Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 15 MND - hreyfitaugungahrörnun eftir Grétar Guðmundsson Hreyfitaugungahrörnun (motor neurone disease) er sjúkdómur, sem leggst á efri og neðri hreyfitaugunga með rýrnunum og stigvaxandi vöðv- alömunum. Efri hreyfitaugungur kallast taugafrumur, sem sitja í hreyfisvæði heilabarkar og liggja frá þeim taugasímar (axon) niður í mænukylfu og mænu. Þar tengist efri hreyfitaugungur þeim neðri og taugasími hans tengist aftur vöðva- frumum. Saman stjórna hreyfitaug- ungar vöðvafrumum, vöðvum (þverrákóttum) og þar með hreyf- ingum líkamans. Það hefur því aug- ljóslega afdrifarík áhrif á heilsu og líkamlegu getu ef þessar frumur skemmast og verða óstarfhæfar. Sjúkdómseinkenni eru í upphafi oft óljós svo sem staðbundin vöðva- kipringur eða stirðleiki. Lamanir og vöðvarýrnanir bætast síðan við og er staðsetning þeirra í fyrstu breyti- leg eftir því hvar sjúkdómurinn stingur sér fyrst niður í hreyfitauga- kerfíð. Algengast er að lömun byiji í vöðvum tal-, kyngingar- og öndun- arfæra. Einkenni eru í upphafi einn- ig nokkuð mismunandi eftir því hvort sjúkdómurinn leggst fyrst á efri eða neðri hreyfitaugung eða á þá báða. Smám saman og mishratt aukast síðan lamanir og geta að iokum náð (í mismiklum mæli) til allra þverrák- óttra vöðva líkamans. Þessi sjúk- dómur veldur ekki merkjanlegum skemmdum í öðrum hlutum tauga- kerfis. Það verður þannig engin breyting á skynjun, hugsun og greind helst óskert og það kemur ekki fram truflun á starfsemi siéttra vöðva í meltingar- og þvagfærum. Hjartavöðvinn lamast ekki. Með vax- andi lömunum koma önnur einkenni til og eru þar sérstaklega erfíð þau sem tengjast skertri kyngingu og öndun. Vaxandi einkenni valda stöð- ugt meiri fötlun og beint eða óbeint draga lamanir sjúklinginn til dauða á venjulega 5-10 árum. Hreyfítaug- ungahrörnunin gengur þó mjög mis- hratt fyrir sig og lifa sumir ekki nema u.þ.b. 2 ár meðan aðrir lifa jafnvel 2-3 áratugi, lengstum við þokkalega heilsu. Þessi sjúkdómur er sem betur fer sjaldgæfur. Faraldsfræðilegar kann- anir á íslandi og víða erlendis sýna nýgengi hreyfitugungahrörnunar á bilinu 0,5-1,8/100.000 íbúa ár ári. Á íslandi er talan 0,7 sem þýðir að 2 einstaklingar (að meðaltali) veikj- ast af sjúkdómnum árlega. Álgeng- ast er að sjúkdómurinn geri vart við sig milli 40 til 60 ára aldurs þótt hann geti komið fram fyrir þrítugt eða á elliárum. Hvað er það sem veldur því að þessar frumur fara að gefa sig hjá fólki á „besta aldri“? Það er vel þekkt að ýmis ytri og innri áhrif geta lagst á hreyfitaugunga nokkuð sértækt og skemmt þá eða eyðilagt. Flestir kannast við þann lífshættulega veirusjúkdóm mænuveikina, sem áður fór um byggðir heimsins í far- öldrum (á íslandi síðast ’56). Mænu- veikiveiran ræðst á neðri hreyfítaug- unginn, sem hún leikur misgrátt eftir magni sýkingarinnar en oft fylgir henni varanleg fötlun eða jafn- vel dauði. Á sjötta áratugnum tókst með bólusetningum að útrýma (nán- ast) mænusóttarvágestinum. Það hefur aftur á móti enn ekki fundist skýring á (eða lækning við) hreyfi- taugungahrörnuninni. Er um að ræða einhvern litningaveikleika, sem veldur því að hreyfitaugungarnir hrörna óeðlilega fljótt? Faraldsfræði- legar kannanir benda til að í u.