að Bolvíkingum beri að leggja aukna áherslu á línubátaútgerð og rækjuveiðar. Hann telur að jafnvel Iínubátaútgerð frá Bolungarvík geti nægt til þess að halda uppi nægri atvinnu í frystihúsi staðarins. Ketill kaupir fisk til verkunar að mestu leyti á fiskmörkuðum. „Ætli ég hafi ekki keypt hátt í 3.000 tonn af fiski til verkunar og þar af voru um 1.000 tonn keypt á markaði á liðnu ári og það sem af er þessu 'ári hef ég keypt allan minn físk á mark- aði,“ sagði Ketill í samtali við Morg- unblaðið í gær. Togaraútgerð gengur ekki upp Ketill var spurður hvort hann teldi að Bolvíkingar og þá hugsanlega hann í samvinnu við aðra myndu reyna að kaupa annan togara EG og hefja togaraútgerð: „Nei, það kemur ekki til greina. Mig langar í fyrsta lagi ekkert til þess og svo hefði ég ekkert bolmagn til þess að ráðast í slíka fjárfestingu. Togarar eru einfaldlega allt of dýrir. Kvóti þeirra er svo hátt metinn og sá sem vildi kaupa togara með umtalsverð- an kvóta þarf að punga út nokkur hundruðum milljóna króna og útgerð togarans verður einfaldlega ekki rekstrarhæf eining eftir slíka fjár- festingu, því togarinn, þótt hann fiski vel, stendur ekki undir því að borga laun, afborganir af lánsfénu og fjármagnskostnaðinn. Að kaupa togara og ætla að skulda hann geng- ur einfaldlega ekki upp.“ En hvað sér Ketill þá framundan í atvinnulífi Bolvíkinga, ef hann er vantrúaður á að togararnir haldist í plássinu? „Ég er voðalega hræddur um að togararnir verði seldir og kvótinn með þeim. Ef þeim hins vegar tekst að halda togurunum hérna í bæjarfélaginu, þá vil ég nú bara flokka það undir kraftaverk. Það er rétt að taka það fram að ég er mikill bjartsýnismaður að eðlis- fari, en í þessum efnum er ég mjög svartsýnn. Hér er rækjuverksmiðja og það þarf enga togara til þess að reka hana. Ég hugsa að gáfulegast væri í stöðunni að reyna að koma henni í gang. Þar gætu unnið 15 til 20 manns. Hér er fullt af rækjubát- um. Fyrirtækið okkar á einn þriðja í rækjubát á móti tveimur öðrum. Við lönduðum rækjunni hjá EG allt síðastliðið sumar og það er alltaf hægt að kaupa rækju af hverjum sem er,“ segir Ketill. Fólk má ekki drepast ofan í klof sér En gætir þú bætt við þig mann- skap í fiskvinnslunni hjá þér? „Já, já. Ég gæti bætt við mig ein- hveijum mannskap, en ég er þá ekki að tala um neina tugi. Miklu fremur nokkra menn. Ég er nú þeg- ar með á milli 20 og 30 manns í vinnu. Fólk hér má ekki drepast ofan í klof sér og segja bara það kemur enginn að hjálpa mér, þótt nú syrti í álinn. Fólkið verður að hjálpa sér sjálft líka.“ Telur þú að það væri möguleiki að halda frystihúsinu gangandi í Bolungarvík, með því að treysta einvörðungu á afla línubáta? „Ja, hvers vegna ekki? Einar Odd- ur gerir það á Flateyri. Hér er óhemjumikill fiskur á sumrin, sem mikill fjöldi línu- og færabáta sækir. Togararnir hafa ekki verið að fiska neitt mikið hér í vetur. Hér þarf ekki allt að fara í auðn. Auðvitað verða hér minni umsvif og það verð- ur erfiðara en hingað til að fá at- vinnu héma. Hér verður líka minna að gera hjá öllum þjónustufyrirtækj- um og þess háttar, þannig að áhrif- in af þessu gjaldþrotamáli verða örugglega keðjuverkandi. En að vera með vangaveltur um að Bolungarvík fari í eyði eins og Hesteyri, Grunna- vík og Aðalvík gerðu hér á árum áður, ég tek ekki einu sinni þátt í slíkum umræðum og tel þær vera út í hött. Alla vega