Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 Agnar Helgi Vig- fússon - Minning Fæddur 29. júní 1937 Dáinn 3. febrúar 1993 Enn einu sinni hefur maðurinn með ljáinn látið högg falla og num- ið á brott blómlega jurt úr mannlífs- ins akri. Enn einu sinni hefur hann borið niður þar sem síst skyldi, höggvið traustan stofn, sem maður hugði að lengur mundi standa. Enn einu sinni stöndum við ráðvillt eftir og spyrjum: Hversvegna var hann tekinn frá okkur núna? En okkur er ekki ætlað að skilja það val, heldur taka því sem að höndum ber, því eins og gamall Hólamaður, Hallgrímur Pétursson, segir í sálm- inum alþekkta: „reyr, stör og rósir vænar/ reiknar hann jafnfánýtt." Alltaf kemur það jafnilla við eft- irlifendur að sjá á bak vini og sam- ferðamanni, þótt vitað sé, að öll erum við hér um stundarsakir og munum fyrr eða síðar mæta þeim örlögum, sem enginn fær umflúið. Þegar manneskjan fæðist í þennan heim, er ekkert áreiðanlegt nema það, að hún á eftir að hverfa þaðan aftur. Þetta er óbreytanlegt lögmál lífsins. Þegar ég sezt niður til að rita nokkur orð í minningu Agnars vin- ar míns, kemur margt í hugann. Vinátta íjölskyldu minnar og hans á sér meira en hálfrar aldar sögu og persónuleg samskipti okkar tveggja eru orðin mikil um þriggja áratuga skeið. Þar hefur margt á dagana drifíð og margs að minnast. Agnar var fæddur í Varmahlíð í Skagafirði 29. júní 1937. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason (1893- 1967) frá Hóli í Hörðudal, sonur Helga Guðmundssonar bónda þar og á Ketilsstöðum í sömu sveit, og konu hans, Ásu Kristjánsdóttur. Móðir Agnars og kona Vigfúsar er Elín Helga Helgadóttir (f. 1909) frá Núpum í Fljótshverfi, dóttir Helga bónda þar Bjamasonar og konu hans, Agnesar Helgu Sigmunds- dóttur. Vigfús Helgason hafði byrjað kennslu við Bændaskólann á Hólum árið 1921, en eignaðist um eða eft- ir 1930 jörðina Varmahlíð og dvaldi þar á sumrin við ýmiss konar yl- ræktartilraunir. Á Hólum í Hjalta- dal var samt æskuheimili Agnars og þar óx hann upp, næstelztur í hópi systkina sinna. Álls eignuðust þau Vigfús og Helga 8 böm. Tvö eru áður látin, Örlygur Jón, f. 1944, lézt fárra mánaða 1946, og Ása, f. 1938, d. 1969. Hin systkinin eru Guðmundur Hákon, f. 1935, Hörður Birgir, f. 1940, Þórhildur, f. 1944, Agnes Helga, f. 1951 og Baldur, f. 1955. Vigfús var kennari á Hólum í 42 ár, en flutti þá með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. Agnar var þó lengur viðloðandi Hóla og staðurinn átti jafnan í honum sterk ítök. Það var stórt og fjörugt samfélag á Hólum, þegar Agnar var að alast þar upp. Þar voru jafnan milli 10 og 20 krakkar á svipuðu reki og hann, af hinum ýmsu kennarafjöl- skyldum. Þessi hópur var samheld- inn og glaðvær og á veturna bætt- ust á staðinn nokkrir tugir skóla- pilta hvaðanæva af landinu. Þetta skapaði dálítið alheimslegt and- rúmsloft og ég hygg að þetta um- hverfi hafí mótað Agnar að nokkru leyti. Hann varð einstaklega félags- lyndur og glaðvær og fáa hef ég þekkt sem hann, er höfðu jafn gam- an af að blanda geði við annað fólk. Alla tíð var hann óþreytandi að heimsækja vini og kunningja, og þeir voru margir, sem þekktu Agn- ar Vigfússon, en þeir vom samt ennþá fleiri, sem þekktu Lilla á Hólum, eins og hann var alltaf kall- aður af vinum sínum. Agnar fór ungur í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi tæpra 17 ára vorið 1954. Eftir það var hann vetrartíma á Garðyrkjuskólanum í Hveragerði, en síðan tók við skóli lífsins og þar stóð hann sig með ágætum. Þótt Agnar væri lágur vexti, var hann