Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árrii Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. * Landsbanki Islands Landsbanki íslands er traustur banki. Hann er ein af undir- stöðum atvinnulífs okkar. Staða efnahags- og atvinnumála þjóð- arinnar endurspeglast í stöðu Landsbankans hveiju sirini. Þeg- ar vel gengur í atvinnulífinu og þá ekki sízt í sjávarútvegi blómstrar Landsbankinn og skil- ar góðum hagnaði. Þegar illa gengur í atvinnulífinu og þá sér- staklega í sjávarútvegi koma þeir erfíðleikar fram í rekstri Lands- bankans. Þess vegna skiptir höf- uðmáli, að bankinn sé svo öflug- ur, að hann geti staðið af sér samdráttarskeið í atvinnulífínu. Ákvörðun ríkisstjómarinnar í gær um aðgerðir til þess að efla Landsbankann er ekki tekin vegna þess, að bankinn hafi verið kominn að fótum fram. Hún var tekin til þess að enginn gæti ef- ast um, að þjóðbankinn hefði styrk til að vera atvinnulífi lands- manna öflugur bakhjarl í einni mestu kreppu, sem þjóðin hefur kynnzt á þessari öld. I þessu ljósi ber að skoða aðgerðir ríkisstjórn- arinnar. Þær munu auðvelda bankanum að veita atvinnulífínu nauðsynlega þjónustu á erfíð- leikatímum. Fráleitt er að bera stöðu Landsbankans eða íslenzka bankakerfísins yfirleitt saman við stöðu banka á öðrum Norðurlönd- um, sem lent hafa í mikilli kreppu. Það er ekkert sambæri- legt við stöðu Landsbanka ís- lands og Sjóvinnubankans í Fær- eyjum. Bankakreppan, sem ríkt hefur í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi á undanförnum misserum hefur ekki náð til íslands. Hitt fer ekki á milli mála, að bankarnir hér hafa orðið að leggja margfalt meira fé í af- skriftarsjóði en áður tíðkaðist. Samdráttur í atvinnulífi, offjár- festing á síðasta áratug, van- þekking á því hvaða áhrif verð- trygging og háir raunvextir mundu hafa, mikil takmörkun þorskveiða og almennt samdrátt- arskeið í efnahagsmálum á Vest- urlöndum, allt hefur þetta leitt til meiri vandamála í atvinnulífi okkar en við höfum kynnzt lengst af lýðveldistímanum. Bankar hér á Islandi hafa því orðið að gera ráð fyrir meiri út- lánatöpum en áður. Ástæða er til að undirstrika, að framlög í afskriftarsjóði bankanna byggj- ast fyrst og fremst á mati á því, hvað gæti tapast en ekki á því, hvað þegar hefur tapast. Að þessu leyti eru bankamir hér í áþekkri stöðu og bankar á Vest- urlöndum, sem allir hafa orðið að gera ráð fyrir meiri útlánatöp- um en áður. Hins vegar eru vandamál bankanna á Norður- löndunum þremur, sem áður voru nefnd, margfalt meiri en íslenzku bankanna. Landsbanki íslands hefur einn- ig búið við þau starfsskilyrði á undanförnum áratugum, að stjórnvöld hveiju sinni hafa gert beina og óbeina kröfu til þess að hafa áhrif á starfsemi bankans. Bankaráðið hefur lengi verið skipað fulltrúum stjómmála- flokkanna, sem einnig hafa ráðið bankastjórninni hveiju sinni. Áhrif stjómmálamanna á lánveit- ingar Landsbankans hafa vafa- laust verið mikil framan af, þótt jafn víst megi telja, að úr þeim hafí dregið mjög á nokkmm und- anfömum ámm. Það er útilokað annað en Landsbankinn verði fyrir áföllum, þegar svo árar í sjávarútvegi, sem nú. Bankinn er með stærstan hluta sjávarútvegsins í viðskipt- um. Til hans em gerðar miklar kröfur, eins og bezt hefur komið í ljós, þegar sjávarútvegsfyrir- tæki í einstökum byggðarlögum á landsbyggðinni hafa orðið gjaldþrota. Þá em hvað eftir ann- að gerðar meiri kröfur til Lands- bankans.en eðlilegt getur talizt, kröfur um að bankinn sé eins konar pólitísk byggðastofnun. Það sem mestu