Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 Oddgerður Geirs- dóttír -Minning Látin er í Reykjavík Oddgerður Geirsdóttir á 91. aldursári. Odd- gerður fæddist 6. nóvember 1902 að Múla í Biskupstungum. Foreldr- ar hennar voru Guðbjörg Oddsdótt- ir og Geir Egilsson. Guðbjörg var fædd 30. júní 1879 á Gamla-Hliði á Álftanesi, dóttir hjónanna Odds bónda í Melhúsum f. 4. júní 1849, d. 28. maí 1897, Erlendssonar, bónda á Svarfhóli í Flóa, Ólafssonar og Hallgerðar Snorradóttur, f. 10. _.J:ebrúar 1854, d. 28. júlí 1937, Jóns- rsonar bónda á Selfossi. Guðbjörg andaðist á hárri elli 29. desember 1972. Geir, bóndi og kennari var fædd- ur 10. mars 1874, sonur hjónanna Egils, bónda og hreppstjóra í Múla, f. 9. júní 1822, d. 24. febrúar 1881, Pálssonar, bónda í Múla, Þorsteins- sonar og Önnu Jónsdóttur, f. 6. október 1833, d. 2. júlí 1914, prests á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, Hall- dórssonar og konu hans Kristínar Vigfúsdóttur, sýslumanns, Þórar- inssonar. Geir andaðist úr tauga- veiki 5. ágúst 1916. Systkini Oddgerðar voru Anna f. 14. apríl 1901, d. 20. janúar 1933, Egill f. 11. júlí 1905, d. 5. desember 1990 og Kristín f. 3. jan- úar 1908, d. 3. nóvember 1990. Hálfsystir Oddgerðar er Geira B. Parris, f. 6. febrúar 1923, búsett í Seattle í Bandaríkjunum. Geir í Múla naut trausts og virð- ingar allra þeirra er þekktu hann fyrir mannkosti. Oddgerður var sér- staklega elsk að honum og var því fráfall hans henni þungbært. Guð- björg bjó með bömum sínum í Múla eftir lát Geirs fram til ársins _>_1919. Flutti hún þá til Reykjavíkur en leigði jörðina. Vann hún fyrir sér og ijölskyldunni lengst af með matsölu. Oddgerður stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Að loknu prófi dvaldist hún eitt ár í Englandi og stundaði þjónustustörf. Eftir það dvaldist hún í Kaup- mannahöfn á annað ár og vann þar lengst af við fatasaum. Eftir heim- komuna réð hún sig til starfa í versl- un Egils Jaeobsens í Austurstræti, sem þá var ein af virtustu verslun- um bæjarins. 8. september 1934 giftist Odd- gerður Kristni Tryggva Stefáns- syni, lækni, f. 8. október 1903, síð- ar prófessor og lyfsölustjóra. Hann andaðist 2. september 1967. For- eldrar Kristins voru Sólveig Péturs- dóttir, kaupmanns í Akureyjum Friðrikssonar Eggerz og Stefán Baldvin Kristinsson prófastur að Völlum í Svarfaðardal'. Fyrsta hjúskaparárið bjuggu Kristinn og Oddgerður í Kaup- mannahöfn, þar sem Kristinn stundaði framhaldsnám. Þar fædd- ist elsta dóttir þeirra, Sólveig, 25. apríl 1935. Vegna fjárskorts varð að ráði að Oddgerður færi heim með dótturina ársgamla og ynni fyrir sér, en Kristinn hélt áfram framhaldsnámi í Kaupmannahöfn og síðar í Þýskalandi fram til ársins 1937. Eftir heimkomuna leigðu þau hjón jbúð að Öldugötu 25 í nokkur ár. Á þeim árum eignuðust þau tvær dætur, Kristínu Önnu, f. 25 apríl 1941 og Guðbjörgu, f. 19. apríl 1943. Kristinn og Oddgerður fluttust í eigið húsnæði að Miklu- braut 46 árið 1947 og bjuggu þar fram til ársins 1960 er þau fluttust að Aragötu 12 þar sem heimili Oddgerðar hefur síðan staðið. Móð- ir Oddgerðar, Guðbjörg, og systur- sonur hennar Jón Geir Ásgeirsson áttu heimili sitt