Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 39.tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Snörp viðbrögð við efnahagstillögum Clintons Verðfall á hluta- bréfamörkuðum New York, Washington. Reuter. VERÐBRÉF á mörkuðum í Wall Street féllu í verði í gær og er það rakið aðallega til óvissu en einnig vantrúar á að boðað- ar aðgerðir Bills Clintons Bandaríkjaforseta, einkum hærri skattar á fyrirtæki og meirihluta einstaklinga, beri árangur. Leiðtogar stærstu verkalýðssambanda í Bandaríkjunum lýstu í gær yfir varfærnislegum stuðningi við hugmyndir Clintons. Hann mun í dag ræða við fulltrúa meirihluta demókrata á þingi til að vinna tillögunum brautargengi. ótvíræðar í Bandaríkjunum og þess vegna sé alrangt að grípa nú til örvandi ríkisútgjalda. Þau muni aðeins valda því að fjárlagahallinn verði enn óviðráðanlegri. Forsetinn segir að hagtölur, sem undanfama mánuði hafa sýnt merki um bata, gefi ranga mynd af ástandinu. Sjá frétt á bls. 20. Dow Jones vísitalan fyrir verð- bréf í framleiðslugeiranum féll um 82,94 stig í gær eða 2,4% og er það mesta lækkun á einum degi síðan 15. nóvember 1991. Var þessi lækkun túlkuð svo að fjárfestar óttuðust að skattahækkanir kæmu niður á bandarískum iðnaði. Eftir að lækkunin í Wall Street kom á daginn varð verðfall á þeim mörk- uðum í Evrópu sem enn vom opnir. Nánari útlistun í kvöld Clinton mun kynna þingmönnum beggja deilda tillögur sínar í kvöld að íslenskum tíma og embætt- ismenn í Hvíta húsinu segja forset- ann íhuga að koma á fyrirspurna- tíma á þingi að breskri fyrirmynd. Þá myndu þingmenn fá að spyija forsetann í þaula um tillögur hans. Á morgun fer forsetinn í tveggja daga ferð til nokkurra stórborga til að reka áróður fyrir hugmyndum sínum. A1 Gore varaforseti og ýms- ir ráðherrar Clintons munu einnig ferðast um landið og reyna að fá áhrifamenn til að styðja tillögurnar. Talsmaður repúblikana í öld- ungadeildinni, Bob Dole, sagði að þeir vildu samvinnu um að vinna bug á fjárlagahallanum eins og Clinton heitir að gera. En Dole sagði að hvatningarorð forsetans um „fórnir" mættu ekki merkja í reynd aukna skattlagningu á millistéttina og ofþenslu í ríkisbákninu. Breska tímaritið The Economist er ósammála hugmyndum Clintons, segir að horfur á efnahagsbata séu Reuter Bókaskattheimtu mótmælt ÞEGAR eru ýmsar sögur á kreiki um hvaða leiðir breska stjórnin muni fara til niðurskurðar og tekjuöflunar í fjárlagafrumvarpi sínu sem lagt verður fram á næstunni. Efnt var til bóka- og blaðabrennu í gær í London til að mótmæla hugmyndum um að lagður verði virðisaukaskatt- ur á þessa vöru. Hér sést Neil McRae formaður samtaka tímaritsútgef- enda vígreifur á Ave Maria Lane en á þessum stað voru bannaðar bækur brenndar fyrr á öldum. Samkomulag Rússlandsforseta og forseta þingsins Fulltrúaþ inginu falið að leysa stjómlagakreppuna Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hvatti til þess í gær að full- trúaþing landsins kæmi saman til aukafundar í byrjun næsta mánaðar. Fyrir þingið yrði lagt málamiðlunarsamkomulag Jeltsíns og þingforsetans, Rúslans Khasbúlatovs, um valda- hlutföll handhafa ríkisvaldsins, en vonir standa til að það náist á næstunni. Jeltsín átti í gær tuttugu mínútna fund með Khasbúlatov en þeir hafa deilt um hríð um hlutverk þings og forseta. Fólu þeir sérstakri nefnd að komast að samkomuiagi innan tíu daga. Niðurstaða fundarins var túlkuð svo að forsetinn tæki póli- tíska málamiðlun fram yfir þjóðar- atkvæðagreiðsluna sem boðuð hef- ur verið 11. apríl næstkomandi. Þá átti, að kröfu Jeltsíns, að