er ég ekkert að fara héðan,“ segir Ketill. Dreg ekki úr áfallinu Ketill bendir á að það sé heilmik- Ekki á leið brott KETILL Helgason, fiskverkandi í Bolungarvík, telur vangaveltur um að Bolungarvík fari í eyði út í hött. il önnur vinna í Bolungarvík. Við hliðina á honum sé Fiskiðja Jakobs Valgeirs, þar sem starfi um einn tugur manna og það fýrirtæki reki tvo línubáta, sem í kringum 15 manns vinni á. í öðru húsi þar fýrir ofan sé einnig fiskvinnsla, með sjö til átta starfsmönnum. Það fyrirtæki geri út 3 línubáta. „Ég hef því ekki alveg áttað mig á þessum tölum, að um 70% vinnufærra manna verði atvinnulausir, við það að EG lokar. Ég ætla síður en svo að draga úr því áfalli sem þetta er fyrir byggðar- lagið, en ég vil nú eindregið halda því fram að okkur séu ekki allar bjargir bannaðar," segir Ketill Helgason. Il=i | l1—'Mi aaam Punktap úp sögu f yrirtækja EG 1924: Upphaf atvinnurekstrar Einars Guðfinnssonar. Þann 1. nóvember kaupir hann eignir Hæstakaupstaðar hf. á Búðarnesinu í Bolungarvik. 1925: Á skírdag flytur Bnar til Bolungarvíkur með fjölskyldu sína. Hann gerir út tvo eigin báta og kaupir fisk af fimm árabátum og selur fiskinn óunninn. Um haustið kaupir hann afla af 15-16 árabátum og skektum og hefur tliótlega eiqin fiskvinnslu. 1925: Verslunarrekstur hafinn 2. nóvember. 1928: Kaupir Rauða húsið og norðurendann niðri af Norska húsinu til að geyma fisk. 1929: íshúsfélag Bolungarvíkur stofnað 17. júni og vélfrystihús byggt. 1930-35: Fimm bátar keyptir. 1933: Keypt tvö fiskhús í Ögurnesi. | 1933: Keyptar fasteignir og skip úr dánarbúi Péturs Oddssonar. 1939: Hafin vinnsla I fiskimjöls- verksmiðju. 1941: Hraðfrystihús íshúsfélagsins tekur til starfa. 1944: Vélsmiðja Bolungarvikur hf. stofnuð með bátttöku íshúsfélaqsins. 1946: Útgerðarfélagið Rún hf. stofnað um kauoin á Hugrúnu. 1947: Útgerðartélagið Völusteinn hf. stofnað og nýr Bnar Háifdáns kevotur. 1947: Hafin síldarsöltun á Norðurlandi, 5-8 bátar á síldveiðum. 1949: Fiskmjölsverksmiðja Bolungarvikur hf. stofnuð og byggð' beinamiöisverksmiðia. 1952: Hafnar rækjuveiðar. 1954-55: Byqgt verslunarhús. 1958: Útgerðarfélagið Baldur hf. stofnað um kaup á „tappatogaran- um” Guðmundi Péturs. 1962: Jappatogararnir” Sólrún og Hafrún kevotir. 1963: Sildarverksmiðja Einars Guðfinnssonar hf. stofnuð og bræðsla byggð. 1964: Ný Hugrúnkeypt. 1972-73: Byggt verslunar- og skrifstofuhúsnæði. 1975: Skuttogarinn Dagrún ÍS-9 kemur til landsins. 1977: Skuttogarinn Heiðrún ÍS-4 .smíðuð, . 1989: Keyptur 47,5% hlutur í loðnuskipinu Júoiter RE-161. • 1991:1. janúar taka til starfa þrjú hlutafélög sem stofnuð eru upp úr fyrirtækjum Einars Guðfinnsonar. Til verða sjávarútvegsfyrirtækið Einar Guðfinnsson hf., eignarhaldsfélagið Hólar hf. og Verslun E. Guðfinns- sonarhf......................... 1992: í október er sótt um greiðslu- stöðvun fyrir Einar Guðfinnsson hf. og Hóla hf. 1993:15. febrúar eru bú Einars Guðfinnssonar hf. og Hóla hf. gefin upp til gjaldþrotaskipta. Byggt m.a. 6 {jrtare aðgu öoðtniasonaf, eftlr JakoÞsson. Jóhann Bergþórsson keypti meðeigendur út úr Hagvirki-Kletti mér að berjast á mína ábyrgð Tókað í þessu í OKTÓBERMÁNUÐI síðast- liðnum urðu þær breytingar hjá Hagvirki-Kletti að Svavar Skúlason og Gísli J. Friðjóns- son gengu úr stjórn þess og Aðalsteinn Hallgrímsson úr varastjórn en Jóhann G. Bergþórsson settist einn í aðal- sljórn