Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 Aftaka í Rómaborg ÍTÖLSK yfírvöld fordæmdu í gær morð á Mohammed Hussein Nagdi, írönskum stjómarandstæðingi, í Rómaborg. Tveir vopnaðir menn sátu fyrir bifreið Nagdi er hann ók til vinnu sinnar og flýðu á mótorhjóli er þeir höfðu látið skothríð dynja á Nagdi. íranska sendiráðið í Róm neitaði að hafa átt þátt í aftökunni en Nagdi var fyrrum sendiherra írana á Ítalíu. Undanfarin 11 ár hafði hann hins vegar veitt skrifstofu stærsta stjómarandstöðuflokks írans á Ítalíu forstöðu. Myndin var tekin á morðstaðnum og er Nagdi á innfelldu myndinni. Sprengingin í World Trade Center Tveggja leitað enn í New York New York. Reuter. LOGREGLAN í New York fékk í gær ábendingu um aðild tveggja manna að sprengingunni í World Trade Center 26. febrúar. Maður- inn, ónafngreindur Egypskur leigubílstjóri, sagði mennina tvo vera í tengslum við þau múslimasamtök sem lögregla telur ábyrg fyrir sprengingunni. Matargjafir franskra Síðasta fórnarlambið var dregið út úr rústunum á mánudag en talið er víst að sjö hafi týnt lífi og yfir þúsund slasast. Vangaveltur hafa verið um að einn tilræðismannanna hafi sjálfur fallið í sprengingunni en lögregla hefur ekki staðfest það. Dagblaðið Daily News hafði áður tilgreint einn hinna föllnu sem egypskan leigubílstjóra og staðfesti lögregla það en sagði hann þó ekki hafa átt þátt í tilræðinu. Báðir hinna grunuðu em taldir vera í tengslum við egypsk múslima- samtök sem fylgja sheik Abdel- Rahman, öfgasinnuðum klerk sem farið hefur fram á afsögn egypskra stjómvalda. Bandarískir fylgismenn Abdel-Rahmans búa flestir í útlegð í New Jersey, nágrannaríki New York. Þeir hafa staðfastlega neitað ásökunum lögreglu um aðild að sprengingunni. sjómanna Franskir sjómenn frá Bretaníu- skaga gáfu hjálparstofnunum í Par- ís sex tonn af sardínum, túnfiski og öðru sjávarfangi í gær. Gjöf þessi var hluti af mótmælum sjó- mannanna gegn innflutningi ódýrs fisks til Evrópubandalagsins. Talið er að matargjöfin muni auka samúð fransks almennings með málstað sjómannanna. Heimildarmenn í Brussel telja mjög ólíklegt að EB verði við kröfum franskra sjómanna um innflutningsbann á físki frá löndum utan bandalagsins. Kínverskur Norman Lamont leggur fram fjárlagafrumvarp bresku stjórnarinnar ræðismaður Óbeinir skattar hækkaðir til að fylla í fjárlagagatið London. Reuter. BRESKA ríkisstjómin ætlar að hækka skatta á vindlingum, áfengi og eldsneyti samkvæmt fjárlagafrumvarpi því sem Norman Lamont fjármálaráðherra Iagði fram í breska þinginu í gær. Það kom fram hjá ráðherranum að hagvöxtur yrði heldur meiri en áætlað hefði verið og bæri það vott um að Bretar væru að komast upp úr efna- hagslægðinni. Hins vegar er áætlaður fjárlagahalli næsta fjárlaga- árs meiri en búist var við. Lamont sagði að rauði þráðurinn í fjárlagafrumvarpinu væri að tryggja að batamerkin sem sést hafa í efnhagslífínu yrðu annað og meira en tálsýn. Spáði ráðherrann 1,25% hagvexti á þessu ári sem væri merki um að tveggja ára efna- hagslægð væri að ljúka. Fjárlaga- hallinn fram í apríl 1994 yrði hins vegar 50 milljarðar punda eða 8% af þjóðarframleiðslu. Taldi Lamont að ekki yrði'forsvaranlegt að fylla í það gat til lengri tíma með lántök- um. Því kynnti hann aðgerðir til að minnka íjárlagahallann jafnt og þétt á næstu árum. Áfengi og vindlingar hækka Skattur á bjór og léttvín verður hækkaður um 5%. Gjöld á vindlinga hækka um 6,5% og bensínskattur um 10%. Skattleysismörk verða ekki hækkuð í takt við verðbólgu. Skattahækkanimar eiga að færa ríkissjóði 6,5 milljarða punda árin 1994-1995. Frá og með apríl 1994 verður lagður 8% virðisaukaskattur á eldsneyti og orku til heimilisbrúks en þessi vara hefur verið undanþeg- in slíkum skatti. Ári síðar á að hækka skattprósentuna í 17,5%. Auka á framlag launþega í félags- lega tryggingarsjóði um 1%. Lamont sagði að sökum