árum saman fýrst á Miklubraut og síðar á Aragötu. Oddgerður var að mörgu leyti sérstæður persónuleiki. Hún var kjarkmikil, hispurslaus og hrein- skiptin. Hún var skoðanaföst bæði um menn og málefni, gerði kröfur til annarra en þó mestar til sjálfrar sín. Hún veitti skjól fremur en leita vars undan stormviðrum lífsins. Oddgerður var mikil húsmóðir enda stóð hún lengst af fyrir stóru heimili. Hún var ósérhlífín og lét þarfír eiginmanns, dætra og ann- arra nákominna ættingja og vina sitja í fyrirrúmi. Heimilið var henn- ar starfsvettvangur. Á efri árum þegar fækkaði í heimili og verkefni minnkuðu tók hún að sér ný verk- efni. Þá hóf hún að handpijóna lopapeysur og gekk að því verki af sama dugnaði og öðru því sem hún tók sér fyrir hendur. Þetta veitti henni gleði og fékk svalað athafna- þrá hennar. Þessari iðju sinnti hún þar til fyrir u.þ.b. tveimur árum er líkamlegri heilsu hennar tók að hraka. Þótt Oddgerður legði ekki stund á langskólanám var hún menntuð. Hún bar næmt skyn á íslenskt mál, las alltaf nokkuð og kunni ókjör af ljóðum. Hún talaði og skrif- aði bæði dönsku og ensku. Hún hafði skýra hugsun og gott minni og hélt því fram til þess síðasta. Einn var sá þáttur í persónugerð Oddgerðar er var fágætur. Hún hafði sérstæða kímnigáfu og koma auga á hið skoplega í lífinu. Hún kunni ókjör af sögum af samskipt- um manna á tímabili er teygði sig yfír hartnær heila öld. Oft voru sögur þessar kryddaðar saklausri kímni sem gerðu þær eftirminnileg- ar. í vinahópi gat hún oft verið leiftrandi skemmtileg. Þrátt fyrir háan aldur og veikindi var hún andlega óbiluð. Hún las alltaf talsvert og fylgdist með frétt- um. Hún ræddi um atburði líðandi stundar, þjóðfélagsmál og heims- mál allt til hins síðasta eins og hún sjálf væri virkur þátttakandi. Hún var gædd þeim eiginleika að vera ávallt síung og var sífellt móttæki- leg fyrir nýjungum. Þessi eiginleiki hennar gerði það oft að verkum að ungt fólk laðaðist ósjálfrátt að henni. Þá gleymdist oft að ungling- urinn Oddgerður var mannsaldri eldri en aðrir. Síðustu þijú misserin hefur Odd- gerður dvalist af og til á Vífilsstöð- um þar til hún var flutt á Landspít- alanna þar sem hún dvaldist síðustu daga ævi sinnar. Hún var ósátt við hlutskipti sitt síðustu misserin, enda ekki í eðli hennar að vera ósjálf- bjarga og heft til athafna og æðis. Það var henni því mikil gieði að geta haldið upp á níræðisafmæli sitt á heimili sínu að Aragötu 12, þar sem hún gat tekið á móti ætt- ingjum og vinum eins og þegar hún var í fullu fjöri. Ekkert veitti henni jafn mikla gleði og að veita og gefa. Oddgerður hafði mótandi áhrif á alla sem hún umgekkst. Hún lifír í minnningu okkar sem þekktum ist, fram undir síðasta dag, vel með því sem var að gerast hvort heldur það var pólitík, íþróttir eða önnur dægurmál. Á efri árum, þegar um fór að hægjast og með tilkomu sjón- varps, fylgdist hún af brennandi áhuga með flestum keppnisíþrótt- um, þekkti m.a. með nafni flesta þá íþróttamenn sem spiluðu bolta- íþróttir og flesta skákmenn. Ég hafði gaman af að segja frá henni tengdamóður minni, hennar óbil- andi kjarki og þessum einstæða áhuga svo fullorðinnar konu á keppnisíþróttum. Ef sonur hennar hafði ekki tækifæri til að fylgjast með áhugaverðum leik datt honum ekki í hug að spyija eiginkonuna, sem ekkert vissi um boltaleiki, um hvernig leikurinn hafði farið, hann hringdi í mömmu sína því að ör- uggt var að hún vissi það. Hún lýsti fyrir honum leiknum, kunni allar hana sem heilsteypt kona og gædd kostum sem við vildum gjarnan vera búin sjálf. Þannig fylgir hún okkur þótt hún sé horfín. Guð varðveiti hana. Þorleifur Pálsson. 