þykkur undir hönd og vel að manni. Hann stundaði ýmsa verkamannavinnu fyrst í stað, fór á margar vertíðir syðra, bæði til lands og sjós. Á sumrin var tíðum unnið í sfld, einkum á Siglufírði. Hann gat alls staðar gengið í pláss, því þrekið og vinnuákafínn var með ólíkindum. Sumarið 1965 hóf hann störf hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga, fyrst mörg ár á jarðýtu, síðar lengi á skurðgröfu, allt til ársins 1987. Þessi sumur var hann löngum í umferðavinnu milli bæja. Þá var jafnan unnin sex daga vinnuvika, þar sem tveir menn skiptust á, átta tima vaktir. Flestum var því nauð- synlegt að nota frívaktimar til hvfldar og svefns. En Agnar þurfti ekki mikið að sofa og gat ekki allt- af sóað tímanum í svefn, þegar annað skemmtilegra var fyrir hendi. Ærið margar frívaktimar notaði hann til að skreppa til vina eða kunningja eða skjótast í silungs- veiði, sem varð honum mikið áhuga- efni á seinni ámm. En hann þoldi illa uppihald og tafír. Fátt féll hon- um verr en geta ekki haldið áfram við verk. Gætti þá tíðum verulegrar óþolinmæði í fari hans. Vinnusemin var svo eðlislæg og trúmennska að leysa það af hendi, sem honum var falið. Hann hafði líka sterka rétt- lætiskennd, sem stundum kom fram í því, að hann gat orðið skaðasár yfír litlu eða tuðað yfír smámunum, ef honum þótti eitthvað ósann- gjamt. Á hinn bóginn var hann stór- veitull og ekkert smátækur, þegar hann vildi gera til vinum sínum og vandafólki. Hann var mikill sam- kvæmismaður, naut þess virkilega að hafa fólk í kringum sig og veita í mat og drykk. Og þá var ekki þurrð á neinu. Agnar var ókvæntur og bam- laus, en eftir að Vigfús lézt 1967, varð Agnar að vissu leyti höfuð sinnar fjölskyldu og lét sér mjög annt um velferð hennar. Til hans átti hún öll traust að sækja. Agnar fór jafnan skynsamlega með fjár- muni og kom vel undir sig fótum efnalega, en fyrir því hafði hann öllu unnið hörðum höndum og var vel að kominn. Sumrin 1963-1967 var ég á skólabúinu á Hólum. Þar var Agnar fastur gestur um helgar og sem einn af okkur starfsfólkinu þar. Hann átti bíl og ekki þurfti lengi að ganga eftir honum að skreppa á dansleik í Húnaver og síðar Mið- garð, eftir að j>að félagsheimili reis í Varmahlíð. Á þessum dansleikjum var Agnar hrókur alls fagnaðar og skemmti sér „alveg dýrlega", eins og hann oft orðaði það. Þessi þáttur í fari hans var mjög ríkjandi, að fara á mannamót og blanda geði við fólk. Alls staðar þekkti hann einhveija. Á þessum áram hafði hann gaman af að smakka vín á dansleikjum og varð reyndar stund- um heldur um of, en aldrei var það til leiðinda og aldrei skyldi það koma niður á vinnu. Skyldurækni var honum boðorð númer eitt. Síðar varð ég í mörg sumur véla- maður hjá Ræktunarsambandinu og áfram hélzt félagsskapur okkar Agnars. Og þótt við ynnum sjaldan saman á vél, var haldið saman um helgar, farið á dansleiki eða stund- um í ferðalög. Sumarið 1971 unnum við á jarðýtu austur á Fjarðarheiði og Egilsstöðum, og frá þeim slóðum er margs að minnast. Á þessum áram fór Agnar oftast til sjós á vetram, ýmist á vertíðar- báta en þó oftar seinni árin á milli- landaskip í siglingar. Eina vertíð réði hann mig með sér á bát frá Grindavík, fyrst á loðnu, síðan á þorskanet. Þar gerðist hann leið- Erfidrykkjur Glæsilég kaiii- hlaðÍKirð iíiliegir sidir og g()ð þjðllllStíL Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIÐIR HÍTCL LIFTLEIIIl beinandi minn og vemdari. Við vor- um káetufélagar, tókum saman baujuna og hann gætti þess að láta mig vera í léttara og hættuminna starfinu. Kannske fannst