Morgunblaðið - 17.02.1993, Síða 5

Morgunblaðið - 17.02.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 5 Risnu- og' ferðakostnaður rík- isins um 1,7 milljarðar 1991 Risnu- og ferðakostnaður ríkisins* 1991 og 1992 í þús. króna * A hluti RISNUKOSTNAÐUR F E R Ð < AKOSTN AÐUR 1990 1991 Breyting 1990 1991 Breyting Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti 10.208 15.421 51,1% 114.361 165.302 44,5% Menntamálaráöuneyti 20.269 29.969 47,9% 141.287 160.899 13,9% Utanríkisráðuneyti 21.127 36.797 74,2% 114.248 120.416 5,4% Samgönguráðuneyti 9.782 10.760 10,0% 129.817 112.471 -13,4% Dóms- og Kirkjumálaráððuneyti 5.700 10.059 76,5% 104.054 103.306 -0,7% Æðsta stjórn ríkisins 22.002 18.323 -16,7% 63.282 69.288 9,5% Iðnaðarráðuneyti 8.184 7.444 -9,0% 70.548 68.190 -3,3% Sjávarútvegsráðuneyti 6.763 7.967 17,8% 68.997 61.752 -10,5% Landbúnaðarráðuneyti 3.949 6.879 74,2% 52.513 53.756 2,4% Fjármálaráðuneyti 7.752 9.117 17,6% 29.561 35.687 20,7% Félagsmálaráðuneyti 5.186 3.731 -28,1% 33.080 33.474 1,2% Umhverfisráðuneyti 2.262 4.571 102,1% .9.083 31.059 241,9% Viðskiptaráðuneyti 2.852 3.496 22,6% 11.207 14.810 32,1% Forsætisráðuneyti 8.746 10.479 19,8% 11.643 11.983 2,9% Hagstofa íslands 340 1.058 211,2% 3.138 4.103 30,8% Fjárlaga- og hagsýslustofnun 57 - - 2.256 - - Samtals: 135.179 176.071 959.075 1.046.496 RISNUKOSTNAÐUR og ferðakostnaður ríkisins [A- og B-hluta ríkisreiknings] innanlands og erlendis var 1.675.510 þúsund krónur á árinu 1991 samkvæmt ríkis- reikningi ársins sem lagður hefur verið fram. Á árinu 1990 var þessi kostnaður 1.482.933 þús. kr. og hafði aukist um 13% á milli ára. Að raungildi nemur aukn- ingin 4,6%. Risnukostnaður ráðuneyta og stofnana sem heyra til A-hluta ríkissjóðs nam tæplega 176 millj- ónum króna og hafði hækkað um 30 milljónir frá árinu á undan. Risnukostnaður B-hluta ríkisfyrir- tækja og sjóða í ríkiseign nam 32 milljónum og hafði hækkað um tæpar 6 milljónir frá árinu 1990. Ferðakostnaður ráðuneyta og stofnana erlendis sem tilheyra A-hluta nam tæplega 629 milljón- um kr. og tæplega 418 milljónum innanlands. Ferðakostnaður B- hluta fyrirtækja og sjóða nam 289 milljónum innanlands og tæplega 132 milljónum erlendis á árinu. Risna æðstu stjórnar lækkar Sé eingöngu litið á ferða- og risnukostnað ríkissjóðs og stofn- ana í A-hluta kemur í ljós að risnu- kostnaður var hæstur í utanríkis- ráðuneyti, eða um 36,6 milljónir króna. í menntamálaráðuneyti var risnukostnaður tæplega 30 millj. kr., þar af tæplega 12 millj. kr. á aðalskrifstofu ráðuneytisins og 5,6 millj. hjá Háskóla íslands. Hjá æðstu stjórn ríkisins nam um risnukostnaður 18 millj. kr., þar af voru tæplega 11 millj. kr. hjá Alþingi og rúmlega þrjár millj. vegna opinberra heimsókna. Risnukostnaður æðstu stjórnar ríkisins lækkaði í krónum talið frá árinu 1990 um fjórar millj. Risnu- kostnaður minnkaði einnig frá ár- inu á undan í félagsmálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti en jókst hlut- fallslega mest í umhverfisráðu- neyti, dómsmálaráðuneyti, land- búnaðarráðuneyti, og hjá Hag- stofu íslands. Ferðakostnaður innanlands lækkaði umtalsvert í nokkrum ráðuneytum og hjá æðstu stjórn ríkisins, m.a. í utanríkisráðuneyti, forsætisráðuneyri, sj ávarútvegs- ráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, fé- lagsmálaráðuneyti og í samgöngu- ráðuneyti. Mest hækkaði ferða- kostnaður innanlands hins vegar í heilbrigðisráðuneyti og umhverf- isráðuneyti. Ferðakostnaður er- lendis jókst einnig mest í tveimur síðast nefndu ráðuneytunum [sjá töflu]. Nauðsynlegt er að benda á að á árinu 1991 voru sex stofnan- ir fluttar undir stjórn umhverfis- ráðuneytis frá menntamála-, land- búnaðar-, félagsmála- og sam- gönguráðuneytunum. Nær upp- selt á Kris HINN heimskunni söngvari og leikari Kris Kristoffersson er væntanlegur hingað til iands í vikulokin. Hann heidur tvenna tónleika á Hótel íslandi á föstudags- og laugardags- kvöld. Mikil aðsókn er að tón- leikunum og er að verða upp- selt á báða tónleikana, að sögn Ólafs Laufdals veitingamanns. „Það er langt síðan svona stemmning hefur verið fyrir er- lendum skemmtikrafti hér í hús- inu enda er þetta einn þekktasti söngvari og lagasmiður sem komið hefur til Islands," sagði Ólafur. Útvarpsstöðin Bylgjan mun senda tónleikana út beint. Skildu bíl- inn eftir á flóttanum BROTIST var inn í verslun í Skútuvogi í fyrrinótt. Styggð kom að þjófunum og flýttu þeir sér svo mjög í burtu að þeir skildu bifreið sína eftir, svo eftirleikur varð lög- reglu auðveldur. Vaktmaður í hverfinu sá til. þjófanna og kallaði á lögreglu. Þjófarnir urðu varir við að fylgst var með þeim, köstuðu frá sér poka með þýfi og flúðu. Þegar lögreglan kom á staðinn var bifreið þjófanna fyrir utan verslunina og vél hennar enn ylvolg. Lögreglunni veittist auð- velt að hafa uppi á eiganda henn- ar og upplýsa málið. Valið stendur um þrjár mismunandi tegundir af Merrild kaffi: 103-Millibrennt 304-Dökkbrennt 104-Mjög dökkbrennt Merrild £ v<D c/> 'ctf Aag/ setut

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.