10. febrúar lézt á Landspítalanum tendgamóðir mín, Oddgerður Geirs- dóttir, eftir langvinn veikindi. Útförin hefír farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Oddgerður, eða Dodda, eins og hún var jafnan köll- uð af vinum og vandamönnum, var fædd að Múla í Biskupstungum 6. nóvember 1902. Hún var dóttir hjónanna Geirs Egilssonar, bónda þar, og Guðbjargar Oddsdóttur frá Hliði á Álftanesi. Múlinn var annálað myndar- og rausnarheimili í búskapartíð þeirra Geirs og Guðbjargar, sem sést bezt á því, að í konungskomunni 1907 hafði Friðrik VIII. og fylgdarlið hans viðkomu í Múla og þágu þar veitingar og einhveijir úr fylgdarliði konungs gistu þar um nóttina. Hafði hlaðan verið tjölduð að innan með silkidamaski, sem fengið hafði verið hjá Lefolii-versluninni á Eyr- arbakka. Var þá mikið um dýrðir í Múla, eins og nærri má geta. Á gamalsaldri rifjaði Guðbjörg þetta upp fyrir mér og öðrum. I augum Oddgerðar voru Bisk- upstungurnar sögufrægasta sveit landsins. Þar reis sjálfur Biskups- stóllinn, Skálholt, auðvitað hæst, en reisn Haukadals var og mikil. Og leikreglur, þekkti leikmennina, vissi hveijir skoruðu mörkin, hveijir áttu þátt í að gefa góða bolta og annað það er máli skipti að mati þeirra mæðgina. Ég gæti sagt svo margt fleira um hana tengdamóður mína, en ég veit að það var ekki í hennar anda að fluttar væru um hana lang- ar lofræður. En minning þín ' er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. (Magnús Ásgeirsson) Þó Halldóra flyttist ekki með foreldrum sínum að Miðfelli varð þó Þingvallasveitin hennar sveit. Þar byggðu þau Kristján sér sumar- bústað árið 1945, í nábýli við for- eldra hennar, og þar voru þau öll sumur, alveg fram undir það síð- asta. Þangað sótti hún sitt vítamín og hún var viss um að heilnæma loftið við Þingvallavatn læknaði flest mein. Hún var mikill náttúru- unnandi og hún elskaði landið sitt. Þau hjón voru góð heim að sækja, enda var þar oft margt um mann- inn. Þau umvöfðu alla, hvort heldur það voru þeirra nánustu eða vanda- lausir, með sinni fölskvalausu hlýju og enginn mátti frá þeim fara nema áður væru þegnar hjá þeim góð- gjörðir. Við leiðariok vil ég þakka Hall- dóru fyrir samfylgdina og þakka henni fyrir allt það sem hún var mér og mínum. Elsku Kristján, það er margs að sakna, en líka margt að þakka. Megi góður Guð gefa þér styrk og ég veit að þú getur, eins og við öll, yljað þér við minningarnar. Guð blessi minningu Halldóru Guðmundsdóttur. Anna S. Snæbjörnsdóttir. ekki var fegurð lands og náttúru þarna síðri. Yfír bænum reis Bjarn- arfellið, þar var fjallið hennar. Lengra til austurs bar Jarlhettumar við himin og þar fyrir innan tók fannhvít breiða Langjökuls við. Þá má ekki gleyma gamla Geysi. Og