Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 31 líka í grun, að oft hafi barnabörnin trúað henni fyrir ýmsu sem ekki átti erindi til foreldranna. Dodda átti auðvelt með að um- gangast fólk. Hún var eðliskurteis og kom eins fram við alla, jafnt háa sem lága. Fals var eitur í hennar beinum og fyrirfannst ekki á hennar tungu. Eftir að Kristinn lézt árið 1967 tók nokkuð að bera á liðagigt hjá henni í fingrum. Tók hún þá fram prjónana sína og fór að ptjóna lopa- peysur. Við það læknaðist hún af gigtinni. Ekki hefi ég tölu á því, hvað hún hefir pijónað margar peys- ur um dagana. En þær skipta örugg- lega hundruðum, því að Dodda til- heyrði þeirri dæmalausu aldamóta- kynslóð, er aldrei féll verk úr hendi. Það er talað um erfiðleika nú í ís- lenzku þjóðlífi. Samt eru það smá- munir einir hjá þeim Grettistökum, sem aldamótakynslóðin þurfti að kljást við og lyfti til framfara í þessu landi. Síðustu tvö árin var þessi alda- mótakvistur mjög þrotinn að líkam- legum kröftum, þótt hún héldi and- legri heilsu fram á síðustu dægrin. í byijun þessa mánaðar þurfti Dodda að gangast undir holskurð. Eftir það blakti andi hennar á skari. Um miðnætti 10. febrúar tók Drott- inn af skarið. Láti Hann henni nú raun lofi betri. Guð blessi minningu Oddgerðar Geirsdóttur. Magnús Thoroddsen. Þó svo lífsins saga sé alltaf að endurtaka sig, er maður aldrei við- búinn þegar kallið kemur. Amma mín, Oddgerður Geirsdótt- ir, eða Dodda, eins og hún var allt- af kölluð, lést á Landspítalanum 10. febrúar síðastliðinn. Undanfarin tvö ár átti hún við veikindi að stríða og varð af þeim sökum að dveljast með hléum á Vífilsstaðaspítala. Veikindi hennar komu þó ekki í veg fyrir að hún fagnaði níræðisafmæli sínu heima á Aragötu í haust ásamt vin- um og vandamönnum. Ég átti þvi láni að fagna að alast upp á heimili hennar og njóta návist- ar hennar. Hún var alltaf skemmti- legur viðmælandi, kunni fjölda kvaeða og sagna. Svo var hún einn- ig gædd einstaklega skemmtilegu skopskyni og aldrei var lognmolla þar sem hún var. Það gekk oft mik- ið á heima á Aragötunni, ekki síst eftir að barnaböm hennar hófu há- skólanám og hófu að venja komur sínar til hennar nánast daglega. Amma fylgdist af áhuga með barnabörnum sínum og námi þeirra, ekki síst þeirra Sigga, Þóru og Didda, sem fóm utan til framhalds- náms. Hún gladdist ósegjanlega yfir velgengni þeirra og fagnaði hverju skrefi sem stigið var á námsbraut- inni. Þó að líkamlegt þrek hennar hafi þorrið hin síðari ár hélt hún and- legri heilsu allt fram á síðasta dag. Hún fylgdist vei með þjóðmálum og ræddum við þau gjarnan. Hún hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum, fylgdi Sjálfstæðisflokknum að mál- um og var lítið hrifin af kommum og framsókn. Hún sagði stundum við mig að hún undraðist allt þetta tal um að við íslendingar ættum erfiða daga, menn ættu bara að vita hvemig lífið hefði verið fyrr á öld- inni. Amma var af þeirri vinnusömu aldamótakynslóð sem vildi vera sjálfri sér nóg og skulda engum neitt. Mörgum þeirra sem hæst tala um að taka bara lán og velta neyslu líðandi stundar yfir á komandi kyn- slóðir væri hollt að hugleiða þá lífs- skoðun. Ég mun fyrst og fremst minnast ömmu sem svipmikillar og skemmti- legrar konu. Ég þakka fyrir þau góðu kynni sem ég hafði af henni og kveð hana með söknuði. Ég veit að nú er hún komin í góða vist. Megi góður Guð geyma hana. Kristinn Tryggvi Þorleifsson. Nú er hún amma Dodda