Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 21 Davíð Oddsson segir að emkavæðing bankanna frestist Bankinn notaður sem félag’smála- stofnun atvinnulífs DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að Landsbankinn hafi að mörgu leyti verið notaður sem fé- lagsmálastofnun atvinnulífsins. Slæm staða Davíð var spurður að hve miklu leyti hann teldi að vandi Lands- bankans væri pólitískri stýringu og afskiptum stjórnmálamanna á liðn- um árum að kenna. „Ég vil ekki endilega kenna ákveðnum stjóm- málamönnum um. Hins vegar er það staðreynd að þessi banki var að mörgu leyti notaður sem félags- málastofnun atvinnulífsins,“ sagði forsætisráðherra. Við sjáum þessi stóru lán til fiskeldis, þar sem hefur tapazt um milljarður króna. Við sjáum að Sambandið var á sínum tíma með nánast allt eigið fé Lands- bankans að láni. Þótt enn sé ekki séð fyrir endann á því, vitum við að á meðan Hrunadans Sambands- ins stóð yfir, var öll bankastjórn Landsbankans heltekin af því verk- efni að sinna honum. Það hefur tekizt vonum framar að lenda því máli, en þó sjá menn ekki fyrir endann á því ennþá.“ hans nú slái á frest um óákveðinn tíma áformum ríkisstjórnarinnar um einkavæð- ingu ríkisbankanna. „Ég held að menn sjái í hendi sinni að það er ekki rétti tíminn til að einkavæða banka í bili. Á hinn bóginn hefði getað verið kostur að bankinn væri hlutafélag, þótt ríkið hefði átt hann. Þá hefði verið auð- veldara að bregðast við til að bæta stöðu bankans. Til að mynda hefði verið auðveldara fyrir bankann að vera hlutafélag þegar hann keypti Samvinnubankann á sínum tíma. Landsbankinn þurfti að borga stór- ar fjárhæðir út úr sínum rekstri til annarra eigenda en Sambandsins. Það er ljóst að þessi kaup hafa reynzt bankanum dýr.“ — Er þá einkavæðingu ríkis- bankanna beggja slegið á frest? „Ég hygg að nú sé ekki tíminn til að einkavæða bankana. Menn verða að bíða þar til markaðurinn er hagstæðari. Hvenær það verður, vil ég ekki spá um,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. — En telur þú að pólitískt skipað bankaráð og pólitísk veiting banka- stjóraembætta hafi haft áhrif, að jafnvel hafí verið tekin röng stefna í lánveitingum vegna pólitískra sjónarmiða, en ekki fyrst og fremst vegna hagsmuna bankans? „Ég tel að ekkert sanni það í sjálfu sér. Við horfum á banka sem eru í erfiðleikum erlendis. Það eru bankar, sem fóru í útlánastarfsemi á níunda áratugnum, en bankastjór- arnir voru valdir með allt öðrum hætti. Sú útlánastarfsemi brást. Menn fóru of geyst og mátu veð of hátt. Að sumu leyti höfum við gert það hér líka.“ Einkavæðingaráformum frestað — Hvað þýðir staða Landsbank- ans fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög og einkavæða þá? Jón Sigurðsson segir að hinir bankarnir séu betur staddir Tekið myndarlega á eiginfjárvanda Landsbankans „ÉG tel að með þessum ráðstöfunum sé tekið myndarlega og með raunsæi á þessum eiginfjárvanda Landsbankans. Að sjálf- sögðu er starf að eflingu bankans þess eðlis að því lýkur aldrei,“ sagði Jón Sigurðs- son iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem fer „Á grundvelli þeirrar fyrir- greiðslu sem bankanum nú býðst þarf að gera samkomulag um það hvernig eigi að framkvæma spam- aðar- og