en Bergþór Jóhannsson situr í varastjórn. Jóhann sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði ásamt Svavari keypt Gísla og Aðal- stein út úr félaginu um þetta leyti og þeir tveir ættu það einir eins og Hraunvirki í upp- hafi. „Ég tók það að mér að berjast með þetta alfarið á fulla ábyrgð mína,“ sagði Jó- hann, aðspurður um ástæður fyrir eignabreytingunni. Jó- hann sagði að þeir Svavar hefðu greitt nokkrar milljónir fyrir hlut Gísla og Aðalsteins í félaginu. Nafn Hraunvirkis, sem stofnað hafí verið vegna virkjanaframkvæmda á Þjórsársvæðinu, breyttist í Hagtölu eftir að tölvufyrirtæki með því nafni var keypt af Hagvangi. Jóhann sagði, að ástæðan fýrir kaupunum hafi verið skattatap sem Hagtala átti en félögin hafi verið sameinuð undir nafni þess fýrirtækis vegna þess að um þetta leyti gekk Ellert Skúlason út úr því samstarfi. Aðalsteinn og Gísli hafi gengið inn í Hagtölu árið 1991. Jóhann sagði að þessi uppskipti á Hagvirki-Kletti hafi farið fram í miklu bróðerni milli hans sjálfs og Svavars, sem verið hafi upphaflegu aðaleigend- umir, annars vegar og Aðalsteins og Gísla hins vegar og þeir ættu enn í ýmsu samstarfi. „Menn hafa skipt með sér verkum. Aðalsteinn rekur fyrirtæki sem við eigum með sænska í ályktuninni segir: „Einnig lýsum við furðu okkar og áhyggjum á aðför þeirri sem bústjóri þrotabús Fómar- lambsins með fjármálaráðuneytið að bakhjarli gerir nú að Hagvirki-Kletti hf.,“ Þar segir einnig að þessi aðför vegi verulega að möguleikum fyrir- tækisins til að halda áfram starfsemi og þar með atvinnuöryggi og lífsaf- komu starfsfólksins. Skorað er á ráð- herra að að skoða afleiðingar þessa gjömings gaumgæfilega í því atvinnu- fyrirtækinu NCC. Það heitir Hagtak og sér um framkvæmdir við Þjóðar- bókhlöðuna. Svo eigum við strætis- vagnafyrirtæki sem heitir Hagvagnar. Gísli Friðjónsson er þar framkvæmda- stjóri og beitir kröftum sínum að því en er hættur störfum hér.“ ástandi sem nú ríkir, með það í huga annars vegar hver yrði ávinningur og hins vegar hver muni bera skaðann. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar lög- fræðings hjá Hagvirki, eins þeirra starfsmanna sem gengu á fund ráð- herra, var fundurinn vinsamlegur og kvaðst ráðherra mundu skoða málið' sérstaklega án þess þó að gefa nokk- ur vilyrði um að ákvörðunum yrði breytt. Starfsmenn ræddu við fjármálaráðherra Forsvarsmenn starfsmannafélags Hagvirkis og tveir starfs- manna fyrirtækisins gengu í gær á fund Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra og ræddu við hann um stöðu málsins og kynntu honum ályktun sem samþykkt var á fundi í félaginu í fyrradag. í ályktuninni segir að starfsmenn standi einhuga að baki for- svarsmanna og eigenda Fórnarlambsins, áður Hagvirkis, og Hagvirkis Kletts og fordæmi allar aðdróttanir um vafasaman gjörning við eignaskipti fyrirtækjanna í desember 1990. í bréfi sem ráðherra var afhent segir að einsýnt virðist að miðað við þá aðferð sem nota eigi við mat á eignunum, þ.e. að miða við að um nauðungarsölu sé að ræða, virðist gerðarbeiðandinn hafa ákveðið fyrirfram að til gjaldþrots komi. Þessi óvissa kippir fótunum undan öllu STARFSMENN Hagvirkis- Kletts hf. heyrðu um kyrr- setningarkröfu bústjóra Fórnarlambsins í fjölmiðlum um helgina. Meðal starfs- mannanna ríkir óvissa um hvort við tekur atvinnuleysi eða áframhaldandi vinna við þau verkefni sem