Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 43 KNATTSPYRNA íslendingamir eiga eftir að vekja athygli í sumar - segir Reine Almquist, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Hácken HÁCKEN, sænska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu sem Arnór Guðjohnsen og Gunnar Gíslason leika með, var á Kanaríeyjum á dögunum við æfingar og undirbúning fyrir keppnina í sumar. Fjöldi þekktra knattspyrnufélaga víðsvegar að úr Evrópu senda menn sína til Kanarí á veturna, enda aðstaða þar til æfinga góð og veðrið skemmir heldur ekki fyrir.'Á sama tíma og Hacken gisti Ensku ströndina var þar t.d. stjörnulið Bayern Múnchen. Kjartan Pálsson skrífar frá Kanaríeyjum Nafn sænska liðsins kemur af orðinu hekk, eða limgerði. Þeir sem stofnuðu félagið á sínum tíma höfðu það fyrir reglu að hittast við „hekkið“ áður en farið var af stað með bolta í leit að auðu svæði til að sparka á. Þaðan kom nanfið og félagið varð frægt um alla Svíþjóð — fyrir nafnið og góðan árangur á knattspyrnusviðinu. Það var Gunnar Gíslason sem sló því fram í samtali við forráðamenn Hácken að á íslandi væri Amór á lausu vegna vandræðagangs með samning hans við Anderlecht í Belg- íu og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Þeir félagamir ætla sér að sýna Svíum í sumar hvað í þeim býr og koma til með að gera það með miklum glæsibrag, skv. áliti Reine Almquist, þjálfara félagsins. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að íslendingarnir tveir ættu eftir að vekja mikla athygli í sumar. „Við vitum vel hvað Gunnar get- ur og Arnór kemur eins og óvæntur glaðningur upp í hendumar á okk- URSLIT UMFG-ÍBK 71:78 íþróttahúsið I Grindavík, Úrvalsdeiidin í körfuknattleik, þriðjudaginn 16. feb. 1993. Gangur leiksins: 1:0, 1:6, 5:11, 11:11, 15:15, 21:21, 26:21, 26:30, 37:30, 44:34, 44:38, 46:38, 54:46, 54:53, 60:60, 66:60, 66:70, 68:76, 71:78. Stig UMFG: Pálmar Sigurðsson 16, Pétur Guðmundsson 16, Guðmundur Bragason 15, Jonathan Roberts 12, Hjálmar Hall- grimsson 5, Bergur Hinrikss. 3, Helgi Jón- as Guðfmnsson 2, Sveinbjöm Sigurðsson 2. Stig ÍBK: Albert Óskarsson 18, Kristinn Friðriksson 16, Jonathan Bow 15, Guðjón Skúlason 9, Einar Einarsson 7, Nökkvi Már Jónsson 6, Hjörtur Harðarsson 4, Jón Kr. Gíslason 3. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristján Möller. Sluppu vel frá erfíðum leik. Ahorfendur: Um 550 (fulit hús) Valur-UMFT 69:80 íþróttahús Vals, jslandsmótið í körfuknatt- leik — úrvalsdeiíd, þriðjud. 16. feb. 1993. Gangur leiksins: 6:2, 19:10, 23:16, 32:22, 34:29, 37:34, 41:34, 43:44, 53:56, 57:58, 59:64, 59:75, 66:76, 69:80. Stig Vals: John Taft 22, Magnús Matthías- son 21, Ragnar Jónsson 12, Lárus D. Páls- son 6, Jóhannes Sveinsson 4, Brynjar Harð- arson 2, Guðni Hafsteinsson 2. Stig Tindastóls: Ray Foster 33, Valur Ingi- mundarson 12, Páll Kolbeinsson 11, Ingvar Ormarsson 9, Karl Jónsson 8, Hinrik Gunn- arsson 5, Björgvin Reynisson 2. Dómarar: Jón Otti Olafsson og Kristinn Oskarsson. Dæmdu vel. Ahorfendur: Um 200. X. DEILD KARLA: ÍR-Þór.......................90:89 A-RIÐILL ÍBK 20 18 2 2050: 1773 36 HAUKAR 19 14 5 1700: 1566 28 UMFN 19 9 10 1763: 1748 18 tindast. 20 7 13 1682: 1843 14 breiðabl. 19 2 17 1677: 1869 4 B-RIÐILL SNÆFELL 19 12 7 1654: 1679 24 GRINDAV. 20 10 10 1686: 1631 20 VALUR 20 10 10 1627: 1624 20 SKALLAGR. 