Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 KNATTSPYRNA KEILA Meistarar Ajax úr leik HOLLENSKA liðið Ajax vann franska liðið Auxerre 1:0 í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni féiagsiiða í gær- kvöldi, en þar sem Frakkarnir unnu fyrri leikinn 4:2, féllu Evr- ópumeistararnir úr keppninni. Gerald Baticle fékk sannkallað dauðafæri þegar á fyrstu mín- útu eftir að Edwin van der Sar, markvörður Ajax, færði honum bolt- ann á silfurfati, en Baticle skaut yfír. Frakkamir voru aðgangshárð- ari fyrstu 20 mínúturnar og heima- menn áttu í erfiðleikum með að ná undirtökunum, en eftir þetta réðu þeir gangi leiksins. Þeir sóttu stíft án árangurs þar til þeir uppskáru mark um miðjan seinni hálfleik. Miðjumaðurinn Rob Alflen tók auka- spymu og vamarmaðurinn Frank de Boer gerði glæsilegt mark með skalla. Hollendingarnir reyndu allt hvað þeir gátu til að bæta markinu við, sem þeir þurftu, en vörn Frakkanna var vel á verði og stóðst álagið. Blackbum úr leik Það gengur illa hjá Kenny Dalglish og leikmönnum hans hjá Black- bum þessa dagana. Sheffíeld United vann Blackburn í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær — í vítaspymukeppni, eftir jafn- teflisleik 2:2. Blackbum tapaði fyrir Sheff. Wed. á sunnudaginn í undanúrslitum deildarbikarkeppninni. Rcutcr Pascal Vahirua, útheijinn snjalli hjá Auxerre (t.h.) í baráttu um knöttinn við Sonny Silooy á Ólympíuleikvanginum L Amsterdam í gærkvöldi. FOLX ■ RUDI Völler og Alen Boksic hafa ekki leikið með Marseille að undanfömu vegna meiðsla, en stefnt er að því að þeir verði með gegn CSKA Moskva í úrslitakeppni Evr- ópumóts meistaraliða í kvöld. ■ MARSEILLE er efst í riðlinum á markatölu, en treystir að fyrr- nefnda félaga, sem hafa samtals gert 24 mörk ■ BASILE Boli kem- ur aftur inní vömina eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. ■ RÚSSARNIR voru í Barcelona og undirbjuggu sig þar fyrir leikinn. ■ ILSHAT FayzuIIin, semjafnaði í fyrri leik liðanna í Berlín, sagði að CSKA myndi leggja áherslu á sterkan- vamarleik og beita skyndi- sóknum. „Vöm Marseille er sein og við reynum að nýta okkur það.“ H ALAIN Roche og Laurent Fo- umier taka út leikbann og verða ekki með PSV í seinni leiknum gegn Real Madrid annaðkvöld. Francois Calderaro og Francis Llacer eru meiddir og leika því ekki með franska liðinu. ■ RANGERS verður án nokkurra lykilmanna gegn Club Briigge, en aðeins fímm leikmenn liðsins hafa leikið alla sjö Evrópuleikina í vetur og tveir þeirra eru tæpir. ■ GARY STEVENS, enski landsl- iðsmaðurinn hjá Glasgow Rangers, leikur ekki meira með Rangers á þessu keppnistímabili. Hann þarf í uppskurð á fæti. ■ GIOVANNI Trapattoni, þjálf- ari Juventus, bauðst til að segja starfí sínu lausu í síðustu viku, en Agnelli eigandi tók það ekki í mál. Liðið mætir Benfica í UEFA-keppn- inni í kvöld, en Juve tapaði fyrri leiknum 2:1 og hefur tapað þremur af síðustu fímm deildarleikjum. ■ HENRIK Larsen, landsliðsmað- ur Dana sem hefur verið í láni hjá Aston Villa, segist ekkert hafa að gera hjá Villa og hann sjái ekki að hann komist í liðið. Larsen var lán- aður frá ítalska liðinu Pisa en hefur ekki leikið einn leik með aðalliði Villa. ■ GHENT, sem leikur í belgísku 1. deildinni, réð í gær Hollending- inn Hans Dorjee sem þjálfara liðs- ins. Hann tók við embættinu af Rene Vandereycken sem var rek- inn fyrir hálfum mánuði. Dorjee var aðstoðarþjálfari PSV Eindhoven frá 1988 til 1991 er hann fór yfír til Feyenoord en var ekki langlífur þar því hann var rekinn í júní í fyrra. