Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 17 Heræfingarnar Reuter Skriðdrekar og brynvarður bíll á leið yfir Han-ána sunnan Seoul. Heræfingar Bandaríkjamanna og S-Kóreumanna hófust sl. þriðjudag og eiga þær að standa í tíu daga. N-Kóreiimenn hótandi Genf. Reuter. RÁÐAMENN í Norður-Kóreu hafa hótað svara fyrir sig ef Banda- ríkjamenn auka þrýstinginn á þá vegna þeirrar ákvörðunar að segja sig úr alþjóðasamstarfi um að hefta útbreiðslu kjarnavopna. Ri Tcheul, sendiherra Norður-Kóreu hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Genf, segir að spennan í samskiptum Norður- og Suð- ur-Kóreu hafi aukist vegna sameiginlegra heræfinga Bandaríkj- anna og S-Kóreu, sem staðið hafa í viku. „Ef við svörum þeim þá þýðir það stríð og slíkt stríð hlyti að vera algert stríð,“ sagði hann. Þýsk þjóðarsátt eykur vonir um vaxtalækkun ÞJÓÐARSÁTTINNI, sem náðist milli stjórnar og stjórnarand- stöðu, aðila vinnumarkaðarins og forsætisráðherra sambandsland- anna sextán í Þýskalandi á laugardag hefur víðast hvar verið fagnað ekki sist þar sem hún er talin geta stuðlað að vaxtalækk- un. „Þetta er einn mikilvægasti og ég myndi einnig vilja segja hamingjuríkasti dagur stjórnmálaferils míns,“ sagði Theo Waigel fjármálaráðherra þegar samkomulagið lá fyrir. Hann hafði líka ástæðu til að fagna. Sameining þýsku ríkjanna hefur reynst mun kostnaðarsamari en áætlað var og hefur ríkisstjórnin sætt harðri gagnrýni jafnt fyrir að sjá kostnaðinn ekki fyrir sem og að grípa ekki til aðgerða þegar Ijóst var hvert stefndi. Raunar hefur stjórn Helmuts Kohls kanslara ekki tekist að koma neinu verulega mikilvægu máli í gegn frá því að kosið var síðast árið 1990. Ekki það að til- efnin hafi skort. Ólöglegum inn- flytjendum hefur fjölgað gifurlega á síðustu árum en samt hefur ekki tekist að setja lög til að hemja þá þróun. Þá hafa fjölmörg hneykslismál, tengd stjórnmála- mönnum orðið til að veikja enn trú almennings á að þeir séu í raun að gera landinu eitthvert gagn. Síðast en ekki síst hafa mistökin við fjármögnun samein- ingarinnar grafið verulega undan trúverðugleika stjórnarinnar. Leiði Ef eitthvað eitt hugtak hefur einkennt umræðu i Þýskalandi undanfarna mánuði þá er það hugtakið Politikverdrossenheit eða stjórnmálaleiði. Almenningur virðist smám saman vera að missa jafnt áhuga sem trú á stjórnmála- mönnum. Skoðanakannanir benda til að 30-40% kjósenda hafi ekki áhuga á að kjósa í næstu þing- kosningum. Þegar kosið var í sambandslandinu Hessen fyrr í mánuðinum var kosningaþátttaka einungis 71,3% sem er minnsta kosningaþátttaka frá því eftir stríð. I kosningunum hlaut flokk- ur hægriöfgasinna, Repúblikana- flokkurinn, 8,3% atkvæða. Jafn- aðarmannaflokkurinn tapaði hins vegar 8,4%. Raddirnar sem spá því að eftir næstu kosningar taki við „stór samsteypustjórn" Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna- flokksins verða æ áleitnari. Þeir eru hins vegar líka margir sem óttast að slík stjórn ætti jafnvel enn erfiðara með að taka af skar- ið en núverandi stjórn þó svo að hún hefði verulegan þingmeiri- hluta. Þjóðveijar búa nú ekki bara við efnahagskreppu heldur er þýskt lýðræði einnig í sinni dýpstu kreppu frá stofnun Sambandslýð- veldisins árið 1949. Margir vona því að þjóðarsáttin um síðustu helgi sé tákn þess að stjórnmálamenn séu að vakna úr dáinu og hyggist takast á við vandamálin. í þjóðarsáttinni felst m.a. að sérstakur 7,5% aukatekjuskattur verður Iagður á frá og með 1995 en hann á að afla ríkinu 28 millj- arða marka í tekjur. Stjórnin féll frá áformum sínum um að draga úr atvinnuleysisbótum og öðrum velferðargreiðslum en ætlar í staðinn að spara níu milljarða með hertu skattaeftirliti og eftirliti með misnotkun á bótagreiðslum. Áætluðum húsbyggingum 5 aust- urhluta Þýskalands verður fjölgað um helming og Treuhand-stofn- unin, sem sér um að einkavæða fyrrum austur-þýsk ríkisfyrir- tæki, fær auknar heimildir til lán- töku. Tveimur milljörðum marka til viðbótar verður varið