Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 42
-^42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 HANDKNATTLEIKUR / HM í SVÍÞJÓÐ Rússamir alK of sterkir ÞRÁTT fyrir ágætan leik lengst- um tapaði íslenska liðið 27:19 fyrir griðarlega sterku liði Olympíumeistara Rússa, liði sem leikur trúlega til úrslita hér á HM f handknattleik. Þeir mæta að vísu Svíum í kvöld en með leik eins og Rússar hafa sýnt þá er ekkert lið sem getur stöðvað þá. íslensku strákarnir börðust eins og þeir best gátu, *^en það var einfaldlega ekki nóg. Nú dugar ekkert nema sigur gegn Dönum á fimmtu- daginn til að við getum leikið um sjöunda sætið. Fræðilega getum við enn leikið um 5. sætið en þá verða Þjóðverjar að tapa mjög illa fyrir Ungverj- um og við að vinna Dani stórt. Það voru nokkrar sviftingar i leiknum og undir lokin gerðu Rússar fjögur síðustu mörkin úr hraðaupphlauþum þannig að sigur þeirra var ef til vill full stór. Fyrr í síð- ari hálfleik höfðu Rússarnir gert sex mörk í röð og komist í 18:11. Með mikilli baráttu tókst strákunum að minnka muninn í flögur mörk en síðan keyrðu Rúss- ar hreinlega yfir okkur og sýndu að þeir eru með besta liðið hér á HM. Skúli Unnar Sveinsson skrífar frá Stokkhólmi Sóknarleikurinn gekk illa Fyrri hálfleikur var þokkalega leikinn af okkar hálfu. Það sem helst er hægt að setja útá er að sóknarleikurinn gekk ekki nógu vel. .__Gunnar virtist ragur við að ljúka ^sóknum og Héðinn og Júlíus náðu ekki að skjóta yfír rússenska múr- inn. Vörnin var ágæt nema hvað Kudinov (nr. 9) gerði fjögur mörk með því að skjóta yfir, framhjá eða undir Einar Gunnar. Maðurinn sem getur skipt við Einar Gunnar í vöm og Gunnar I sókn er Patrekur. Hann var ekki látinn inná fyrr en í síðari hálfleik og átti þá ágætan leik þó svo hann hafi verið full gráðugur í að ljúka sóknunum. Á hinn bóginn má segja að einhver verður að ijúka sóknunum, ekki gerðu hinir leik- mennimir það. Engar breytingar voru gerðar á vamaleiknum, leikinn var 6-0 vöm, en mun betri en gegn Þjóðveijum. Þó vom menn heldur rólegir í henni og komu of lítið á móti Rússum, sérstaklega á móti Kudinov. Það lagaðist í síðari hálfleik. Einar Gunnar fór meira út á móti og þeg- ar Patrekur kom inn sást sá rúss- neski ekki. -JzT m Morgunblaðið/RAX Frábærir mótherjar Talant Douichebajev (nr. 10) stjómaði sóknarleik Rússa eins og herforingi og áttu vamarmenn íslands í mestu vandræðum með kappann, sem gerði fjögur mörk. í vöminni em frá vinstri Einar Júlíus Jónasson, en Valerí Gopin hefur metrar og því spilar hann á annarri hæð ef þannig má að orði komast. Guðmundur bestur Valdimar var ágætur í fyrri hálf- leik en náði sér ekki á strik í þeim síðari. Guðmundur var þó besti maður íslands, varði 14 skot. Pat- rekur kom sterkur inn og hefði ég viljað sjá hann fyrr inná í þessum leik, og raunar á þessu móti. Gunn- ar átti mjög góða spretti en var of ragur í fyrri hálfleiknum. Konráð Gunnar Sigurðsson, Geir Sveinsson og laumað sér inná línuna og bíður átekta. stóð sig vel í vörninni en ógnaði ekki mikið í sókninni. Héðinn náði sér ekki á strik í sókninni og það sama má segja um Júlíus. Þeir náðu einfaldlega ekki að skjóta yfir vöm- ina. Sigurður reyndi dálítið mikið að koma boltanum inná milli risanna í