Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 44
 Gæfan fylgi þér i umferðinni MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Góð veiði en verð " lækkar Garði. NETABÁTAR, sem gerðir eru út frá Sandgerði, hafa verið að fá ágætisafla undanfarna daga en verðið hefir farið lækkandi og á fiskmarkaðnum í gærmorgun fór meðalverð á ósiægðum þorski nið- ur í liðlega 53 krónur og lág- marksverð var 40 krónur á kílóið. Útgerðarmenn eru nokkuð tvístíg- andi vegna verðþróunarinnar og . hafa nokkrir bátar fækkað netum í sjó. Þorskverð línubáta hefir einnig farið lækkandi en meðalverð hélzt þó í liðlega 70 krónum á markaðnum í gærmorgun en var tæpar 85 krón- ur í fyrradag. Loðnubátarnir hafa verið uppi í landsteinum undanfarna daga og verið í einhvetju kroppi. Þeir eiga þó erfítt um vik þar sem þeir verða að vera nærri landi því ósléttur hraunbotn er íjær landi. Arnór. Aðstoð mildi . refsingima VERJANDI manns sem ákærður hefur verið fyrir innflutning og dreifingu á 3 kg af hassi hér á landi snemma árs 1990 telur að eitt nokkurra atriða sem leiða eigi til þess að refsing mannsins verði skilorðsbundin að fullu sé sú að hann aðstoðaði lögreglu við að upp- lýsa „kókaínmálið" svokallaða síðastliðið sumar. Sjá einnig: „Aðstoð við lög- reglu...“ bls. 7. * Ríkisstjórnin tryggir eiginfjárstöðu Landsbanka Islands Bankinn fær 3 millj - arða kr. til viðbótar Halli ríkissjóðs verður á annan tug milljarða, segir fjármálaráðherra Morgunblaðið/Kristinn Staða bankans tryggð RÁÐHERRAR og seðlabankastjóri kynna aðgerðir, sem tryggja eiga stöðu Landsbankans. Frá vinstri: Jón Sigurðsson, Davíð Odds- son, Friðrik Sophusson og Jóhannes Nordal. RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að leggja Landsbanka íslands til þrjá milljarða króna til viðbótar víkjandi láni að upphæð 1.250 milljónir króna, sem bankinn fékk frá Seðlabankanum í desem- ber. Til þessara aðgerða er gripið til þess að tryggja eiginfjár- stöðu bankans. Annars vegar leggur ríkissjóður fram tveggja milljarða króna fjárhagsaðstoð og hins vegar verður Landsbank- anum veitt allt að eins miiyarðs króna víkjandi lán með ríkis- ábyrgð úr Tryggingasjóði viðskiptabanka. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir aðgerðir þessar auka halla ríkissjóðs mjög og ljóst sé að hallinn verði á annan tug milljarða á þessu ári. Ríkisstjórnarfundur var boðaður með skömmum fyrirvara síðdegis í gær og var þar samþykkt að leggja frumvárp um aðstoð við Landsbankann fyrir Alþingi í dag. Þingflokkar stjórnarliðsins sam- þykktu frumvarpið á fundum sínum í gærkvöldi. Rekstrartap 1.500 - 2.000 milljónir Á blaðamannafundi, sem boðað var til að loknum ríkisstjórnarfund- inum í gær, lögðu ráðherrar ríkis- stjórnarinnar áherzlu á að um fyrir- byggjandi aðgerð væri að ræða. Nauðsynlegt hefði verið að tryggja eiginfjárstöðu Landsbankans til þess að hann stæðist alþjóðlegar kröfur um 8% eiginfjárhlutfall. Nauðsynlegt er talið að leggja 4,5 milljarða króna í afskriftareikning Landsbankans fyrir árið 1992, en það hefur í för með sér að þetta eiginfjárhlutfall næst ekki nema aðstoð ríkisins komi til. Samkvæmt, heimildum Morgunblaðsins þýðir þessi hækkun afskrifta að rekstr- artap bankans á árinu 1992 gæti orðið á bilinu 1.500-2.000 milljónir króna. Endurskoðendur bankans og rík- isendurskoðandi telja nauðsynlegt að afskriftir útlána á þessu ári verði 5.800 milljónir króna, sem kallar á fyrirgreiðslu ríkisins við bankann. Heimildir Morgunblaðs- ins herma að með fjárhagsaðstoð ríkisstjórnarinnar verði