19 8 11 1575: 1604 16 KR 19 7 12 1556: 1633 14 ur. Það litla sem ég hef séð af hon- um til þessa lofar góðu. Hann kann allt í knattspymunni sem þarf, spumingin er bara hvort hinir í lið- inu kunni að nýta sér kunnáttu hans og getu. Við emm með ungt lið, og komum upp í „Allsvenskan" nú í haust eftir margra ára fjar- vem. Þetta verður erfitt í sumar, en ég hef mikla trú á liðinu, sérstak- lega eftir að við fengum íslending- ana tvo.“ Gunnar sagði að mikil breyting hefði orðið á liði Hácken á því eina ári sem hann var ijarverandi, en hann lék með og þjálfaði lið KA á Akureyri sl. sumar sem kunnugt er. „Þetta em mest ungir strákar. Við Nóri era gömlu mennimir í hópnum og emm samt ekki nema rétt þrítugir. Þetta verður spenn- andi í sumar og það er gott að fá Nóra með í bardagann," sagði Gunnar við Morgunblaðið. Amór er nýbúinn að koma sér fyrir í Gautaborg. „Mér líst ágæt- lega á þetta hjá Hácken,“ sagði Arnór. „Það er ýmislegt sem maður á eftir að sjá og læra en þetta er miklu skárra en að vera fastur heima á íslandi. Maður er í það minnsta nær markaðnum í Svíþjóð en heima, og þegar maður hefur á annað borð atvinnu af því að leika knattspymu, þá þarf maður að vera í sviðsljósinu eins og hægt er. Aðstaðan hjá Hácken er langt frá því að vera eins góð og maður er vanur frá Belgíu og Frakklandi, en er allt í lagi. Æfingamir era heldur ekki eins strangar og maður er vanur. Mikið um hlaup í skóginum, en það er einmitt eitt af því sem mér fínnst alveg hundleiðinlegt!" sagði Arnór. 3 s WEBUS Asgeir íAþenu - fersíðantilEnglands Asgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari í knattspymu, er (Aþenu til að fylgjast með leik Grikklands og Luxemborgar í heimsmeistara- keppninni, sem fer fram í kvöld. Næstu mótherjar íslendinga í HM em Luxemborgarmenn. Ásgeir sá Grikki vinna stórt, 6:0, í 21 árs leik þjóðanna í gærkvöldi. Ásgeír heldur til London á morgun og mun fylgjast með Guðna Bergssyni á æfingu hjá Tottenham og ef Þorvaldur Örlygsson leikur með Nott. For. gegn Middlesbomgh á laugardag- inn, mun Ásgeir sjá leikinn. Morgunblaðið/Kjartan Pálsson íslendlngamlr í herbúðum Hácken, Amór Guðjohnsen og Gunnar Gíslason, á Kanaríeyjum á dögunum. EM-kvenna: Leikið gegn Hollend- ingum og Gríkkjum Mótherjar íslenska kvennalandsl- iðsins í Evrópukeppninni em Hollendingum og Grikkjum. Leikið verður heima og heiman. Átta riðlar em í EM og leika sigurvegaramir í riðlunum um fjögur sæti í úrslita- keppninni, sem fer fram 1995. Keppnin er einnig undankeppni HM. KR-ingar til Póllands? KR-ingum hefur verið boðin æfingaaðstaða í Pól- landi í apríl á mjög góðu verði miðað við sambæri- leg boð annarsstaðar frá og eftir að hafa skoðað aðstæð- ur em allar líkur á að þeir slái til. Yrði það í fyrsta sinn, sem íslenskir íþróttamenn fæm til Póllands gagn- gert í æfingabúðir. Að sögn Atla Eðvaldssonar, aðstoðarþjálfara og leik- manns 1. deildar liðs KR, var hugmyndin að fara til Hollands, en mun hagkvæmara væri að dvelja í Pól- landi. Tilboð hefði komið frá Breslau í suðurhluta lands- ins og eftir að hafa litið á aðstæður væri ljóst að þar væri allt til alls. Hótelið væri ágætt, maturinn góður og æfingasvæði eins og þau best gerast enda notað vegna undirbúnings fyrir stórmót í ýmsum íþróttagrein- um eins og Ólympíuleika. Til stendur að dvelja ytra vikuna fyrir páska og sagði Atli að komið hefði til tals að 2. flokkur KR færi einn- ig með. Endanleg ákvörðun hefði samt ekki verið tek- in, en fljótlega yrði gengið frá málinu. fteykjavík \ KORFUKNATTLEIKUR Valur að missa af lestinni? Valsmenn