Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 Landskeppni Frakka o g Islendinga í skák hefst í Hafnarfirði í dag Búist við hníf- jafnri keppni LANDSKEPPNI Frakka og íslendinga í skák hefst í dag kl. 16, en þá verður 1. umferðin tefld í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnar- firði. Jafnframt því sem keppnin er landskeppni milli þjóðanna munu tíu efstu einstaklingarnir hljóta vegleg peningaverðlaun. Búist er við hnífjafnri keppni. Boris Spasskí stórmeistari og fyrrum heimsmeistari í skák kemur til íslands í tilefni af keppninni, en hann er búsettur í Frakklandi sem kunnugt er og hefur oft keppt á veg^um Frakka, þótt hann geri Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar G. Þórarinssonar, forseta Skáksambands Islands, standa lík- ur til að unnt verði að fá Spasskí til þess að tefla tvær skákir við Friðrik Ólafsson stórmeistara. Spasskí kemur hingað til lands á sunnudag. Landskeppnin er háð á 10 borð- um og keppir hver keppandi í öðru liðinu eina skák við hvem kepp- anda í hinu liðinu, alls 10 umferð- ir. Mótið gefur möguleika á áföng- um að aiþjóðlegum titli og stór- meistaratitli og þurfa keppendur 5 vinninga til að ná áfanga að alþjóð- það ekki að þessu sinm. legum titli en 7 vinninga til að ná stórmeistaraáfanga. í fyrstu umferðinni sem tefld verður í dag hefur íslenska sveitin hvítt á öllum borðum. Þá tefla saman þeir Jóhann Hjartarson og Chabanon, Margeir Pétursson og Dorfman, Jón L. Ámason og Re- net, Helgi Ólafsson og Kouatly, Hannes Hlífar Stefánsson og Apic- ella, Karl Þorsteins og Prie, Þröst- ur Þórhallsson og Bricard, Héðinn Steingrímsson og Hanchard, Björgvin Jónsson og Koch og Rób- ert Harðarson og Marciano. Dregið um lit FYRIRLIÐAR íslensku og frönsku landsliðanna drógu í gær um lit í fyrstu umferð landskeppninnar í skák og kom upp hlutur íslenska iiðsins. Á myndinni sjást þeir Bachar Kouatly og Jóhann IJjartarson ásamt Jóhanni Þór Jónssyni aðaldómara í landskeppninni. Héraðsdómur Reykjavíkur í máli leigubílstjóra gegn ríkinu og Frama Ekki brot að svipta bflstjóra starfsleyfi við 75 ára aldur Unglingar að bjarga verðmætum Siglufirði. NEMAR úr Gagnfræðaskóla Siglufjarðar hafa verið fengnir til þess að stúfa rækju í frystihús- inu og eru hér nú þijú rækju- skip, sem eru að landa, Sunna með 210 tonn, Helga með 55 tonn og Amarnesið með 26 tonn. Hér er einnig danskt flutninga- skip að lesta loðnumjöl og er bjart yfir Siglufirði meðan allir hafa nóg að gera. Mikil rækja Sjómenn segja að mikil rækja sé um allan sjó. Virðist tveggja trolla- kerfið hafa gefist mjög vel og mun í ráði að fjölga um tvo sjómenn um borð í Sunnu vegna þess. MJ. Kristinn Sigmunds- son í Barcelona SAMGÖNGURÁÐHERRA, um- gær sýknuð í Héraðsdómi sjónarnefnd fólksbifreiða og Bif- Reykjavíkur af kröfum leigubíl- reiðastjórafélagið Frami voru í stjóra sem taldi að með því að Borgarráð staðfestir kaupin á Aðalstræti 6 KAUP borgarsjóðs á hlut Árvakurs hf. í Aðalstræti 6 voru samþykkt samhijóða með 5 atkvæðum á fundi borgarráðs í gær. Sigurjón Péturs- son Alþýðubandalagi, óskaði eftir frestun á afgreiðslu samningsins á fundi ráðsins i síðustu viku til að kynna sér hann, en greiddi atkvæði með kaupunum i gær eins og aðrir borgarráðsmenn. Kaupverð er 112 milijónir króna og greiðast 10 milljónir við undirritun kaupsamnings og 10 milljónir við afhendingu eignarinnar 1. júlí næstkomandi. Eftir- stöðvar kaupverðsins, 92 milljónir, greiðast með skuldabréfi til 12 ára. Byggingardeild borgarverkfræð- ings hefur í samráði við borgarbóka- vörð gert úttekt á húsnæðinu og kannað hvort þar mætti koma fyrir aðalsafni Borgarbókasafns. Niður- staðan er sú að húsnæðið henti vel fyrir safnið en gera þarf ýmsar breytingar á núverandi fyrirkomu- lagi. Eignarhlutur Árvakurs hf. er 39,59% af heildareign eða 2.528 fer- metrar nettó en samtals 2.943 að meðtalinni sameign. Fasteignamat hússins er 54.578.378 krónur en lóðar 36.598.580 krónur og bruna- bótamat er 232.289.999 krónur. í erindi Hjörleifs Kvaran, fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- sýsludeildar, kemur fram að við laus- lega áætlun byggingardeildar borg- arverkfræðings gæti kostnaður við nauðsynlegar breytingar á hús- næðinu með flutning aðalsafnsins í huga numið 90 til 100 milljónum króna. Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, setti fyrirvara um kostnað vegna lagfæringar á húsnæðinu og lagði áherslu á að aðhalds og hag- sýni yrði gætt við þær fram- kvæmdir. í dag Kirkjutún Framkvæmdir hefjast á næsta ári við 1.500 íbúa hverfi íKirkjutúni. 