hagræðingaráætlun í rekstri bankans og endurskipulagn- ingu á efnahag hans til þess að styrkja eiginfjárstöðuna til fram- búðar. Hins vegar er það mjög mik- ilvægt að menn horfist í augu við það í einu lagi, eins og hér er gert, að afskriftaþörf vegna hættu á út- lánatöpum hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár. Á þeim vanda hefur nú verið tekið," sagði Jón. Hinir bankarnir standa betur Jón sagðist aðspurður telja ólík- legt að aðrir íslenskir bankar lendi í svipaðri stöðu og Landsbankinn. Benti hann á að íslandsbanki hefði boðið út aukið hlutafé á síðastliðnu ári og einnig aukið við eigið fé sitt í gegn um eignarhaldsfélögin. Þá hefði Útvegsbanki íslands hf. geng- ið í gegn um mikla hreinsunarað- gerð á árunum 1987 til 1990, þar sem grisjað hafí verið í skuldaskóg- inum. Taldi ráðherra að bankinn ætti að hafa stofn sem gæti vaxið. með málefni bankanna. Hann segir að það séu ekki einungis efnahagserfiðleikar und- anfarinna ára sem valdið hafi vanda Lands- bankans heldur einnig áhættusöm útlána- stefna hans á liðinni tíð. reyna að byrgja brunninn áður en bamið er dottið ofan í. En það kost- ar mikið átak að viðurkenna þetta sem eina staðreynd efnahagslífs- ins,“ sagði Jón. Áhættusöm útlánastefna Hann sagði að aðdragandinn að þessu máli væri orðinn alllangur. „Það eru ekki einasta efnahagserf- iðleikar undanfarinna ára sem valda vandanum heldur einnig áhættusöm útlánastefna Landsbankans á liðinni tíð. Það segir sig sjálft að hart ár sverfur alvarlegar að þeim sem er ekki hraustur fyrir en þeim hraust- ari. Án þess að ég sé að fella um það dóma tel ég augljóst að Lands- bankinn hafí hætt meiru fé í nýjar atvinnugreinar, svo sem fískeldi og loðdýrarækt, en aðrir sambærilegir bankar. Það eru hins vegar mál sem em gengin yfír og Landsbankinn hefur nú látið gera ítarlegri könnun á stöðu viðskiptamanna sinna en hann hefur nokkru sinni áður gert. Ég tel að endurskoðendur hans hafi unnið þar mjög merkilegt verk. En að sama skapi er erfitt að vinna úr þeim eiginfjárvanda sem af þessu leiðir,“ sagði Jón Sigurðsson. Um hinn ríkisbankann, Búnaðar- banka Islands, sagði Jón að hann hefði náð því að leggja meira til hliðar til að mæta afskriftatöpum, miðað við þörf, en hinir bankarnir. „Með frumvarpinu sem ríkis- stjórnin ætlar að flytja er almennur þáttur sem felur í sér eflingu Trygg- ingasjóðs viðskiptabanka og Trygg- ingasjóðs sparisjóða til þess að þeir geti gegnt nýju hlutverki. Það felst í því að auk þess að vera trygging fyrir innstæðum ef til þrota kemur, sem raunar er ólíklegt, verði hlut- verk þeirra að að veita víkjandi lán til að efla eiginfjárstöðu lánastofn- ana til að viðhalda trausti á þeim,“ sagði Jón Sigurðsson. „Þetta er skylt að því leyti að við emm í sömu hagsveiflunni, öll lönd á þessu efnahagssvæði," sagði Jón þegar hann var spurður hvað hann teldi sameiginlegt með vandamálum Landsbankans og gífurlegum erfið- leikum banka i nágrannaríkjunum, ekki síst á hinum Norðurlöndunum. „Hins vegar tel ég að íslensku bank- amir séu þrátt fyrir allt betur í stakk búnir en ýmsir bankar í nágranna- löndum og að við séum hér að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana, að Friðrik Sophusson fiármálaráðherra Fjárlagalialli