leggja það í dóm þjóðarinnar hvemig skipta ætti völdum með greinum ríkis- valdsins. Haft var eftir Khasbúlatov að ekki væri búið að hafna hug- myndinni um þjóðaratkvæða- greiðslu en þeir hefðu báðir áhyggj- ur af ólgu sem henni fylgdi. í yfirlýsingu Jeltsíns sagði að þangað til fulltrúaþingið hefði sam- þykkt samkomulag forsetans og þingforsetans þá myndi fram- kvæmdavaldið halda áfram að und- irbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. Voru þessi orð túlkuð svo að rússneski forsetinn vildi hafa eitthvað í bak- höndinni ef fulltrúaþingið svæfði málið. Reuter Tapaði lokaskákinni JUDIT Polgar tapaði í síðustu skákinni gegn Spasskíj en það breytti því ekki að hún vann einvígið, 5V2-4V2. Meira afrek að sigra í Hastings - segir Polgar eftir einvígið við Spasskíj „ÉG ER út af fyrir sig ánægð að vinna Spasskíj, og þó, ég tapaði klaufalega síðustu skákinni. Sást yfir möguleika á að vinna af honum drottningu í tíunda leik,“ sagði undrabarnið Judit Polgar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, nýkom- in heim til sín í Búdapest eftir lokaviðureign í skákeinvígi þeirra Borís Spasskíj á Béke-hótelinu þar í borg. „Ég er útkeyrð, skákin tók átta klukkutíma og hann marði mig í endataflinu. Sigur í einvíginu er ánægjulegur, ég öðlaðist dýrmæta reynslu og flestar skákanna voru nokkuð vel tefldar,“ sagði Polgar sem er aðeins 16 ára. Fyrir sigurinn hlaut hún 110.000 dollara, jafnvirði 7 millj- óna króna, en Spasskíj fékk 90.000 dollara fyrir sinn snúð. — Og hvernig á að brúka verð- launaféð? „Það hef ég ekki hugsað út í, vonandi gáfulega," sagði hún og hló við. Er þetta stærsti sigur þinn á skákferlinum? „Nei það tel ég ekki vera. Að vinna á Hastings-skákmótinu í Englandi um áramótin tel ég vera mun meira afrek.“ Eiga konur eftir að skáka körlunum? „Ég get ekki haldið því fram að þær eigi eftir að slá þeim við. En ég vona það?“ Fischer yrði góð æfing Hefurðu hug á að tefla við Bobby Fischer? „Ég veit það ekki, það er ekk- ert afráðið í þeim efnum og óvíst hvort hann hefur áhuga á því. Það gæti þó orðið góð æfing. Annars er svæðamót hér í Búdapest í mars næst á dagskrá hjá mér svo það verður að bíða.“ Nú hefur þú teflt á íslandi en heldurðu að það gerist aftur? „Það vildi ég gjarna, á góðar minningar þaðan, myndi skoða til- boð um að tefla þar með jákvæðum huga,“ sagði unga skákkonan að lokum. OPEC-ríkin Draga úr framboði Vínarborg. Reuter. RÁÐHERRAR OPEC-ríkja kom- ust að samkomulagi í gær um að draga úr olíuframboði til að þess að vinna gegn lækkun olíu- verðs. „Okkur tókst að afstýra verðhruni," sögðu ánægðir fund- armenn í gær. Samkomulagið í gær fól í sér minnkun framleiðslu um 1,4 millj- ónir fata á dag. OPEC-ríkin fram- leiða nú a.m.k. 25 milljónir fata af olíu á dag að mati óháðra sérfræð- inga. Framleiðsla margra ríkja umfram kvóta sinn hefur leitt til þess að olíuverð hefur farið lækk- andi og fatið af Brent norðursjávar- hráolíu er nú komið niður í u.þ.b. 18 Bandaríkjadali en var 21 dalur í október. Sérfræðingar höfðu spáð því að ef tækist að semja um að fara ekki yfir 24 milljónir fata á dag þá myndi verðið haldast í 18 dölum. Kúveit er nú aftur orðið aðili að framleiðslustjómun OPEC. Full- trúi Iraka hafnaði samkomulaginu í gær en það kveður á um að Irak- ar megi ekki framleiða meira en 400.000 föt á dag. Nú vinna þeir 590.000 föt á dag úr jörðu. Olía lækkaði heldur í verði í gær er fréttist af samkomulaginu. Er það talið til marks um að menn hafi litla trú á að þáð standist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.