Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 RIKISSTJORNIN LEGGUR LANDSBANKANUM TIL VIÐBOTARFE \___________________________________________ __________ Langnr aðdrag- andi þótt fram- kvæmdin sé hröð - sögðu ráðherrar á blaðamannafundi RÁÐHERRAR ríkisstjórnarinnar lögðu áherzlu á það, er þeir kynntu ákvarðanir um fyrirgreiðslu við Landsbankann á blaðamannafundi í gær, að ákvörðunin hefði verið vel undirbúin. Sá háttur að boða ríkisstjórnarfund með skömm- um fyrirvara og halda blaðamannafund væri hafður á vegna þess að menn vOdu ekki að mál af þessu tagi væru rædd lengi fyrir opnum tjöldum til að rýra ekki traust á bankan- um. Davíð Oddsson forsætisráð- herra greindi á blaðamannafund- inum frá ákvörðunum ríkisstjóm- arinnar, sem raktar eru í tilkynn- ingu hennar. Davíð sagði að auk þess að styrkja stöðu Landsbank- ans réðist ríkisstjómin í aðgerðir, sem styrktu hið bankalega um- hverfi á íslandi. Tryggingasjóðir viðskiptabanka og sparisjóða ættu að verða betur undirbúnir fyrir það að styrkja stöðu bankastofnana í landinu almennt við erfiðar að- stæður, sem nú væm. Davíð sagð- ist telja um fyrirbyggjandi aðgerð- ir að ræða. Talsvert langt hefði verið gengið til að tryggja stöðu bankans og ekki teflt á tæpasta vað. Ekki óvænt Forsætisráðherra sagði að málið bæri ekki óvænt að höndum. Vitað hefði verið að grípa yrði til að- gerða með vorinu til að styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tók í sama streng og sagði að ljóst hefði verið, þegar Seðlabankinn veitti Landsbankanum víkjandi lán fyrir síðustu áramót, að meira þyrfti til. Ríkisendurskoðun og endurskoðendur bankans hefðu ekki viljað bíða með slíkt, heldur horfast strax í augu við allan vand- ann og tryggja stöðu bankans um leið og reikningar fyrir árið 1992 væm lagðir fram. Jón sagði að- gerðimar í raun tvíþættar, annars vegar væri verið að viðhalda trausti íslenzkra banka heima fyr- ir og erlendis og hins vegar að treysta undirstöður atvinnulífsins, því að Landsbankinn væri mikil- vægasti atvinnuvegabankinn. Skapar traust viðskiptavina Davíð Oddsson sagði að ákvörð- Aðgerðirnar kynntar RÁÐHERRAR og seðlabankastjóri kynna ráðstafanir ríkisstjómarinnar vegna eiginfjárvanda Lands- bankans á blaðamannafundi sem haldinn var eftir rikisstjóraarfund í stjóraarráðshúsinu í gær. Næstur situr Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þá Davíð Oddsson forsætisráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og loks Jóhannes Nordal seðlabankastjóri lengst til hægri. un ríkisstjórnarinnar hefði haft langan aðdraganda, þótt henni væri hrundið í framkvæmd með hraði. Slíkar ákvarðanir væm til þess fallnar að skapa traust við- skiptavina bankans. Jóhannes Nordal, formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði að Lands- bankinn væri ríkisbanki, ríkið tæki ábyrgð 4 öllum skuldbindingum hans og áhætta innstæðueigenda hefði því ekki aukizt. „Menn hafa séð að þegar aðrir bankar hér hafa lent í erfíðleikum, þá hefur ríkisvaldið tekið á þeim málum. Síðustu áratugina að minnsta kosti hafa ekki orðið neinar vem- legar breytingar á trausti einstakl- inga á bönkunum. Ég held að það sama muni eiga sér stað núna,“ sagði Jóhannes. Skilyrði um aðhald Jón Sigurðsson sagði að þær