dáin. Hún hefur kvatt þetta tilverustig og skemmtir nú öðrum með kímni- gáfu sinni og frásagnarsnilld. Þær verða ekki fleiri stundirnar sem við sitjum hjá henni í borðstofunni á Aragötunni yfir ijúkandi kaffibolla og hlustum á hana segja sögur af Minning María Kristín Páls- dóttir frá Höfða ferðalögum sínum og samtíðar- mönnum sem oftast enduðu á spaugilegu atviki eða fleygri tilvitn- un. Þegar ég stundaði nám við Há- skólann gerði ég ósjaldan hlé á lestr- inum til að líta inn til ömmu Doddu. Það stóðst yfirleitt á endum, að maður hafði rétt klifið stigann þeg- ar kaffið var farið að seitla niður í könnuna. Með því fylgdi síðan með- læti og spjall sem alltaf skyldi mann eftir í betra skapi. Þannig var hún amma Dodda, ávallt tilbúin að taka sér hlé frá því sem hún var að gera til að hressa mann við og senda mann aftur út í lífið endurnýjaðan á sál og líkama. Hún fylgdist grannt með háttum fjölskyldunnar og ekki síst náms- framvindu okkar bamabarnanna, og þegar leið að prófum þá gat hún sagt manni nákvæmlega hver væri að fara í hvaða próf og hvenær. Þannig vissi hún allt um alla og eftir að við hjónin héldum til Banda- ríkjanna til framhaldsnáms, þá var ávallt okkar fyrsta verk er við kom- um að utan að kíkja inn á Aragöt- unni og fá fréttir af fjölskyldunni og kannski eins og eina kímnisögu sem innsigluð var með skellihlátri eða góðlegu glotti. Og þannig munum við minnast ömmu Doddu. Sá tómleiki sem að jafnaði myndast við ástvinamissi er fylltur af hlýjum minningum úr borðkróknum á Aragötunni og þeim smitandi hressleika og kímni sem fylgdi henni til síðasta dags. Kristinn Tryggvi Gunnarsson, Guðrún Högnadóttir. í gær, þriðjudaginn 16. febrúar, var jarðsett frá Dómkirkjunni frú Oddgerður Geirsdóttir frá Múla í Biskupstungum, til heimilis á Ara- götu 12, Reykjavík. Fjögur voru þau alsystkinin sem fæddust á Múla, þau Anna, Oddgerður, Egill og Kristín. Hálfsystir þeirra, Geira B. Parris, býr í Bandaríkjunum og er ein á lífi af systkinahópnum. Öll báru þau systkini vott þeirrar reisnar og höfðingsskapar er fór af Múla-heimilinu er var í þjóðbraut. Því var þar oft gestkvæmt, og þar einn af mörgum var Símon Dala- skáld er orti eftirfarandi: Ættstór frið og hyggju hress hamingju með frðða Anna prýðir Múla mest móðir bóndans góða. Sér oft leika saman tvær sínum krðftum beita Oddgerður og Anna þær ungar systur heita. Oft hjá mey hinn indæli ört svo tárin þoma litli Egill árgali er um bjarta morgna. Skýring: Anna var móðir bóndans góða, Geirs, föður systkinahópsins, en Kristín var ekki fædd. Dodda, eins og Oddgerður var nefnd af vinum sínum, var annáluð fyrir dugnað, er margir nutu góðs af. Þar á meðal voru þrír synir Önnu systur hennar, er dó 20. jan- úar 1933, tæplega 32 ára gömul. Gæska hennar og eiginmanns henn- ar Kristins heitins Stefánssonar, er dó 2. september 1967, var þessum ungu drengjunum mikill styrkur á uppvaxtarárum þeirra. Dodda bjó yfír ríkri skaphöfn er hún fór vel með, því að stutt var í hláturinn og glöggt auga fyrir því spaugilega í orðum og athöfnum. Hún var laus við allt tildur, hafði ríka réttlætiskennd og gekk hreint og beint til verks í hveiju sem hún tók sér fyrir hendur. Því var félagslyndi hennar og ræðni vel þegin, og var skemmtilegt að heimsækja hana á Vífilsstaði. Hún vissi og allir er heimsóttu hana, að hveiju stefndi, en hún lét það ekki skyggja á heimsóknina. Þessi níræða kona hafði stálminni sem sjá má af því að