þ.b. 5% tilvika geti verið um ættgengan sjúkdóm að ræða og rannsóknir benda til að þar geti verið veikleiki í 21. litningi. Getur verið um að 3M Pökkunarlímbönd ræða einhveija eitrun, hæggenga veirusýkingu eða jafnvel skort, sem bitnar á þessum frumum sérstaklega þá e.t.v. frekar vegna meðfædds veikleika í þeim? Stuðningur við þessa möguleika hefur fundist á Guameyju í Austur-Asíu þar sem blönduð hreyfítaugungahrörnun (amyotrophic lateral sclerosis) er mjög algeng en ekkert sannast. Vís- indamenn telja nú líklegt að á Guam sé ekki um sama sjúkdóm að ræða og þann sem hrellir okkur Vestur- landabúa. Á Vesturlöndum hefur hréyfítaugungahrörnun í faralds- fræðilegum rannsóknum verið tengd við vefjaflokka, veirusýkingar, blý- og kvikasilfureitranir, brenglanir í prótínefnaskiptum og þrifhormónum (neurotrophic) taugafruma. í sam- antekt má þó segja að þótt miklum fróðleik hafi verið safnað saman um hreyfitaugungahrörnun síðustu ára- „Nú hefur hópur fólks ákveðið að stofna MND - félag hér á landi “ tugi sé ástæða hennar enn jafn mik- il ráðgáta og var um miðja öldina. Það er lykilatriði að rannsaka ein- stakling með hreyfítaugungaein- kenni vel. Fyrst með nákvæmri sjúk- rasögu og skoðun og síðan með ítar- legum rannsóknum til að ganga af fyllsta öryggi úr skugga um sjúk- dómsgreininguna. Það eru til sjúk- dómar, sem líkjast hreyfitaugunga- hrörnun mjög, sem hafa allt annan sjúkdómsgang og horfur. Þeim er með viðeigandi meðferð oft hægt að halda í skefjum eða lækna. Þegar orsakir sjúkdóms eru óljós- ar er meðferð venjulega erfíð. Við hreyfítaugungahrörnun hefur enn engin lækning fundist. Engu að síð- ur er meðferð mikilvæg t.d. í formi hjálpartækja, þjálfunar, breytinga á húsnæði, bættrar aðstöðu almennt og hjúkrunar. Einnig þarf oft að meðhöndla ýmis vandamál sem fylgja vaxandi lömunum svo sem öndunarfærasýkingar, kynginga- rörðugleika, vöðvastífni og sálræn vandamál. Þótt lausn þessa vanda- máls virðist ekki innan seilingar í dag mun hún einn góðan veðurdag finnast með áframhaldandi þrot- lausri vinnu og rannsóknum. -0- Nú hefur hópur fólks ákveðið að stofna MND - félag hér á landi. Verður stofnfundurinn haldinn á laugardaginn, 20. febrúar, í húsi MS. félags Islands að Álandi 13, Grétar Guðmundsson Reykjavík, og hefst hann klukkan 14. Höfundur er taugalæknir, Taugalækningadeild Landspítala. fíytur... A næstu dögum flytur Málarinn í nýtt húsnæði. Þess vegna veitum við afslátt af öllum vörum verslunarinnar dagana 17-20 febrúar. Opið laugardagfrá kl. 10-16 Aðeins nýjar hágæða vörur; málning, lökk, viðarvörn, gólfdúkar, gólfteppi, gólfdreglar, parket, list- málaravörur, rimlagluggatjöld, verkfæri, baðteppi, rósettur, kverklistar ofl. mm_______________ Grensasvegi 11 Reykjavík Sími 813500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.