óunnin eru. Við Faxaskjól í Reykjavík er Hag- virki-Klettur hf. að ljúka frágangi við skolpdælustöð. Nokkrir starfsmenn voru þar við að hlaða sjávargijóti að stöðinni. Kristján Sverrisson verk- stjóri er trésmiður og hefur unnið á níunda ár hjá forráðamönnujn Hag- virkis-Kletts hf. Hann var tekinn tali þar sem hann fylgdist með fram- kvæmdunum. „Mér finnst þetta óréttlátt miðað við það sem fram hefur komið, að Hagvirki-Klettur hf. hafi keypt eignir of dýru verði af Fórnarlambinu," sagði Kristján. Hon- um fannst einnig að málaferli vegna krafna Fórnarlambsins á ríkissjóð ættu að fara fram samtímis því að ríkið gerir kröfur á Hagvirki-Klett hf. og taldi kyrrsetningarkröfuna vera bragð ríkissjóðs til að knésetja fyrirtækið áður en málaferlin nái fram að ganga. „Þeir setja okkur á hausinn með þessu. Það má reikna með því að undirverktakar fáist ekki til að vinna fyrir okkur og erfitt verði að fá byggingarefni meðan málin eru svona stödd.“ Þruma úr heiðskíru lofti Lárus Gunnlaugsson gröfustjóri var að ýta gijóti að dælustöðinni nýju við Faxaskjól. Hann hefur unnið hjá fyrirtækjum forsvarsmanna Hagvirk- is-Kletts hf. frá árinu 1981. „Fréttirn- ar komu eins og þruma úr heiðskíru Ólafur Sigurgeir lofti um helgina. Maður bjóst ekki við neinu af þessu tagi, þótt maður vissi að reksturinn væri erfiður,“ sagði Lárus. Hann sagðist hafa reikn- að með áframhaldándi vinnu hjá fyrir- tækinu og því ekki verið á dagskrá að leita annað eftir vinnu. „Það bend- ir allt til þess að við missum vinnuna." í Hafnarfirði voru 24 menn að vinna við byggingu safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju og tónlistar- skóla. Hörður Magnússon verkstjóri sagði að nýjustu atburðir hefðu kom- ið á óvart, þrátt fyrir að menn hefðu vitað um þrönga stöðu fyrirtækisins. „Það er þungt hljóð í mönnum, þeir reyna að átta sig á þessu og bíða þess hvað gerist næstu daga. Menn vona allir það besta.“ Hörður sagði ljóst að verkunum yrði að ljúka en enginn vissi hvernig skipaðist með þau mál ef Hag- virki-Klettur hf. legði upp laup- ana. „Það er mikið atvinnu- leysi í greininni og SH verktak- ar nýfarnir á hausinn með svipaðan mann- skap og starfar hjá okkur. Ef þetta stoppar tekur ekkert annað við en atvinnuleysi og leit að vinnu.“ Á laun hjá Friðriki Ólafur Kristinsson í jarðvinnudeild hefur unnið hjá aðstandendum Hag- virkis-Kletts hf. frá árinu 1983. Hann tók undir það að þungt hljóð væri í mönnum og ekki horfur á að þeir fengju aðra vinnu ef þeir misstu þessa. „Ætli við förum bara ekki all- ir á laun hjá Friðriki,“ og átti við að starfsmenn færu á atvinnuleysisbæt- ur. „Þessi óvissa kippir fótunum und- an öllu.“ Sigurgeir Sigurgeirsson smiður sagðist ekki hafa mikið um málið að segja, því staðan væri svo óljós. Hann sagði daginn hafa farið í „íslensk fundahöld" og mönnum orðið minna úr verki en venjulega. í öllum hornum væri verið að spjalla um þetta og menn ekki bjartsýnir. Sigurgeir sagði bagalegt ef framkvæmdir stöðvuðust við safnaðarheimilið og yrði erfitt að koma smíðinni aftur af stað vegna þess hvað húsið er flókið í byggingu. Hann átti von á því að ef reksturinn stöðvaðist biði starfsmanna „langt frí á kostnað ríkisins“ eins og hann orð- aði það. „Það eru orðin hlunnindi að eiga útivinnandi konu, því maður getur misst vinnuna hvenær sem er!“ Hörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.