á annan tug milljarða FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að fyrirgre- iðslan við Landsbankann auki halla ríkissjóðs og nú sé fyrirsjáanlegt að á þessu ári verði hann á annan tug millj- arða, talsvert meiri en á síðasta ári. Friðrik sagði að ekki hefði verið rætt hvort aðrar ráðstafanir yrðu gerðar í ríkisfjármálum til þess að mæta aðstoðinni við Landsbankann. „Staðan verður auðvitað miklu lak- ari fyrir okkur til þess að beita ríkis- útgjöldunum í þágu annarra verk- efna,“ sagði hann. Þrengri staða Aðspurður hvaða áhrif þessi auknu útgjöld hefðu á líkur á því að ríkið kæmi til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins um auknar opinberar framkvæmdir, sagði Frið- rik að það mál hefði ekki verið rætt. „Það er þó ljóst að þetta eyk- ur hallann og þrengir stöðuna til þess að fara að óskum þeirra, sem vilja auka útgjöld ríkissjóðs, hvort sem það er með framkvæmdum eða með öðrum hætti. Þetta setur okkur auðvitað einnig í lakari stöðu til að fella niður þá tekjuöflun, sem nú þegar er fyrirhuguð," sagði hann. Fjármálaráðherra sagði að fyrir- greiðslan við Landsbankann yki rekátrarhalla ríkissjóðs til muna. Hallinn yrði að öðru óbreyttu tals- vert mikið meiri en á síðasta ári. „Ég held að óhætt sé að segja að hallinn verði á annan tug millj- arða,“ sagði Friðrik. Bankarnir ekki látnir lenda í klípu Friðrik sagði að Tryggingarsjóð- ur viðskiptabanka, sem ríkisstjórnin ætlar nú að efla, yrði með ríkis- ábyrgð að hluta og myndi geta þjón- að öðrum lánastofnunum. „Með þessu ætlum við að undirstrika að ríkisstjórnin ætlar sér ekki að láta það gerast hér að bankamir lendi í klípu,“ sagði hann. Fjármálaráðherra sagði að ekki væri ákveðið hvort Landsbankinn fengi tvo milljarða króna í beina greiðslu frá ríkissjóði eða hvort lögð yrðu fram skuldabréf, sem ríkið skuldbyndi sig til að greiða á ákveðnum árafjölda. Aðspurður hvemig skuldaviðurkenning af því tagi myndi bæta eiginfjárstöðu Landsbankans, sagði Friðrik að verið væri að tryggja að bankinn fullnægði alþjóðlegum skilyrðum um að eiginfjárhlutfall væri 8%. „Við emm að koma þessu hlutfalli upp í 8,5-9%. Það má telja víkjandi lán til eigin fjár. Ef við leggjum fram skuldabréf eða bein framlög, má telja það eigin fé, því að bank- inn eignast þá kröfu á aðra aðila,“ sagði Friðrik. Byggt á tfllögum bankaeftirlits AÐGERÐIR ríkisstjórnarinnar vegna Landsbankans voru að verulegu leyti byggðar á mati bankaeftirlits Seðlabank- ans og endurskoðenda, að sögn Þórðar Ólafssonar, for- stöðumanns. „Að því er fjárhæðir varðar þá eru þessar aðgerðir gmndvallaðar á ársreikningi Landsbankans, sérstök- um athugunum löggilts endurskoð- anda og mati bankaeftirlitsins. Mér sýnist að ríkisstjórnin hafi fallist á tillögur bankaeftirlitsins en hún tók ákvörðun um nánari útfærslu á því með hvaða hætti þessi fjárhagsað- stoð er veitt," sagði Þórður. Hann segir að þær aðgerðir sem um sé að ræða þýði að Landsbank- inn uppfylli þær kröfur sem gerðar séu til viðskiptabanka samkvæmt gildandi lögum um lágmark eigin Qár. Að mati bankaeftirlitsins sé jafnframt nauðsynlegt að gripið verði til hagræðingaraðgerða til að treysta rekstur og afkomu bankans í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.