Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 Málmur í miðrými Tré- og dúk- skurðar- myndir Myndlist Bragi Asgeirsson Skarð í sjálfinu, 1985 Það hefur verið merkilega hljótt um sýninu á tré- og dúkskurðar- myndum Elíasar B. Halldórssonar í Sverrissal Hafnarborgar. Fyrir hið fyrsta þá er hluti myndanna gjöf listamannsins til listastofnuninnar og svo má einnig telja sýninguna að vissu marki eins konar yfírlitssýningu, eða í öllu falli úttekt á þessum þætti listar Elíasar. Enginn hefur enn þá séð tilefni til að fjalla um þessa sýningu svo ég viti til og hún stendur meira að segja skemur en sýning Guð- jóns Bjamarsonar á efri hæð, sem þó er einkaframtak. Þá er hálf búralega staðið að upplýsingum um sýninguna og skráin er sömu- leiðis hallærisleg. Hér er ekki menningarlega að verki staðið, því að listaverkagjöf skal ætið fylgja vel úr hlaði úr því hún á annað borð hefur verið þegin. En mjög virðist skorta á skipulag slíkra mála hérlendis, því að ýmist sóa menn of miklu í ein- stakar sýningar og ákveðna lista- menn eða kasta höndunum til annarra og bera þá gjarnan við fjárskorti! Að taka á sig kvaðir við gjöf listaverka er sömuleiðis mikill ábyrgðarhluti, sem menn virðast ekki hafa áttað sig á ennþá hér á landi. Um öll þessi atriði eru ótvíræð- ar og strangar reglur við opinber söfn og listastofnanir erlendis og mönnum svíður eðlilega í hvert skipti sem landinn kemst upp með frumstæðan útkjálkahátt í þessum efnum. Var virkilega ekki tækifæri til að heiðra listamannin Elías B. Halldórsson í tilefni gjafar hans og gefa út smekklegt kynningar- rit í því sambandi með faglegri úttekt á þessum þætti listar hans, og kannski viðtali við hann? Þarf allt að koma frá útlöndum til að slíkt sé gert og fólk vakni af andlegum doða, og hvort er hlutverk listastofnana og lista- safna að kynna eða markaðssetja myndlist? Hingað til hef ég álitið að það sé ótvírætt að kynna myndlist, en ósjálfrátt hefur það áhrif á mark- aðssetninguna, en það skal síður gerast á skipulegan hátt, því að þá eru stofnanirnar komnar út fyrir hlutverk sitt og eru í senn í samkeppni (og samvinnu) við list- hús og listhöndlara Sýningu Elíasar átti að ljúka 15 marz og hún er því afstaðin er þessar línur birtast, en ég hélt eðlilega að hún stæði a.m.k. jafn lengi og sýning Guðjóns. Það er því varla ástæða til að vera með sérstaka úttekt á henni í þessu skrifí, en fram má koma, að jafn- vel uppsetningin hefði mátt vera vandaðari — í senn skilvirkari og áhrifameiri. Vafalítið verður gjöfín sýnd sér- staklega seinna og væntanlega í vandaðri búningi og verður þá tækifæri til að gera sýningunni ítarleg skil. í miðrými Listhússins í Laugar- dal, nánar tiltekið Engjateigi 17-19, sýnir fram til mánaðamóta Helgi Asmundsson þijú rýmisverk. Helgi nam við fagurlistaskólann í Kaupmannahöfn, þar sem hann lagði fyrir sig svið sjónrænna tjá- skipta á árunum 1976-1980, en var í höggmyndadeild prófessors Hein Heinsen við sama skóla 1981-82. Auk þess hefur Helgi numið við málmiðnaðarbraut tæknisviðs FB (Fjölbrautaskólans í Breiðholti?). Hann hefur haldið þijár minni sýn- ingar og eina í Nýlistasafninu 1987 og jafnframt hefur hann unnið sviðsmyndir fyrir leikhús og sjón- varp. Annars er erfítt að átta sig á upplýsingum um listamanninn á einblöðungi, sem liggur frammi, fyrir það hve þær eru slitróttar og fram koma skammstafanir sem maður er ekki alveg viss um hvað tákni. Jafnframt er engin skýring gefin á því hvað maðurinn hafði