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Lakers lagði spútniklið San Antonio á útivelli Retuer Charles Jones, t.h. leikmaður Washington Bullets, sækir að Larry Nance hjá Cleveland í fýrrinótt. Bullets vann loks eftir sex tapleiki í röð. JAMES Worthy og félagar i Los Angeles Lakers komu á óvart ífyrrinótt gegn spútnikliði John Lucas og höfðu betur 92:87 í San Antonio. James Worthy skoraði 24 stig fyrir Lakers, Byron Scott gerði 17 stig og þar á meðal tólf þúsundasta stig sitt á ferlinum. BJ Armstrong setti persónulegt met í stigaskori er hann gerði 28 stig í sigurleik Chicago Bulls gegn LA Clippers 101:94. Michael Jordan gerði „aðeins" 23 stig fyrir meistarana. Með sigrinum fór Bulls aftur á topp austurdeildarinnar. Washington Bullets vann Cleve- land Cavaliers í Washington 105:101. Tom Gugliotta skoraði 23 stig og tók 10 fráköst fyrir Bullets, sem vann loks eftir sex tapleiki í röð. Mark Price kom aftur inní lið Cleveland eftir meiðsli og gerði 14 stig og átti sjö stoðsendingar á aðeins 21 mínútu. Glen Rice kom Denver í fram- lengingu gegn Miami með glæsi- legri þriggja stiga körfu, Miami Heat vann þó 103:100. Dikembe Mutombo tók 23 fráköst fyrir Denv- er, Glen Rice skoraði 30 stig fyrir Miami Heat og Ron Seikaly bætti við 18 stigum og tók 21 frákast. Heat hefur unnið 11 af síðustu 13 leikjum. í Portland biðu New Jersey Nets ósigur, 110:94. Cliff Robinson skor- aði 25 stig og Terry Porter kom næstur með 22 fyrir Blazers sem höfðu tapað 12 af síðustu 19 leilq'- um. í Dallas gerði Karl Malone 36 stig fyrir Utah í 109:96 sigri gegn Mavericks. John Stockton skoraði 16 stig og var með 13 stoðsending- ar í þriðja sigri Jazz í síðustu 11 leikjum. Staða Mavericks er allt annað en glæsileg. Liðið hefur að- eins unnið 4 leiki og tapað 57. ÚRSLIT Körfuknattleikur ÍA-ÍR..........................74:62 íþróttahús Akraness, fyrsti leikur um sæti í úrvalsdeild næsta keppnistímabil, þriðju- daginh 16. mars 1993. Stig ÍA: Jón Þór Þórðarson 22, Eggert Garðarsson 18, Keith Stewart 16, Pétur Sigurðsson 11, Bjöm Steffensen 3, Garðar Jónsson 3, Dagur Þórisson 1. Stig ÍR: Eirikur Önundarson 19, Broddi Sigurðsson 10, Kristján Henrysson 10, Márus Amarsson 8, Hilmar gunnarsson 7, Gunnar Öm Þorsteinsson 5, Aðalsteinn Hrafnkelsson 3. BÞað lið, sem sigrar í tveimur leikjum, flyst í úrvalsdeild, en hitt leikur við Tindastól um sæti í deildinni. Annar leikur ÍR og ÍA verður í íþróttahúsi Seljaskóla á morgun kl. 20. NBA-deildin Leikir uðfararnótt mánudags: Washington - Cleveland........105:101 San Antonio - LA Lakers........87 : 92 Chicago - LA Clippers.........101: 94 Dallas - Utah.......................96 :109 Denver- Miami..................100:103 ■eftir framlengingu. Portland-NewJerseyNets........110: 94 Knattspyrna UEFA-keppnin Amsterdam, Hollandi: Ajax - Auxerre................1:0 Frank de Boer (60.). 42.500. ■Auxerre vann samanlagt 4:3 og er komið í undanúrslit. EVROPUKEPPNIN Aris Salonika meistari Aris Salonika frá Grikklandi varð í gær Evrópumeistari bikarhafa í körfuknattleik eftir sigur á SK Istanbul frá Tyrk- landi, 50:48, í úrslitaleik í Tórínó á Ítalíu. 