skiptir er, að bankinn hafí traust sparifjáreig- enda, verði eftir sem áður sterkur bakhjarl atvinnulifsins og njóti trausts á erlendum lánsfjármörk- uðum. Landsbankinn og raunar bankakerfíð allt hafa svo mikla þýðingu fyrir þjóðarbúskapinn, að þjóðin hlýtur að slá skjaldborg um þennan lykilþátt í efnahags- og atvinnulífi okkar. Hugsanlegt er, að spurningar vakni á erlendum fjármálamörk- uðum um stöðu íslenzku bank- anna í kjölfar ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar. Áhrifín geta orðið þau, að vaxtakostnaður lántak- enda á erlendum mörkuðum hækki að einhveiju marki. Þess vegna skiptir máli, að ríkisstjórn og Seðlabanki undirstriki ræki- lega gagnvart hinum alþjóðlega fjármálamarkaði, að íslenzka bankakerfið njóti trausts og stuðnings íslenzka ríkisins, ef á þarf að halda. Að því marki miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú ekki sízt og ættu að eyða efa- semdum, ef einhveijar væru. í þessu sambandi er ástæða til að minna á, að Landsbankinn hefur í samskiptum við erlenda lánardrottna SIS sýnt, að ábyrgð hans er gulls ígildi og við slíkar aðstæður hafa erlendir lánar- drottnar ekki tapað á viðskiptum við íslendinga. Þessa hefur ræki- lega verið gætt og leitt til þess, að við njótum betri lánakjara en ella mundi. Allar ákvarðanir og aðgerðir stjórnvalda, sem snerta banka eru viðkvæmar og va'ndmeðfarn- ar. Varfærni og ábyrgð eiga því við, þegar bankakerfið er annars vegar. Það þurfa stjórnmálamenn í öllum flokkum að hafa í huga næstu daga, þegar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar koma til umræðu á Alþingi. RIKISSTJORNIN LEGGUR LANDSBANKANUM TIL VIÐBOTARFE Kjartan Gunnarsson varaformaður bankaráðs Landsbanka Islands Landsbanki tapar allt að 2 milljörðum á fiskeldi Aðgerð ríkissljórnarinnar styrkir stöðu bankans hér og erlendis Morgunblaðið/Kristinn Samið og reiknað að tjaldabaki Á meðan ríkisstjórnin sat á fundi á fyrstu hæð Stjórnarráðshússins sátu ráðgjafar hennar á annarri hæð, reiknuðu og lögðu drög að fréttatilkynningu stjórnarinnar. Frá vinstri: Sigurður Þórðarson ríkisendurskoð- andi, Arni Tómasson, löggiltur endurskoðandi Landsbankans, Ólafur Davíðsson, ráðuneytissljóri forsætis- ráðuneytisins, og Finnur Sveinbjörnsson, starfsmaður viðskiptaráðuneytisins. KJARTAN Gunnarsson, varaformaður, bankaráðs Landsbanka Islands, segist vera mjög ánægður og fagna þeim aðgerðum sem ríkis- stjórnin hafi ákveðið að grípa til til að bæta eiginfjárstöðu Landsbankans. Hann teldi að þetta væri mikilvægt skref til þess að styrkja og styðja íslenska bankakerfið. Þarna væri ekki einvörðungu um það að ræða að eigandi Landsbankans legði honum til aukið fé svo að hann upp- fyllti öll skilyrði Iaga, heldur væri einnig verið að gera mjög mikilvægar fyrirbyggj- andi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nokkur minnsti vafi geti leikið á um trúverð- ugleika íslenskra banka al- mennt, því ráðstafanirnar gætu nytst öllum lánastofn- unum. Kjartan sagði að það væru um það bil tvö ár síðan Landsbankinn hefði gert grein fyrir því að það væru líkur til að hann gæti ekki ‘ uppfyllt þessar nýju reglur um eig- iníjárhlutfall banka og sparisjóða. Um áramótin hefði bankinn fengið 1.250 milljónir í víkjandi lán frá Seðlabankanum með atbeina ríkis- stjórnarinnar til að uppfylla þessi skilyrði og þá hefði því jafnframt verið lýst yfir að málið yrði tekið upp aftur á nýju ári. Komið hefði í ljós þegar farið hefði verið yfir stöðuna að afskriftarþörfin væri svo mikil að væri hún uppfyllt