fyrir stafni frá 1982 til námsloka 1986. Sýningarskrá er engin, en á öðrum einblöðungi getur að líta eftirfarandi hugleiðingar lista- mannsins, sem væntanlega eiga að tengjast verkum hans: „Stuðull í rými/ Segull í vídd/ Vísir til skír- skotunar/ Iða í straumi/ niður/ Ómur í algleymi/ Vogun/ Tími á hreyfingu möndulsnúnings jarðar/ Sjónhverfíng/ — hverfill. Ekki er heldur alltof gott að átta sig á sambandinu hér á á milli enda vísanirnar ekki nægilega skil- virkar með hliðsjón af sjálfum verk- unum, og leiða skoðandann frekar á villigötur en hitt. Myndverkin á sýningunni eru öðru fremur runnin út frá þreifing- um Helga í málmsmíði, en um er að ræða tvö samsett verk og nokkr- ar kúlur þar á milli. Samsettu verkin eru unnin úr ryðguðum brotajárnshlutum, sem er fullgilt efn' til listsköpunar, og skrifari er nú einmitt að lesa 30 ára gamla bók um Robert Jacobsen, sem hann hefði gjarnan viljað rek- ast á 30 árum fyrr vegna þess hve fróðleg og skemmtileg hún er. Hinn nýlátni Robert Jacobsen var einmitt einn þeirra sem hóf brotajámið til vegs og virðingar sem myndrænan tjámiðii, svo sem mörgum mun kunnugt. Þegar maður svo skoðar verk Helga í Listhúsi óskar maður sér þess ósjálfrátt að hann hefði frekar numið hjá meistaranum R.J. í stað F.B., því að einingamar eru vægast sagt klaufalega samsettar. Sumar plöturnar eru áberandi skakkar og logsuðuverkið klúðurslegt svo stingur í augun. Það getur verið í besta lagi að nota logsuðutæknina óspart á sam- skeytin, en þá verður það að falla að heildinni á þann hátt að menn taka eiginlega ekki eftir því. En í þessu tilviki virkar það frekar sem missmíð og varla er það tilgangur í sjálfu sér að draga slíkt sérstak- lega fram, og vísa skal til þess að hugleiðingarnar á einblöðunginum fela í sér byggingu, fágun og form- hugsun í rituðu máli, sem augað nemur síður í þrívíðu verkunum. Verkin skortir einnig formrænan kraft og eru undarlega hrá og um- -komulaus í hinu opna rými. Skáldsöguheimur Peer Hultbergs Ræða við verðlaunaafhendingn bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs í Osló 2. mars sl. Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir Það er eitthvað alveg sérstakt við list skáldsögunnar. í hinum miklu skáldsögum bókmenntasögunnar tekst höfundunum að hefja sig yfír takmarkanir samtíðar sinnar. í þess- um skáldsögum leitar höfundurinn á mið bæði persónulegrar og sögu- legrar reynslu sem teflt er saman þannig að árangurinn hefur sig yfir allar takmarkanir, verður ný hugs- un, innsæi sem ætíð er ögn á undan sínum tíma. Það er þess vegna sem hinar miklu skáldsögur heilla okkur stöðugt og það er þess vegna sem við höldum áfram að lesa þær og getum aldrei orðið sammála um það hvernig beri að skilja þær. í Borginni og heiminum, þeirri skáldsögu Peer Hultbergs sem nú hlýtur bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs, er lýst lífi fjölmargra borgara í borginni Víborg á þessari öld. Bókin er byggð upp af hundrað stuttum textum. Sögumaður er borgin sjálf, enginn annar gæti vitað allt það sem gerst héfur í bænum. Borgin segir sögu sína á siðfágaðri, settlegri og virðulegri dönsku. Stíllinn á þessari bók er gjörólíkur stílnum á hinum rómuðu skáldsögum Hultbergs, Requiem sem kom út árið 1985 og Preludier sem kom út árið 1989. En aðferðin, frásagnar- tæknin, er svipuð eða sú sama í þessum þremur frábæru bókum. Bókmenntagagnrýnendur hafa kallað aðferð Peer Hultbergs „hug- flæði“ („stream of consciousness") og fest