þessar vísur sem að framan getur, fór hún með eftir minni, aðeins þremur vikum áður en hún dó. Dodda vildi ekki að vís- urnar glötuðust. Með þakklæti fyrir umhyggju hennar og vináttu, sendi ég fjölskyldu hennar samúðarkveðj- ur. Torfi Asgeirsson. Fædd 24. september 1906 Dáin 9. febrúar, 1993 í dag er til moldar borin tengda- móðir mín María Kristín Pálsdóttir frá Höfða í Grunnavíkurhreppi. Hún var fædd á Bæjum á Snæfjallaströnd við ísafjarðardjúp, en fluttist tveggja ára gömul með foreldrum sínum norður í Jökulfjörður þar sem þau settust að á Höfða við Leirufjörð. Þar ólst María upp í stórum systkina- hópi, við leiki og störf. Eins og þá var títt tóku bömin virkan þátt í daglegu lífi á heimilinu og lærðu til allra almennra starfa f samræmi við getu og þroska. Skólagangan var hvorki löng né fjölþætt. Þar vestra, sem svo víða á landsbyggðinni, var eingöngu um að ræða farskóla hluta úr vetri ásamt tilsögn foreldra og eldri systkina. Eigi að síður rækti María nám sitt af alvöru og sam- viskusemi eins og allt annað sem henni var falið. Um tvítugt hleypt María heimdrag- anum og hélt suður, þar sem hún gekk að hveiju því starfi sem bauðst, hvort heldur voru veitingastörf, hrein- gemingar, síldarsöltun á sumrin eða saumaskapur, svo að eitthvað sé nefnt. Var hún alls staðar annáluð fyrir dugnað og ósérhlífni. María lærði fatasaum á yngri árum og hafði hún af því atvinnu um tíma, en einnig naut heimilið þess í ríkum mæli. Árið 1932 gekk María í hjónaband með Maríusi Jónssyni, sem þá var að helja sinn síðasta námsvetur í Vélstjóraskólanum. Fyrstu hjúskap- arárin bjuggu þau víða eins og al- gengt var á þessum ámm húsnæðis- leysis, m.a. á Akranesi. Árið 1935 flytjast þau svo á Stýrimannastíg 13. Bömin urðu fjögur og hvíldi uppeldi þeirra mest á herðum Maríu þar sem Maríus stundaði sjóinn öll uppvaxtar- ár þeirra. Einnig var það í hennar höndum að halda utan um það sem aflað var til heimilisins og fórst henni það vel úr hendi. Margt leitar á hugann þegar slík heiðurskona, sem María var, er kvödd. Kynni okkar hófust þegar ég, sem verðandi tengdadóttir, kom fyrst á heimili hennar fyrir nær 40 árum. Varkámi, en velvild, einkenndi við- mót Maríu í fyrstu og var hún í þvf eins og öðm samkvæm sjálfri sér. Hún var sein til náinna kynna og ekki allra, en hver sá sem ávann sér traust hennar og tiltrú hafði þar með eignast tryggan vin og bakhjarl sem ekki brást. Þegar fram liðu stundir og við hjónin fluttumst heim til ís- lands með tvo elstu syni okkar eftir nokkurra ára dvöl erlendis varð mér smám saman ljóst hvílíkt fágæti ég hafði eignast í vináttu tengdamóður minnar, vináttu sem óx og þroskað- ist fram á sfðasta dag. Eitt það fyrsta sem vakrí athygli mína í fari Maríu var verklag hennar og vandvirkni við heimilisstörfin. Þar var ekkert verk svo smátt að réttlæt- anlegt væri að kasta til þess höndum. Hver hlutur átti sinn stað og allt í óhagganlegunS skorðum. Sérstak- lega er mér þó minnisstætt hvemig hún gekk til verks þegar þvo átti stórþvott, eins og það hét fyrir daga sjálfvirku þvottavélanna. Þá varð allt að fara fram samkvæmt föstum regl- um og handtökin ekki spöruð til að árangurinn yrði sem næst fullkom- inn. Sama natni var viðhöfð við loka- frágang, hvergi mátti sjást brot eða hrukka. Straufría tískan átti aldrei uppá pallborðið hjá henni. María gerði miklar kröfur til sjálfr- ar sín ekki aðeins í verki heldur einn- ig í orði og hún gerði einnig kröfur