vöminni og inná línu og varð stund- um úr mikið hnoð. Einar Gunnar var ekki nógu ákveðinn í vörninni í fyrri hálfleik en bætti sig í þeim síðari. Bjarki fékk lítð að reyna sig að þessu sinni. Island - Rússland 19:27 Globen í Stokkhólmi, annar leikur í milliriðli HM í handknattleik, þriðjudag 16. mars 1993. Gangur leiksins: 0:2, 1:2, 4:3, 5:4, 5:7, 6:9, 7:11, 9:12, 10:12, 10:13, 11:13, 11:18, ,12:19, 14:19, 19:23, 19:27. Mörk íslands: Patrekur Jóhannesson 5, Sigurður Sveinsson 5/3, Geir Sveins- son 3, Gunnar Gunnarsson 2, Valdimar Grimsson 2, Héðinn Gilsson 1, Júlíus Jónasson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14 (þaraf sjö til mótheija). ■Auk þess léku Sigmar Þ. Óskarss. (reyndi að veija eitt víti), Bjarki Sig- urðss., Konráð Olavson og Einar G. Sigurðss. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Rússlands: Vasiliy Kudinov 8/3, Dmitri Torgovan 5, Talant Dujsheba- ev 4, Oleg Kiselev 3, Igor Vasiliev 2, Andrey Antonevich 2, Dmitri Karlov 1, Valeriy Gopin 1, Óleg Grabnev 1. Varin skot: Ándrey Lavrov 14/1 (þaraf 5 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: 1.273. Dómarar: Peter Haak og Henry Koppe frá Hollandi. Afleitur kafli Gunnar Gunnarsson gerði tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik og staðan var allt í einu 12:11. Þá kom afleitur kafli hjá strákunum og Rússar refsuðu með sex mörkum í röð, þar af þremur eftir hraðaupp- hlaup. Á þessum tíma gerðu menn mikil mistök í sókninni auk þess sem óheppnin elti okkur. Skotið var í stöng af línunni, yfir úr hominu og svo fram eftir götunum. Allir geta altt Rússenska liðið er gríðarlega sterkt. Það virðist vera sama hvaða leikmerin em inná, allir geta skotið, allir geta leikið boltanum og allir geta gert allt sem þarf að gera í handknattleik. í sókninni er áber- andi hvað leikmenn em hreyfanleg- ir og snaggaralegir að sækja að vöminni, fara út aftur og koma síð- an tilbúnir í skot sekúndubroti síð- —-ar. Rússar gerðu ekkert mark úr hornunum frekar en við en okkur tókst þó að skapa okkur nokkur færi þar sem ekki nýttust. Erfítt er að taka einhveija útúr hinu sterka liði Rússa. Dujshebaev (nr. 10) er frábær leikmaður og það sama má segja um Kudinov (nr. 9), Lavrov í markinu og Torgovan á íínunni, en hann er ekki nema tveir Morgunblaðið/RAX Dyggir stuðningsmenn Eins og á fyrri leikjum voru stuðningsmenn íslenska liðsins vel með á nótunum og hvöttu landann látlaust. MILLIRIÐILL 1 SVISS- EGYPTALAND .........26:23 SPÁNN - RÚMENÍA............20: 16 FRAKKLAND- TÉKKÓSL.........26:18 RÚMENÍA- EGYPTALAND........27:26 SVISS - TÉKKÓSL............23: 24 FRAKKLAND - SPÁNN .........23:21 Fj. leikja U J T Mörk Stig FRAKKLAND 4 3 0 1 96: 87 6 SPÁNN 4 2 1 1 77: 72 5 SVISS 4 2 0 2 93: 90 4 RÚMENÍA 4 2 0 2 84: 87 4 TÉKKÓSL. 4 1 1 2 81: 89 3 EGYPTALAND 4 1 0 3 84: 90 2 MILLIRIÐILL 2 ÍSLAND - ÞÝSKALAND..........16:23 RÚSSLAND- UNGVERJAL.........29:22 SVÍÞJÓÐ - DANMÖRK ..........23:20 DANMÖRK- UNGVERJAL..........22:21 ÍSLAND - RÚSSLAND...........19: 27 Fj. leikja u j T Mörk Stig RÚSSLAND 4 3 1 0 101: 78 7 SVfpJÓÐ 3 3 0 0 64: 55 6 ÞÝSKALAND 3 1 2 0 62: 55 4 DANMÖRK 4 1 1 2 80: 90 3 ÍSLAND 4 1 0 3 76: 92 2 UNGVERJAL. 4 0 0 4 83: 96 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.