Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 Bláa lóns stemmning á Tveimur vinum Næturlífið í Reykjavík gerist æ íjölbreyttara er skemmtana- haldarar keppa stíft um íslenska nátthrafna. Eigendur Tveggja vina gerbreyttu til dæmis staðnum á skömmum tíma og opnuðu með nýja „andlitinu" um síðustu helgi. Öllum húsgögnum og innrétting- um var mokað út og inn í húsið var blásið sandi og annarri mylsnu frá Bláa lóninu eina og sanna. Þá voru þama settir upp nuddpottar, bananatré, rósarunnar og fleira í þeim dúr, allt til þess fallið að koma á suðrænni stemmningu og þótti það takast afgerandi vel. Til þess að auka á suðrænuna sprönguðu þjónar staðarins um í efnislitlum sundskýlum einum fata og nokkuð var um að gestir fækk- uðu fötum og skelltu sér í heitu pottana. Þá sýndu fyrirsætur frá Módelmynd nýjustu sundfatatísk- una frá Triumph sem verslunin Aquasport er umboðsaðili fyrir. Óhætt er því að segja að sjaldan hafi klæðaléysi verið almennara á íslenskum skemmtistað. Vert er þó að geta, að margir voru þó kappklæddir að vanda. Ekki mun hér hafa verið á ferðinni breyting til einnar helgar, heldur til ein- hverrar frambúðar. Gestir staðarins kunnu vel að meta almennt atgervi þjóna staðarins. Morgunblaðið/Sverrir Módelin Andrea Róbertsdóttir og Hólmgeir Hólmgeirsson í sund- fötunum. Ein myndanna sem fjaðrafokinu olli. KAMRYKVOLI) í Úlfaldanum, Ármúla 17 a Hallbjörn Hjartarson, Anna Vilhjálms, Hannes Jón, KK-band, „Kántrýband“ sérstaklega sett upp fyrir þetta eina kvöld. FRÁBÆR SKEMMTUN. ALLIR VGLKOMNIR. Miðaverö kr. 700,- Málþing um IÐNMENNTUN Laugardaginn 20. mars nk. f Borgartúni 6 Ki. 9:00-17:00 Hvernig á atvinnulífið að koma inn í stjórnun iðnmenntunar? Hvernig má auka sókn ungsfólks í starfsmenntun? Hvaða hæfnikröfur gerir atvinnulífið til starfsmanna? Hvernig sinna skólarnir þörfum nema og atvinnulífs? Aðalerindið flytur dr. Gestur Guðmundsson, félagsfræðingur: Vandi starfsmenntunar á framhaldsskólastigi. Ráðstefnan er öllum opin, en menn eru vinsamlega beðnir um að skrá þátttöku sína hjá einhverjum neðangreindra aðila. Ráðstefnugjald er kr. 1.500,- og eru veitingar (kaffi og léttur hádegisverður) ásamt ráðstefnugögnum innifaldar ígjaldinu. Með von um góða þátttöku. aiþýðusarnband íslands (813144) Iðnnemasaniband Islands (14418) Menntaraálaráðuneytið (689504) Félao íslenskra iðnrekenda (27577) Landssaniband iðnaðarmanna (621588) Samband iðnmenntaskóla (823378) BRÆÐI Bruce gerir sig digran við Ijósmyndara Bruce tryllist bláum myndum af frúnni Nú hafa birst myndir af banda- rísku leikkonunni Demi Moore frá árunum áður en hún varð eitt stærsta nafnið í Hollywood. 17 ára gömul var hún til í flest til að vekja á sér athygli því draumurinn var að verða fræg kvikmyndaleikkona. Demi er undurfögur og hikaði ekki við að fletta sig klæðum að meira og minna leyti fyrir framan linsurn- ar í þessu skyni. Eiginmaður Demi, leikarinn Bruce Willis, sem sjálfur er stórt nafn í kvikmyndabransan- um vestra, varð hins vegar óður af bræði er hann frétti að ljósmynd- arinn væri að dusta rykið af mynd- unum. Hann bauð ljósmyndaranum gull og græna skóga fyrir negatív- umar, en vinurinn vildi ekki seija. Umræddar myndir eru ekki djarfar miðað við sumt sem hefur birst af Demi. Til að mynda er hún ekki nakin á myndunum þótt fötin sem hún klæðist séu að sönnu ekki efnismikil. í ljósi þess botna fáir í reiði bóndans sérstaklega vegna þess að fyrir nokkrum mánuðum sat Demi fyrir nakin og birtist tví- vegis þannig á kápu hins víðlesna tímarits „Vanity Fair“. í fyrra skiptið var hún ólétt á áttunda mánuði, í síðara skiptið léttari og spengileg, en með Jakkaföt“ máluð á kroppinn. Það er haft fyrir satt að Demi láti sér skapbræði Bruce bónda síns í léttu rúmi liggja og ráði því sem hún kærir sig um. Hún segist fyrir- líta fátt meira heldur en tvöfalt sið- gæði og viti fyrir víst, sem dæmi, að sumir þeirra sem hefðu rakkað hvað mest niður nektarmyndabók söngkonunnar Madonnu væru ein- staklingar sem öfunduðu hana af auð sínum og glæsileika. Demi Moore hefur getað valið úr hlutverkum síðustu árin, en næst mun hún bera fyrir augu manna í aðalkvenhlutverkinu í end- urgerðri útgáfu af stórmyndinni „Á hverfanda hveli“. F'ramleiðendur og leiksijóri myndarinnar voru mánuð- um saman að velja í hlutverkið, en það var engin önnur en Demi Mo- ore sem hreppti það og var tekin fram yfir margar af þekktustu leik- konum Hollywood. fclk í fréttum NÆTURLIFIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.