ýmsa aðra bókmenntafræði- lega merkimiða á þær, en enginn þeirra lýstir aðferð hans samt sem áður. Andspænis skáldsögum Hult- bergs líður manni eins og Zen-búdd- ískum kennimanni sem bendir á þær skilgreiningar sem í boði eru og seg- ir ... ekki þessi — ekki þessi. Það er nefnilega eitthvað alveg sérstakt við aðferð Peer Hultbergs. í Borginni og heiminum eru sagð- ar hundrað sögur en hver og ein þeirra er eiginlega eins og lítil skáld- saga, brot í því sem verður stór og voldug mósaikmynd. Aðalpersónan í einni sögu getur skotið upp kollin- um sem aukapersóna í seinni sögu og þannig byija smám saman að verða til mynstur, línur, boðskapur sem hefur meiri og meiri áhrif á lesandann. En hvernig boðskapur? Hvernig bók er Borgin og heimur- inn? Það er borg, samfélag, sem leikur aðalhlutverkið í skáldsögu Peer Hultbergs. Til að byija með er þetta samfélag þar sem fólki er skipað á sinn bás eftir stétt og kyni. í sögun- um kemur skýrt fram þörf mann- eskjunnar fyrir aðrar manneskjur og um leið hinar neikvæðu hliðar þessarar þarfar; það hve háðir menn geta orðið hver öðrum, hve árásar- gjamir, öfundsjúkir og valdagráðug- ir menn eru. Sumir mynda lokaða Bókmenntir Sigurjón Björnsson Kristmundur Bjarnason: Sauðárkrókskirkja og formæður hennar. Útg.: Sóknarnefnd Sauðárkróks- sóknar 1992, 270 bls. Undirtitill þessarar bókar er „Saga kirkjumála og kennidóms í Fagranesprestakalli forna“. Fagra- nesprestakall í Skagafirði var nokk- uð víðlent. Það náði yfir Reykja- ströndina, austan undir Tindastóli, Gönguskörð að Laxárdalsheiði, byggðina á Sauðárkróki eftir að Peer Hultberg hópa, oft aðeins til að Ioka einhveija aðra úti eða ráðast gegn þeim á einn eða annan hátt. Það eru tegnslin milli manna, samspilið á milli einstaklings og hóps eða með öðrum orðum það sem myndar samfélag og getur eyðilagt samfélag sem Peer Hultberg einbeit- ir sér að. Bókmenntapersónurnar, hið tilbúna fólk bókarinnar, leikur mikilvægt hlutverk í sinni eigin sögu, en hún ákvarðast stöðugt af stærri samhengjum eða þeirri orðræðu samfélagsins sem einstaklingurinn er hluti af. Þessi hverfandi áhersla á einstakl- búseta hófst þar og Borgarsveit fyr- ir botni fjarðar vestan til og var þar syðsti bær Gil. Mörk þessa presta- kalls voru nokkurn veginn þau sömu og Sauðárhrepps hins forna. Nú er þetta breytt. Skarðshreppur heitir sitt hvoru megin Sauðárkróks (Gönguskörð, Reykjaströnd, Borgar- sveit), en Sauðárkrókskaupstaður er að sjálfsögðu sérstakt sveitarfélag. Allar eiga þessar sveitir nú kirkju- sókn á Sauðárkrók og hefur svo verið frá árinu 1892, en í lok þess árs var ný kirkja vígð á Sauðár- króki. Samning þessarar bókar er því gerð í tilefni af aldarafmæli Sauðárkrókskirkju. Fram til ársins 1892 voru kirkjur inginn leiðir hugann aftur á bak í bókmenntasögunni, aftur fyrir raun- sæi og rómantík, aftur fyrir upplýs- ingu og endurreisn, alveg aftur til tólftu og þrettándu aldarinnar og íslendingasagnanna. Fræðimenn frá öllum heimshlutum eru alltaf að festa merkimiða á íslendingasögurn- ar og reyna að ákvarða boðskap þeirra — án árangurs. Þær eru heil bókmenntagrein í sjálfu sér eins og skáldsögur Peer Hultbergs. Þær vinna líka með óhemju fjölda persóna þar sem örlög einstaklingsins eru undirskipuð kerfisbundinni rann- sókn sagnanna á því hvað byggi upp samfélag og hvað geti kippt stoðun- um undan því. Það eru ekki dregnar sálfræðilegar ályktanir af því sem gerist í Islendingasögunum og sjaldnast er skýringanna að leita