Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 li Loðnubátunum hefur fækkað um helming o g loðnuveiðin er orðin kapphlaup við tímann Hafrannsókna- stofnun skoðar „vestangöngu“ Með fullfermi Loðnubátur klýfur ölduna með fullfermi á leið til löndunar. 28 LOÐNUBÁTAR voru á miðunum norðaustur af Vestmannaeyjum og skammt út af Þorlákshöfn, þar sem var mokveiði á mánudag. Margir bátar fylltu sig, en töluverð æta er í loðnunni og óvíst hvort hægt sé að frysta hana. Mikil loðnuveiði hefur verið undanfarna daga og segja loðnusjómenn að þessi fyrsta loðnuganga sé óvenju stór. Nokkuð ljóst er að heildarloðnukvótinn á vertíðinni verði 810 þúsund tonn, þegar 90 þúsund tonna óveiddur kvóti Norðmanna og Grænlendinga og 80 þús- und tonna viðbót bætast við þau 640 þúsund tonn sem áður var úthlutað. Fækkun loðnubáta Alls eru loðnubátarnir í flotan- um 36 og hefur þeim fækkað mjög á undanförnum árum. Fyrir nokkr- um árum voru loðnubátarnir á milli 60-70, en þróunin hefur verið sú að kvótar hafa verið færðir á stærri skip í hagræðingarskyni. Ekki er heldur vanþörf á stærri bátum þegar loðnuveiðarnar eru orðnar kapphlaup við tímann vegna æ lengri siglingar til löndun- arhafna, jafnvel allt til Færeyja. Jafnframt því sem loðnubátarnir hafa stækkað hefur aðbúnaður um borð batnað. Loðnuvertíðin skiptist í sumar- og haustvertíð og vetrar- vertíð, sem oftast hefst í bytjun febrúar og stendur eitthvað fram í marsmánuð. Á sumarvertíðinni eru bátarnir með nætur til veiða á töluverðu dýpi enda gengur loðnan þá á dýpri slóð en á vetrarvertíð. Flestir bátarnir eru með 180-200 faðma langa nót, 340-375 metrar, og 50-60 faðma djúpar, 94-113 metrar. Til stærðarviðmiðunar má geta þess að algeng stærð á knatt- spyrnuvelli er 100 metrar á lengd og 67 metrar á breidd. Fáeinir bátar eru með 230-240 faðma langa nót, 432-450 metrar, og 55 faðma djúpa, 103 metrar. Þegar loðnan gengur á grunn- slóð er skipt um nót og sumar- og haustnótin sett í land. Hún er 260-300 faðma langar, 490-565 metrar, og 80-100 faðma djúpar, 150-188 metrar. Sé veitt með of stórri nót á vetrarvertíð á grunn- slóð er hætta á því að of_ mikið komi í nótina og hún rifni. Á vetr- arvertíð er algengt að loðna sé veidd á allt að tíu faðma dýpi og á svo grunnu vatni er hætt við að stór nót flækist og lendi jafnvel í skrúfu. Hátæknin og náttúran Veiðarnar eru afar vélvæddar og hátæknivæddar. Því hefur verið haldið fram að íslensk fiskiskip séu þau best búnu tæknilega í heimin- um. Þar eru jafnan dýptarmælar, sem mæla dýptina beint undir skip- inu og fisklóðningar birta dýptar- tölur á skjá. Astekkinn er sömu- leiðis lóðningamælir, en geisli hans nær fram fyrir skipið. Þá eru plott- Nótin dregin Nótin er dregin við síðu skipsins og gengur eftir spilum aftur í skut þar sem hún er lögð. Loðnufoss Foss af loðnu streymir ofan í lestina og hásetarnir sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis. verks þegar „kallið“ kemur. Maður í skutnum fleygir út „fallhlífinni", segldúk sem festur er við nótina með kaðli. Segldúkurinn fyllist af sjó og nótin rennur sjálfkrafa út. Tveir menn eru á spilinu miðskips á bakborða og slaka út snurpuvírn- um sem gengur gegnum botn nót- arinnar. Aðrir tveir slaka út geil- inni, fingurbreiðum vír, sem festur er í enda nótarinnar. Sex menn búa sig undir að taka á móti nót- inni þegar hún hefur verið dregin °g leggja hana í skut skipsins. Vélstjórar og kokkur fara ekki út á dekk á stærri bátunum. Þegar nótinni er kastað stýrir skipstjórinn skipinu á hægri ferð í hring. Byijað er að draga in’n snurpuvírinn til að loka botni nót- arinnar og draga hana inn með kröftugum