Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 Morgunblaðið/Ámi Sæberg ny SVANINUM þótti að lokum nóg komið og sneri heim á leið að nýju. Út í heim HANN gerði tilraun til að vera sjálfstæður svanurinn á myndinni í gær- morgun, yfirgaf tjömina og stefnan lá beint á stjórnarráðshúsið. Þar stóð hann lengi vel og velti fyrir sér hvort hann ætti að voga sér upp tröppumar, en dyraverðir þar á bæ hringdu á liðsauka lögreglunnar er fuglinn nálgaðist. Svanurinn var ekki á því að gefast upp og vappaði lengi vel á bílastæði ráðherranna, þar sem lögregluþjónn gætti þess að hann færi sér ekki að voða í umferðinni. Að lokum barst liðsauki og hugðust lögreglumennimir varpa yfír svaninn neti og flytja hann til síns heima. En nei, svanurinn sjálfstæði sá við því og komst undan. Honum hefur þó sennilega fundist komið nóg því stefnan lá aftur niður á tjöm. Heim Morgunblaðið/Signrður Jónsson Á ferð og flugi FYRIR framan stjórnarráðið barst lögreglunni liðsauki og hugðust lögreglumennirnir varpa neti yfir svaninn. VEÐUR V Heirnild: Veðurstofa ístands (Byggt á veðurapá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 17. MARS YFIRUT: Um 300 km austur af Langanesi er 965 mb lægð á hreyfingu austur, en frá henni liggur minnkandi lægðardrag yfir norðanvert landið. SPÁ: Suðvestan eða vestan stinningskaldi um sunnanvert landið með snjó- eða slydduéljum suðvestanlands. Austanlands verður öllu hægari vestlæg átt og bjart veður að mestu en norðaustan stinningskaldi eða allhvasst á Vestfjöröum með snjókomu eða éljagangi, einkum norðan- til. Norðantands verður breytileg átt og úrkomulítið framan af degi en gengur líklega í vaxandi norðan- eða norövestanátt með éljum þegar líður á daginn. Veður fer heldur kólnandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: NV-átt með éljum NA-lands í fyrstu en annars vaxandi SA-átt og fer að snjóa, fyrst SV-lands. Frost víðast á bilinu 1 til 6 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: SV-átt, él S-lands og vestan en léttir til í öðr- um landshlutum. Áfram kalt. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg átt og snjókoma SV-til. en síðan vaxandi NV-átt með éljagangi N-lands en léttir þá til syðra. Frost 3-8 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o & & Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og ijaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fpður er 2 vindstig.. r r r * / * ♦ * * • í * 10° Hitastig r r r r r * r r * r * * * * * V V V V Súid J Rigning Slydda Snjókoma Skúrír Slydduél Él = Þoka ^ FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 (gær) Flestir aðalvegir á landinu eru nú greiðfærir en nokkur hálka er á heiðum. Þungfært er á Mosfellsheiði og Fróðárheiði er ófær. Fært er vestur í Reykhólasveit. Á Vestfjörðum eru heiðar ófærar nema Stein- grímsfjarðarheiði. Á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi eru vegir víð- ast færir. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru fær jeppum og stórum bílum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að í$l. tíma Akureyri Reykjavlk hltl veftur 1 skýjað 2 slydda Bergen 5 Helslnki +4 Kaupmannahöfn 7 Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn skýjaö rigning rigning +12 snjökoma vantar 10 hálfskýjað 7 rigning 'vantar Algarve Amsterdam Barcelont Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrtd Maiaga Mallorca Montreai NewYork Orlando Paris Madeira Röm Vín Washington Winnlpeg 18 skýjsð 10 þokumóða léttskýjað 16 skýjað +3 rigning 8 þoka 15 hálfskýjað 7 rigning og súld 10 rigningogsúld 12 skýjað 14 alskýjað 15 léttskýjað 15 léttskýjað 18 hálfskýjað 18 hálfskýjað +7 snjókoma +1 léttskýjað 12 alskýjað 19 skýjað 17 skýjað 14 skýjað 15 skýjað +1 skýjað +17 8kafrenningur Fulltrúar Iðnþróunarsjóðs og Búnað- arbankans um gagnrýni Mees & Hope Ómaklegar að- dróttanir byggð- ar