í að skapa ný atvinnutækifæri á þessu ári. Þá,má nefna að fyrirkomulagi fjármögnunar vegna austurhlut- ans verður breytt þannig að þang- að munu renna 55,8 milljarðar marka árið 1995, fyrst og fremst frá sambandsstjórninni í Bonn. Lækka vextirnir? Hin pólitísku viðbrögð við þess- ari þjóðarsátt hafa verið jákvæð ekki síst þar sem talið er að nú muni Bundesbankanum gefast svigrúm til að lækka vexti en háir raunvextir í Þýskalandi eru taldir hafa staðið efnahagsbata jafnt þar sem annars staðar í Evrópu fyrir þrifum. Úr þýsku viðskiptalífi hafa þó heyrst ýmsar gagnrýnisraddir og hafa menn þar m.a. bent á að ekkert í þjóðarsátt- inni muni stuðla að því að auka samkeppnishæfni Þjóðveija á er- lendum mörkuðum sem og að enn skorti mikið á til að koma ríkisfj- ármálunum í ásættanlegt horf. Ri sagði að skot- og sprengju- hríð bærist til Norður-Kóreu frá sameiginlegum heræfíngum 120.000 manna suður-kóresks og bandarísks herliðs sunnan vopna- hléslínunnar sem skiptir Kóreu- skaganum í tvennt. Hélt Ri því fram á blaðamannafundi í Genf í gær að viðsjárvert hættuástand, sem gæti leitt til styijaldar á hverri stundu, hefði skapast við landa- maerin. í síðustu viku var lýst viðbún- aðarástandi í Norður-Kóreu vegna yfirvofandi styijaldarhættu. Ferðafrelsi útlendinga sem dvöld- ust í landinu var takmarkað. Á föstudag ákváðu Norður-Kóreu- menn að segja sig frá samningum um takmörkun útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Af hálfu SÞ hefur sú ákvörðun verið fordæmd og Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær vona að ráðamenn í Pyongy- ang endurskoðuðu afstöðu sína. Embættismenn í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu gáfu þó skýrt til kynna að ekki hefði orðið vart óvenjulegs viðbúnaðar í Norður- Kóreu. ♦ » ♦ Grænland Snjóblínda olli þyrlu- slysinu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MANNLEG mistök urðu þess valdandi að þyrla Gronlandsfly fórst við Upernavik á Norðvest- ur-Grænalandi 1. mars sl.. Með þyrlunni, sem var af gerðinni Bell 212, fórust fjórir menn, þar af mánaðargamalt kornabarn. Við rannsókn á segulbandsupp- tökum í hljóðrita þyrlunnar virtist allt með felldu. Samtöl flugmanns og flugvirkja sem var með í för voru eðlileg en lauk síðan allt í einu. Engin viðmiðun í niðurstöðu flugslysanefndar segir að snjóblinda hafi gert það að verkum að flugmaðurinn hafði enga viðmiðun í umhverfinu. Því hefði hann ekki skynjað legu þyrl- unnar sem flogið hefði niður á við í sveig og skollið í jörðina. Sýnt þykir að þyrlan hafí ekki farist vegna vélarbilunar eða bil- unar í tækjabúnaði. Óhappið hefur orðið til þess að Gronlandsfly íhug- ar nú að láta tvo flugmenn ætíð vera í áhöfn þyrla af þessari teg- und. KRINGLU m 17.-20. mars Miðvikudag - Fimmtudag Föstudag - Laugardag í Kringlukasti er hægt að gera ævintýralega góð kaup ❖ Yfir 300 kostaboð aðeins í fjóra daga Ekki utsala • Allt nýjar vörur ❖ Girnileg tilboð á veitingastöðunum ❖ Lesið nánar um tilboðin í bæklingnum sem dreift hefur verið 'tóri afsláttur er leikur sem fram fer á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Nokkrar verslanir bjóða þá daga fáeina veglega hluti. Á HVERJUM DEGI VERÐUR BOÐIÐ UPPÁ EFTIRFARANDI HLUTI MEÐ MEIRA EN HELMINGS AFSLÆTTI: Japis: 1 stk. Pansonic samstæða kr>4>2J500" 24.900 Byggt & Búið: 1 stk. Candy þvottavél kr, 67 300" 25.000 Hagkaup: 2 stk. Cyclojet ofnar J«\-27ríMHr 9.900 Skífan: 1 stk. Fender rafmagnsgitar kr.'50:000_ 23.000 Byggt & Búið: 1 stk. AEG eldavél kM52r963' 25.000 Japis: 1 stk. videomyndavél Jcr^S4Æ6<Þ 24.900 Hagkaup: 1 stk. troðfull matarkarfa kr. 20:000_ 9.000 Bílaleikur: B & L bjóða einn Hyundai Pony 1300 á dag með 150.000 kr. afslætti. Komið í KRINGLUNA, kynnið ykkur leikreglurnar og fylgist með á Bylgjunni. Afgreiðslutími Kringlunnar: Mánudaga til fimmtudaga 10-18.30, föstudaga 10-19, laugardaga 10-16. KRINGWN ÍMBÉLÍWBáÉMt ERLENT HÚTIL ALEXANDRS AUGLÝSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.