ekki langt þar undan féll þungt og hljótt „Fljótið helga“. Sveit sinni og átthögum var Dodda bundin afar sterkum bönd- um. Það fann ég í hvert sinn, er ég kom með henni á æskuslóðirnar. Eins og önnur börn á þessum árum vandist Dodda snemma vinnu og að „sitja lömb og spinna ull“. Var hún alla ævi einstaklega iðju- söm og afkastamikil að hvetju sem hún gekk. Æskuárin í Múla voru ár gleði og hamingju í lífí Doddu. En svo dundi reiðarslagið yfir. Faðir hennar andaðist í taugaveikinni 1916, enn á bezta aldri. Eftir þetta áfall þurfti ekkjan að bregða búi, legja jörðina og flytjast til Reykjavíkur með börn- in. Þar hafði hún ofan af fyrir sér og fjölskyldunni með því að taka kostgangara. Að loknu skyldunámi fór Dodda í Kvennaskólann og brautskráðist þaðan 1922. Eftir það fór hún utan til frekara náms og starfa. Fyrst til Englands og síðan til Danmerkur. Eftir heimkomuna réðst hún til starfa hjá fínustu versluninni í Reykjavík á þeim tíma. Sýnir það vel hvers álits hún naut, því að slík störf lágu þó ekki á lausu. Hún vann síðan nokkur ár við afgreiðslu- störf. Sagði hún mér síðar, að það hefðu verið hin glötuðu ár ævi sinn- ar. Hugur hennar stóð til annars og stefndi hærra. Og hamingjuna fann Dodda aftur, eins og hún átti skilið. Það var er hún kynntist Kristni Stefánssyni lækni síðar pró- fessor í Læknadeild Háskóla ís- lands. Kristinn, sem var sonur sæmdarhjónanna, séra Stefáns Kristinssonar á Völlum í Svarfaðar- dal og Sólveigar Eggerz, var ein- stakur mannskosta- og drengskap- armaður. Þennan mann elskaði Dodda, dáði og virti. Þau stofnuðu til hjúskapar árið 1934 og var hjónaband þeirra ástríkt og farsælt. í Kristni Stefáns- syni fann hún mann við hæfi. Var jafnræði með þeim hjónum, og þótt ólík væru á ýmsa lund, var dugnað- ur og heiðarleiki sammerkt með þeim báðum. Þau voru afar samhent í að byggja upp heimili og heilbrigt fíölskyldulíf. Heimili þeirra var myndarlegt og stóð jafnan ogið fyr- ir vinum og vandamönnum. Ég hefi aldrei komið á heimili, þar sem ríkti jafn yndislegur heimilisbragur og á heimili tengdaforeldra minna. Var mér þar vel tekið frá fyrstu tíð og ávallt síðar, enda var þar tíður gest- ur í gegnum árin. Allt er þetta geymt, en ekki gleymt. Kristinn og Dodda eignuðust þijár dætur. Þær eru: Sólveig f. 1935, gift þeim er þetta ritar. Krist- ín Anna, f. 1941, maki Hannes Gunnar Jónsson, Guðbjörg, f. 1943, maki Þorleifur Pálsson. Þegar ég nú lít til baka yfir far- inn veg og rifja upp mín góðu kynni af Doddu í hugann, hve góð móðir hún var. Hún var það sem Bretar segja „generous to a fault“. Byggða- stofnun kemst ekki með tærnar, þar sem hún hafði hælana í gálauslegum og vaxtalausum útlánum. Og það sem betra var hún gleymdi alltaf að rukka. Hún hefði ekki verið góð- ur innheimtulögmaður. í útliti var Dodda meðalmann- eskja á hæð og létt í hreyfíngum. Hún var nokkuð stórskorin í andliti eins og sum ættmenni hennar og því ekki beinlínis andlitsfríð. En í mínum augum, sem þekkti hvern mann hún hafði að geyma, var hún ávallt fögur. Sú fegurð kom að inn- an og er þeirrar gerðar, er aldrei fölnar, þótt árin færast yfir. Dodda var félagslynd og hafði yndi af samneyti við annað