til þeirra sem hún umgekkst. Hún var afskaplega hreinskiptin og tæpit- ungulaus í samskiptum sínum við annað fólk og þoldi illa meiningar- laust flangs og fleðulæti í sinn garð enda kunni hún sjálf illa að leika þann leik. Orðheldni var henni í blóð borin og svo sjálfsögð að henni reyndist stundum erfitt að skilja hversu léttvægt það var sumu fólki að lofa en efna ekki. María var greind kona og vel lesin og sérlega vel máli farin. Hún talaði góða og kjammikla íslensku þrátt fyrir takmarkaða skólagöngu, enda var hún um áratuga skeið ein af heimildamönnum Orðabókar Háskól- ans varðandi gömul orð og hugtök. Hún átti létt með að læra utan að heilu kvæðabálkana og sem ung stúlka í Jökulfjörðum lærði hún af öðmm sönglög og ýmsa texta sem ekki höfðu borist á prenti vestur. Textana skrifaði hún í stílabækur og varðveitti. Síðar meir urðu bækur þessar fulltrúa Stofnunar Áma Magnússonar undrunarefni vegna innihalds, en þó ef til vill sérstaklega vegna réttritunarinnar, enda varla nokkra ritvillu að finna. Einnig vakti falleg rithönd og frágangur allur athygli. í þvi eins og öðm sat natnin og vandvirknin í fyrirrúmi. María var vel minnug og hafsjór af fróðleik um fyrri tíma. Mun einhveiju af því verða haldið til haga af sömu stofnun, en það vom frásagnir ýmsar sem teknar vom upp á hljóðsnældu fyrir nokkr- um ám. Við sem lifum Maríu eigum eflaust eftir að sakna þess hversu lítið við tileinkuðum okkur af fróð- leik hennar meðan þess var kostur. María naut sín vel á mannamótum og var þá gjarnan hrókur alls fagnað- ar. Best kunni hún við sig með göml- um sveitungum og ættingjum. Sér- lega þótti henni gaman að taka í spil og stundaði félagsvist fram að því síðasta þegar heilsan leyfði. Einn- ig naut hún þess að fá til sín bömin og fjölskyldur þeirra og hugsa ég að lengi verði munuð aðfangadags- kvöldin á Stýró 13 þegar þeir sem aðstæður höfðu til, komu saman síðla kvölds til súkkulaðidrykkju. Það vom góðar stundir. Nú þegar ég kveð tengdamóður mína í hinsta sinn er mér efst í huga þakklæti fýrir það mikla traust og vináttu sem hún ávallt sýndi mér. Ég votta tengdaföður mínum og tengdafólki dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (V. Briem.) Kristbjörg Þórhallsdóttir. Kær föðursystir mín, María Krist- ín Pálsdóttir, er látin. Hún lést 9. febrúar sl. á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði. María fæddist í Bæjum á Snæ- fjallaströnd 24. september 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Stein- unn Jóhannsdóttir og Páll H. Hall- dórsson bóndi þar. Páll var sonur Halldórs Hermannssonar bónda á Nauteyri og konu hans, Maríu Re- bekku Kristjánsdóttur frá Reykjar- firði við Djúp. Foreldrar Steinunnar vom hjónin Jóhann Jónsson bóndi á Svanshóli, Bjarnarfirði Str. Níelsson- ar frá Kleifum, og Guðrún Stefáns- dóttir, Stefánssonar frá Hrófbergi í Steingrímsfirði. María ólst upp með foreldrum sín- um og systkinum í Bæjum til fjög- urra ára aldurs og síðan á Höfða í Gmnnavíkurhreppi, N-lsafjarðar- sýslu, en þangað fluttust foreldrar hennar með börn sín vorið 1910 og bjuggu þar til æviloka. Höfðasystkinin vom níu: Guð- mundur bóndi og sjómaður á Odds- flöt í Grunnavík og síðar á ísafirði, kona hans var Elísa G. Einarsdóttir frá Dynjanda, þau em bæði látin. Halldór bóndi á Höfða og síðar verka- maður á ísafirði, hann er látinn. Sólveig Steinunn, húsfreyja á Sút- arabúðum, síðar í Bæjum og Hnífs- dal, er nú á Hlíf á Isafirði, maður