Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 7 Framkvæmdir hefjast á næsta ári við nýtt 1.500 manna hverfi 5 þúsund ársstörf við byggingu Kirkjutúns Kirkjutúnssvæðið bORGabtún FRAMKVÆMDIR á svo- nefndu Kirkjutúni, þar sem nú er geymslusvæði Eimskips hf., munu hefjast á næsta ári en skipulagsvinna hefst á næstu dögum. A Kirkjutúni rís 400 til 500 íbúða byggð fyrir 1.200-1.500 íbúa á næstu fjórum til sex árum. Aætlað er að framkvæmdunum fylgi 4-5 þúsund ársstörf, en kostn- aður við framkvæmdirnar er talinn nema 3-4 milljörðum kr. Að framkvæmdunum standa verktakafyrirtækin ístak og Álftar- ós ásamt Eimskip og félagsskapn- um Þak yfír höfuðið. Skrifað var undir samstarfssamning þessara aðila í gær. Þeir hafa átt viðræður við samtök lífeyrissjóða og Hús- næðisstofnun ríkisins um fjármögn- un framkvæmdanna, t.a.m. með lánsrétti félaga í samtökunum i húsnæðiskerfínu. Örnefnið Kirkjumýri Eimskipafélagið gerði í fyrra samning við Reykjavíkurborg um að breyta nýtingu lóðarinnar í fram- haldi af samþykkt að nýju aðal- skipulagi Reykjavíkurborgar. Nafn- ið Kirkjutún er dregið af ömefninu Kirkjumýri sem var á sinni tíð skammt vestan við Laugarneskirkju en byggingareiturinn er í Túnunum. Á blaðamannafundi í gær þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir voru kynntar kom fram að þetta er í fyrsta sinn á íslandi sem svo margir byggingaraðilar og kaup- endur skipuleggja svo stórt svæði sameiginlega. Nýjustu byggingar- tækni verður beitt og er vonast til að það leiði til aukinnar hagræðing- ar sem m.a. leiði tii hagstæðs verðs á húsnæði. Uppbygging svæðisins mun taka 4-6 ár og skapa 4-5.000 ársstörf í byggingariðnaði og mörg störf í tengdum þjónustugreinum. 50-60% íbúða til félagsmanna Innan vébanda Þaks yfír höfuðið eru Öryrkjabandalag íslands, Sjálfsbjörg, Landssamtökin Þroska- hjálp, Samtök aldraðra, Bandalag íslenskra sérskólanema, Stúdenta- ráð, Leigjendasamtökin og Búseti. Innan samtakanna eru 30-40 þús- und félagar. Ibúðimar em að hluta til fýrir félagsmenn, en verða auk þess seldar á almennum markaði. Þórður Magnússon ijármálastjóri hjá Eimskip hf. sagði að ætla mætti að 50-60% íbúðanna yrðu í eigu félagsmanna og hafa þegar borist óskir um kaup á 400 íbúðum, eink- um frá einstaklingum innan sam- takanna. Leigjendasamtökin vilja 80-100 íbúðir Magnús H. Magnússon, formað- ur Samtaka aldraðra, sagði að sam- tökin hefðu komist að samkomulagi við Búseta um byggingu hlutdeild- aríbúða sem féllu undir félagslega húsnæðiskerfíð. Þannig væri fé- lagsmönnum, sem á annan hátt ættu erfítt með að fjármagna íbúð- arkaup, gert kleift að eignast hluta Hassmál „tálbeitunnar“ í kókaínmálinu flutt í Héraðsdómi Aðstoð í kókaínmálmu leiði til skilorðsdóms MÁL GEGN tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir innflutn- ing á þremur kg af hassi og dreifingu á hluta þess hér á landi í febrúar 1990 var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Menn- irnir hafa játað það sem þeim er gefið að sök og er dóms að vænta fljótlega. Annar mannanna er sá sem gegndi hlutverki uppljóstrara lögreglunnar, „tálbeitu“, í kókaínmálinu svo- nefnda. Veijandi hans, Páll Arnór Pálsson hrl., sagði við réttar- höldin í gær að sú aðstoð ásamt öðru réttlætti það að maður- inn ætti einungis að fá skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu. Hassið falið í togurum Maðurinn hafði keypt þrjú kg af hassi í Amsterdam í byijun árs 1990 og fengið kunningja sinn til að flytja það til landsins á skipi en honum snerist hugur og kom pakk- anum í geymslu í Bremerhaven. Þá fékk maðurinn annan til að fara utan og sá faldi hluta þess í tveim- ur togurum sem voru á leið til landsins. Sá var svo handtekinn þegar hann sótti efnið um borð í annan togarann hér á landi en áður var búið að selja mikinn hluta efn- anna. Einnig voru mennirnir tveir ákærðir fyrir viðskipti með nokkuð af amfetamíni, meðal annars sín í milli. Þar sem mennirnir hafa játað sinn hlut er um svokallaða' játning- ardóma að ræða, samkvæmt heim- ild í nýjum lögum um meðferð opin- berra mála. Málflutningur snýst því aðeins um