fólk. Einveru kunni hún illa. Það hafði hún erft frá móður sinni. En Dodda var einstaklega skemmtileg mann- eskja. Hún1 hafði ríka kímnigáfu, kunni urmul af sögum um kynlega kvisti í Tungunum, sem hún asgði snilldarlega frá, enda sögumaður „par excellence". Því sóttust menn eftir nærveru hennar, jafnt ungir sem aldnir, enda var hún alltaf ung í anda og umburðarlynd. Mér býður Halldóra Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 11. janúar 1903 Dáin 8. febrúar 1993 í dag er kvödd hinstu kveðju tengdamóðir mín, Halldóra Guð- mundsdóttir, sem lést á Hrafnistu i Hafnarfirði 8. febrúar sl. Halldóra var fædd í Skorhaga í Brynjudal í Kjós 11. janúar 1903 og þar ólst hún upp. Hún var ell- efta bam hjónanna Ásu Þorkels- dóttur frá Þyrli á Hvalfjarðarströnd og Guðmundar Jónssonar Ottesen sem ættaður var úr Brynjudal. Ása og Guðmundur eignuðust sextán ^i)öm og komust 15 þeirra tii fullorð- ins ára. Fjögur þeirra lifa systur sína. Árið 1921 fluttust þau hjón með yngstu bömin að Miðfelli í Þingvallasveit og bjuggu þar upp frá því. Halldóra fluttist ekki með foreldrum sínum í Þingvallasveit- ina, hún hafði sautján ára gömul vistast til Reykjavikur þar sem hún bjó síðan alla tíð, utan síðustu sex mánaða er hún bjó með eiginmanni sínum á Hrafnistu í Hafnarfírði. Lengsi af bjuggu tengdaforeldrar mínir á Brávallagötu 48. Ása og .puðmundur vom bæði látin er ég kom í fjölskylduna, en af þeim hlýju minningum sem afkomendur þeirra og þeirra fjölskyldur eiga um þau fínnst mér ég hafa kynnst þeim töluvert og séð að þeirra góðu kost- ir hafa sameinast í henni tengda- móður minni. Hinn 9. janúar 1935 giftist hún _ öómamanninum Kristjáni Guð- mundi Kristjánssyni, f. 15. júlí 1912 á Sveinseyri í Haukadal í Dýra- firði. Hann var fjórða barn hjón- anna Guðmundu Guðmundsdóttur og Kristjáns Jóhannessonar, skip- stjóra, sem lést er skip hans fórst með allri áhöfn í júlí 1912. Var það aðeins fáum dögum áður en sveinn- inn ungi, sem hlaut nafn föður síns, fæddist. Kristján stundaði sjóinn á ýmsum fískiskipum framan af en árið 1940 réðst hann til Reykjavík- urhafnar. Var hann fyrst á dráttar- bátnum Magna, en varð síðar hafn- arvörður í vesturhöfninni þar sem hann starfaði uns hann lét af störf- um vegna aldurs. Samstíga höfðu þau Halldóra og Kristján gengið farsæla braut í fímmtíu og átta ár er hún lést. Þau eignuðust þijú börn, en þau eru Kristján Birgir, f. 30. júní 1935, kvæntur Önnu S. Snæbjörnsdóttur, búsettur í Bessastaðahreppi, á einn son; Guðmunda Auður, f. 13. októ- ber 1937, gift Vilhelm Ingólfssyni, búsett í Kópavogi, á þijú böm; og Ása María, f. 13. júlí 1945, gift Ásgeiri Ásgeirssyni, búsett í Banda- ríkjunum, á tvö böm. Bamabama- börnin em átta. Hún Halldóra var góð kona. Hún var glæsileg og nett, var frá á fæti og hafði óbilandi kjark. Hún var höfðingi, vönduð til orðs og æðis og vildi öllum gotta gjöra. Hún var hreinskiptin, hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og fór vel með skoðanir sínar því hún hafði einstaklega gott lag á að koma þeim á framfæri á vandaðan og skemmtilegan hátt. Hún var áhuga- söm um lífíð og tilveruna og fylgd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.