hennar var Friðbjörn Helgason bóndi, hann er látinn. Rebekka, hús- freyja á Dynjanda og síðar í Bæjum, gift Jóhannesi Einarssyni bónda frá Dynjanda, þau em bæði látin. Jóhann Ágúst, bóndi á Höfða og síðar verka- maður í Bolungarvík, kona hans var Sigríður Pálsdóttir frá Meiri-Bakka í Skálavík, þau em bæði látin, Jó- hann lést í desmber sl. Kristín lést ungbam. Næst var María Guðrún húsfreyja á Höfða, síðar verkakona í Reykjavik. Helga húsfreyja á Eski- fírði, gift Leifí Helgasyni bifreiða- stjóra, hann er látinn. María fór ung að heiman í atvinnu- leit til Reykjavíkur, þar lærði hún fatasaum og allt lék í höndum henn- ar, hún var afar vandvirk í öllum sín- um verkum. Þá vann hún hjá Guð- rúnu á Biminum í Hafnarfirði, sem var virtur matsölustaður og þótti góð- ur skóli fyrir verðandi húsmæður. Hún bjó alla tíð að þessari menntun sinni. Hún fór í síldina á Sigluíjörð á sumrin, en þá var maður hennar vél- stjóri á síldarbátum fyrir norðan. Hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Maríusi Jónssyni, 30. ágúst 1932. Hann er frá Eskifirði, foreldr- ar hans vom Jón Jónsson beykir á Eskifírði og Guðbjörg Bessadóttir húsfreyja á Norðfirði. María og Mar- íus byijuðu búskap á Akranesi, en fluttust fljótlega til Reykjavíkur á Stýrimannastíg 3. Þau fluttu sig um set 1948 ofar á stíginn og kaupa hæð í húsinu Stýri- mannastíg 13 og búa þar til vors 1989. Þá var heilsan farin að bila og bmgðið á það ráð að fara í íbúðir fýrir aldraða á Boðahlein 4 í Garðabæ. Þau hjónin eignuðust fimm böm, einn dreng misstu þau í fæðingu. Hin era: Inga Halldóra Kristín, f. 22. október 1931, hún var gift Herði Sigmundssyni, hann er látinn. Börn þeirra em þrjú, sex bamaböm og eitt bamabarnabam. Seinni maður hennar er Jón Alfreðsson. Óskar Halldór, f. 23. júní 1934, kvæntur Kristbjörgu Þórhallsdóttur, þau eiga þijá syni og fjögur bamaböm. Stein- unn Pálína, f. 20. desember 1941, fyrri maður hnennar var Benedikt Árason og eiga þau einn son. Seinni maður hennar er Sæþór Skarphéð- insson og eiga þau þijá syni. Yngst er María Guðbjörg, f. 7. apríl 1948, var gift Samúel Gústafssyni, þau eiga þijú böm. Sambýlismaður henn- ar er Guðbrandur Jónsson. Afkom- endur Maríu Kristínar em orðnir 28. Heimilisfaðirinn var langdvölum að heiman. Hann stundaði sjóinn fram á síðustu ár. Hann sigldi öll stríðsárin og María vissi því hvað það var að búa við óvissu og ótta um afdrif ástvina á hættutímum. Uppeldri bamanna og umsjá heimil- isins mæddi því mest á henni. María var traustur vinur, vel skyn- söm kona, fróð og minnug. Hún unni íslenskri tungu og sendi oft frá sér ýmislegt um íslenskt mál til Rík- isútvarpsins og Orðabókar háskól- ans. Þá hafði hún afar fagra rit- hönd, en það hafði móðir hennar einnig og mörg systkina hennar. Það voru falleg jólakortin frá henni og hún gleymdi ekki börnunum, þau fengu sitt kort hvert og eitt. Ég er fædd á Höfða og heiti móðumafni Maríu og hef því verið í miklu uppá- haldi hjá henni og systkinum hennar alla tíð. Það má segja að ég hafi átt mitt annað heimili lengi vel á Stýri- mannastígnum hjá Maju minni og Maríusi manni hennar. Þau hafa allt- af borið umhyggju fyrir mér og fjöl- skyldu minni. Við þökkum alla ástúð fyrr og síðar. Innilegar samúðar- kveðjur sendum við til aldraðs eigin- manns, barna og annarra aðstand- enda. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Steinunn M. Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.