Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRUAR 1993 7 Morgunblaðið/Alfons Brug’gtækin Guðlaugnr Wíum lögreglumaður við tækin, sem lagt var hald á. Bruggari gripimivið iðju sína LÖGREGLAN í Ólafsvík lagði hald á bruggtæki og 80-90 lítra af gambra í húsi á Heilissandi á iaugardag. Einnig fannst um 1 lítri af eimuðu áfengi. Bruggarinn var handtekinn í miðri suðu og færður í fangageymslur lög- reglunnar á meðan málið var rann- sakað frekar. Við yfirheyrslur viður- kenndi hann verknaðinn. Honum var sleppt, enda málið talið að fullu upp- lýst. Við handtöku mannsins lagði lögreglan hald á tvær 160 lítra tunn- ur, sem gambrinn fannst í, ásamt síum og ýmsum öðrum búnaði tengd- um starfseminni. --------^------------------------------------------------------- Gjaldeyrisforðinn í Seðlabankanum hefur sjaldan verið jafn mikill Gjaldeyrissjóðurinnjókst um 5,4 milljarða í fyrra í JANÚARLOK var gjaldeyrisforði landsins raeð mesta móti en þá nam gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans alls 28,2 milljörðum króna. Hafði gjaldeyrisvarasjóðurinn þá aukist um 5,4 milljarða króna á 12 mánaða tímabili. Að sögn Eiríks Guðnasonar aðstoðarseðlabankastjóra er hin góða staða á sjóðnum einkum tilkomin vegna mikilla lang- tímalána á vegum ríkissjóðs en sjóðurinn er gjaldeyriseign Seðlabankans að frátöldum skammtímaskuldum. í hagtölum mánaðarins fyrir janúar er að finna yfirlit um þróun gjaldeyrisforðans frá árinu 1980. Þar sést að staðan á gjaldeyrisva- rasjóðnum hefur batnað verulega á sl. 10 árum. Þannig dugði gjald- eyrisforðinn aðeins fyrir um tveggja mánaða meðalinnflutningi árið 1983 en nú áratug síðar dug- ir forðinn fyrir innflutningi í fimm og hálfan mánuð. Síðasta sumar náði sjóðurinn hámarki en þá dugði inneign í honum fyrir fímm og hálfs mánaðar innflutningi til landsins. í máli Eiríks Guðnasonar kom fram að miklar útgreiðslur hafí verið úr gjaldeyrisvarasjóðnum í janúar eða 2,8 milljarðar króna. „Þessar miklu greiðslur skýrast að langmestu leyti af því að mikið var um afborganir af lánum í þess- um mánuði og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessu út- streymi," segir Eiríkur. Erlend lán Staðan á gjaldeyrisvarasjóðnum endurspeglar ekki nettóskulda- stöðu þjóðarbúsins erlendis en hún nam rúmlega 170 milljörðum Gjaldeyrislorðí og endingar- tími tii almenns innflutnings Endingartími m.v. 1 meðalinnflutning 30- siðustu12mán. 25 20 15 10 5 ITH v HGjaldeyrisforði i lok tímabils á árslokagengi 1992 i milljörðum króna ■L.U..L.LL - 6 mán. 80 85 90 92 Heimití: HAGTÖLUR MÁNAÐAFHNS króna í árslok 1991. Eiríkur segir að ef ekki kæmu til langtíma er- lend lán myndi viðskiptahallinn sem er á viðskiptunum við útlönd rýra mjög stöðu sjóðsins. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Bráðabirgðaviðgerð Unnið að viðgerð á klæðninu móttökudisks Ríkisútvarpsins við Efsta- leiti. Bráðabirgðaviðgerð á móttökuskermi BRÁÐABIRGÐAVIÐGERÐ fer nú fram á klæðningu mót- tökudisks Ríkisútvarpsins í Efstaleiti sem nokkrar skemmd- ir urðu á í óveðrinu á föstudaginn. Diskurinn er í eigu Pósts og síma og sagði Hrefna Ingólfsdótt- ir upplýsingafulltrúi að engar skemmdir hefðu orðið á móttöku- búnaði eða disknum sjálfum. Hún sagði að klæðning hefði gefíð sig á hluta disksins og væri því opið inn í hitahólf hans þannig að ekki væri hægt að bræða snjó af diskn- um í mikilli snjókomu. Beðið er eftir tilboði framleiðanda klæðn- ingarinnar í Bandaríkjunum en bráðabirgðaviðgerð lýkur í vik- unni. Hrefna áleit að tjónið væri ekki umtalsvert. miðað við efnahagshorfur! LADA • LADA • LADA • LADA SAFIR Frá 418.000,- kr. 104.500,- kr. út og 10.051,- kr. í 36 mánuði SKUTBILL Frá 498.000,- kr. 124.500,- kr. út og 11.974,- kr. í 36 mánuði SAMARA Frá 523.000,- kr. 131.000,- kr. út og 12.568,- kr. í 36 mánuði SPORT Frá 798.000,- 200.000,- kr. út og 19.172,- kr. í 36 mánuði í. Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumögulerka. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreilmingi á mánaðargreiðslum. AFAR liAIMI.IH R KOSTIIR! BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLfl. 13, SÍMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.