myndi eigið fé rýma það mikið að það færi niður fyrir viðmiðunarmörk. Aðspurður hvað það væri í rekstri bankans sem gerði það að verkum að nauðsynlegt væri að veita honum Össur sagðist telja fyrir sitt leyti að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gefí tilefni til þess að menn íhugi nú sterklega hvort ekki sé rétt að renna saman Landsbankanum og Búnað- arbankanum og búa til einn ríkis- banka. þijá milljarða króna til viðbótar við þær 1.250 milljónir sem hann hefði fengið með víkjandi láni, sagði Kjartan að ákveðin atriði varðandi hinar nýju reglur um eiginfjárhlut- fall kæmu mjög þungt við Lands- bankann vegna þess hve stór hluti útlána hans væri til ákveðinna greina atvinnurekstrar. Hins vegar væri verið að leggja til hliðar í af- skriftarsjóð til þess að gæta mætt „Síðan tel ég auðvitað nauðsyn- legt að menn kanni stöðu bankaeft- irlitsins í þessu máli. Það er lagt á borð fyrir okkur þingmenn að bank- ýnn á í erfiðleikum og það er nauð- synlegt að setja þarna inn sem svar- ar 4,2 milljörðum. Þá hlýtur maður þeim áföllum sem menn ættu von á. Þá væri stefnt að því að fara með eiginfjárhlutfallið í 9% til að hafa svigrúm sem væri nauðsynlegt og allt þetta samanlagt gerði að verkum að til þyrfti talsvert háa fjárhæð. Afskriftarsjóðurinn 2,8 milljarðar Afskriftarsjóður Landsbankans að spyija sjálfan sig hvernig stend- ur á því að bankaeftirlitið hefur ekki gert athugasemdir við þetta. Það þarf að fá glöggar skýringar frá því óg maður satt að segja velt- ir fyrir sér stöðu bankaeftirlitsins í þessu máli,“ sagði Össur. Nauðsynlegt að hraða málinu „Það voru allir á því að þetta væri nauðsynlegt úr því sem komið væri og nauðsynlegt að hraða þessu máli allra hluta vegna,“ sagði Geir H. Haarde formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Að- spurður um hvort honum hefði verið kunnugt um fyrirhugaðar aðgerðir fyrr en í gær sagðist Geir ekki vilja tjá sig um það, en sagði að það hefði legið fyrir lengi að það kæmi að því að það þyrfti að styrkja eiginíjárstöðu bankans. „Nú er um að ræða að klára árið 1992 með sómasamlegum hætti og þá kemur inn í það viðhorf endur- skoðenda og þeirra sem taka ábyrgð á þessum ársreikningum, þannig að það var brýnt að ljúka þessu núna. Það kemur ekkert flatt upp á þá sem hafa haft áðstöðu til þess að fylgjast með þessari þróun,“ sagði Geir. nam 2,8 milljörðum í árslok 1992 og rætt er um að bæta við hann 1.700 milljónum miðað við árslok og hækka hann í 4,5 milljarða króna. Á þessu ári á að bæta 1.300 milljónum við og hækka afskriftar- sjóðinn í 5,8 milljarða. Kjartan sagði að það væri mat manna að á árinu 1993 þyrfti bankinn að hafa mjög umtalsverðar fjárhæðir til að mæta afskriftum eða hugsanlega yfir 4 Jóhannes sagði að þegar Lands- bankanum var veitt víkjandi lán fyr- ir áramótin hafí legið fyrir að veita þyrfti meiri aðstoð í vor. Menn hefðu gefíð sér tíma til að skoða málið betur og nú liggi það mat fyrir. Rétt þætti að ganga frá málunum áður en gengið er frá ársreikningi bankans fyrir síðasta ár og því væri verið að vinna að málinu með þessum hætti nú. Seðlabankastjóri lagði á það áherslu að lánveitingin um áramót og ráðstafanimar nú væru ein og sama aðgerðin. Hins vegar væri því ekki að neita að komið hefði í ljós að meiri aðstoð hefði þurft en áður var reiknað með. Þá sagði hann mikilvægt að með þessum ráðstöf- milljarða króna. Aðspurður sagði Kjartan að þessi staða endurspe- glaði að mörgu leyti erfitt ástand í þjóðfélaginu, en einnig ýmsar fýrri útlánaákvarðanir