í bemsku persónanna. Það sem leysir samfélagsleg eyðingaröfl úr læðingi getur vel verið rökleysa, tilviljun eða dularfullir atburðir af einhveiju tagi. Upplausninni sem á eftir fer er í sumum sögunum lýst sem broslegri, öðrum sem harmrænni. I skáldsögu Peer Hultbergs, Borg- inni og heiminum, er upplausn hins gamla samfélags í Víborg lýst sem grátbroslegri. Veikleikar persón- anna eru miskunnarlaust afhjúpaðir, höfundurinn gerir sér engar grillur um góðleika mannsins, en það er húmor og samúð í tekstanum. Það er samúð, „com-passion“, hæfileiki tvær í Fagranesprestakalli, í Fagra- nesi á Reykjaströnd og á Sjávarborg í Borgarsveit. Síðasta kirkja í Fagra- nesi var tekin niður og munir henn- ar dreifðust. Altarið lenti í fjár- húskró bónda eins í nágrenninu. Talsvert margir munir gengu til Sauðárkrókskirkju, en markverð- ustu hlutirnir, predikunarstóll frá 1594, sem fyrrum prýddi Hóladóm- kirkju, kirkjuhurðarhringur frá 1673, altaristafla fögur frá 1727 og tvær klukkur frá því um 1500, eru nú í Þjóðminjasafni. Síðasta kirkja á Sjávarborg var byggð 1853. Hún hefur varðveist, hefur nú hlotið góða viðgerð og er varðveitt á Sjávarborg sem eign íjóðminjasafnsins. Kristmundur rekur sögu þessara gömlu kirkna, greinir frá safnaðar- lífí, ábúendum kirkjujarða og prest- um svo og fjölmörgu er málið varð- ar. Fyrstu 90 bls. bókar fara í þá frásögn. Síðan segir frá kirkjusmíði á Sauðárkróki og kirkjugarði þar. til að þjást með öðrum sem birtist okkur í þessari síðustu skáldsögu Hultbergs á meðan slíka samúð er ekki auðvelt að fínna í skáldsögunni Requiem. Borgin og heimurinn er bók sem sýnir að skáldsagan er enn þann dag í dag eitt frábærasta bókmennta- form sem við eigum til að tjá eitt- hvað nýtt. Rithöfundar hafa stöðugt notað skáldsöguna til að segja frá nýrri, tilbúinni og þó mögulegri lífs- sýn og því er sjálfsvitund okkar Evrópubúa orðin til í skáldsögunni, við erum börn skáldsögunnar eins og tékkneski höfundurinn Milan Kundera segir. Það þarf mikið hugrekki og mik- inn persónulegan styrk til að ganga þvert á viðteknar blekkingar síns tíma og fylgja jnnsæi sínu eftir allt til enda. Mörgum fínnst að nýrri og öðru vísi hugsun sé stefnt gegn sér, sé særandi og eyðileggjandi, en það líður hjá. Vegna þess að hin nýskap- andi list mun æævinlega sigra að lokum af því að hún er tákn um óbugandi og óskilgreinanlega þörf okkar til að skapa, búa eitthvað til, byggja eitthvað nýtt á rústum þess gamla. Höfundur er dósent við Háskóla íslands ogá sæti ídómnefnd bók- menntaverðlaunn Norðurlanda- ráðs. Sönglífi Sauðárkrókskirkju eru gerð verðug skil í tveimur köflum, orna- menta og instrumenta, endurbygg- ingu kirkjunnar, safnaðarheimili, prestum og sóknaskipan og ýmsu fleiru. Öll er þessi frásögn Kristmundar skýr og lipur. Eins og allir vita sem lesið hafa hin mörgu verk hans er hann einstaklega góður og skemmti- legur sögumaður. Það flýtur því margt skemmtilegt með hér bæði í bundnu máli og lausu. Kristmundur hefur svo lengi fengist við skagfirska sögu síðari alda að hann er öllum öðrum kunnugri um heimildir og á auðvelt með að ausa úr djúpuin fræðabrunni sínum. í bókarlok er skrá yfir heimildir, tilvísanaskrá sundurliðuð fyrir hvern kafla, ljós- myndaskrá og skrá yfír mannanöfn. Mikill fyöldi mynda er í bókinni, sum- ar hveijar í litum og gullfallegar. Vel er frá bókinni gengið í hvívetna. Kirkjur og kristnihald í Fagranesprestakalli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.