spilum aftur í skut. Miklu skiptir að kastið heppnist vel þannig að op nótarinnar snúi erar komnir í flest skip, en þar er áætluð sigiingaleið og útreikningar settir fram í myndrænu formi á tölvuskjá, sem og staðsetning skipsins. Mörg skip eru með GPS- staðsetningarkerfi, sem byggist á samspili gervitungla, jarðstöðva og móttökutækis um borð í skipinu. Stjórntæki loðnuskipstjórans eru til marks um það að nútíminn um borð í loðnuskipum er raunveru- legri en margar vísindaskáldsögur, en þrátt fyrir hátæknina reiðir skipstjórinn sig einnig á eigin skynjun á ýmsum náttúrulögmál- um sem engin tækni geta leyst af hólmi. Þar leikur fuglalíf t.a.m. stórt hlutverk sem og skynjun á straumum og föllum í sjónum. Samstillt átak Algengt er að um fimmtán manns séu í áhöfn loðnubáts. Hver hefur sínu hlutverki að gegna og ganga menn hratt og fumlaust til Loðnunni dælt Góðu kasti dælt úr nótinni skammt undan Skarðsfjöru. mót austri því loðnan gengur í vesturátt. Fljótlega verður ljóst hve mikið fæst í kastinu. Hafi kastið tekist vel og mikið er í nótinni fara flotteinarnir á kaf. Þá fara menn að huga að dælingu beint úr nótinni þar sem hún liggur samsíða skipinu. Allt er svo yfir- staðið, loðnan komin í lest og allt til reiðu einni klukkustund eftir að kastað var. Hafró skoðar „vestangöngu“ Alls óvíst er hvort unnt verði að veiða upp í allan kvótann og fer það mikið eftir ástandi loðn- unnar, hve hratt hún gengur yfír og hve mörgum göngum megi búast við. Lítið hefur orðið vart eftirgöngu út af Austfjörðum, en þó hefur grænlenski loðnubáturinn Ammasat orðið loðnu var á Hval- baksgrunni. Lóðningar mælast meðfram allri suðurströndinni en gangan er þykkust vestast. Tvær til þijár megingöngur eru algengar hér við land og auk þess er hugsan- legt að við bætist svokölluð „vestanganga", en Hafrannsókna- stofnun áætlar einmitt rannsókn- arleiðangur í marsbyijun til að kanna „vestangönguna". Sú loðna gengur í öfuga átt við þá göngu sem nú er verið að veiða úr. Úr 810 þúsund tonna loðnuafia fást um 140 þúsund tonn af mjöli og um 56 þúsund tonn af lýsi, samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Dagverð er á lýsi og mjöli og því útilokað að skjóta á verðmæti slíks afla. En ef miðað er við nýlegt verð á mjöli, sem var 320 pund á tonnið, má ætla að rúmir fjórir milljarðar kr. fengjust fyrir mjölið. Fyrir áramót var verð á lýsi 370 dollarar á tonnið en er í dag 340 dollarar. Tæpir 1,3 milljarðar kr. fengjust að líkindum fyrir lýsið. Gróflega áætlað má ætla að slíkur afli gæfi af sér rúma fimm millj- arða króna og er þá ekki talinn með hagnaður af loðnufrysting- 'unni. Smalaskip Hins vegar er með öllu óvíst hve mikill afli veiðist og sömuleiðis afurðarverð á erlendum mörkuð- um. Ekki hafa allir trú á því að takist að veiða upp í allan kvót- ann. Þar ráði mestu hinar löngu siglingar til löndunarstöðva. Loðnubræðslurnar afkasta 12 þús- und tonnum á sólarhring. Hjá Fé- lagi íslenskra fiskmjölsframleið- enda telja menn ekki óeðlilegt að á einhveijum ákveðnum tíma- punkti verði notast við einhvers konar „smalaskip" sem tækju afla úr loðnubátunum og sigldu með hann í bræðslurnar sem eru stað- settar langt frá miðunum. Mjölið fer að langmestu leyti á markað í Bretlandi og Danmörku og er nýtt til dýraeldis. Mjög mikl- ar mjölbirgðir eru í Suður-Ameríku um þessar mundir, einkum í Perú. Mjöl þaðan fer hins vegar að lang- stærstum hluta til Kína. Lýsið fer að langmestum hluta til Noregs og Hollands. Það er nýtt til skinna- iðnaðar, smjörlíkisgerðar og fleiri hluta. Texti: Guðjón Guðmundsson. Myndir: Ragnar Axelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.