refsingu. Egill Stephen- sen saksóknari krafðist þess að mennimir yrðu dæmdir til refsing- ar. Páll Arnór Pálsson krafðist þess að skjólstæðingur sinn yrði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og hún yrði skilorðsbundin að öllu leyti og hegningarauki þar sem maðurinn hefði þegar verið dæmdur fyrir brot sem framið var eftir að þetta fíkniefnamál kom upp. Lög- maðurinn rökstuddi kröfu um skil- orðsbindingu m.a. með því að mað- urinn hefði játað brot sín án undan- dráttar, hann hefði bætt sitt ráð og látið af fíkniefnaneyslu, auk þess sem hann hefði ótilkvaddur aðstoðað réttvísina með því að upp- lýsa „kókaínmálið“ svokallaða í sumar. Eftir það hafi óvægin fjöl- miðlaumfjöllun um mál mannsins valdið miklu tjóni í lífí hans og bæri að skoða þá umfjöllun sem þunga refsingu og enn eina ástæðu til skilorðsbindingar. Auk þess væru rúm þrjú ár liðin frá því að brotið væri framið og fordæmi væru fyrir því í dómum Hæstarétt- ar að skilorðsbinda mætti refsingu ef svo stendur á þótt það hefði annars ekki verið gert eftir atvikum málsins. Lögmaðurinn kvaðst ímynda sér að, kæmi ekki annað til, hefði brot þetta verið talið varða u.þ.b. sjö mánaða fangelsisvist en með hliðsjón af þessum aðstæðum öllum beri að skilorðsbinda refsing- una. Aðstoðaði vegna þrábeiðni Sigurður A. Þóroddsson hdl. er veijandi manns sem aðstoðaði við innflutning efnisins og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún verði skilorðsbundin að fullu. Hann mótmælti sakargiftum um að skjólstæðingur sinn hefði sammælst við meðákærða um inn- flutninginn. Skjólstæðingur sinn hefði ekki vitað um fyrirætlanir mannsins fyrr en kaupin voru um garð gengin og fyrrgreind innflutn- ingstilraun sjómannsins var að engu orðin. Þá hefði skjólstæðingur sinn, sem þá var atvinnulaus og févana, tekið að sér verkið vegna þrýstings og þrábeiðni mannsins. Einnig taldi hann að taka bæri til- lit til þess að skjólstæðingur sinn hefði aðeins átt að fá í sinn hlut 30-40% af hagnaði og að hann hafði litla sem, enga peninga mót- tekið frá meðákærða. Hann hafí játað afbrot sín án undandráttar og þannig stuðlað að því að málið upplýstist. Maðurinn hafí ekki hreina sakaskrá en 11 ár séu liðin síðan hann var dæmdur fyrir inn- flutning fíkniefna. Þá verði tekið tillit til þess að þijú ár eru liðin síðan þessi brot voru framin og dráttur á meðferð þess hafi valdið manninum skaða. Samstarfsaðilar F.v.: Þórður Magnússon fjármálastjóri Eimskips, Reynir Ingibergs- son fonnaður Búseta, Magnús H. Magnússon formaður Samtaka aldr- aðra, Örn Kærnested framkvæmdastjóri Álftaróss, og Jónas Frí- mannsson verkfræðingur hjá Istaki. í íbúðum. Jón frá Pálmholti, for- maður leigjendasamtakanna, sagði að samtökin ættu sér þá von að húsnæðisyfírvöld eignuðust 80-100 íbúðir í þessu nýja kerfi, sem yrðu leigðar út, og með því létt á því ófremdarástandi ríkt hefði á leigu- markaðnum hér á landi. Útivistarsvæði Svæðið sem hér um ræðir af- markast af Borgartúni, Kringlu- mýrarbraut, Sigtúni og Nóatúni. Byggingarsvæðið verður á um 40 þúsund fermetra en skipulagssvæð- ið er 70-80 þúsund fermetrar. Gert er ráð fyrir að íbúar á Kirkjutúns- svæðinu verði á bilinu 1.200-1.500, eða eins og í meðalstóru kauptúni. Þar sem nú er íþróttasvæði Ár- manns verður útivistarsvæði fyrir Kirkjutún og aðliggjandi hverfí og greið gönguleið verður úr hverfínu í Laugardal. Sigurður Sveinsson hefur í mörg ár verið ein skærasta handboltastjarna okkar íslendinga. Hann vantaði fólksbíl fyrir sig og fjölskylduna og valdi fimm dyra Renault Clio. "Renault Clio er ótrúlega rúmgóður miðað við stærð. Hann er sparneytinn, kraftmikill og lipur fjölskyldubíll á einstaklega hagstæðu verði" segir Siggi. Verö íra hr. 869.CC0 Formula I WILUAMS -RENAULT HEIMSMEISTARI 1992 RENAULT ■fer á kostum RENAULT Gullna HJ'JI 1992 1993 Bflaumboðið hf lif)j.NCAÖ D l' Cfío ERT PU STÆRRI EN SIGGISVEINS??? ..ef ekki, þá er Clio nógu stór fyrir þig Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633 Söludeildin er opin alla virka daga kl. 08-18 og laugardaga kl. 13-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.