máttu þola tap fyrirTindastól að Hlíðarenda og haía tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum Valsmenn hafa ekki riðið feitum hesti frá síðustu leikjum sínum í úrvalsdeildinni og í gær töpuðu þeir fyrir Tindastóli að Valur B. Hlíðarenda, 69:80. Jónatansson Þetta var sjötta tap skrífar Valsmanna í síðustu sjö leikjum og mega þeir hafa sig alla við til að komast í úrslitakeppnina. Valsmenn byrjuðu betur og náðu 12 stiga forskoti um miðjan fyrri hálfleik, 30:18, en gestirnir gáfust ekki upp og með mikilli baráttu náðu þeir að minnka forskotið niður í þijú stig fyrir hálfleik. Tindastólsmenn beittu svæðisvöm í síðari hálfleik og það setti Valsmenn endanlega út af sporinu. „Við náðum að setja þá út af lag- inu með því að beita svæðisvörn. Það er mikið sem býr í liðinu og það á framtíðina fyrir sér. Við emm að koma mjög sterkir upp núna eftir mikil áföll framan af vetri. Sigurinn var mikilvægur í botnbaráttunni," sagði Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Tindastóls og bætti við: „Við höfum ekki unnið Valsmenn hér að Hlíðarenda í tvö ári og það var kominn tími á sigur." Ray Foster var allt í öllu hjá Tinda- stóli og hélt liðinu á floti i fyrri hálf- leik. Hann var geysilega sterkur, tók 18 fráköst og gerði 33 stig. Páll Kolbeinsson var öflugur og Ingvar, Hinrik og Karl vom sprækir í lokin. Valur hitti illa í byrjun en bætti það upp í síðari hálfleik. Valsmenn virðast heillum horfnir eftir góða byijun í mótinu og verða að sýna betri leik ef þeir ætla ekki að missa endanlega af lestinni. Liðið var baráttulaust með öllu. John Taft og Magnús Matthíasson vom þeir einu sem sýndu sitt rétta andlit. Keflvíkingar sterkari á endasprettinum Keflvíkingar tryggðu sér sigur 78:71 með góðum endarspretti gegn nágrönnum sínum í Grindavík í gækvöldi. Fyrri hálfleikur var mjög hraður og skemmti- legur og barátta hjá báðum liðum. Liðin skiptust á að hafa forystu framan af og var góður varnarleikur í fyrir- rúmi. Þegar þijár mínútur vom til hlés fékk liðstjóri Keflvíkinga, Jón Frímann Ólafsson skrífar Albert Óskarsson lék vel með Keflvíkingum í Grindavík. Guðmundsson tvær tæknivillur fyrir að mótmæla dómi og Grindvíkingar skoraðu úr 6 vítaskotum sem þeir fengu og skoruðu 11 stig í röð án svars og voru yfir 44:38 í hálfleik. Heimamenn héldu þessum mun fram í miðjan hálfleikinn sem Keflvík- ingar jafna 60:60. Grindvíkingar skomðu 6 næstu stig en þá tók Krist- inn Friðriksson sig til og jafnaði fyr: ir gestina, Albert og Bow komu þeim yfir og rúmar 5 mínútur eftir. Við þetta var sem botninn dytti úr sókn- arleik Grindvíkinga og þeir gerðu ekki nema 5 stig í viðbót sem er ekki hægt að leyfa sér á móti liði eins og Keflavík. Það vom því gest- irnir sem stóðu uppi sem sigurvegar- ar eftir baráttuleik. „Þetta var mikið basl hjá okkur í kvöld, sérstaklega í sókninni. Þeir komu okkur úr jafnvægi með stífri vörn og settu mikla pressu á okkur. Við náðum ekki miklum hraða enda skorum við ekki nema 78 stig í leikn^l um. Ég held að við höfum náð þessu á hörkunni í lokin auk þess sem Grindvíkingar gáfu eftir“, sagði Guð- jón Skúlason fyrirliði Keflvíkinga. „Við gáfum eftir í sókninni í seinni hálfleik og 5 stig á síðustu mínútun- um segja alla söguna. Vörnin var hins vegar vel spiluð allan leikinn og það em ekki mörg lið sem halda Keflvíkingum fyrir neðan 80 stig“, sagði Guðmundur Bragason fyrirliði Grindvíkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.