4.000 Grikkir sem voru á meðal 7.000 áhorfenda létu gleði sína óspart í Ijós eftir leikinn og köstuðu öllu lauslegu inná völl- in. Þá kom til óláta milli þeirra og stuðningsmanna tyrkneska liðsins. Setur úr áhorfendabekkj- um fuku eins og hráviður um alla íþróttahöllina og máttu leikmenn þakka fyrir að komast af leikvelli ómeiddir. Gríska Iiðið gæti átt á hættu að fá refsingu vegna óláta áhangenda liðsins. Real Madrid frá Spáni sigraði Virtus Bologna frá Ítalíu 79:58 í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni . meistaraliða og er komið í undan- úrslit keppninnar sem fram fer í Aþenu 13.-15. apríl ásamt PAOK Salonika sem vann franska liðið Orthez 81-65. Hin liðin í undanúr- slitum verða sigurvegarar úr leik Olympiakos/Limoges Frakklandi og ítölsku liðanna Benetton Tre- viso/Scavolini Pesaro. Jónaog Jón Helgi íslands- meistarar JÓNA Gunnarsdóttir og Jón Helgi Bragason, bæði úr Keilu- félagi Reykjavíkur, urðu ís- landsmeistarar 1993 í keilu kvenna og karla, en íslands- mótinu lauk í Keilulandi í Garðabæ á laugardaginn. Met- þátttaka var i mótinu, eða 110 alls, þar af 96 í karlaflokki. Jóna sigraði Ágústu Þorsteins- dóttur í tvöföldum úrslitaleik kvenna með 375 stigum (182+193) gegn 334 stigum (156+178). Elín Oskarsdóttir varð þriðja. Ágústa Þorsteinsdóttir sló ís- landsmetið í 6 leikja röð kvenna í tvígang í forkeppninni. Fyrst fékk hún 1.188 stig í Keilubæ í Keflavík og síðan 1.213 stig í Keilulandi í Garðabæ. Jón Helgi lék við Davíð Löve í tvöföldum úrslitaleik um íslands- meistaratitilinn í karlaflokki og sigraði Jón með 389 stigum (185+204) gegn 369 (168+201). Stefán Ingi Oskarsson varð þriðji. SUND Amar Freyr náði lág- marki fyrir meistaramót háskólanna Amar Freyr Ólafsson tryggði sér rétt til að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu í sundi á móti um helgina, þegar hann synti 400 stiku fjórsund á 3.58,28 mín., en lágmarkið er 3.59,49. Tími Am- ars Freys jafngildir um 4,22 mín. í 400 m fjórsundi, en íslandsmet hans er 4.25,21. Hann fór 200 stiku fjórsund á 1.54,45, sem jafngildir um 2.06 í 200 m fjórsundi, en íslandsmet Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar er 2.05,22. Amar Freyr fékk tímann 53,60 í 100 stiku baksundi og jafngildir það um 58,80 í 100 m baksundi, en íslandsmet Eðvarðs Þórs frá 1986 er 56,26. Þá keppti hann í 200 stiku baksundi og fór á 1.52,50, sem jafngildir um 2.04,50 í 200 m baksundi, en íslandsmet Eðvarðs Þórs er 2.00,55. íslandsmet hjá Gunnarí Gunnar Ársælsson, IA, setti ís- landsmet í 50 m flugsundi um helg- ina, Sjmti á 26,03. Ifyrra met hans var 26,39. LEIÐRETTINGAR Nöfn sigurvegara í bogfimi á íslands- móti fatlaðra víxluðust í myndatexta í blað- inu í gær. Jón M. Amason er lengst til vinstri og þá Leifur Karlsson, en Óskar Konráðsson lengst til hægri. Úrslit í 100 m bringusundi kvenna, opn- um flokki, voru ekki rétt skráð hjá móts- haldara. Anna Rún Kristjánsdóttír úr Hvöt, sem tók þátt í sínum fyrsta íslands- móti, varð þriðja á 2:41.20 mín. og vann brons. í kvöld Handknattleikur 1. deild kvenna, úrslitak. Garðabæn Stjaman - Selfoss ...kl. 20 Vestm.: ÍBV-Grótta......kl. 20 Víkin: Víkingur-Ármann..kl. 20 2. deild karla, úrslitak. Digranes: UBK-ÍH........kl. 20 Keflavík: HKN-Grótta....kl. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.