á misskiiningi „VIÐ teljum þetta ómaklegar aðdróttanir í okkar garð því við teljum okkur hafa lagt okkur í líma við að eiga gott samstarf við þá og taka tillit til þeirra hagsmuna," segir Snorri Pétursson þjá Iðnþróunarsjóði um þær ásakanir á hendur íslenskum fjármálastofnunum og réttarfari sem hollenski bankinn Mees & Hope hefur sett fram vegna gjaldþrota- skipta Islenska stálfélagsins. Jakob Armannsson í Búnaðarbankanum segir upphrópanir hollenska bankans vera á misskilningi byggðar. Snorri sagðist líta alvariegum augum þær lítt dulbúnu hótanir sem hollenski bankinn hafí sett fram. Hann teldi þær engan veginn rétt- mætar og sagðist vonast til að þær væru byggðar á misskilningi. Jakob sagðist líta svo á að í bréfí bankans til skiptastjóra sé bankinn að hóta því að hann ætli að vara erlenda íjárfesta við íslandi fremur en hann vilji draga úr lánstrausti Islendinga erlendis. Hann sagði erf- itt að átta sig á hvað bankinn væri að fara. Hann hefði farið illa út úr gjaldþroti Stálfélagsins og vildi nú kenna öðrum um. Benti Jakob á að þegar hollenski bankinn ákvað að veita verksmiðjunni lán árið 1991 hefði hann ekki haft um það neitt samráð við íslenska fjármögnunar- aðila. Verðlaust brotajárn Jakob sagði að skv. upplýsingum hans hefði matið á brotajámi verk- smiðjunnar fyrir gjaldþrotið verið mjög lauslegt og byggst á bókum Stálfélagsins, sem var að mestu í eigu sænska fyrirtækisins Ipasco Steel. Jakob sagði einnig álitamál hvort í brotajáminu fælust nokkur verðmæti 'og benti á að Búnaðar- bankinn og Iðnþróunarsjóður hefðu samið við Harald Þór Ólason í Furu hf. um að hann fengi hlut þeirra í brotajámshaugnum (18 þús. tonn) án þess að nokkur greiðsla kæmi fyrir þar sem brotajámið hefði verið álitið verðlaust. „Ég held að það sé samdóma álit þeirra sem hafa komið nálægt brotajámsvinnslu hérlendis að verðmæti svona brotajáms er ekkert fyrr en byrjað er að vinna úr því,“ sagði hann. Snorri sagði einnig að um lítil verðmæti væri að ræða í umræddu brotajámi. Hann sagði að þegar í ljós kom við uppboðið á jáminu 5. mars að það væri aðeins metið sex þúsund tonn hefði það komið honum á óvart því talið hefði verið að brota- jámið sem safnast hafði fyrir gjald- þrot verksmiðjunnar hefði verið ná- lægt 20 þúsund tonnum skv. mati eigendanna sjálfra. í því ljósi væri undmn hollenska bankans, sem átti veð í haugnum, skiljanleg en það hefðu verið fyrrum starfsmenn Stál- félagsins sem hefðu metið jámið. Sagðist Snorri ekki vera sammála bankanum Mees & Hope um að bú- stjóri þrotabúsins hefði átt þar nokk- um hlut að máli. ------» ♦ ♦ lðáraáglæ- nýrri bifreið 15 ARA unglingur var handtekinn í gærmorgun þar sem hann ók glænýum Lancer um Vesturbæ- inn. Hann á bílinn sjálfur og hefur nokkrum sinnum áður komið við sögu lögreglu, m.a. fyrir að aka um próflaus. Mál hans verða af- hent barnaverndaryfirvöldum, að sögn Iögreglu. Þegar lögreglumenn sáu piltinn aka og hugðust stöðva aksturinn til ,að athuga hvort hann hefði ökurétt- indi, jók hann hraðann og reyndi að komast undan. Eftir nokkra eftirför stöðvaði hann bílinn á Hjarðarhaga. Að sögn lögreglu sýndi pilturinn mikinn mótþróa og var færður í handjámum til yfírheyrslu á lög- reglustöð. Bíllinn var færður með kranabíl í geymslu. Á lögreglustöð- inni kom í ljós að pilturinn var 15 ára gamall síðan í haust en þó skráð- ur eigandi bílsins sem er Mitsubishi Lancer og var fluttur nýr inn til landsins í febrúar. Þetta er í annað skipti sem hann er tekinn próflaus á bfl. Þær upplýsingar fengust hjá lög- reglu að vegna ferils piltsins, sem einnig hefur komið m.a. við sögu vegna auðgunarbrota, verði mál hans afhent bamavemdaryfírvöldum. Eftir yfírheyrslur var pilturinn lát- inn laus en bflinn afhendir lögregla ekki öðrum en þeim sem hafa rétt- indi til að aka honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.