eiginfjár- hlutfall Landsbankans á bilinu 8,5 - 9%. Þriggja milljarða ríkisábyrgð fyrir tryggingasjóð bankanna Auk aðgerða vegna Landsbank- ans ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir því að Tryggingasjóði við- skiptabanka verði heimilt að veita bönkunum víkjandi lán, líkt og nú gildir um Tryggingasjóð sparisjóða. Ríkisstjórnin ætlar að heimila þess- um tveimur sjóðum að taka lán með ríkisábyrgð, allt að þrjá millj- arða króna, til að bregðast við hugsanlegri ófullnægjandi eigin- fjárstöðu innlánsstofnana. Jóhannes Nordal, formaður bankastjórnar Seðlabankans, og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra telja báðir að með þessari aðstoð ríkisins sé eiginfjárstaða Lands- bankans tryggð til frambúðar. Þeir segja að þótt tryggingasjóðir inn- lánsstofnana séu nú efldir búist þeir ekki við því að aðrar innláns- stofnanir lendi í sömu stöðu og Landsbankinn hvað varðar eigin- fjárhlutfall. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að erfið staða atvinnulífsins og útlánatöp í fiskeldi, sjávarútvegi og fleiri greinum, séu meðal orsaka slæmrar stöðu Landsbankans. Hins vegar hafi bankinn einnig verið notaður sem „félagsmálastofnun atvinnulífsins“. Sjá bls. 20-23: „Ríkisstjórnin leggur Landsbankanum til.. Skýrsla nefndar um varnar- og öryggismál lögð fram í dag Þörf á fleiri stoðum undir íslenska öryggishagsmuni NEFND fulltrúa ríkisstjórnar- flokkanna 'og embættismanna sem utanríkisráðherra skipaði samráði við forsætisráðherra í júní á síðasta ári til að fjalla um öryggis- og varnarmál Is- lands skilar lokaskýrslu sinni til ráðherra í dag og verður henni síðan dreift á Alþingi. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins-kemst nefndin m.a. ~að þeirri niðurstöðu að breytt- ar aðstæður í öryggismálum geri að verkum að renna þurfi fleiri stoðum undir íslenska öryggishagsmuni en með aðild- inni að NATO og varnarsamn- ingnum við Bandaríkin. Island þurfi að taka virkari þátt í al- þjóðasamstarfi og taka á sig meiri byrðar en áður, en varan- legir öryggishagsmunir íslend- inga tengist eftir sem áður ein- ungis í NATO. Skipt um sveitir 1995 Nefndin átti viðræður við stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Nor- egi og æðstu yfirmenn Atlantshafs- bandalagsins sem munu hafa lýst mikilli ánægju með þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ísland gerðist aukaaðili að Vestur-Evrópu- sambandinu og einnig lagt áherslu á mikilvægi íslands vegna tengsl- anna yfir Atlantshaf. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kemur fram í skýrslunni að til standi að leggja niður sveitir úr varaliði landhers Bandaríkjanna á íslandi árið 1995 vegna sparnað- araðgerða og að aðrar sveitir taki við þó um það hafi ekki verið tekin endanleg ákvörðun. Ákveðið hafi verið að reglubundnar æfingar sveitarinnar haldi áfram hér á landi og að ráðgerð sé æfing nokkurra hundruða manna úr sveitunum við Keflavíkurstöðina í sumar. Skipshund- inum hald- ið um borð LÖGREGLAN í Reykjavík fór ásamt tollverði um borð í rússneskan togara við Ægis- garð í fyrradag til að reyna að tryggja að skipshundurinn um borð fengi ekki að spóka sig í landi. Skipshundurinn á rússneska togaranum Krasnopersekopsk sást á dekki skipsins og var hringt í lögreglu þess vegna og jafnvel talið að hundinum hefði verið hleypt í land. Að sögn lög- reglu fengust engar sannanir fyrir því að hundurinn hefði far- ið í land. Skipstjórinn var áminntur um að virða þær regl- ur sem gilda hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.