innlánsstofnanir, sem vildu njóta fyrirgreiðslu samkvæmt lögum þeim, sem ríkisstjómin hygðist setja, yrðu að sæta því skilyrði að gera samning við viðskiptaráð- herra og ijármálaráðherra um að- hald í rekstri. „Eftir þeim samn- ingum verður litið. Þetta er að sjálfsögðu okkar viðleitni til að sýna að hér á að ríkja aðhald. Þetta á ekki að þýða að menn slaki á klónni í rekstri þessara stofn-’ ana. Ég vil leggja ríka áherzlu á að undirbúningur slíkra samnings- skilmála Landsbankans er þegar vel á veg kominn, því að hann hófst á grundvelli fyrirgreiðslunn- ar, sem var veitt fyrir áramótin," sagði Jón. Afskriftareikningnr LÍ verði 5,8 milljarðar 1993 Fyrirgreiðsla við bankann 4.250 milljónir að meðtöldu víkjandi láni frá Seðlabanka HÉR fer á eftir í heild fréttatilkynning ríkisstjórnarinnar vegna aðgerðanna til að bæta eiginfjárstöðu Landsbankans: Ríkisstjómin hefur að höfðu sam- ráði við bankastjórn Seðlabanka íslands ákveðið að leita heimildar Alþingis til að bæta eiginfjárstöðu Landsbankans með tvennum hætti: a. Allt að 2.000 m.kr. fjárhagsað- stoð frá ríkissjóði. b. Allt að 1.000 m.kr. víkjandi lán úr Tryggingarsjóði viðskipta- banka. Lagaákvæðum sjóðsins verði breytt í þessu skyni. Að meðtöldu víkjandi láni frá Seðlabankanum í lok síðasta árs að fjárhæð 1.250 m.kr. felst í ofan- greindum aðgerðum allt að 4.250 m.kr. heildarfyrirgreiðsla við Landsbankann. Að auki verður stefnt að því að Landsbankinn breyti m.a. eignar- hlutum sínum í fjármálafyrirtækj- um til að styrkja eiginfjárstöðu bankans. Fyrirgreiðslan er einnig háð því skilyrði að gerður verði samningur milli viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra annars vegar og Landsbankans hins vegar um það til hvaða ráðstafana bankinn skuldbindur sig til að grípa til í því skyni að bæta afkomu sína og eiginfjárstöðu. í samningnum verður kveðið á um eftirlit með framkvæmd hans. Veruleg hag- ræðing í rekstri bankans er mikil- væg forsenda fyrir því að eiginfjár- staða hans verði góð til frambúðar. Ríkisstjórnin leggur til að gripið verði til þrenns konar aðgerða til að styrkja eiginfjárstöðu banka og sparisjóða hér á landi. í fyrsta lagi íjárhagsstuðningur ríkissjóðs við Landsbanka Islands, í öðru lagi breyting á hlutverki Tryggingar- sjóðs viðskiptabanka þannig að hann geti, líkt og Tryggingarsjóð- ur sparisjóða, veitt lán til að efla eiginfjárstöðu bankanna og í þriðja lagi heimild fyrir ríkisábyrgð á lántökum tryggingarsjóðanna tveggja til að veita víkjandi lán til innlánsstofnana. Framlög á afskriftareikning duga ekki til Á undanfömum misserum hefur eiginfjárstaða Landsbanka íslands farið stöðugt versnandi. Það stafar bæði af almennum samdrætti í efnahagslífi landsmanna og ekki síður af samdrætti í sjávarútvegi og útlánatöpum í fiskeldi og fleiri greinum. Sem stærsti og mikil- vægasti atvinnuvegabanki lands- ins hefur Landsbankinn orðið að axla þungar byrðar af þessum sökum. Þrátt fyrir að bankinn hafi lagt umtalsverða fjárhæð til hliðar á afskriftareikning útlána á mánuði hveijum á árinu 1992 er orðið ljóst að það dugar ekki til. Nýjustu upplýsingar um afkomu helstu viðskiptavina bankans benda til að síðasta ár hafí verið mörgum þeirra þungt í skauti. Undir lok síðasta árs ákvað ríkisstjómin að beita