mér hann rexa stundum óþarflega í mér, en það var vegna þess að honum fannst ég þurfa leiðsögn og vinátta okkar og félagsskapur var alltaf söm og jöfn. Eftir að Agnar hætti hjá Rækt- unarsambandinu og fluttist alfarið til Reykjavíkur, var hann áfram í vinnu á vélum syðra, en hann kom norður í Skagafjörð á sumrin þegar hann gat til að halda sambandi við vini sína og til að veiða. Marga dagana undi hann sér við Hjalta- dalsána og var þar ótrúlega fískinn. Síðastliðið ár átti Agnar í baráttu við þann sjúkdóm, sem að síðustu lagði hann að velli. Þá baráttu háði hann af dugnaði og stillingu, meiri stillingu en sumir hefðu vænzt, því vissulega var Agnar talsvert óþolin- móður að eðlisfari. í gærdag, mánudaginn 15. febr- úar, var Agnar til moldar borinn á Hólum í HjaltadaJ. Þótt hann hefði víða komið um ísland og Evrópu og hefði þar af leiðandi breiðan sjóndeildarhring, áttu samt Skaga- fjörður og Hólar alltaf f honum sterk ítök. Þar hafði hann vaxið upp, þar undi hann sér vel meðal fjölmargra vina og kunningja og þar vildi hann eiga hinztu hvfluna. Mörgum verður söknuður og sjónarsviptir að Agnari Vigfússyni. Ekki einungis vinum hans og vandafólki, heldur öllum þeim fjöl- mörgu, sem af honum höfðu kynni. Hann setti svip á umhverfi sitt og var flestum eftirminnilegur. Vinátta við hann hefur orðið mér og fjöl- skyldu minni mikils virði og við kveðjum hann þakklátum huga. Aldraðri móður og systkinum, sem mest hafa misst, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Góður drengur og nýtur þegn er genginn. Blessuð sé minning hans. Hjalti Pálsson frá Hofi og fjölskylda. Allt mannlíf er veglyndi vegleysnafjöld með viðganginn langt út úr sýn. (St.G.St.) Þessar hendingar um óræði hins mannlega líf komu mér í hug þegar ég frétti andlát Agnars Helga Vig- fússonar frá Hólum í Hjaltadal eða Lilla Vigfúsar eins og hann var kallaður meðal kunningjanna hér í Skagafírði. Agnar var fæddur að Varmalandi í Skagafirði 29. júní 1937, og var því aðeins á 56. aldurs- ári þegar hann lést. Hann var sonur .hjónanna Elínar Helgu Helgadóttur frá Núpum í Fljótsdalshverfi og Vigfúsar Helga- sonar frá Hóli í Hörðudal Dala- sýslu. Vigfús var alla starfsævi sína kennari að Hólum í Hjaltadal. Hann var landbúnaðarkandidat frá bún- aðarskólanum í Kaupmannahöfn en hafði stundað búfræðinám á ýmsum stöðum í Noregi auk þess að sækja námskeið bæði í Skotlandi og Þýskalandi. Hann var því íjölfróður í besta lagi. Helga er hæglát mannkostakona sem öllum þótti vænt um er henni kynntust. Þau vora 7 bömin sem upp komust en eitt andaðist í frum- bernsku. Það var því ærið að starfa á heimilinu. Hún annaðist sinn stóra hóp með ágætum, en „Hinn fóm- andi máttur er hljóður". Agnar ólst upp með foreldram sínum á Hólum í hópi systkinanna og fjölmargra leiksystkina, sem þá Séifræðingar i hloiiiiiskroylin^iiin virt oll lirkilirri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 vora að spretta úr grasi á Hóla- stað. Ég, sem þessar línur rita, stundaði nám á Hólum 1942-44 og var þar nokkuð starfandi síðar, á þaðan margar góðar minningar. Ekki síst verður mér lengi minnis- stæður þessi stóri samhenti og frísklegi bamahópur, sem setti svip sinn á staðinn á þessum áram. Barnahópurinn tók meiri og minni þátt í lífi og íþróttum, sem stundað- ar vora á staðnum og vöktu elstu syni þeirra Helgu og Vigfúsar ekki síst athygli fyrir mýkt og lipurð í leikfími, enda fóra ævintýrasagnir af Vigfúsi frá fyrri áram er hann gekk á höndunum upp stiga skóla- hússins og fleiri aflrauna. Agnar stundaði nám við Bænda- skólann á Hólum og lauk búfræði- prófi þaðan vorið 1954 aðeins 17 ára að aldri. Átti hann síðan áfram heimili hjá foreldrum sínum á Hól- um, en stundaði meira og minna vertíðarstörf að vetrinum eða síld- arvinnu að sumrinu og annað sem til féll. Agnar hafði áhuga á al- mennum búskap en aðstaða fjöl- skyldunnar var takmörkuð til slíks á Hólum. Sérstaka eftirtekt vakti þó fjárbúskapur þeirra feðga, þar sem fijósemi íjárins var langt um- fram það sem yfírleitt gerðist á þessum áram, ásamt góðum væn- leika. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1963 hélt Agnar meira og minna áfram störfum hér í Skagafírði og átti lögheimili norð- an heiða lengst af. Starfaði hann á vinnuvélum Búnaðarsambands Skagafírðinga um langt árabil og þótti dugnaðar starfsmaður. Róm- uðu samstarfsmenn hans, hann sem sérstakan öðling. Féll stafíð vel að hugðarefnum Agnars að taka þátt í því stórbrotna ævintýri sem gerð- ist á þessum áram að „vekja líf um holtin nakin“ og láta mörg strá vaxa þar sem áður óx eitt. Þegar tóm gafst frá starfsönnum greip hann til veiðistangarinnar, en veiðigleði virtist honum í blóð borin, og naut útivistarinnar í ríkum mæli. Að vetrinum hélt hann sig sunn- an heiða eða á hafínu og stundaði ýmist vertíðarstörf eða á skipum Sambandsins m.a. í millilandasigl- ingum. Nú siðustu árin átti hann að hluta og rak skyndibitastað í Reykjavík og gekk sá rekstur vel. Agnar far ijáraflamaður og sýnt um að fara með fjármuni. En Skagafjörðurinn heillaði og ekki mun hafa liði það sumar þó að hann væri hættur hér störfum að hann gengi ekki hér um garða og oft lét hann þess getið að sér fyndist ekki vorið komið fyrr en hann kæmi í Skagafjörð. Hygg ég hann hafa fundið sterka samkennd í ljóðlínum St.G.St. Komstu, skáld, í Skagafjörð? Þegar lyng er leyst úr klaka laut og yfir túnum vaka bömin glöð við gróðurvörð. Agnar var góður viðmáls, gam- ansamur og sérlega hlýr í öllu við- móti. Því var hann hvers manns hugljúfi. Margur mun hafa notið góðvildar hans, þótt ekki færi með háreysti. Agnar kom siðast hér á heimili okkar hjónanna ásamt móður sinni á sl. hausti. Var hann þá sem endra- nær glaður og reifur og ekki að sjá að sjúkdómur hefði þá heltekið hann. En: Hreifur fram á hinstu stund hann um mein sitt þagði. Faldi sína opnu und undir glöðu bragði. (St.G.St.) Agnar sýndi móður sinni sér- staka umönnun alla tíð og er nú stórt skarð fyrir skildi. En enn á hún við hlið sína fimm bömin, sem öll sýna henni ræktar- semi og ástúð, sem hún kann að meta. Helga hefur fyrr mætt and- streymi í Iífínu og sýnt mikið þrek og þolgæði. Við hjónin sendum þér, Helga, bömum þínum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Agnar kaus sér síðast hvílustað „Heim að Hólum“. Blessuð sé minn- ing þessa gæðadrengs. Steingrímur Vilhjálmsson. t Elskulegur eiginmaður minn, ÓLAFUR E. GUÐMUNDSSON húsgagnasmiður frá Mosvöllum, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Þorbjörg Þorvaldsdóttir. t Kaer móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ODDGERÐUR GEIRSDÓTTIR, Aragötu 12, Reykjavfk, er látin. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Sólveig Kr. Thoroddsen, Magnús Thoroddsen, Kristín Anna Kristinsdóttlr, Gunnar Jónsson, Guðbjörg Kristinsdóttir, Þorleifur Pálsson, barnabörn og barnbarnabörn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Faxaskjóii 24, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 16. febrúar. Ingi Þorsteinsson, Fjóla Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Ingason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.