bankans. Þar mætti nefna fiskeldið en Lands- bankinn hefði lánað mest til þess. Líklega væri það fast að tvö þúsund milljónum króna alls sem bankinn hefði þurft og myndi afskrifa vegna þess. Ekki áfellisdómur Aðspurður hvort þetta sé ekki þungur áfellisdómur yfír rekstri bankans á undanförnum árum sagð- ist Kjartan ekki vera þeirrar skoð- unar. Hann teldi að langsamlega stærstur hlutinn af þessu væri óviðráðanlegur, eins og til dæmis þeir þættir sem kæmu til vegna efnahagsumhverfisins. Það væri ekki á valdi bankans að koma í veg fyrir að veð væru talin rýrna að verðgildi og á sínum tíma hefði það verið stefna stjórnvalda að leysa hér efnahagsvandann með fiskeldi. Að mörgu leyti mætti segja að nú væri verið að taka á uppsöfnuðum vanda- málum sem hefðu ekki komið fram af fullum þunga fyrr en undanfarið og ef til vill væri oft búið að teygja sig alltof langt til að halda stórum atvinnufyrirtækjum gangandi sem veittu mörgu fólki vinnu. Kjartan sagði að til þessara að- gerða væri gripið í fullu samráði við stjórn bankans, enda hefði bank- inn óskað eftir þessu. „Ég tel að þessi aðgerð skjóti styrkari stoðum undir Landsbankann bæði hér á landi og erlendis og sé honum mjög til framdráttar. Ég minni bara á það að þetta er ríkisbanki sem ríkið á. Hlutafélagsbanki sækir svona fyrirgreiðslu til sinna hlutafjáreig- enda eins og hlutafélagsbankinn hér hefur gert á síðustu árum í veruleg- um mæli og það var hið eðlilega fyrir bankann að gera við þessar aðstæður að snúa sér til ríkisstjórn- arinnar,“ sagði Kjartan. Hann sagði að engin ný skilyrði væru sett af hálfu ríkisstjórnarinnar vegna þessarar fyrirgreiðslu um rekstur bankans. Bankinn hefði í janúar skilað til ríkisstjórnarinnar tillögum um hagræðingu til að lækka reksturskostnað, eins og ósk- að hefði verið eftir þegar ríkisstjóm- in hefði haft millgöngu um að út- vega bankanum 1250 milljóna króna lán í Seðlabankanum við síð- astliðin áramót. Þær tillögur væru til sameiginlegrar meðferðar í nefnd Seðlabankans og Landsbankans og þeirri vinnu yrði haldið áfram. unum væri staða bankanna tryggð með almennum aðgerðum. Eiginfjárstaða hinna bankanna betri Spurður að því hvort að því kynni að koma að grípa þyrfti til svipaðra aðgerða til að styrkja stöðu hinna íslensku bankanna sagði Jóhannes: „Eiginijárstaða beggja hinna við- skiptabankanna, íslandsbanka og Búnaðarbanka, hefur verið verulega betri en Landsbankans. Við sjáum enga yfirvofandi hættu þar. Hins vegar er gott að gera þessar breyt- ingar á Tryggingarsjóði viðskipta- bankanna og þar með að búa til nýtt kerfi til að geta brugðist við vandamálum sem upp kunna að koma.“ Stjórnarflokkarnir styðja frumvarpið Nauðsynlegt að kanna stöðu bankaeftirlits -segir Ossur Skarphéðinsson ÞINGFLOKKAR stjórnarflokkanna samþykktu á fundum síðdegis í gær að styðja frumvarp ríkissljórnarinnar um aðgerðir til að bæta eiginfjárstöðu Landsbankans. Að sögn Ossurar Skarphéðinssonar formanns þingflokks Alþýðuflókksins eru sterkar raddir um það innan þingflokksins að kannað verði hvort ekki sé rétt að setja til- sjónarmenn með bankanum, og þá segist hann telja nauðsynlegt að kanna stöðu bankaeftirlitsins í þessu máli. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri Lá fyrir að veita þyrfti aðstoð í vor JÓHANNES Nordal seðlabankastjóri telur að aðgerðir ríkissljórnar- innar ásamt þeim ráðstöfunum sem Landsbankinn sjálfur grípur til lagi eiginfjárstöðu hans til frambúðar. Mikilvægt að raska ekki samkeppnisstöðu banka segja forsvarsmenn íslandsbanka og sparisjóðanna FORSVARSMENN íslandsbanka og sparisjóðanna segjast telja mikilváegt að aðgerðir ríkissljórn- arinnar vegna Landsbankans raski ekki samkeppnisstöðu inn- lánsstofnana. Er bent á að fram- lög úr ríkissjóði til eins banka hljóti að bæta stöðu hans í sam- keppninni við aðra banka og sparisjóði nema gripið verði til ráðstafana til að koma í veg slík áhrif. „Mér þykja þetta slæm tíðindi," sagði Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka. „Landsbankinn hefur verið stærsti banki þjóðarinnar og hann gegnir afar mikilvægu hlut- vérki í öllu atvinnu- og efnahagslífi í landinu. Sá vandi sem nú hefur komið upp hjá Landsbankanum er að vissu leyti álitshnekkir fyrir allt bankakerfið og allt atvinnulíf á ís- landi. Það hlýtur að hafa ýmis áhrif. Miðað við þær upplýsingar sem fram hafa komið þá er vandi bankans það mikill að eðlilegt er að stjórnvöld grípi strax til ráðstafana svo ekki hljótist nein frekari vandræði af. En í því sambandi þá finnst mér mjög mikilvægt að ráðstafanir ríkisstjóm- arinnar raski ekki samkeppnisstöðu innlánsstofnana. Þegar ríkið grípur inn í bankareksturinn með framlög- um úr ríkissjóði til eins bankans hlýt- ur það að bæta stöðu hans í sam- keppninni við aðra banka og spari- sjóði nema að á einhvem hátt verði tryggt að þau óæskilegu áhrif verði ekki. Mér finnst mikilvægt að undir- strika þýðingu þess að stjómvöld tryggi það.“ Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis og formaður Sambands ís- lenskra sparisjóða, sagðist vona að aðgerðir ríkisstjómarinnar vegna Landsbankans myndu ekki leiða til misvægis í samkeppnisstöðu innláns- stofnana. Það þyrfti að skapa jafn- Heimildir Tryggingarsjóðs við- skiptabanka hafa hingað til verið mun þrengri en hjá Tryggingar- sjóði sparisjóða. Sá síðamefndi hefur heimild til að gera ýmsar ráðstafanir, m.a. veita sparisjóð- um víkjandi lán, veita sérstaka aðstoð, kaupa kröfur út úr spari- sjóðum og liðka til með endur- skipulagningu á sparisjóðum með hverjum þeim hætti sem stjórn sjóðsins telur hagkvæmt. Eins og fram kemur í fréttatil- ræði milli þeirra, ekki síst gagnvart útlöndum. Hann benti á að þessar aðgerðir kynnu að hafa neikvæð áhrif á lánstraust annarra innláns- stofnana hér á landi gagnvart er- lendum aðilum, nema jafnræðis væri gætt. kynningu forsætisráðuneytisins verður báðum sjóðunum heimilað að taka lán með ríkisábyrgð að fjárhæð 3 milljarðar króna. Af þeirri fjárhæð er gert ráð fyrir að Tryggingarsjóður viðskipta- banka veiti Landsbankanum á þessu ári allt að 1 milljarð í víkj- andi lán. Þá verður skipuð nefnd til að semja tillögur um eflingu sjóðanna í framtíðinn og hugsan- lega sameiningu þeirra. Víðtækara svið Tryggingarsj'óðs viðskiptabanka SAMKVÆMT gildandi lögum er einungis gert ráð fyrir að Trygg- ingarsjóður viðskiptabanka geti bætt innstæðueigendum tjón sem þeir kynnu að verða fyrir við gjaldþrot eða slit viðskiptabanka. Sú breyting sem boðuð var í gær á tryggingarsjóðnum miðar að því að heimila stjórn sjóðsins að veita jafnframt víkjandi lán eða ráðstafa fjármunum úr sjóðnum í öðrum tilvikum en beinlín- is þeim að bæta tjón. Talsmenn stjórnarandstöðu ga; ma, vinnubrögð stiórnarinnar Alvarleg mistök sem veikja lánstraust okkar — segir Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að með vinnubrögðum sínum sé ríkisstjórnin að veikja lánstraust Islendinga erlendis og lántökugjöld og greiðslur af erlendum lánum muni stór- hækka vegna þess að áhættumat erlendra fjármálastofnana gagnvart Islandi muni gjörbreytast á einni nóttu vegna þess hvernig staðið er að þessum aðgerðum. Ólafur segir að Alþýðubandalagið hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort það muni styðja aðgerðirnar. Kristín Ástgeirsdótt- ir þingmaður segist eiga von á að Kvennalistinn muni styðja aðgerðirn- ar þó deila megi um hversu mikinn stuðning Landsbankinn þurfi. Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sjónvarps- fréttum í gær að ríkisstjórnin hefði staðið að uppákomu sem væri að hluta til sjónarspil. „Ríkisstjórnin hefur greinilega gert alvarleg mistök,“ segir Ólafur Ragn- ar. „Með vinnubrögðum af þessu tagi er verið að tilkynna hinu alþjóðlega bankakerfi og fjármálastofnunum að peningakerfí íslendinga sé að fara fram af bjargbrúninni," sagði hann. Ólafur sagði að ekki hefði verið til- efni til slíkra skyndiákvarðana vegna stöðu Landsbankans. „Mér hefur ver- ið tjáð að bankaráðsmenn Landsbank- ans hafi ekki vitað um neina slíka stöðu í morgun. Bankastjórar bank- ans ekki heldur, fyrr en í morgun þegar þeir voru kallaðir á fund Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Fyrir lá uppgjör á stöðu Lands- bankans á árinu 1992. Var eigið fé bankans 6 milljarðar. 2,8 miiljarðar voru til í afskriftasjóði í bankanum og þrátt fyrir að bankinn væri búinn að leggja 1.500 millj. til hliðar í af- skriftasjóð, leggja stórar upphæðir til hliðar til að standa við lífeyrisskuld- bindingar og nýta sér alla hugsanlega skattafrádrætti, sem bankinn á möguleika á, virtist engu að síður ekki vera nema 300 milljóna króna tap á bankanum á síðastliðnu ári og er hann þó yfir BIS-mörkunum,“ sagði hann. „Þegar horft er á þessar staðreynd- ir og litið yfír verk ríkisstjórnarinnar í dag er maður furðu lostinn yfir þess- um vinnubrögðum. Menn hljóta þá að spyija hver sé tilgangurinn eða eru viðskiptaráðherra og forsætisráð- herra, sem mér er sagt að séu þeir ráðherrar í ríkisstjórninni sem hafí fjallað um þetta mál á síðustu sólar- hringum, svo gjörsamlega vanhæfir til að taka á vandamálum að þeir breyta viðfangsefni, sem vissulega þurfti að taka á en var hægt að gefa sér þó nokkurn tíma til að fjalla um með eðlilegum hætti, í alvarlegustu krísu sem upp hefur komið í langan tíma í peningakerfi þjóðarinnar," sagði Ólafur. Getur vakið tortryggni Kristín sagði að ekki kæmi á óvart að grípa þyrfti til ráðstafana vegna stöðu Landsbankans því á undanföm- um mánuðum hefði legið fyrir að erf- iðleikar atvinnulífsins hlytu að bitna á bankanum. „Ég er ekki sátt við hvemig ríkis- stjómin hefur staðið að þessari að- gerð. Ég held að menn verði að vara sig á að ijúka svona upp til handa og fóta eins og ríkisstjórnin hefur gert, því það getur vakið mikla tor- tryggni, bæði hjá sparifjáreigendum og eins út á við hjá erlendum lána- stofnunum. Það kom mjög á óvart að ríkisstjómin skyldi ijúka upp með þessum hætti," sagði Kristín. Morgunblaðið náði ekki tali af Steingrími Hermannssyni, sem sæti á í bankaráði Landsbankans, en í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi sagði hann að vandi bankans hefði verið blásinn upp. Lausafjárstaða bankans væri sterkari en nokkru sinni og hann ætti 6-7 milljarða í eigin fé en vax- andi erfiðleikar atvinnulífsins hefði bitnað á bankanum. Sagði Steingrím- ur að stjórnendur bankans hefðu átt samráð við viðskiptaráðherra um leið- ir til að mæta þessum vanda að und- anförnu og því kæmi það flatt upp á alla þegar ríkisstjómin gripi til „sjokk-meðferðar" af þessu tagi. If

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.