sér fyrir því að Seðlabanki íslands veitti Lands- bankanum víkjandi lán að fjárhæð 1.250 m.kr. til að bæta eiginíjár- stöðu hans. í samþykkt ríkisstjóm- arinnar var tekið fram að stuðn- ingur við bankann tengdist áform- um að breyta bankanum í hlutafé- lag í eigu ríkisins og almennum aðgerðum til að styrkja stöðu at- vinnulífs í landinu. Ríkisstjómin setti það skilyrði fyrir fyrirgreiðsl- unni að Landsbankinn hrinti í framkvæmd á árinu 1993 skipu- legri áætlun til þess að bæta eig- infjárstöðu og afkomu hans, m.a. með almennri hagræðingu í rekstri, fækkun útibúa, aðhaldi í útlánum og lækkun erlendra end- urlána. Afskriftareikningur verði 4,5 milljarðar 1992 - 5,8 millj. 1993 Greinargerð bankastjómar Landsbankans um bætta afkomu og eiginfjárstöðu bankans barst í lok janúar sl. Samkomulag náðist um það milli viðskiptaráðherra og bankastjómar Landsbankans að sérfræðingar úr Landsbanka og Seðlabanka færa yfir einstaka þætti í greinargerð bankastjómar- innar og gerðu viðskiptaráðuneyt- inu og bankastjóm og bankaeftir- liti Seðlabankans grein fyrir fram- kvæmd rekstraráætlunar Lands- bankans í nánari atriðum. Þessari vinnu er ekki lokið. Til þess að ársreikningur Lands- bankans fyrir árið 1992 gefí viðun- andi mynd af stöðu hans þannig að endurskoðendur hans, ríkisend- urskoðandi og viðskiptaráðherra geti staðfest ársreikninginn er tal- ið nauðsynlegt að afskriftareikn- ingur útlána verði 4.500 m.kr. miðað við árslok 1992. Samkvæmt því yrði hlutfall eigin íjár undir lögbundnu 8% lágmarki þrátt fyrir 1.250 m.kr. víkjandi lán sem Seðlabankinn veitti Landsbankan- um undir lok ársins 1992. í at- hugasemdum með áritun endur- skoðenda, ríkisendurskoðanda og ráðherra verður þess getið að ríkis- stjómin hafi lýst því yfir að hún muni beita sér fyrir því að eiginfj- árhlutfall bankans verði hækkað yfir lögbundið lágmark og að frumvarp þar að lútandi hafí veríð lagt fram á Alþingi. Er þetta talið nauðsynlegt til að engar efasemd- ir vakni meðal innlendra og er- lendra viðskiptavina og lánar- drottna bankans um að ríkissjóður axli ábyrgð sína á starfsemi bank- ans. Að mati endurskoðenda bank- ans og ríkisendurskoðanda er æskilegt að auka afskriftir útlána enn frekar á þessu ári en þegar hefur verið nefnt, eða í allt að 5.800 m.kr. Þessi mikla hækkun á afskriftaþörf bankans kallar á fyrirgreiðslu ríkisins við bankann. Fleiri innlánsstofnanir í vanda Efnahagserfiðleikar undanfar- inna ára hafa haft slæm áhrif á afkomu annarra innlánsstofnana en Landsbankans. Ríkisstjórnin telur því rétt að grípa til almennra aðgerða sem gera það mögulegt að efla eiginfjárstöðu annarra inn- lánsstofnana. í því skyni hefur ríkisstjómin ákveðið að Trygging- arsjóði viðskiptabanka verði, á hliðstæðan hátt og nú þegar gildir um Tryggingarsjóði sparisjóða, heimilt að veita viðskiptabönkum víkjandi lán. í því skyni verður sjóðunum heimilað að taka lán með ríkisábyrgð að fjárhæð allt að 3.000 m.kr. Af þessari fjárhæð er gert ráð fyrir að Tryggingar- sjóður viðskiptabanka veiti Lands- bankanum á þessu ári allt að 1.000 m.kr. í víkjandi lán. Þá verður skipuð nefnd til að semja tillögur um eflingu sjóðanna í framtíðinni og hugsanlega sameiningu þeirra. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.