Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 44
Framtíðar- öryggi í fjármálum KAUPÞING HF Löggi/l verdbrífafyrinæti Gæfan fylgi þér í umferðinni SIÓVÁ^^ALMENNAR MORGVNBLAÐW, ADALSTRÆTI 0, 101 REYKJAVÍK SlMI 091100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 15S5 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Sniðtalningar umferðardeildar Reykjavíkurborgar Mimii uinferd þrátt fyrir fólksfjölgfun UMFERÐ í Reykjavík var minni á árinu 1992 en 1991, þrátt fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði tals- vert á milli ára. Þetta kemur fram í niðurstöðum svokall- aðra sniðtalninga umferðardeildar borgarinnar. Greiddi vöru með leikmun FALSAÐUR 5000 króna seðill, sem virðist vera leikmunur úr Þjóðleikhúsinu, var notaður til að greiða vörur í verslun í Kringlunni í gær. Þegar af- greiðslukona uppgötvaði að seð- illinn var falsaður var viðskipta- vinurinn á bak og burt. Finnur Amar, leikmunavörður í Þjóðleikhúsinu, sagði að honum þætti ótrúlegt að nokkur gæti villst á seðlum leikhússins og venjulegum peningaseðlum. „Seðlamir, sem við höfum notað á sviði, eru ekki í sömu stærð og venjulegir 5000 króna seðlar. Þá em þeir úr venjulegum vélritunarpappír, þeir em í einum bláum lit, en ekki nokkmm litatón- Morgunblaðið/Ami Sæberg Blekkjandi leikmunur MANNI tókst að blekkja af- greiðslukonu í verslun með ljós- riti af 5.000 krónu seðli í gær. Á myndinni sést ljósritið undir venjulegum seðli. um og Þjóðleikhúsmerkið er prentað á þá.“ Finnur sagði að seðlarnir væm ekki notaðir í neinni uppfærslu leik- hússins nú og væm geymdir í læst- um skáp, svo hann kynni enga skýr- ingu á því hvers vegna einn hefði komist í umferð. Umferðardeildin notar þá aðferð við umferðarmælingar að telja fjölda bílferða milli borgarhluta, fremur en að mæla fjölda ekinna kílómetra eins og Vegagerðin mið- ar við á þjóðvegum. Taldir em bíl- ar, sem aka yfir ákveðnar línur eða „snið“, sem menn hugsa sér að liggi þvert yfir borgina á fjórum stöðum. Sniðtalningar voru teknar upp 1974 og hefur umferðin auk- izt nokkuð jafnt og þétt síðan. Margir á ferðinni Á árinu 1991 mældust alls 446.196 bílferðir í Reykjavík á hveijum sólarhring að meðaltali. Árið 1992 vom hins vegar taldar 444.462 bílferðir á sólarhring. Til samanburðar má geta þess að fyr- ir 10 árum, árið 1982, voru taldar 291.180 bílferðir á sólarhring um „sniðin" fjögur. Eitt þeirra liggur vestan Lækjargötu, Fríkirkjuvegar og Sóleyjargötu, annað vestan Kringlumýrarbrautar, það þriðja um Fossvogsdal og Elliðaárdal og það fjórða frá ósum Elliðaár upp Elliðaárdalinn. Eyjafjarðarsveit Lést eftir fall fram af klettum FjÖRUTÍU og eins árs gara- all maður lést í fyrrakvöld eftir að hafa fallið fram af háum klettum. Maðurinn hét Stefán Páll Steinþórsson og var bóndi á Ytri-Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Hann læt- ur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Mannsins var saknað undir kvöld í gær, en hann hafði farið út til að huga að hrossum og girðingum á landareign sinni. Leitað var eftir aðstoð Hjálparsveitar skáta á Akur- eyri og Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri. Fannst maðurinn látinn um kl. 22 í