umhverf- issjónarmiða og ijárlagahallans mætti búast við því á næstu ámm að eldsneyti hækkaði umfram verð- bólgu. Verðbólga er nú 1,7% í Bret- landi. Taldi ráðherrann að hún færi ekki yfir 4% á næsta fjárlagaári. Reuter Fj árlagataskan BRETAR eru fastheldnir á fornar hefðir. Ein slík venja er sú að þegar fjármálaráðherrann kemur í þingið ár hvert til að flytja fjár- lagaræðu sína hefur hann meðferðis tösku þessa sem er orðin heldur lasburða. biður um hæli Li Chen, aðalræðismaður í Pétursborg, og eiginkona Fan Kína hans hafa beðið um hæli sem póli tískir flóttamenn í Svíþjóð. Hjónin, sem eru á sextugsaldri, komu til Stokkhólms með feiju á mánudag. Að sögn sænskra yfirvalda er um- sókn þeirra í athugun. Hreindýra- veiðar bannaðar Grænlenska landstjómin hefur ákveðið að ekki megi veiða hreindýr í vor vegna lélegs ástands stofns- ins. Þessi ákvörðun er alvarlegt áfall fyrir hundruð fjölskyldna sem hafa hluta lífsviðurværis síns af veiðunum. Yill herða kröfumar Klaus Töpfer, umhverfísráðherra Þýskalands, sagðist í gær hlynntur hertum öryggiskröfum í þýskum efnaverksmiðjum. Mörg óhöpp hafa orðið í efnaiðnaðinum að undan- fömu, nú síðast á mánudag er tvær sprengingar urðu hjá Hoechst í Frankfurt. Talsmenn þýska efna- iðnaðarins hafna hins vegar auknu opinbem eftirliti og segja greinina einfæra um að setja fullnægjandi reglur um öryggi. Amato forsætisráðherra segir hættu á algjöru stjórnleysi á Ítalíu Boðar „friðsamlega byltinguu nái umbætur fram að ganga Lundúnum. The Daily Telegraph. GUILLA.NO Amato, forsætisráðherra Ítalíu, segir að ítalir verði að gera grundvallarbreytingar á kosningakerfi sínu, ella sé hætta á algjöru stjórnleysi i landinu. Hann kveðst vona að stjóm sín haldi velli í að minnsta kosti ár til viðbótar svo hún geti staðið fyrir „frið- samlegri byltingu" í stjómkerfinu. „Við gætum komið á nauðsyn- legum umbótum á kosningakerfinu fyrir næsta vor og síðan haft þing- kosningar um leið og kosið verður til Evrópuþingsins," sagði Amato þegar hann ávarpaði námsmenn í London School of Economics á mánudag. Hann bætti við að al- gjört stjómleysi tæki við á Ítalíu ef umbætumar næðu ekki fram að ganga, ef stjómin félli og efnt yrði til kosninga samkvæmt núverandi kerfi. Efnahagsástandið myndi versna til muna og upplausn yrði í þjóðfélaginu. „Ef okkur tekst að koma á um- bótum verður friðsamleg bylting á Ítalíu," sagði forsætisráðherrann og bætti við að umbætumar myndu leiða til „gagngerrar endumýjunar á stétt stjómmálamanna". Hann spáði því að „gömlu mennimir og flokkamir myndu víkja fyrir nýjum mönnum og flokkum" og að Kristi- legir demókratar, sem hafa verið í stjóm á Ítalíu frá heimsstyijöldinni síðari, myndu missa öll þingsæti sín. Amato sagði að Bettino Craxi, fyrrverandi leiðtogi flokks hans, Sósíalistaflokksins, „ætti að hætta í stjómmálunum" en það sama ætti ekki við um alla forystumenn sóslalista. Alls hafa um 600 ítalskir stjóm- málamenn verið handteknir og ákærðir fyrir spillingu. Rannsóknin hefur staðið í ár og náð til 30 borga. Ljóst þykir að mútugreiðslur hafa gagnsýrt allt stjómmála- og fjár- májakerfið. Áætlað er að ólöglegar greiðslur til stjómmálaflokkanna á síðasta áratug hafi numið jafnvirði hart- nær 500 milljarða króna á ári. Rabin flýtir sér heim Yitzhak Rabin sem nú er í opin- berri heimsókn í Bandaríkjunum hefur ákveðið að flýta heimför sinni vegna óróans á hemumdu svæðun- um. Fer hann heim á morgun af þessum sökum. ísraelskir hermenn felldu einn Palestínumanna og særðu sjötíu í gær í mestu átökum í þijá mánuði á hernumdu svæðun- um. Dregið úr þvingunum Norsk stjórnvöld tilkynntu í gær að aflétt hefði verið að hluta við- skiptaþvingunum gagnvart Suður- Afríku. Nú er Norðmönnum heimilt að fjárfesta þar í landi og versla við Suður-Afríkumenn en áfram verður bannað að selja olíu og vopn þangað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.