7 Endurreisn KJ Gagnrýni hefur komið fram á að ÚA vildi ekki taka þátt í endur- reisn niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar 18 Rússarnir of sterkir Þrátt fyrir ágætan leik lengst af töpuðu Islendingar fyrir gríðarlega sterku liði Rússa 42 Leiðari Landsbanki íslands 22 Útflutningsverðmæti tc loðnu 4,7 miUjarðar m mm -!;<« Ur verinu ► Utflutningsverðmætí ioðnu orðið 4,7 milljarðar - Verð á Evrópurækju hefur fallið um 40% - Saltað fyrir Portúgal í Múrmansk svipta hann atvinnuleyfi við 75 ára aldur væri gengið á stjórnar- skrárvernduð eignarréttindi hans, auk þess sem hann nyti ekki jafnræðis við ýmsa hópa atvinnubílstjóra sem ekki sættu sömu takmörkun á atvinnurétt- indum. Leigubílstjórinn, sem varð 75 ára síðastliðið haust, hóf leigubíla- akstur 1944 og fékk atvinnuleyfi sem ieigubílstjóri þegar fjöldi þeirra í Reykjavík var takmarkað- ur árið 1956. Árið 1989 var leitt í lög að atvinnuleyfi leigubílstjóra féllu úr gildi við 70 ára aldur en þeim sem þá voru 66 ára eða eldri var veittur umþóttunartími til allt að 75 ára aldurs. Ekki jafnræði allra bílstjóra Umræddur leigubílstjóri taldi að atvinnuleyfi hans teldist eign í skilningi 67. greinar stjórnarskrár en sú vemd sem það veiti eigi m.a. að tryggja jafnræði borgara. Einungis þeir atvinnubflstjórar sem aki bflum fyrir 8 farþega eða færri þurfi hins vegar að sæta at- vinnumissi við tiltekinn aldur, auk þess sem takmörkunin nái aðeins til bílstjóra sem starfa á svæðum þar sem lagaheimild til að tak- Myndasögur ► Drátthagi biýanturinn - Pennavinir - Myndir ungra iistamanna - Myndasögur - Lcikhomið - Stafarugi - Fimm villur — Rithöfundar marka fjölda ieigubílstjóra er nýtt. Héraðsdómur hafnaði rökum leigubílstjórans og sýknaði fyrr- greinda aðila, sem kröfur hans beindust að, m.a. á þeim forsend- um að að baki takmörkuninni búi hlutlæg og málefnaleg sjónarmið. Ákvæðið um niðurfellingu réttinda við 70 ára aldur taki jafnt til allra leyfishafa á því svæði þar sem leyfi til aksturs sé takmörkunum háð og framkvæmd þess sé ekki háð mati. Þungbær áhrif þessa lagaá- kvæðis hafi verið milduð gagnvart þeim sem voru nærri aldurshá- marki þegar það tók gildi. Röksemdum vísað á bug Þá vísaði dómarinn, Sigurður T. Magnússon, á bug röksemdum um að hinum einstöku hópum at- vinnubílstjóra væri mismunað með ákvæðinu og í niðurstöðum hans eru færð rök að því að þeir hópar séu ekki samanburðarhæfir við leigubflstjóra á höfuðborgarsvæð- inu, sem takmarkanir nái til. * I hlutverki nautaban- ans í Carmen KRISTINN Sigmundsson, óperu- söngvari, syngur hlutverk nauta- banans Escamillo í frumsýningu á Carmen-uppfærslu í óperuhús- inu í Barcelona á Spáni í kvöld. Áður hefur uppfærslan verið sýnd víða um heim, m.a. í Bretlandi, Bandarikjunum og á heimssýn- ingunni í Sevilla á Spáni í fyrra. „Æfingamar hafa gengið mjög vel enda góður andi í hópnum," sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið, en margir þekktir söngvarar syngja með honum í sýninginni. Má þar nefna bandaríska tenórsöngvarann Neil Shicoff sem fer með hlutverk Don Jose. Aðspurður sagði Kristinn að sýningin í kvöld legðist mjög vel í sig. Bæjarstjómin í Eyjum um Herjólf Oskað eftir laga- setningu á deiluna BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja samþykkti á fundi í gær að óska eftir því við ríkisstjórnina að hún flytji frumvarp til laga á Al- þingi tii að binda enda á kjaradeilur, verkfall og verkbann á Herjólfi. í samþykktinni segir að bæjar- stjóm Vestmannaeyja árétti að óhjákvæmilegt sé að í lögunum verði tekið á kjarasamningum allra stéttarfélaga sem aðild eiga að deilunni og málið þannig leyst í heild sinni. „Það er orðið mjög brýnt fyrir Vestmannaeyinga að þessari deilu ljúki sem fyrst því að skipið er helsta samgöngutæki Eyjanna, og hefur verið úr rekstri í sex vikur nú þegar og ekki er útlit fyrir að lausn finnist á deilunni." Viljum heildariausn „Það eru sextán starfsmenn um borð og fimm stéttarfélög. Það hafa verið innbyrðis deilur og menn vilja fá eina heildarlausn, hvort sem ríkisstjórnin setti málið í gerðardóm eða kjaradóm,“ sagði Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hann sagði að bæjarstjórnin vildi tryggja það að samgöngur við eyjarnar verði ekki langvarandi vandamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.