fyrrakvöld vestan til í Vaðlaheiðinni, nokkm norðan við bæinn Ytri-Varðgjá. Hafði hann hrapað fram af klettum sem þar em, en þeir em allt að 50 metra háir. Frigg seld og Katrín keypt Vestmannaeyjum. VINNSLUSTÖÐIN í Vest- mannaeyjum hefur selt Frigg VE til Eldhamars í Grindavík og keypt Katrínu VE af Gísla Sigmarssyni og fjölskyldu. Frigg er seld með 350 þorskígilda kvóta en skipið verður afhent nýjum eigendum í júní í sumar. Katrínu fylgir 400 þorskígilda kvóti og tekur Vinnslustöðin strax við rekstri bátsins. Katrín mun halda til veiða í_ næstu viku og hefur Helgi Ágústsson verið ráðinn skipstjóri. Ulfar Steindórsson, fjár- málastjóri Vinnslustöðvarinn- ar, sagði að með þessu væri að sinni lokið breytingum á flota Vinnslustöðvarinnar. Grímur Morgunblaðið/Rax í loðnu- beði LOÐNUVEIÐIN hefur verið mikil undanfarna daga. Mest veið- ist skammt út af Selvogi. Rúm- lega 400 þúsund tonn af loðnu höfðu borist á land í gær. Hólmaborgin SU 11 var væntan- leg til lands með 1.100 tonn. Á myndinni að of- an hvílir Runólf- ur Ómar Jóns- son, háseti á Hólmaborginni, lúin bein í loðnu- beði í fullri lest skipsins, á heimstími til Eskifjarðar. Sjá nánar á bls. 19. Stjórnarformaður Byggðastofnunar eftir fund með Bolvíkingnm í gær Ekki á færi Byggðastofn- unar að leysa vandann KARVEL Pálmason, starfandi stjórnarformaður Byggða- stofnunar, og Bjarki Bragason, yfirmaður fyrirtælqasviðs Byggðastofnunar, áttu í gærmorgun fund með bæjarráðs- mönnum Bolungarvíkur og Ólafi Kristjánssyni, bæjarstjóra í Bolungarvík, þar sem Vestfirðingarnir kynntu erindi bæjarsljórnar Bolungarvíkur til Byggðastofnunar. Karvel sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi það ekki vera fjárhagslega á færi Byggðastofnunar að leysa þann vanda sem við Bolvíkingum blasi. Hann telur að dæmið sé svo stórt, að stjórnvöld hljóti að þurfa að taka á því. „Þeir komu til fundar við okkur og gerðu grein fyrir þeim hugmynd- um, sem þeir eru með í sigtinu, ásamt aðstoðarmönnum sínum og sérfræðingum," sagði Karvel. „Við tókum auðvitað við þessu og rædd- um síðan málin á ágætis fundi.“ Karvel sagði jafnframt að þetta erindi Bolvíkinga yrði nú skoðað af sérfræðingum Byggðastofnunar og væntanlega tekið fyrir á næsta stjórnarfundi stofnunarinnar, sem áformaður er 2. mars næstkom- andi. „Ég á ekki von á því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að boðað verði fyrr til stjórnarfundar," sagði Karvel. Mál stjórnvalda Karvel kvaðst hafa skýrt fulltrú- um Bolvíkinga frá þeirri skoðun sinni að ekki sé á færi Byggðastofn- unar að ráða við þetta dæmi. Dæm- ið væri svo stórt að það væri mál stjórnvalda að taka á því. „Kannski er þetta fyrsta dæmið af mörgum slíkum, sem gætu verið á leiðinni. Ég sé ekki að einn sjóður geti með einum eða neinum hætti leyst úr því — allra síst Byggðastofnun, þar sem framlög til hennar eru nánast skorin við nögl í fjárlögum," sagði Karvel Pálmason. Hitta ráðherra í dag Bæjarstjórinn og bæjarráðs- mennirnir hitta í dag forsvarsmenn Landsbankans og ráðherrana Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson og Jó- hönnu Sigurðardóttur. Sjá einnig fréttir á miðopnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.